Morgunblaðið - 07.08.1992, Qupperneq 26
Morgunblaðið/Eiríkur
Á þingi götunnar
Niðursokkin í umræður - ef til vill um handbolta kvöldsins, ef til
vill um bikarleik komandi dags - ungmenni við blómakerin á göngu-
götunni á Akureyri í gær.
Undanúrslit í Mjólkurbikarkeppni KSÍ:
Bikarslagur á Akur-
eyrarvelli í kvöld
Undanúrslitaleikurinn í Mjólkurbikarkeppninni í knattspyrnu milli
KA og Akurnesinga verður á Akureyrarvelli í kvöld. Leikurinn átti
að vera í gær en honum var frestað vegna handboltaleiks Islendinga
og Samveldismanna á Ólympíuleikunum í Barcelona.
Sveinn Brynjólfsson, formaður
knattspymudeildar KA sagði að mik-
ill hugur væri í KA-mönnum og þeim
væri ekkert ofar í huga en að vinna
þennan leik. Gengi KA-manna hefur
verið valt í deildarkeppninni í sumar
og þeir standa þar nokkuð illa, en
hafa ekki í hyggju að leikurinn í
kvöld verði síðasti bikarleikurinn á
þessu sumri.
Sveinn sagði að KA-menn hygðu
á sitthvað til að gera þennan dag
eftirminnilegan. Búast mætti við
óvæntum uppákomum á íþróttavell-
inum í kvöld. Auk þess kæmu í heim-
sókn fjöllistamenn úr hópi Cirkus
Arena, sem er við sýningar á Akur-
eyri þessa dagana. Þá sagði hann
að efnt yrði til happdrættis í tilefni
árangursins í Mjólkurbikarkeppninni
og leiksins í kvöld. Happdrættismiðar
yrðu seldir í miðbæ Akureyrar í dag
og á bikarleiknum í kvöld. Á vinn-
ingaskránni væru 25 vinningar, með-
al annars ferð til Edinborgar, fjalla-
hjól, myndavél, hljómtæki, íþrótta-
vörur og fleira. Aðeins væru gefnir
út 1.500 miðar og kostuðu 500 krón-
ur hver en verðmæti vinninga væri
á fjórða hundrað þúsund krónur.
Sveinn sagði að þrátt fyrir þetta
yrði megináherslan lögð á að leika
góða knattspymu og árangursríka
og vonaðist til að Akureyringar fjöl-
menntu á völlinn og þar yrði
skemmtilegur og góður samtaka
andi við að styðja KA-menn tii sig-
urs á Akumesingum.
Mývatnssveit:
Þijár jarðir fá hitaveitu
Björk, Mývatnssveit.
ÞRJÁR jarðir munu í ágústmánuði tengjast hitaveitu frá borholu við
Arnarvatn, en þar var borað á síðasta ári og fékkst talsvert sjálfrenn-
andi 65 gráðu heitt vatn. í sumar hafa leiðslur verið lagðar að jörðun-
um, en notendur verða alls tíu.
Á síðasta ári létu bændur á þrem-
ur bæjum í Mývatnssveit, Gautlönd-
um, Ámarvatni og Helluvaði, bora
eftir heitu vatni. Bomð var ein hola
við vatnið Amarvatn. Þegar komið
var á 950 metra dýpi var komið nið-
ur á 65 stiga heita æð. Talið var
að holan gæfi 30 sekúndulítra.
Ákveðið var eftir svo jákvæðan
árangur að leiða þetta heita vatn frá
holunni til að hita upp hús á viðkom-
andi jörðum.
í sumar hófust heimamenn handa
við að leggja leiðslur vegna væntan-
legrar hitaveitu eftir að góð fyrirgre-
iðsla fékkst í lánastofnunum og er
þeim framkvæmdum nú að mestu
lokið.
