Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 30. JÚLÍ 1992 Serbar herða tök sín í Bosníu-Herzegóvínu: Þúsundir múslima og Króata í fangabúðum Zagreb. The Daily Telegraph. SERBAR hafa að undanfömu flutt tugþúsundir óbreyttra borgara frá heimilum sínum í Bosníu-Herzegóvínu í fangabúðir. Borgararn- ir, sem era múslimar eða Króatar, fá ekki að taka neinar eigur sín- ar með sér og óstaðfestar fregnir herma að margir þeirra hafi ver- ið leiddir á brott úr fangabúðunum og síðan hafi ekkert til þeirra spurst. Hefur þessu framferði Serba verið líkt við kynþáttaofsóknir nasista á svipuðum slóðum í seinni heimsstyrjöld. Jafnvel er talið að markmið Serba sé að „hreinsa“ yfirráðasvæði sitt í norður- og austurhluta Bosníu-Herzegóvinu þannig að þar muni eingöngu búa Serbar eftir að nauðungarflutningunum lýkur. Lögreglumaður i einni af borgum Serba í norðurhluta Bosniu, Brcko, skýtur mann sem sagður var leyniskytta úr röðum múslima er hefði skotið á flóttamannalest Serba. Misheppnað valda- rán á Madagaskar Antananarivo. Reuter. Fregnir af atburðunum eru enn nokkuð óljósar en þó er ljóst að Serbar hafa rekið þúsundir múslima og Króata, menn, konur og böm frá heimkynnum sínum, gert eigur þeirra upptækar og flutt þá með jámbrautarlestum í fangabúðir, sem settar hafa verið upp í skyndi í skólum og á íþróttaleikvöngum. Frést hefur af illum aðbúnaði í fangabúðunum, þar skorti mat og fangar séu miskunnarlaust barðir af serbneskum gæslumönnum. Þá er óttast um afdrif íjölda fólks, sem Serbar hafa leitt á brott úr búðun- um. Hið eina sem Serbar hafa sagt um fangabúðimar er að þar séu stríðsfangar geymdir. Óttast er að næsta flóttamanna- bylgja muni koma frá svæði sem múslimar byggja í norð-vesturhluta Bosníu en Serbar hafa verið að herða tök sín á svæðinu á síðustu dögum. Fréttir hafa borist af því að um leið og Serbar handtaka múslima eða hrekja þá af jörðum sínum þvingi þeir þá til að sknfa upp á afsal fyrir eigum sínum. „Ég, Mústafa, staðfesti það hér með að ég á ekki neina eign í Bosníu og að ég er á fömm héðan fyrir fullt og allt ásamt konu minni, tveimur sonum og tveimur tengdadætmm. Ég lýsi yfir því að ég er fullkom- lega ábyrgur gerða minna þegar ég undirrita þessa yfirlýsingu og ekki undir neinum þrýstingi." Þann- ig hljóðaði yfirlýsing sem hagfræð- ingur nokkur, Mústafa að nafni, undirritaði um leið og Serbar söls- uðu land hans undir sig. „Að sjálf- sögðu er þetta allt helber lygi. Við höfum tapað öllu sem við eigum en ef við hefðum neitað að skrifa und- ir hefðum við líka tapað lífinu. Serb- ar standa fyrir víðtækum þjóðemis- hreinsunum hér í Bosníu og verði ekkert gert til að stöðva þær mun öll Evrópa standa í björtu báli innan skamms,“ sagði Mústafa. Króatar, sem hafa lýst yfír full- veldi í vesturhluta Herzegóvínu, hafa handtekið fólk af serbneskum uppmna á yfirráðasvæði sínu og flutt það í fangabúðir. Þær hreins- anir em þó í mun minni mæli en þær sem Serbar standa fyrir á yfir- ráðasvæði sínu. Fulltrúar Rauða krossins hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess að aukin harka í borgarastyijöldinn virðist nú koma meira niður á óbreyttum borgurum en áður. Talið er að um helmingur flótta- mannanna frá júgóslavnesku lýð- veldunum fyrrverandi, sem alls em yfir tvær milljónir, hafi ekki flúið bein stríðsátök heldur hafi þeir séð sér þann kost vænstan að flytja vegna þeirrar stefnu stjóma ein- stakra lýðvelda að hrekja þjóðar- brot, sem em í minnihluta, út fyrir landamærin. HÓPUR uppreisnarseggja á Madagaskar í Indlandshafi var yfírbugaður eftir tilraun til valdaráns