Morgunblaðið - 01.08.1992, Page 32

Morgunblaðið - 01.08.1992, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992 Dögglingskvistur. Kvistir 3. grein Blóm vikunnar Umsjón Ág. Björnsd. 244. Þáttur Loðkvistur (spiraea millifolia) frá Kína verður æ algengari hér í görð- um og er einn allra sérkennilegasti náunginn i þessum hópi. Kemur þar einkum til vaxtarlagið, hin smáu kafloðnu blöð og gulhvít blómin sem raða sér þétt ofan á bogsveigðar greinarnar. Loðkvist- urinn vex hægt í fyrstu, en getur með tímanum orðið á annan metra á hæð og meiri um sig — það hafa margir mátt reyna sem stungið hafa þessu litla kríli úr gróðrarstöð- inni í lítið steinbeð. Loðkvisturinn er harðger og blómstrar frekar snemma, oft þegar í júní. Blómin standa fremur stutt og falla ekki af heldur verða brún, sem ekki lýt- ir runnann til muna — og þá hefur maður runna með brúnum blómum það sem eftir er sumars! Á vorin þarf að gæta hans vel fyrir maðki sem sækir mjög í hann eins og marga aðra runna með loðin blöð. Víðikvistur (Spiraea salicifolia) sem vex villtur víða um Evrópu er líklega harðgerastur allra kvist- anna, jafnvel í mögrum og þurrum óræktaijarðvegi. Hann verður um einn metri á hæð og blómstrar daufbleikum blómum síðla sumars. Ekki telst hann neinn fyrirmyndar garðrunni og veldur því helst að hann skríður vítt og breitt um með rótarskotum og lætur ófriðlega. Dögglingskvistur (Spiraea douglasii) er rauðblómstrandi teg- und frá Norður-Ameríku, sem í heimkynnum sínum verður á þriðja metra á hæð og blómstrar síðsum- ars. Þær plöntur sem hér ganga undir þessu nafni eru þó líklega flestar rangnefndar og munu vera blendingar, líklega á milli úlfa- kvists og dögglingskvists. Þekkt- astur þeirra blendinga mun vera: úlfakvistur (Spiraea billardii) sem maður að nafni Billard skóp í Frakklandi um miðja síðustu öld. Hann er talinn betri garðrunni en báðir foreldramir, skríður ekki eins mikið og blómstrar lengur. Erlend- is er hann talinn svipaður á hæð og dögglingskvisturinn en hér verð- ur hann sjaldan meira en einn metri. Er klipptur mikið niður eftir blómgun. Ekki get ég stillt mig um svona í lokin, að nefna einn kvist sem ég hef mikið dálæti á, en það er blend- ingur á milli dögglingskvists og Japanskvists og hefur hér verið nefndur potsdamkvistur (Spiraea sanssouciana eða Spiraea nobel- ana). Þetta er Ijómandi fallegur runni um 60-70 sm á hæð og hlómstrar síðsumars rósrauðum blómum í þéttum pýramídalöguð- um klösum á greinaendunum. Hann virðist harðger hér en er lítt reyndur og mætti að mínum dómi sjást víðar. Minning: Mikael Ríkarðsson Fæddur 29. september 1989 Dáinn 25. júlí 1992 „Hér skal hjartaljúfur heyra um Stóra-Faxa, hestinn úti í ánni. Áin svöl og skyggð rennur gegnum gljúfur grænrökkvaðra skóga, byltist undan brúnni barmafull af hryggð. Aldrei drenginn dreymir dul, sem áin geymir, hálf í undirheimum, hálf í mannabyggð." Þessar máttugu ljóðlínur eftir Federico García Lorca í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar komu mér í hug þegar mér bárust þau ógnar- tíðindi að Mikael frændi minn, tæplega þriggja ára gamall, hefði drukknað. Hann hafði horfið frá leikfélögum sínum til að leita á fund föður síns heim í sumarbú- stað, en tekið öfuga stefnu og haldið í átt til árinnar, sem beið — barmafull af hryggð. I dag er þessi hugljúfi og fjörmikli hnokki lagður til hinstu hvíldar norður í landi, einkabarn ungra foreldra, sem sjá verða á bak sólargeislanum sínum fyrir óskiljanlega duttlunga forlag- anna. Mikael var sonur hjónanna Lilju Lofnar Skúladóttur og Rík- harðs Guðmundssonar. Ekki eru nema fjórar vikur síðan Mikael litli lék sér glaður og áhyggjulaus við tvær yngri frænkur sínar, dóttur mína rúmlega hálfs árs gamla og aðra frænku hálfs annars árs. Þau frændsystkin voru sem sé sitt á hverju árinu og fór afar vel á með þeim. Því var það tilhlökkunarefni okkar mæðrunum að sjá þau verða samstiga í uppvextinum. Þeirri von hefur snögglega verið