Vatnið er sjálfrennandi upp úr
holunni og þrýstingur er eitt og
hálft kfló. Vatnið er fyrst leitt í tank
í 8 metra hæð, síðan taka við tvær
dælur. Önnur dælir vatninu í gegn-
um 90 millimetra svera lögn í Hellu-
vað og.Amarvatn en hin í gegnum
70 millimetra lögn í Gautlönd. Einn-
ig er gert ráð fyrir þriðju dælunni
þar heima við. Alls eru lagnirnar 6
til 7 kflómetrar að lengd. Leggja
þarf rafmagnskapal frá Gautlöndum
að borholunni.
Ekki er endanlega ljóst hver
kostnaðurinn verður fyrir hvert býli,
en talað er um eina til tvær milljón-
ir, eða svipaða upphæð og sæmileg-
ur jeppi kostar í dag. Notendur verða
tíu.
Hér er um merkilegt og lofsvert
framtak að ræða, ekki síst fyrir svo
fámennan hóp. Til stendur að taka
hitaveituna í notkun í ágústmánuði.
- Kristján
MYNDLISTASKOLJNN
Á AKUREYRI
auglýsir inntöku nýrra nemenda í fornámsdeild
veturinn 1992-1993.
Allar nánari upplýsingar veittar í síma 96-24958.
Umsóknarfrestur er til 26. ágúst.
Skólastjóri.
Unnið úr afgangsvöru á Akureyri:
Framleiðsla á bygg-
ingarefni úr rúllu-
baggaplastí og pappír
Morgunblaðið/Eiríkur
Valdemar Gunnarsson með stauta sem unnir eru úr úrgangs-
plasti og dagblöðum annars vegar og plasti og mjólkurfernum
hins vegar.
Áhugamenn um endur-
vinnslu á Akureyri hafa mörg
járn í eldinum. Meðal annars
hafa þeir í hyggju að vinna
efni úr „bændaplastinu" svo-
nefnda og pappír, til dæmis
dagblöðum og mjólkurumbúð-
um. Þetta efni getur á ýmsan
hátt nýst í iðnaði, til dæmis
sem millilegg í vörubretti og
sem lektur í byggingariðnaði.
Mikil nauðsyn er að koma á
breytingum á sorphirðu og
sorpflokkun og framundan er
tilraunaverkefni á því sviði á
vegum Héraðsnefndar Eyja-
fjarðar og Úrvinnslumanna.
Valdemar Gunnarsson um-
búðafræðingur hefur tekið til
starfa við endurvinnsluverkefni á
vegum Úrbótarmanna á Akur-
eyri. Úrbótarmenn eru Þórarinn
Kristjánssoii framkvæmdastjóri
Gúmmívinnslunnar hf., Hólm-
steinn Hólmsteinsson fram-
kvæmdastjóri Malar og sands og
Sveinn Heiðar Jónsson húsa-
smíðameistari.
Valdemar sagði að stefnt væri
að stofnun Úrvinnslu, hlutafélags
um endurvinnslu af sem flestu
tagi, en hlutverk sitt væri að
vinna ýmis undirbúningsstörf
sem að vísu væru að sumu leyti
komin nokkuð á veg. Fyrst af
öllu yrði lögð áhersla á að vinna
verðmæta vöru úr plasti og papp-
írsvörum, sem mjög mikið félli
til af hér á landi. Fyrst væri að
nefna heybaggaplastið, sem væri
þegar orðið til vandræða hjá
bændum, en talið er að til falli
af því 700 tonn á ári. Valdemar
sagði að samkvæmt opinberum
skýrslum félli til pappír af ýmsu
tagi á heimilum landsmanna sem
svarar til 135 kílóa árlega á hvern
íbúa landsins og auk þess afar
mikið af úrgangspappír í iðnaði.
Að sögn Valdemars eru ýmsar
leiðir til að endurvinna þetta efni
án þess að búa til plast úr plasti
og pappír úr pappír. Það sem
menn hefðu fyrst í hyggju að
gera hér væri að vinna úr plasti
og pappír efni sem nýst gæti á
ýmsan veg. Blanda af pappír og
plasti væri pressuð saman og
mótuð við mikinn þrýsting, til
dæmis í kubba eða stauta, sem
taldir væru hentugt efni til marg-
vislegra nota. Meðal annars væri
ætlunin að nota efnið í millikubba
í vörubretti, en auk þess mætti
saga það niður og nota sem lekt-
ur, til dæmis í byggingariðnaði,
í svonefndar sjóngrindur, sem
hafðar væru utan með ttjástofn-
um, til dæmis í miðbæjum, í
skrautgrindur í görðum, vegstik-
ur og margt fleira. Þetta efni
væri býsna sterkt og hefði afar
gott naglhald. í sambandi við
sænskan samstarfsaðila, sem
stundaði hliðstæða framleiðslu,
myndi auðsótt að útvega vélar
til vinnslunnar.