í gær. Dagblað á eynni hafði um morguninn greint frá áformum um valda- rán. Forseti landsins sagðist hafa vitað af þeim á þriðjudags- kvöld. Hermenn tóku átta menn til fanga við útvarpshús sem þeir höfðu á valdi sínu í þijár stundir og tilkynntu að Petu Michel hefði tekið völdin af forsetanum Didier Ratsiraka. Ekki er vitað hvort Mic- hel hafi verið meðal fanganna. Ólga hefur verið í stjórnmálum á Madagaskar undanfarna mánuði og aðeins tvö ár era síðan síðast var reynt að hrifsa völdin af Ratsir- aka. Þjóðaratkvæði verður í ágúst um stjórnarskrárbreytingar í lýð- ræðisátt og kosningar til þings og forsetaembættis verða í árslok. ----»■■+--«- Greenpeace eltir hrefnubát TALSMAÐUR Greenpeace-sam- takanna sagði í gær að skipi sam- takanna hefði tekist að koma í veg fyrir hrefnuveiðar norska bátsins Nybræna með nærvera sinni. Yfír- maður rannsóknaráætlunar Norð- manna sagði að Solo, skip Græn- friðunga, hefði elt Nybræna og hrefnubátamir hefðu fengið fyrir- mæli um að veiða ekki hvali í ná- munda við skipið. Sex bátar stunda veiðamar og hinir fímm halda áfram að veiða upp í 110 hvala kvótann á meðan Solo snýst í kringum Nybræna. Irakar hrósa sigri Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna fóm í gær tómhentir úr land- búnaðarráðuneytinu í Bagdad eftir tveggja daga leit að skjölum um áætlanir íraka um að koma sér upp gjöreyðingarvopnum. Blöð í írak hrósuðu sigri eftir þriggja vikna deilu stjórnar Saddams Hus- seins og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um aðgang að ráðuneyt- inu. Bandaríkin tilkynntu í gær að þau hefðu hætt við að senda enn eitt flugmóðurskip til Persaflóa. SÞ lofa Sóm- alíu aðstoð SENDIMAÐUR Sameinuðu þjóð- anna í Sómalíu lofaði í gær að sam- tökin kæmu snarlega til aðstoðar 4,5 milljónum manna sem svelta í Iandinu. Hann bað byssumenn í landinu að hætta bardögum og sagði að eitt helsta vandamálið væri að sumir teldu sig aðeins geta fengið mat með vopnavaldi. Sendi- maðurinn vill fá fleiri en 500 gæslu- liða til umráða og sagði tillögur um að senda 6.000 hermenn undir fána SÞ til Sómalíu vera í athugun. Erich Honecker fyrrum leiðtogi Austur-Þýskalands: Stalínistí sem iðrast einskis Berlín. Reuter. ERICH Honecker, fyrrum leiðtogi Austur-Þýskalands, var og er enn stalínisti af gamla skólanum. Hann stjóraaði þegnum sínum með járahendi og má með sanni segja að ferill hans sé blóði drif- inn. Hann bar ábyrgð á byggingu Berlínarmúrsins, sem reistur var 1961, og það var hann sem gaf austur-þýskum landamæravörðum skipun um að skjóta hvera þann sem reyndi að fremja „lýðveldis- flótta“ (Republikflucht), en það orð var notað yfir þann verknað að reyna að fara frá Áustur-Þýskalandi án þess að hafa til þess tilskilið leyfi stjóravalda. Allt fram til dagsins í dag seg- ist Honecker ekki sjá eftir neinu því sem hann gerði á valdaferli sínum. Hefur hann jafnvel líkt sameiningu Þýskalands við því að stofnað hafi verið nýtt fasískt „Fjórða ríki“. Honecker fæddist í Saarlandi í suðvesturhluta Þýskalands. Faðir hans var námamaður, mjög vinstrisinnaður, og var Erich ein- ungis átta ára gamall er hann hóf að bera út kommúnísk blöð. Hann gerðist félagi í kommúnista- flokknum árið 1929. Honecker nam í Moskvu og kom aftur til Þýskalands skömmu áður en nas- istar náðu þar völdum árið 1933. Hann tók þátt í andspymuhreyf- ingu kommúnista, var handtekinn af öryggislögreglunni Gestapo og sat í fangelsi í tíu ár eða þar til sovéskar hersveitir frelsuðu hann úr fangelsinu í Brandenburg árið 1945. Þegar Austur-Þýskaland var stofnað árið 1949 var Honecker frá upphafi