Morgunblaðið - 12.08.1992, Síða 21

Morgunblaðið - 12.08.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 21 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BÖRK GUNNARSSON Hörmungar múslima í Bosníu: Við biðjum ríki Evrópu að veita þessari út- grátnu þjóð okkar skjól í stofunni heima. Morgunblaðið/Börkur Gunnarsson Flóttamenn láta fyrir berast í rústum húsa og vörubílum eins og þessum hérna. Þeir bíða þess að fá einhvers staðar hæli meðan striðið stendur. „VIÐ viljum aðeins skjól og vinnu þar til bardögum linnir. Mér er sama hvort það er á Nýja Sjá- landi, Kanada eða Islandi. Bara ekki meira stríð.“ Þannig kemst Mahid að orði, bosnískur múslimi sem bíður örlaga sinna ásamt nærri 2.000 öðrum flóttamönnum nálægt einu brúnni sem eftir stendur ósprengd milli Bosníu og Króatiu. Ég hitti hann í hópi manna fyrir rúmri viku á ferða- lagi mínu um þessi stríðshrjáðu ríki. Enginn vill taka við múslimunum sem bíða brottflutnings við brúna sem tengir ríkin tvö. Þeir hafa hrakist frá heimilum sínum í norðurhluta Bosníu undan byssum Serba og sumir beðið við landamær- in svo mánuðum skiptir. Barist er nokkrum kílómetrum sunnar og verður ekki aftur snúið. Verðir við brúna hleypa múslimunum ekki yfir til Króatíu, enda flóttamannabúðir þar yfirfullar. Þetta fólk segir engu skipta hvert það fari, húsaskjól og starf sé jafn gott hvar sem er. En stríðið verði að taka endi. Landamærabærinn Bosonski Brod minnti mig á draugaborg þeg- ar þangað kom snemma á mánu- dagsmorgni í síðustu viku. Húsiri voru rústir einar, fólk lét fyrir ber- ast undir veggjum sem eftir stóðu og margir sem ekki höfðu náð að festa sér slíkt skjól sváfu undir tijám eða í bílhræjum. Ég kom tii bæjarins með Kanadamanni og Nýsjálendingi sem ég hafði hitt í Zagreb. Þegar við stöldruðum við til að taka myndir af eyðileggingunni þennan bjarta morgun komu til okkar nokkrir múslimar og vildu vita hvort við værum fréttamenn. Við fylgdum þeim inn í hús sem vantaði tvo veggi og lofuðum að koma orðum þeirra á framfæri eft- ir bestu getu. Mahid, sem ég nefndi áður, talaði við mig á þýsku og túlkaði fyrir félaga sína. Nærri 2.000 múslimar hafa dval- ist við landamæri Bosníu-Herzegó- vínu og Króatíu svo mánuðum eða vikum skiptir. Þeir hafa lifað á vist- um sem Rauði krossinn sendi og reynt að drepa tímann með því að lappa upp á hálfhrunin hús og spila á spil í stofum búnum spýtnabraki, glerbrotum og sundurskotnu drasli. Hvað varð um yfirlýsingar Genfar- ráðstefnunnar um flóttafólk? Mahid spurði hvað orðið hefði úr vilja þeirra 50 landa sem kváð- ust reiðubúin að taka við flótta- mönnum á ráðstefnu í Genf í lok júlí. Okkur varð heldur svarafátt, en hann sagði víst að múslimum yrði hleypt gegnum Króatíu ef ein- . hver lönd fengjust til að veita þeim hæli. „Ég kom hingað til Bosonski Brod með 7.000 Króötum og músl- imum sem neyddust til að flýja heimili sín,“ sagði Mahid. „Á leið- inni voru 23 drepnir og hundruð særðust. Þegar hingað kom fengu Króatamir að fara yfir en við hin milli eitt og tvö þúsund manns, höfum hrakist hér um og sofið úti á götum nærri brúnni til Króatíu. Daglega fellur einhver úr þessum hópi og um fimm særast af sprengj- um eða í loftárásum." Flugvélagnýr og sprengjudrunur fylltu skyndilega hlustirnir eins og til að staðfesta orð Mahids. Ég hljóp út á götu með myndavélina, fólk þusti í skjól undir hleðslum og hús- veggjum og ekkert að gera nema fara að dæmi þess. Vélarnar fjarlægðust eftir þijár árásir og loksins þá fóru sírenur í gang til að vara við hættunni. Mögnuð stríðsvopn Bosníumanna keyrðu um, strætisvagn í felulitum með þijá vélbyssuvopnaða unglinga innanborðs og vörubfll með skot- vopn á pallinum. Mahid sagði að á hveijum degi kæmu sjálfskipaðir fulltrúar Bosníuhers í heimsókn til að ræða hvernig þeir gætu flutt menn aftur á vígstöðvarnar. „En við viljum ekki aftur í stríðið," seg- ir hann, „við elskum lífíð meira en við hötum Serbana." Orðin sem Mahid og félagar hans kvöddu okkur með voru sterkari en öskrin í sprengjum flugvélanna. „Við biðjum ríki Evrópu og heims- ins að veita þessari útgrátnu þjóð okkar skjól þar til friður kemst á í Bosníu. Hér bíða hjálpar þúsund karlar, konur og börn.“ Höfundur stundar nám við Háskóla íslands var nýverið á ferð í Bosníu. JTOR- UTSALA LITAVERS . .. AFSlATTUR MALNING HF. KYNNIR INNIMÁLNINGU. 15% AFSLÁTTUR AF ALLRIMÁLNINGU GOLFTEPPI15 - 35% AFSLATTUR GÓLFDÚKUR 15 - 40% AFSLÁTTUR CERAMICFLÍSAR 15 - 50% AFSLÁTTUR STÖK TEPPI 20% AFSLÁTTUR DÆMI: MONACO 160 X 230 7.880,- SHARA 160 X 230 KR. 4.632,- DREGLAR - M0TTUR - LÍM - SPARSL 0PIÐ LAUGARDAG FRÁKL.10.00-13.00 VISA - EURO - SAMKORT RAÐVISA TIL 18 MÁNAÐA GRENSÁSVEG 18 • SÍMI 812444 JLitta vtcL í Aitmvt jíuí fuwi úefcct wuUlt i • : : ■ ' V' i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.