Morgunblaðið - 01.08.1992, Qupperneq 21
21
MORGUNBLAÐIÐ LAUQARDAGUR 1. ÁGÚST 1992
V erzlunarmannahelgin:
Helgardagskrá í Viðey
Margbreytileg dagskrá verður í Viðey um verzlunarmannahelgina.
í fréttatilkynningu frá staðarhaldara segir að ýmsar endurbætur
hafi farið fram í eyjunni, þannig að útivistarsvæðið sé einkar að-
gengilegt. Bátsferð út í Viðey tekur sjö mínútur og eru ferðir á
heila timanum frá kl. 13 alla daga helgarinnar og á hálfa tímanum
í land til kl. 17.30.
Sjávargatan í Viðey er nú orðin
steinlögð að mestu, þannig að auð-
veldara er að koma bæði barnakerr-
um og hjólastólum heim á hlað. Þá
hefur verið gerður göngustígur á
suðurströnd Vestureyjarinnar, þar
sem áður var nánast ófært. Nú er
hægt að ganga um alla Vestu-
reyna. Á nokkrum stöðum á Heima-
eynni og Austureynni hefur einnig
verið komið fyrir borðum og bekkj-
um.
Dagskrá helgarinnar er á þá leið,
að á laguardag kl. 14.15 verður
farið í gönguferð á Austureyna.
M.a. verða skoðaðar rústir þorps-
ins, sem var á Sundbakkanum á
fyrri hluta aldarinnar.
Á sunnudag verður guðsþjónusta
kl. 14. Sr. Hjalti Guðmundsson
messar, organisti verður Kjartan
Siguijónsson og Dómkórinn syng-
ur. Kl. 15.15 verður staðarskoðun,
þriggja stundarfjórðunga skoðun á
Viðeyjarkirkju, fornleifauppgreftri
og næsta nágrenni Viðeyjarstofu.
Á mánudag verður gönguferð á
Vestureyna kl. 14.15. Þá verður
farin nýja gönguleiðin, þar sem
m.a. er að sjá stóran klett, þar sem
smiðurinn og bókbindarinn í Viðey
hjuggu nöfn sín fagurlega árið
1842.
Kaffisala verður í Viðeyjarstofu
bæði laugardag og sunnudag kl.
14-16.30. Á mánudag verður selt
ódýrt vöfflukaffí í Viðeyjarnausti,
skála í eigu Reykjavíkurborgar
vestarlega á suðurströnd Heimaeyj-
ar. Þar er kaffisala mánudaga til
miðvikudaga, þegar Viðeyjarstofa
er lokuð.
„Það er ýmislegt að sækja til
Viðeyjar um verzlunarmannahelg-
ina sem endranær. Forráðamenn
Viðeyjar vænta þess, að fólk geti
sótt þangað holla útivist og afþrey-
ingu, sögufróðleik og frið í sál,“
segir í fréttatilkynningu staðarhald-
ara.
Náttúruverndarráð:
Göngnm vel um landið
Morgunblaðinu hefur borist
frétt frá Náttúruverndarráði,
þar sem áréttað er við ferðamenn
að þeir virði náttúru landsins og
'hlífi náttúrulegum verðmætum í
hvívetna.
Þar segir ennfremur að ferða-
menn hafi víða valdið skemmdum
á gróðri með notkun á einnota grill-
um og með því að hella heitu vatni
á svörðinn. Brunasár eftir grill eða
heitt vatn komi ekki strax í ljós og
því líklegt að ferðamenn geri sér
ekki grein fyrir skemmdunum.
Nauðsynlegt sé að hafa grillin í
nokkurri hæð til að koma í veg
fyrir skemmdir af völdum þeirra.
Til þess að koma í veg fyrir
óþarfa mengun af sorpi er þess
vænst af Náttúruvemdarráði að
ferðamenn skilji ekki eftir msl á
áningarstað. Ökumenn em einnig
minntir á að óþarfa akstur utan
vega, sem getur valdið land-
skemmdum, er bannaður og einnig
þurfi að huga að álagi á gróður og
land þegar bílum er lagt.
-----» » «--
Ekkert mót
í Skaftafelli
Morgunblaðinu hefur borist
frétt frá þjóðgarðinum í Skafta-
felli, þar sem ítrekað er að tjald-
svæði þjóðgarðsins eru fyrst og
fremst gististaður fyrir náttúru-
unnendur, en ekki samkomustað-
ur til skemmtanahalds.
Væntanlegir gestir eru vinsam-
legast beðnir að haga ferðaáætlun
sinni þannig að þeir séu komnir í
þjóðgarðinn fyrir klukkan 23, þar
sem næturró miðast við þann tíma.
Fjöldi gesta á tjaldsvæðinu er tak-
markaður við 2.000 manns.
Morgunblaðið/E.Pá
Hjól og bíll
Með ýmsu móti er ferðast um ísland. Þessi bíll sem við rákumst á í helli-
rigningu við Goðafoss vakti athygli. Þar voru 16 Svisslendingar á ferð
og höfðu meðferðis reiðhjólin sín sem var komið haganlega fyrir á rútu-
bílnum. Á hverjum degi taka þeir hjólin og hjóla í 3-4 tíma, sögðu þeir.
En vegirnir þóttu þeim frekar erfiðir undir hjól. Þannig komast þeir líka á
þá staði sem þá langar án þess að keyra þungan bíl á viðkvæmum stöðum.
Jökulsárgljúfur:
Ijaldað í
friði og ró
Morgunblaðinu hefur borist
fréttatilkynning frá þjóðgarðin-
um í Jökulsárgljúfrum, þar sem
segir að tjaldsvæði séu fyrst og
fremst ætluð fólki, sem áhuga
hafi á að njóta útivistar og nátt-
úrufegurðar í friði og ró.
Gestir eru beðnir um að hafa sam-
band við lándverði áður en tjaldað
er. Leyfilegur fjöldi í Vesturdal er
250 gestir, en í Ásbyrgi 850 gestir.
Þess er vænst að gestir hagi ferðaá-
ætlun sinni þannig að þeir séu komn-
ir í þjóðgarðinn fyrir klukkan 23,
þar sem næturró miðast við þann
tíma. Áréttað er að ákvæðum um
næturró og lagaákvæðum um áfeng-
isneyslu verður fylgt eftir.
RmUSTIII
Pöntunarsími 52866
B.MAGNUSSON
Mikið úrval.
Frábært verð.
1.100 síður.
Verð kr. 400,-
(án burðargjalds).
hefst þriójnda&lnn 4. ágúst