Morgunblaðið - 20.08.1992, Síða 12

Morgunblaðið - 20.08.1992, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992 Finnar glíma við efna- hagslega lungnabólgu eftir Jaakko Iloniemi Sumarið hefur verið heitt í Finn- landi, hlýrra en nokkurt annað sumar í áratugi. Það hefur einnig hitnað í kolunum í stjórnmálunum og það í öfugu hlutfalli við vax- andi kuldatíð í efnahagsmálunum. Flestir landsmenn vita ekki hvað- an á sig stendur veðrið. Bölmóð- ur - og það er nóg af honum - einkennir alla umræðu. Góðar fréttir fara framhjá flestum. Helstu hagtölur benda til þess að efnahagskreppa blasi við. Rúmlega 13% atvinnufærra manna hafa enga vinnu. Gjald- þrotin dynja yfir hvert af öðru. Flestir bankanna verða að leita eftir ríkistryggingu eða annars konar stuðningi. Hins vegar eykst útflutningur til muna en gallinn er sá að útflutningsgreinarnar skila ekki nema um 20% af lands- framleiðslunni (GDP) og eru því ekki nógu veigamiklar í atvinnu- lífinu til að góðærið þar leiði til afgerandi vaxtar á öðrum sviðum efnahagslífsins. Fyrir ríkisstjórn Esko Aho for- sætisráðaherra er það þrautinni þyngra að ná jöfnuði milli ríkisút- gjalda og tekna. Þrátt fyrir niður- skurð ýmissa útgjalda hafa er- lendar lántökur átt sér stað í stór- um stíl. Þá hefur hið mikla at- vinnuleysi haft aukin útgjöld í för með sér á sama tíma og skatta- tekjur hafa dregist saman. Allir viðurkenna að þetta geti ekki gengið svona öllu lengur. Óvenju háir vextir eru hluti vand- ans. Fyrirtæki eru vandfundin sem staðið geta undir 16% vöxtum í 3% verðbólgu. Vextirnir þykja benda til þess að á fjármagns- markaði séu menn vantrúaðir á að tenging finnska marksins við evrópsku mynteininguna, ECU, haldi. Flestir eigi von á því að um síðir verði gengi marksins fellt. Hins vegar eru engar raunveru- legar ástæður til þess að fella gengið. Finnskar útflutningsvörur standast samkeppni við útflutning annarra rílq'a og verðbólgan er meðal þess lægsta í Evrópu. Mörg fyrirtæki ráða nýtt fólk meðan flest fækka þó starfsmönnum. í október fara fram kosningar til bæjar- og sveitarstjóma og kemur það fram í umræðunni um efnahagsmálin. Forsetakosning- arnar 1994 setja jafnvel enn meira mark á efnahagsumræðuna. Mörgum stjórnmálaskýrandanum virðist sem fyrir stjómmálamönn- um, sem ganga með það í magan- um að bjóða sig fram til forseta, vaki það eitt að reyna auka mögu- leika sína við forsetakosningam- ar. Kemur það meðal annars fram í mörgum óraunhæfum tillögum um hvemig snúa megi efnahags- lífinu inn á þá braut vaxtar og velgengni sem einkenndi níunda áratuginn. Staðreyndin er sú að eina með- alið sem getur dugað og nóg er til af er sársaukafullt. Eina leiðin til að ná endum saman í ríkisbú- skapnum, að útgjöldin verði ekki meiri en tekjumar, er lækkun launa og niðurskurður í velferðar- kerfinu. Rætur vandans em mismun- andi allt eftir því við hvem er rætt. Sumir skella skuldinni á bankana. Þeir hafí lánað hinum og þessum peninga án þess að tryggingar kæmu á móti. Tals- Jaakko Iloniemi. menn bankanna segja hins vegar að frelsi á Q'ármagnsmarkaði hafi leitt til alveg nýrrar stöðu sem enginn hafi raunverulega áttað sig á eða náð utan um. Aðrir kenna stjómvöldum um og segja að ríkisgeirinn hafi vaxið langt umfram þarfír. Stjómmálamenn svara því til að kerfisvöxturinn hafi verið í samræmi við vænting- ar þjóðarinnar á hveijum tíma. Það sem mestu máli skiptir er til hvaða ráða beri að grípa til að komast upp úr öldudalnum. Fyrst og fremst þurfa vextir að lækka. Þeir lækkuðu ef fjármagnsmark- aðurinn fengi aftur tiltrú á finnska markinu svo og efnahags- stefnu finnsku stjórnarinnar. Ætti það sér stað hlypi vöxtur í fínnskt efnahagslíf um leið og efnahags- leg uppsveifla ætti sér stað ann- ars staðar í Vestur-Evrópu. Þar til fyrir skömmu lásu Finnar aldrei fjármálasíður blaða en liggja nú yfir þeim í voa um að finna þar batamerki frá Bret- landi, Þýskalandi eða Svíþjóð. Þeir hafa í mesta lagi fundið blendnar fréttir og líklega líður enn nokkur tími þar til hagvöxtur glæðist í Evrópu. Þess vegna verða Finnar að sýna þolinmæði og bíða þess að hagur þeirra batni. Ástandið hefur ekki leitt af sér nýjar fjöldahreyfingar eða fjölda- mótmæli. Almenningur biður stjómmálaforingjunum bölbæna en enginn virðist hafa gripið tæki- færið til að slá sér upp sem nýjum foringja. Líklega vilja stjómmála- stofnanirnar og stjórnmálamenn- imir miklu fremur útdeila nýjum auðæfum en ákveða þá lyfja- skammta sem læknað gætu efna- hagslegu lungnabólguna sem þjakar marga Evrópuþjóðina um þessar mundir en einkum þó Finna. Höfundur er formaður Ráðs at- vinnulífsins í Finnlandi og fyrr- um sendiherra í Sviss og Banda- ríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.