Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 3 Fyrsta loðnufarminum landað í Grindavík í gær Fiskmiðlun Norðurlands Loðna óvenju snemmatil Grindavíkur LOÐNUSKIPIÐ Háberg GK 12, sem Fiski- mjöl og lýsi hf. í Grindavík gerir út, kom með fyrsta loðnufarminn, 650 t, til Grinda- víkur í gærdag en það hefur aldrei gerst áður að loðna komi í ágúst til Grindavíkur. Að sögn Sveins ísakssonar, skipsjóra, veidd- ist loðnan 60—70 mílur norður af Melrakka- sléttu og er þetta fimmta veiðferð skipsins en áður hefur verið landað á Raufarhöfn. Alls hafa veiðst rúm 3.000 t á 20 dögum. „Loðnan gengur svo skarpt suður undan norðaustanátt- inni að bæði veðrið og Norðmenn valda okkur erfiðleikum við veiðamar. Vegna samkomulags við þá þurfum við að fá leyfi hjá þeim til að veiða langt inni í íslenskri landhelgi fyrir sunn- an ákveðna línu sem dregin er á miðunum í hvert skipti," sagði Sveinn og bætti við að loðnusjómönnum þætti þetta að vonum súrt því upphaflega hefði þessi varnagli verið gerður til friðunar smáloðnu en hér væri um mjög stóra loðnu að ræða svo þetta hlyti að teljast undarleg ráðstöfun. Sjómenn verða varir við talsvert af loðnu á miðunum en vegna veðurs er erfitt að ná til hennar. Af 13 skipum sem stunda veiðarnar eru aðeins sex á miðunum. Hin liggja í höfn. Landað hefur verið 24.000 tonnum af loðnu á vertíðinni. Jón Eyfjörð, skipstjóri á Þórshamri, sagði að talsvert hefði fundist af loðnu, sem erfitt væri að ná til vegna veðurs, þegar haft var samband við hann skammt frá Grímsey um kaffileytið í gær. Hann sagði að ekkert hefði veiðst síðasta sólarhringinn og veðurspá væri fremur óhagstæð, von á norðan stormi. Hann útilokaði ekki að haldið yrði í land. Önnur skip á loðnumiðunum voru í gær: Örninn, Hilmir, Súlan, Börkur og Gullberg. Skreiðarflutning'- um beint til Sam- skipa fyrst um sinn „VIÐSKIPTAVINIR okkar í Nígeríu hafa kvartað undan skemmdri vöru, og kenna um lélegum gámum, og þar til búið er að koma þessum málum á hreint, sérstaklega hvað varðar flutningana frá Hamborg til Nígeríu með Baco Line, munum við að kröfu kaupenda beina flutning- um á skreið til Nígeríu til Samskipa," sagði Hilmar Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmiðlunar Norðurlands, í samtali við Morgunblaðið í gær. Morgunblaðið/Kr. Ben. Loðnunni landað Fyrstu loðnunni, sem kemur til Grindavíkur á vertíðinni, landað úr Háberginu í gær. Ríkismat sjávarafurða er nú með mál þetta tii rannsóknar og sam- kvæmt upplýsingum frá Þórði Frið- geirssyni hjá Ríkismatinu er niður- stöðu úr þeirri rannsókn að vænta eftir helgi. Þórður segir að það sem hann skoðaði af gámunum hafi verið í lagi, þ.e. um nýlega gáma að ræða og ekkert sem benti til að þeir væru valdir að skemmdunum. Hvað farm þeirra varðar lauk sýnatöku nú síð- degis í gærdag en kanna á m.a. hvort skreiðin hafí verið of blaut er hún var sett í gámana. Þórður segir enn- fremur að nú séu tveir menn frá Ríkismatinu staddir í Hamborg til að rannsaka gámana sem kyrrsettir hafa verið þar. Hilmar Daníelsson sagði að nú væri verið að kanna hvaða ástæður geti verið fyrir því að skreið hefur borist skemmd til Nígeríu. „Það hef- ur borið á gagnrýni á þá gáma sem notaðir hafa verið í flutninganá, án þess að við viljum fullyrða neitt um það,“ sagði hann. „Það þarf að finna leið til að koma á úttekt á vörunni hér heima áður en hún fer af stað, því þannig væri margt ljósara. Við tókum hins vegar þennan kostinn, þar til málið kemst á hreint, en við höfum ekki rift flutningasamningum við Eimskip, og höfum það ekki í hyggju enn sem komið er.“ Að sögp Þórðar Sverrissonar, framkvæmdastjóra hjá Eimskipi, flytur félagið um 400 skreiðargáma á ári til Nígeríu, en hann vildi ekki tjá sig um hversu stór hluti af því væri á vegum Fiskmiðlunar Norður- lands. „Fiskmiðlunin hefur verið góð- ur viðskiptavinur hjá okkur, og við höfum átt náið samstarf við það fyr- irtæki. Ég býst við að svo verði áfram,“ sagði Þórður. -------» ♦ ♦ Evrópumót í skák Sigurður Daðivann SIGURÐUR Daði Sigfússon sigr- aði Weidig frá Lúxemborg eftir 26 leiki í næstsíðustu umferð Evr- ópumeistaramótsins í skák fyrir 20 ára og yngri í gær. I 1.—2. sæti eru nú Aleksandrov og Borovikov með 8 vinninga hvor, í 3. sæti Reinderman með 7 vinninga og í 4.-5. Rasik og Papaivannov með 6‘/2 vinning hvor. Ef Borovikov ber sigur úr býtum verður það í fyrsta sinn sem stigalaus skákmaður vinnur mótið. töskum| VerÖ á kr.2.995 kr.2.495.- kr.2.595 Skélavörur 'Gæðavörur ájr géðu verði J \ kr.1895 Verð á öllum töskum kr.3.895.- Pennaveski kr. 99.-|_________ Rúskinnspennahólkar kr. 295.-1 Gormastílabækur 5 stk. í pakka kr.495.- töskum s A1IKUGAIHNIR VÐSUND Leðurtaska kr.7.995.- I n/ kr.5.995 KAUPSTAÐUR ÍMJÖDD2. HÆD kr.1895

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.