Morgunblaðið - 01.08.1992, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992
Akureyrarbær einn af stofnaðilum Málræktarsjóðs:
Hálf milljón í málrækt
BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur ákveðið að leggja fram 500.000
krónur til Málræktarsjóðs. Með þessu framlagi verður Akureyrarbær
einn af stofnaðilum sjóðsins. íslensk málnefnd stofnaði sjóðinn en hon-
um er ætlað að styrkja margs konar málræktarstarf fjárhagslega.
Jakob Björnsson sem á sæti í sú hugmynd að greiða 100 krónur
bæjarstjórn Akureyrar sagði að í
vor hefði komið beiðni um styrkveit-
ingu til Málræktarsjóðsins og hefði
verið ákveðið við endurskoðun fjár-
hagsáætlunar 14. júlí sl. að veita
kr. 500.000 úr bæjarsjóði til sjóðs-
ins. Hann sagði að upp hefði komið
fyrir hvem bæjarbúa en samkomu-
lag hefði síðan náðst um fyrrgreinda
upphæð. Að sögn Jakobs er mögu-
legt að bæjarfélagið leggi til frekari
styrki til sjóðsins í framtíðinni og
vonar hann að framlag Akureyrar-
bæjar hvetji aðra til þess að styrkja
Málræktarsjóðinn.
Nú stendur yfir söfnun sem er
ætlað að ná inn 50 milljónum króna
fyrir Málræktarsjóð en stefnt er að
því að safna 100 milljón króna höf-
uðstól fyrir árslok 1992. Einstakl-
ingar, fyrirtæki, sveitarfélög, og
menningarsamtök sem leggja fram-
lög í sjóðinn fyrir lok ársins teljast
stofnendur sjóðsins og fá jafnframt
fulltrúa í fulltrúaráð hans.
FYRSTA barnið, sem fæðist eftir glasafijóvgun hér á landi, fæddist í
gær, föstudaginn 31. júlí. Fæðingin var eðlileg og á áætluðum tíma.
Fyrsta íslenska glasabamið er stúlka sem fæddist laust fyrir klukkan tvö
í gær. Jón Hilmar Alfreðsson, læknir, sagði að fæðingin hefði gengið
eðlilega fyrir sig og mæðgunum heilsist vel. Það var Þórður Óskarsson,
sérfræðingur á glasafrjóvgunardeild Landspítalans, sem tók á móti stúlk-
unni sem er 14 merkur.
Morgunblaoið/Þorkell
Fyrsta fæðing eftir glasa-
frjóvgun hér á landi
Merkar fornleifar fundust við uppgröft á Grænlandi
Sperrur og ílát úr hvalbeini
Vel varðveittar miiyar fundust við fornleifauppgröft sem hófst
í sumar í bæjarrústum frá miðöldum á Grænlandi. Það sem m.a.
fannst var ausa, spaði úr hvalbeini, taflmaður, lampi, og tveggja
metra langt rif úr vefstað, sem var notað til að vefa vaðmál.
Á myndinni sjást þaksperrur fornleifafræðings virðist bæði
af bakhúsi, sem kom í ljós þegar
byrjað var að moka sandi ofan
af rústunum. Á innfelldu mynd-
inni er hryggjarliður úr hval, sem
að sögn Guðmundar Ólafssonar
hafa verið notaður sem skurðar-
borð og ílát. Guðmundur tók
þessar myndir en honum var
boðið að taka þátt í rannsókninni
sem Þjóðminjasöfn Grænlands
og Danmerkur standa fyrir. Að
sögn Guðmundar lítur út fyrir
að yngstu híbýlin hafi verið yfír-
gefín vegna eldsvoða. En athygli
vekur að engu að síður finnast
margir heillegir hlutir í rústun-
um. Það má nefna sem dæmi að
ausan sem fannst í góðu ástandi
var umkringd koluðum timbur-
bútum.
Samningum um ál-
ver verður lokið inn-
an tveggja mánaða
Eftir það verður beðið eftir samþykki
stjórna Atlantsálfyrirtækjanna
VAN DER ROS, forsljóri liollenska fyrirtækisins Hoogovens, sem
ásamt bandaríska álfyrirtækinu Atlantal og sænska fyrirtækinu
Granges mynda Atlantsálhópinn, segist telja að öllum samningum
milli íslenskra sljómvalda og einstakra aðila annars vegar og
Atlantsáls hins vegar vegna fyrirhugaðrar álbræðslu á Keilisnesi
eigi að vera lokið innan tveggja mánaða. „Eftir það á allt að vera
reiðubúið, og þá er bara að bíða eftir því að stjórnir fyrirtækj-
anna þriggja gefi grænt yós á framkvæmdir,“ sagði Van der Ros
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Van der Ros sagði að enn væru
engar vísbendingar á lofti um að
heimsmarkaðsverð á áli færi
hækkandi. Álframleiðendur, bæði
í Evrópu og vestan hafs, hefðu
stórdregið úr framleiðslu sinni, til
þess að draga úr framboði. Horf-
urnar fyrir næstu misseri væru
alls ekki svo góðar.
Á hinn bóginn sagði Van der
Ros að horfurnar væru bjartari
þegar til lengri tíma væri litið.
„Meirihluti sérfræðinga sem ijalla
um málmmarkaði heimsins eru
þeirrar skoðunar að síðari hluta
næsta árs fari heimsmarkaðsverð
á áli hækkandi 'svo um munar.