í hinni pólitísku for- ystu landsins. Hann komst í mið- stjóm kommúnistáflokksins 1958 og var gerður ábyrgur fyrir innra öryggi. Það var í þeirri stöðu sem hann hafði yfímmsjón með bygg- ingu Berlínarmúrsins árið 1961. Þegar Sovétmenn boluðu Walt- er Ulbricht frá völdum árið 1971 var Honecker gerður að leiðtoga Austur-Þýskalands. Hann breytti vemlega stefnunni í efnahagsmál- um og með stórfelldum fram- kvæmdum og erlendum lántökum tókst honum að koma efnahags- lífi Austur-Þýskalands á nokkum skrið. Var Austur-Þýskaland for- ystuþjóð á efnahagssviðinu aust- an járntjalds og samkvæmt hag- tölum ellefta mesta iðnríki verald- ar. Þær hagtölur reyndust þó fremur óábyggilegar þegar aust- ur-þýska hagkerfíð var gert upp í kjölfar sameiningarinnar. A alþjóðavettvangi tókst Honecker að bijóta að vemlegu leyti á bak aftur þá einangrun sem Austur-Þýskaland hafði búið við. Fjölmörg ríki á Vesturlöndum tóku upp stjómmálasamband við Austur-Þýskaland, ekki síst í kjöl- far undirritunar samskiptasamn- ings beggja þýsku ríkjanna sem hann og Willy Brandt, þáverandi kanslari Vestur-Þýskalands, gerðu með sér árið 1972. „Hátind- ur“ ferils Honeckers var svo loks er hann heimsótti Vestur-Þýska- land opinberlega, fyrstur austur- þýskra leiðtoga, árið 1987. í kjölfar þeirra breytinga sem áttu sér stað í Sovétríkjunum í valdatíð Míkhafls Gorbatsjovs í lok síðasta áratugar fór hins veg- ar að fjara hratt undan stjóm Honeckers. Hann fagnaði opin- berlega ýmsum tillögum Gorbatsj- ovs í afvopnunarmálum en vildi ekki grípa til sömu tilslakana og Sovétleiðtoginn í stjórnmálum og á efnahagssviðinu. Gekk það jafn- vel svo langt að fijálslynd sovésk tímarit voru bönnuð í Austur- Þýskalandi. Eftir að Ungveijar opnuðu landamæri sín gagnvart Austur- ríki fyrri hluta árs 1989 hmndi veldi kommúnista. Þúsundir Aust- ur-Þjóðverja flúðu vestur þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir stjórnvalda til að stöðva flóðbylgj- una. Almenningur reis upp gegn alræðinu og í október 1989 hrundi Berlínarmúrinn. Þremur vikum áður hafði Honecker hrökklast frá völdum. Þegar í desember það ár lögðu austur-þýskir saksóknarar fram ákæm á hendur honum fyr- ir spillingu og valdamisnotkun. Skömmu síðar fylgdi ákæra vegna morðanna við landamærin í kjöl- farið. Honecker var settur í stofu- fangelsi í húsi sínu í bænum Wandlitz, skammt norður af Berl- ín, en var fljótlega fluttur á sjúkrahús vegna meintra veik- inda. Í kjölfar sameiningar Þýska- lands í október 1990 var mál hans tekið upp af yfirvöldum í Berlín og handtökuskipun á hendur Honecker var gefín út í lok nóv- ember. Sovéski herinn kom hins Bifreið með Erich Honec- ker innanborðs yfírgefur lóð sendiráðs Chile í Moskvu í gær. Honecker og fleiri ráða- menn fylgjast með her- sýningu í tilefni af 25 ára afmæli Berlínarmúrsins í ágúst 1986. vegar í veg fyrir að henni yrði framfylgt og Honecker var vistað- ur á hersjúkrahúsi vegna of hás blóðþrýstings. Honum var svo leynilega smyglað til Moskvu í mars 1991 undir því yfírskyni að hann yrði að gangast undir hjartauppskurð. Þjóðveijar gerðu strax kröfu um að hann yrði fram- seldur en það var ekki fyrr en Borís Jeltsín komst til valda í Moskvu í kjölfar hins misheppn- aða valdaráns í fyrra að tekið var undir þá kröfu. Leitaði þá leiðtog- inn fyrrverandi hælis í sendiráði Chile og dvaldist þar fram til dagsins í gær.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 171. tölublað (30.07.1992)
https://timarit.is/issue/124919

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

171. tölublað (30.07.1992)

Aðgerðir: