Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðál- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. „Að verðleg’gja sig út af markaðinum“ AÐALFUNDUR STETTARSAMBANDS BÆNDA Hver bóndi þarf að leita allra leiða til að auka hag’kvæmni - segir Haukur Halldórsson for- maður Stéttarsambands bænda HAUKUR HaJIdórsson formaður Stéttarsambands bænda sagði í ræðu sinni við setningu aðalfundar Stéttarsambandsins á Laugum í Reykjadal í gær, að ef hugmyndir um innflutning búvara komi til framkvæmda á næstu árum í tengslum við fjölþjóðasamninga hljóti það að vera grund- vallarkrafa íslenskra bænda að þeir búi við sem líkust starfsskilyrði og þeir bændur sem þeir eiga í samkeppni við, að teknu tilliti til legu lands- ins og annarra slíkra þátta. Þetta tæki meðal annars til skattlagningar á framleiðsluna og verðs aðfanga, og það væri tvímælalaust hlutverk Stéttarsambandsins að berjast fyrir þessum hlutum, en það eitt nægði þó ekki til. Hver einstakur bóndi þyrfti að leita uppi í rekstri sínum alla þá möguleika sem hann hefði til sparnaðar og aukinnar hagkvæmni og kæmi til leiðbeiningarþjónustunnar að aðstoða bændur við það verkefni. Sýnt er að komandi ár verður fimmta samdráttaránð í ís- lenzkum þjóðarbúskap. Á þess- um mögru árum hefur ferða- þjónustan nánast verið eina at- vinnugreinin sem haft hefur byr í segl. Á síðastliðnu ári komu um 140.000 erlendir ferðamenn til landsins. Heildargjaldeyris- tekjur af þeim námu rúmlega tólf milljörðum króna. Talið er að um tuttugu af hundrað vinn- andi íslendingum hafí lifibrauð af ferðaþjónustu og tengdum atvinnugreinum. Ríki og sveitar- félög fá að sjálfsögðu drjúgan skerf af þessari atvinnustarf- semi. Samkvæmt áætlun fjár- málaráðuneytisins nema tekjur ríkissjóðs að meðaltali 24-30% af eyðslu hinna erlendu ferða- manna. Samkeppnin í evrópskri ferðaþjónustu hefur farið harðn- andi hin síðari ár, ekki sízt eftir að tiltölulega ódýrir ferðakostir í Austur-Evrópu komu til sög- unnar. Hátt verðlag hér landi er þegar og getur orðið í enn ríkara mæli Þrándur í Götu ís- lenzkrar ferðaþjónustu, ef ekki verður brugðizt við með réttum hætti. Hér er einkum átt við hátt verð á gistingu, veitingum og á bílaleigubílum. „Við höfum miklar áhyggjur af þvi að við séum að verðleggja okkur út af markaðinum,“ segir Þórhallur Jósepsson, deildarstjóri í sam- gönguráðuneytinu, í viðtali við Morgunblaðið. „Við erum komin út á hættusvæði, ekki sízt með tilliti til aukinnar samkeppni við önnur lönd Evrópu.“ Staðreynd er að erlend eftirspurn eftir veiði í íslenzkum laxveiðiám hefur dregizt saman vegna ódýrari kosta sem bjóðast bæði í Kanada og Rússlandi. Á síðustu vikum hafa aðilar í íslenzkri ferðaþjónustu fundað um hvem veg skuli bregðast við háværum kvörtunum erlendra ferða- manna yfir háu verðlagi hér. Hagsmunaaðilar ræða eink- um um tvær leiðir. I fyrsta lagi að hið opinbera gangi varlegar fram í skattlagningu greinarinn- ar. Hagsmunaaðilar benda á háan virðisaukaskatt, trygg- ingagjald og flugvallarskatt. Þeir segja, sem rétt er, að lægri skattstigar, sem styrkta mark- aðssetningu, stækki skattstofn- ana og þýði meiri og tryggari skatttekjur til lengri tíma lítið. í framhaldi af þessari umræðu hefur samgönguráðherra ákveð- ið að kanna sérstaklega skatt- lagningu í greininni og hvern veg hún kemur inn í verðlagn- inguna. I annan stað eru ræddar leið- ir til að lækka rekstrarkostnað og verð í þjónustugreinunum, ekki sízt utan háannatímans. Horft er til þess að lengja nýt- ingartíma tiltækrar aðstöðu með lægra verði í lágönnum, bæði á gistingu og fargjöldum. í þessu sambandi er mikils um vert, að menn færizt ekki of mikið í fang í íjárfestingu, sem leiðir til hærri verðlagningar, sem dæmin sanna, og verri samkeppnis- stöðu á markaðinum. „Menn eru sammála um það,“ segir Magnús Oddsson, mark- aðsstjóri Ferðamálaráðs, „að vissir þættir á íslandi þykja mjög dýrir vegna þess að þeir standast ekki gæðasamanburð við sambærilega vöru eða þjón- ustu annars staðar“. Þessir þættir eru ekki aðeins þröskuld- ur í vegi erlendra ferðamanna til landsins. Þeir hafa ekki síður áhrif á það hvar og hvernig Is- lendingar veija eigin orlofi. Það er því meir en tímabært að fara ofan í kjölinn á verðlagi á þess- um vettvangi. Við megum undir engum kringumstæðum verð- leggja okkur út af þessum mikil- væga markaði, sem verið hefur nánast eini vaxtarbroddurinn í íslenzku atvinnulífi síðustu árin. Hjartaað- gerðirá Landspítala Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákörðun um að nær allar hjartaskurðlækningar sem þörf er á hérlendis verði fram- kvæmdar á Landspítalanum. Nú eru um 70 manns á biðlista eft- ir þessum aðgerðum. Með þess- ari ákvörðun styttist biðlistinn í um 30 manns fyrir áramót. Þessi ákvörðun er fagnaðar- efni. Fyrst og fremst vegna þess að það er þægilegra fyrir við- komandi sjúklinga, sem og að- standendur þeirra, að sækja þessa heilbrigðisþjónustu hér heima en utan landsteina. í ann- an stað hafa hjartaaðgerðir á Landspítala tekizt með sérstök- um ágætum. í þriðja lagi eru þessar aðgerðir verulega ódýrari hér á landi en erlendis. Þær auka að vísu útgjöld Landspítal- ans en spara enn stærri fjárhæð- ir fyrir Tryggingastofnunina (ríkið og skattgreiðandann), miðað við sækja þessar aðgerðir utan. Það er því meir en tíma- bært að Landspítalinn og Trygg- ingastofnunin semji um þessi mál sín á milli. Haukur sagði að í framhaldi af þessu yrði ekki hjá því komist að ræða um stefnu stjómvalda og þann starfsramma sem atvinnulífínu væri settur. Engin mótmælti því að um stund kreppti að í þjóðfélaginu og það svigrúm sem væri til starfa þrengd- ist, en núverandi ríkisstjórn virtist ekki koma auga á aðra leið í þessum vanda en niðurskurð ríkisútgjalda á öllum sviðum. „Bændur fengu forsmekkinn af þessu á síðastliðnu ári þegar felldur var niður helmingur af lögboðnu fram- lagi ríkisins til Framleiðnisjóðs. Við gerð fjárlaga fyrir næsta ár skal enn höggvið í sama knérunn, og nú er, eftir því sem mér skilst, áformað að fella niður eða draga úr endurgreiðsl- um á virðisaukaskatti á nautakjöti, svínakjöti, kjúklingum, eggjum og hrossakjöti. Þá mun einnig ætlunin að skera niður framlög til stoðgreina landbúnaðarins, rannsókna, leiðbein- inga, búnaðarskóla, jarðræktar, búfj- árræktar og tilraunastarfsemi. Þetta er gert undir þeim formerkjum að atvinnugreinin eigi sjálf að bera kostn- að af þessari starfsemi. Þetta þykja mér kaldar kveðjur á sama tíma og bændur í hinum hefðbundnu greinum hafa fallist á að taka á sig hagræðing- arkröfu til þess að verð til neytenda Halldór Blöndal fjallaði um búvöru- samninginn í upphafi ræðu sinnar, og sagði að frá og með 1. september hefðu bændur samþykkt að útflutn- ingsbætur falli niður, en þeir taki sjálf- ir alla ábyrgð á framleiðslu sinni. Þannig séu íslenskir bændur fyrstir bænda á Vesturlöndum til að stíga þetta skref, sem sé forsenda þess að heimsmarkaðsverð geti myndast á Iandbúnaðarvörum. Halldór sagði að samdráttur í bú- vöruframleiðslunni ylli auðvitað erfíð- leikum hjá bændum og þjónustugrein- um landbúnaðarins. Sumir