Fleiri vörur nefndi Valdemar
sem husanlegt er að verði fram-
leiddar hér úr afgangspappír.
Meðal annars er um að ræða eins
konar pappírsló, sem er fínt tætt-
ur pappír, sem blandaður fleiri
efnum getur nýst vel sem ein-
angrun, sem hjálparefni með fræi
í sáningu og jafnvel sem bindi-
efni með asfalti í malbik. Eins
væri í athugun að framleiða
hljóðeinangrunarplötur úr af-
gangspappír. Með ákveðinni
meðferð væri svo frá gengið að
þessi pappírsefni væru ekki eld-
fím.
Grundvallaratriði þess að
framleiðsla úr sorpi, sem Valde-
mar kýs að kalla frekar afgangs-
vöru, er að hans mati að stór-
breyting verði á sorphirðu og
flokkun þess sem fleygt er, eins
og tíðkast núorðið mjög í öðrum
löndum, til dæmis Norðurlöndun-
um og Þýskalandi. „Ef við getum
fengið afgangsvöruna hreina og
nokkuð vel flokkaða á þetta að
geta gengið vel. Og ég hef trú á
það verði svo, enda hefur hugarf-
ar fólks gagnvart endurvinnslu
og úrvinnslu þess sem fleygt er
breyst afar mikið upp á síðkast-
ið. Fólk er orðið svo miklu með-
vitaðra en það var um að við
erum daglega með í höndunum
efni sem hægt er að vinna úr
nýtilega vöru. Sjáum til dæmis
allar umbúðimar, þótt ekki væri
nefnt annað en mjólkurfemur -
og svo dagblöðin. Við eram með
hugmyndir um að framleiða úr
þessu efni margvíslega vöru og
markaðssetja hana hér og erlend-
is. Úr því sem daglega er kallað
sorp má framleiða verðmæti,
skapa atvinnu með því, auka út-
flutning með því að koma þessu
á markáð erlendis og draga úr
innflutningi, þar sem þessi efni
geta nýst í stað annarra inn-
fluttra.“
Valdimar sagðist telja að
35-40% af því sorpi sem til félli
mætti endurvinna, en Úrvinnslu-
menn á Akureyri stefndu að því
að byija smærra og auka starfið
svo þegar á liði. En fátt yrði
gert án samráðs við sveitarfélög-
in og breytinga á sorphirðumál-
um. Því yrði á næstunni hrundið
af stað tilraunaverkefni í samráði
við Héraðsnefnd Eyjafjarðar um
að koma á sorpflokkun, meðal
annars frá heimilum, en eins og
málum er háttað nú er vaxandi
hluti sorps af Eyjafjarðarsvæðinu
urðaður á Glerárdal. Hins vegar
væri þess að gæta að ísland
væri lítið, markaðurinn lítill í
samanburði við stórþjóðir erlend-
is, og því yrði að sníða þessum
hugmyndum um endurvinnslu
stakk eftir vexti.
Valdimar sagði að Úrvinnslu-
menn væm vongóðir án þess að
vera í skýjaborgum. Fylgst væri
náið með því sem þróaðist í end-
urvinnslu erlendis og samstarf
væri orðið mikið milli fyrirtækja
á þessu sviði í ólíkum löndum,
meðal annars talsvert um að af-
gangsvara væri flutt milli landa
og unnin þar sem heppilegast og
hagkvæmast væri. Endurvinnsla
væri mikilvægt verkefni í veröld-
inni allri og þar yrðu íslendingar
að gæta þess að dragast ekki of
langt aftur úr öðrum.