Þeir telja að efnahagsástand heims
muni hægt og sígandi fara batn-
andi og batinn verði fyrst sjáanleg-
ur svo um munar á næsta ári,
bæði í Evrópu og Bandaríkjunum
og enn frekari hækkunum er spáð
á árinu 1994. En þeir benda jafn-
framt á að áður en til verulegra
verðhækkana á áli kemur, verði
álbirgðir heims að minnka til muna
frá því sem nú er. Það er geysi-
legt magn af áli sem liggur í Rott-
erdam, en væntanlega mun smám
saman draga úr þeim birgðum,
þar sem framleiðendur hafa dregið
svo mikið úr álframleiðslu sinni,“
sagði Van der Ros.
Ríkissljómin mat 12 þúsund þorskígilda kvóta Hagræðingarsjóðs á 525 millj.:
Yerðmætið um 470 millj.
miðað við gangverðið nú
VERÐMÆTI aflaheimilda Hagræðingarsjóðs, 12.000 tonna þorskígilda,
er um 471 milljón króna á fijálsum markaði, samkvæmt útreikningum
Morgunblaðsins. Þá er miðað við núverandi gangverð á kvóta þeirra
sex botnfisktegunda, sem kvóti sjóðsins er settur saman úr. Ríkisstjórn-
in hefur áformað að fá 525 milljónir króna fyrir veiðiheimildir sjóðs-
ins og greiða rekstur Hafrannsóknastofnunar með þeim. Kystján Ragn-
arsson, formaður Landssambands útvegsmanna, sagði í Morgunblaðinu
í gær að stjórnin hygðist selja kvótann of dýru verði og útgerðarmenn
vildu varla kaupa hann á verði, sem væri hærra en markaðsverð.
í Hagræðingarsjóði eru 7.400 tonn um. Samkvæmt sömu upplýsingum
af þorskkvóta. Veiðiheimildir í þorski
hafa undanfarið selzt á 38-40 kr.
kílóið, samkvæmt upplýsingum frá
Kvótabankanum og Kvótamarkaðin-
fer verð á ýsu lækkandi og hefur
kílóið af ýsukvóta selzt á tæpar 30
krónur og allt niður í 25 krónur
undanfarið. Ástæðan er sú að ekki
hefur allur ýsukvóti ársins náðst og
einnig hefur það áhrif til lækkunar
að samkvæmt ákvörðun stjórnvalda
hefur ýsukvótinn verið aukinn veru-
lega á næsta fískveiðiári. í Hagræð-
ingarsjóði eru 2.300 tonn af ýsu-
kvóta.
Aðrar tegundir botnfísks, sem
Hagræðingarsjóður hefur veiðiheim-
ildir fyrir, eru skarkoli, grálúða, karfi
og ufsi. Verð á karfa- og ufsakvóta
hefur undanfarið verið um 20 kr. á
kílóið, skarkolakvótinn hefur selzt á
35 kr. kílóið og grálúðuheimildir á
um 40 kr.
Ef veiðiheimildir Hagræðingar-
sjóðs eru umreiknaðar í tonn af
slægðum fiski, eins og miðað er við
í nýútgefínni reglugerð um sjóðinn,
og tonnafjöldi hverrar tegundar
margfaldaður með gangverði á kvóta
undanfarið, er kvóti sjóðsins um 471
milljónar króna virði. Það er talsvert
lægra en sú upphæð, sem stjórnvöld
hafa hugsað sér að fá fyrir veiðiheim-
ildir sjóðsins, 525 milljónir.
Að sögn Kristjáns Skarphéðins-
sonar, deildarstjóra í sjávarútvegs-
ráðuneytinu, er ekki ljóst hvert end-
anlegt söluandvirði veiðiheimilda
Hagræðingarsjóðs verður. Kristján
segir að verðið sveiflist oft innan
ársins og kvóti sjóðsins verði ekki
seldur fyrr en í september. Ef mikið
verði eftir af óveiddum veiðiheimild-
um í ákveðnum tegundum geti þær
lækkað í verði, einnig séu möguleik-
ar á slíku í tegundum, sem kvóti
hefur verið aukinn á, til dæmis ýsu,
ufsa og karfa. Kristján segir að hins
vegar sé til í dæminu að þegar þeir,
sem eiga forkaupsrétt að hluta af
veiðiheimildum Hagræðingarsjóðs,
verði búnir að neyta þess réttar, verði
beðið með að selja afgang kvótans
til hæstbjóðanda þar til verð á kvóta
verði hagstæðara og ríkissjóður fái
meira fyrir hann.
Embættistaka
forseta Islands:
Athöfnin
er í hönd-
um kvenna
KONUR eru í fyrsta skipti
í æðstu embættum við emb-
ættistöku forseta Islands í
dag. Embætti forseta ís-
Iands, forseta Hæstaréttar,
og forseta Alþingis eru öll
skipuð konum, en aðeins
embætti forsætisráðherra
er skipað karli. Auk þess er
embætti hæstaréttarritara
skipað konu.
Þegar athöfnin hefst klukk-
ann 15.30 ganga frú Vigdís
Finnbogadóttir, forseti ís-
lands, og Guðrún Erlendsdótt-
ir, forseti Hæstaréttar,
fremstar í flokki frá Alþingis-
húsinu til Dómkirkju. Næst
þeim koma Salóme Þorkels-
dóttir, forseti Alþingis, og
Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra.
Þegar frú Vigdís Finnboga-
dóttir, undirritar kjörbréf sitt
fyrir fjórða kjörtímabilið sem
forseti verður athöfnin alhliða
í höndum kvenna. Guðrún
Erlendsdóttir lýsir forsetakjöri
og útgáfu kjörbréfs og mælir
fram eiðstafínn, sem frú Vig-
dísi er ætlað að undirrita. Við
undirritunina sér Erla Jóns-
dóttir, hæstaréttarritari, um
að færa eiðstafinn á milli for-
seta Hæstaréttar og forseta
íslands.