Morgunblaðið - 20.08.1992, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992
Umtalsvert tjón varð á Twin Ott-
er-vélinni, eins og sést á stærri
myndinni. Á minni myndinni sést
hvemig snúist hefur upp á nef
vélarinnar en hún var tekin
skömmu eftir óhappið.
Farandsýning á
einþrykksmyndum
FARANDSÝNINGIN „Collaborations in monotype 11“ verður opnuð
i Myndlistarskólanum á Akureyri laugardaginn 22. ágúst kl. 14. Á
sýningunni verða 26 einþrykksmyndir eftir 19 bandaríska lista-
menn. Sýningin verður opin til 5. september næstkomandi.
Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon
Flugvél FN lenti á öryggissvæði Olafsfjarðarflugvallar:
Mannleg mistök orsökin
- segir Sigurður Aðalsteinsson framkvæmdastjóri FN
TWIN Otter-flugvél Flugfélags
Norðurlands, sem lenti utan
brautar á flugvellinum í Ólafs-
firði í fyrrakvöld, var í gær kom-
M[j ólkurbikarkeppnin:
Hópferð KA-
manna farin á
úrslitaleikinn
Úrslitaleikur Mjólkurbikar-
keppninnar er sem kunnugt er á
sunnudag kl. 15, en þá leika til
úrslita lið KA og Vals.
Boðið verður upp á sætaferðir á
leikinn frá Akureyri, en lagt verður
af stað frá KA-heimilinu kl. 9.00
og ekið beint suður á Laugardals-
völl þar sem leikurinn fer fram.
Þeir sem taka ætla þátt í ferðinni
verða að skrá sig í dag, fímmtu-
dag, eða í síðasta lagi á morgun,
föstudag í KA-heimilinu og þar
verða einnig gefnar upplýsingar um
aðrar hugsanlegar hópferðir á leik-
inn.
Þá bjóða Flugleiðir í tilefni af
leiknum upp á sérfargjöld á laugar-
dag og sunnudag og til baka aftur
á sunnudag eða mánudag.
KA-menn ætla að hittast á
Kringlukránni í Borgarkringlunni
eftir kl. 20 á laugardagskvöldið
fyrir leik og einnig frá kl. 12 á
sunnudag til að spjalla og hita upp
fyrir leikinn.
(Úr fréttatUkynningu)
ið fyrir á flugvélastæði þar sem
hugað var að skemmdum. Unnið
verður við það næstu daga að
koma henni í flughæft ástand
þannig að hægt verði að ferju-
fljúga henni til Akureyrar. Tjón
hefur ekki verið metið, en ljóst
að það er umtalsvert. Tuttugu
manns voru um borð í vélinni
sem kom frá Reykjavík, en eng-
an sakaði.
Sigurður Aðalsteinsson fram-
kvæmdastjóri Flugfélags Norður-
lands sagði að mannleg mistök
hefðu valdið óhappinu. Skyggni
hefði verið slæmt, skuggsýnt, og
er vélin kom inn til lendingar á flug-
vellinum byijaði að rigna. Flug-
mennirnir hefðu flogið yfír brautina
og kannað aðstæður, en í lokastefn-
unni hefðu þeir tekið skakkan pól
í hæðina og Ient á öryggissvæðinu
utan við flugbrautina, en það var
mun ljósara og sást því betur.
Ekki var í gær búið að meta tjón
af völdum óhappsins, en Sigurður
sagði ljóst að það væri umtalsvert.
Hann sagði að áhersla yrði lögð á
að koma vélinni í flughæft ástand
og síðan ferjufljúga henni til Akur-
eyrar þar sem hann gerði ráð fyrir
að gert yrði við hana. Sigurður
sagðist ekki vita hversu lengi við-
gerð tæki. Lán væri í óláni hversu
langt væri komið fram á sumar og
háannatíminn því senn á enda, en
félagið hefði yfír ríflegum flugvéla-
flota að ræða. Vissulega yrði svig-
rúmið minna í kjölfar óhappsins,
„en við erum ekki í neinum hvín-
andi vandræðum", sagði Sigurður.
Flugfélag Norðurlands á þijár
Twin Otter-vélar og var þessi sú
elsta þeirra, smíðuð árið 1969.
Um er að ræða yfírlitssýningu
listamanna úr smiðju Gamers Tullis
í Santa Barbara. Bandaríski grafík-
listamaðurinn Gemer Tullis opnaði
vinnustofu sína í Santa Barbara
árið 1984 og hefur hann veitt hópi
listamanna aðstöðu til listsköpunar
á sviði einþrykksmynda. Bryddað
hefur verið upp á ýmsum nýjungum
við gerð myndanna og hefur fjöldi
grafíklistamanna lagt Tullis lið í
margvíslegri tilraunastarfsemi á
þessu sviði myndlistar. Árangurinn
lýsir sér í ört vaxandi vinsældum
einþrykks meðal listamanna á síð-
asta áratug.
Yfírlitssýningin hefur á síðustu
þremur áram farið víða um lönd á
vegum Upplýsingaþjónustu Banda-
rílqanna og hvarvetna hlotið góðar
viðtökur. Hingað kemur sýningin
frá Þýskalandi, en héðan fer hún
m.a. til Grikklands og Austurríkis.
Hérlendis verður hún færð upp á
tveimur stöðum. Fyrst gefst Norð-
lendingum kostur á að skoða hana
í húsakynnum Myndlistarskólans á
Akureyri við Kaupvangsstræti á
tímabilinu frá 22. ágúst til 5 sept-
ember og er hún opin frá kl. 14.
til 18. daglega. Síðan verður hún
flutt suður yfír heiðar þar sem hún
verður opin íbúum höfuðborgar-
svæðisins í Menningarstofnun
Bandarílq'anna á Laugavegi 26.
(Úr fréttatilkynningu)
Greiðsluáskorun
Sýslumaðurinn á Akureyri skorar hér með á gjaldend-
ur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum, sem voru álögð
1990, 1991 og 1992 og féllu í gjalddaga fyrir 15. ágúst
1992 og eru til innheimtu hjá ofangreindum innheimtu-
manni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan
15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar.
Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, útsvar, eignaskattur,
sérstakur eignaskattur, slysatryggingagjald vegna
heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðar-
málagjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr. I, nr.
87/1971, slysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 36.
gr., atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðsgjald, gjald
í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og
skrifstofuhúsnæði, launaskattur, bifreiðaskattur, slysa-
tryggingagjald ökumanna, þungaskattur skv. ökumæl-
um, viðbótar- og aukaálagning söluskatts vegna fyrri
tímabila, skemmtanaskatt og miðagjald, virðisauka-
skatt af skemmtunum, tryggingagjald af skipshöfnum
ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjald, vörugjald
af innl. framleiðslu, aðflutningsgjöld og útflutnings-
gjöld, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt og verðbætur
á ógreitt útsvar.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van-
goldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dögum
frá dagsetningu áskorunar þessarar.
Akureyri, 19. ágúst 1992.
Sýslumaðurinn á Akureyri.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Eva og Anna Kristin hjálpuðust að við að taka upp grænmeti.
Uppskerutími í Skólagörðum Akureyrar:
Gefum mömmu græn-
metið en sumir selja allt
- sögðu Eva og Anna Kristín sem voru
að taka upp úr görðum sínum I gær
UM 130 börn á aldrinum 10 til 12 ára hafa í sumar verið í Skóla-
görðum Akureyrar við Vestursíðu og er það umtalsverð fjölgun
frá því síðasta sumar. Uppskerutiminn er nú genginn í garð og
voru krakkamir í óða önn að taka upp grænmeti í blíðunni í gær.
Hanna Dóra Markúsdóttir og setja auk þess niður kartöflur
umsjónarmaður í skólagörðunum
sagði að uppskeran væri ágæt,
en þó heldur rýrari en í fyrrasum-
ar. Veðurfarið í sumar skipti þar
mestu, en fljótlega eftir að búið
var að setja niður gerði inikið rok
og í kjölfarið fór að snjóa. „Þetta
fór illa með plöntumar og það
urðu mikil afföll," sagði Hanna
Dóra.
Krakkamir í skólagörðunum
rækta 19 tegundir af grænmeti
I sérstakan garð. Flestum þykir
blómkálið best, en kínakál og
rófur njóta líka vinsælda.
Sonja sem er að verða 10 ára
naut aðstoðar Péturs frænda síns
við upptökuna í gær, eh hún
sagðist gefa mömmu sinni allt
grænmetið sem hún kemur með
heim úr skólagörðunum. „Hún
býr eitthvað til úr því,“ sagði
Sonja.
Bjarki var búinn að taka upp
Auðunn var stoltur af blómkál-
inu sínu
Sonja og Pétur skoða uppskeruna
Bjarki hefur tekið upp spínat
og grænkál úr garðinum sínum
spínat og grænkál og fara með
heim þar sem hann borðaði það
með bestu lyst. Bjarki er nú í
skólagörðunum í fýrsta sinn, en
hann er að verða 10 ára. „Það
er gaman að vera héma og allt
grænmetið er mjög gott. Þegar
við eram ekki að vinna í garðin-
um smíðum við kofa,“ sagði
Bjarki.
„Uppskeran er bara mjög góð
hjá mér, sagði Eva sem ásamt
vinkonu sinni henni Önnu Krist-
ínu var að taka upp grænmeti í
skólagörðunum. Þær vora
ákveðnar í að fara aftur næsta
sumar til að rækta meira græn-
meti. „Ég fer með uppskerana
heim og við borðum bara það sem
ég kem með, en sumir selja græn-
metið. Ein stelpa fór með fullan
poka niður í bæ og fékk 500
krónur,“ sagði Eva og Anna
Kristín bætti við að síðasta sum-
ar hefðu amma hennar og frænka
borgað henni peninga fyrir græn-
meti er hún lét þær hafa.