svipt burt, og við stöndum eftir höggdofa yfir blindni örlaganna. Þó árin væru ekki fleiri, skilur Mikael eftir ljúfar og góðar minn- ingar um svipbjartan og greindar- legan dreng sem var hvers manns hugljúfi, enda var hann fæddur á messu ljóssins engils, Mikjáls. Engin orð fá sefað harminn sem að hinum ungu foreldrum er kveð- inn, en kannski geta hugljúfar og grómlausar minningarnar tekið sárasta broddinn úr sársaukanum og söknuðinum. Mig langar að ljúka þessum fá- tæklegu kveðjuorðum með því að vitna í ljóð sem Tómas Guðmunds- son orti fyrir margt löngu eftir frænda okkar Mikaels litla, Jón Thoroddsen yngra: „Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur,' í æsku sinnar tipu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lóf- um lyki um lífsins perlu í gullnu augna- bliki. Ragnhildur Bragadóttir, Dóra Kjartansdóttir. Myndin Börn Náttúrunn- ar sýnd í eitt ár samfleytt 35000 manns hafa séð myndina KYIKMYND Friðriks Þórs Frið- rikssonar Börn Náttúrunnar náði þeim áfanga hinn 30. júlí að hafa verið sýnd samfellt í eitt ár. Á þeim tíma hafa um 35000 manns séð myndina og að mati Friðriks Þórs er það viðunandi. í tilefni af sýningarafmæli myndarinnar hefur miðaverð nú verið lækkað í 500 kr. Sýningum hér á landi fer nú óð- um fækkandi og með haustinu hefj- ast almennar sýningar í kvikmynda- húsum víða um heim. Myndin verð- ur meðal annars sýnd kvikmynda- húsum í Danmörku, Svíþjóð, Japan og Þýskalandi. Þess má og geta að hún verður frumsýnd í Teheran, höfuðborg íran. Engin önnur íslensk kvikmynd hefur verið sýnd lengur í kvik- mymdahúsum. Þessi langi sýningar- tími hefur þó ekki valdið því að hún sé aðsóknarmesta íslenska kvik» mynd sem gerð hefur verið. Þvert á móti nær hún hvergi upp í aðsókn á myndir á borð við Land og syni. Nú þegar eins árs sýningaraf- mæli myndarinnar er fagnað hefur verið ákveðið að lækka miðaverð í krónur fimm hundruð. Þá hefur verið opnuð sýning á ýmsum viður- kenningum sem myndin hefur hlot- ið síðastliðið ár. Hún hefur eins og mörgum er kunnugt farið víða og hlotið lof á tugum kvikmyndahá- tíða. I stuttu samtali við Morgunblaðið sagði Friðrik að nú gæfist tækifæri fyrir íslenskt kvikmyndaáhugafólk að sjá myndina í síðasta skipti því fljótlega yrði hætt að sýna hana hér á landi. Það kom einnig fram í máli hans að litlar líkur væru á því að myndin yrði gefin út á mynd- bandi. „Hún nýtur sín einfaldlega betur á breiðtjaldi,“ sagði Friðrik að lokum. ------♦ ♦ ♦----- __________Brids____________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids Úrslit í sumarbrids í Reykjavík. Þriðjudagur 28. júlí, frekar rólegt. NS: Guðrún Jóhannesdóttir—Jón Hersir Elíasson 526 Jón Steinar Gunnlaugsson—Gylfí Baldursson 462 Þrösturlngimarsson-ÞórðurBjörnsson 450 Alfreð Kristjánsson—Gylfi Guðnason 448 Guðmundur Eiríksson—Bjöm Theodórsson 447 AV: Erlendur Jónsson—Jón St. Ingólfsson 521 Kristjana Steingrímsd.—Halla Bergþórsdóttir 492 Hrafnhildur Skúladóttir—Jörundur Þórðarson 489 Guðmundur Sveinsson-Mapús Ólafsson 488 Gísli Steingrímsson—Kjartan Jóhannsson 484 Fimmtudagur 30. júlí. A-riðill: Albert Þorsteinsson—Hjálmar S. Pálsson 262 Sigurður B. Þorsteinsson—Gylfí Baldursson 241 KolbrúnThomas-EinarPétursson 229 Guðmundur Kr. Sigurðsson—Friðrik Jónsson 227 Þórarinn Ámason—Höskuldur Gunnarsson 225 B-riðill: Ljósbrá Baldursdóttir—Matthías Þorvaldsson 93 Gylfí Gíslason—Ari Konráðsson 92 Siguijón Helgason—Gunnar Karlsson 92 Minnt er á að spilað er á mánu- daginn kemur. Húsið opnar kl. 18.00 og spilamennska hefst kl. 19.00. Sumarbrids á Akureyri 21. júlí:*’ Ármann Helgason-Sveinbjöm Siprðsson 130 Hermann Huijbens—Stefán Vilhjálmsson 128 Anton Haraldsson—Kristján Guðjónsson 120 Jónína Pálsdóttir-Una Sveinsdóttir 119 28. júlí: Jakob Kristinsson—Pétur Guðjónsson 197 Reynir Helgason—Magnús Magnússon 171 Gísli Pálsson—Halldór Ámason 166 Kolbrún Guðveigsdóttir—Páll Þórsson 165

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.