bændur yrðu að ganga af búum sínum án þess að geta selt eignir á viðunandi verði eða eiga vissu fyrir öðru starfí. Hins vegar væru búvörusamningamir nú gerðir í því ljósi að framleiðslurétt- urinn gæti gengið kaupum og sölum. „Það væri ofætlun að búast við því að þessar breytingar valdi verulegri verðlækkun þegar í stað. Hagræðing- in í greininni verður á kostnað bænda og þeir einir geta staðið undir henni geti lækkað, og garðyrkju-, alifugla- og svínabændur vinna að endurskipu- lagningu sinnar framleiðslu í sama skyni. Með þeim niðurskurði ríkisút- gjalda sem nú er boðaður er verið að eyðileggja ávinninginn af þessu starfí og ríkið að hirða til sín þá lækkun vöruverðs sem neytendum var ætluð. Hvernig er hægt að bjóða atvinnulíf- inu upp á svona starfsumhverfi? Að- haldsaðgerðir eru nauðsynlegar, en handahófskennd vinnubrögð eins og þessi eiga engan rétt á sér. Þau hljóta að leiða til hækkunar vöruverðs og ganga þvert á þá stefnu sem boðuð er í væntanlegum GATT-samningum,“ sagði Haukur. Alþjóðamál í ræðu sinni vék Haukur að þróun mála á alþjóðlegum vettvangi sem sí- fellt hefði meiri áhrif á þróun landbún- aðarmála hérlendis. Þannig væri samningum um Evrópskt efnahags- svæði nýlega lokið og umræða um þá á lokastigi, og innan skamms hlyti að draga til tíðinda varðandi GATT-samningana. Niðurstaða beggja þessara samninga hefði tvímælalaust mikii áhrif á þróun landbúnaðarins hérlendis, þó vitaskuld skipti miklu hvemig stjómvöld héldu á spilunum og hvaða stefnu og sem hafa tök á að lækka framleiðslu- kostnað sinn. Afurðastöðvar bænda standa frammi fyrir sams konar vandamál- um. Það eykur á erfíðleikana, að þær em margar byggðar við vöxt, sem aldrei varð, og þurftu ekki að lúta lögmálum markaðarins. Mjólkursam- lögin standa yfirleitt betur að vígi en sláturhúsin, þar sem eiginfjárstaða þeirra er yfirleitt sterk og verulegir ijármunir í verðmiðlunarsjóði mjólkur og munu þeir nýtast til úreldingar og hagræðingar í mjólkuriðnaðinum. Sláturhúsin hafa engan slíkan sjóð á bak við sig og staða sauðfjárbænda ekki slík að þeir séu aflögufærir. Þvert á móti er óhjákvæmilegt að gera þá kröfu að sláturkostnaður lækki veru- lega, sem á að vera hægt með sam- vinnu bænda og sláturleyfishafa á nýjum forsendum. Sá tími er liðinn að afurðarstöðvar landbúnaðarins séu látnar standa undir öðrum _ rekstri sömu fyrirtækjasamsteypu. í þessu samhengi er óhjákvæmiíegt að ég lýsi markmið þau hefðu hveiju sinni. Hann gat þess að við upphaf viðræðna um EES hefði verið fullyrt að málefnum landbúnaðarins yrði haldið utan við viðræðurnar, en síðar hefði komið á daginn að það hafí ekki verið rétt, eins og svo margt annað sem fullyrt hefði verið hérlendis í sambandi við þessa samningagerð. „Með samningnum hafa samnings- aðilar skuldbundið sig til að auka ftjálsræði í viðskiptum með búvörur. Skal endurskoða þau ákvæði samn- ingsins sem varða búvöruskipti á tveggja ára fresti og á fyrstu umferð endurskoðunar að vera lokið fyrir árs- lok 1993. Stjómvöld hafa ekki látið neitt uppi um hver sé stefna þeirra í þessum efnum, hver séu markmið þessarar endurskoðunar af þeirra hálfu, hvaða vörur eigi að ræða um o.s.frv. Það er lágmarkskrafa að fyrir liggi ákveðin markmið og skýrar línur af hálfu stjómvalda þegar skrifað er undir slíkar skuldbindingar í fjölþjóða- samningum,“ sagði hann. Haukur gat þess að við upphaf samninganna um EES hefðu verið sett fram skilyrði um viðskipti með jarðir eða jarðahluta og hlunnindi væru undanþegin ákvæðum um fijálst flæði fjármagns, en Stéttarsambandið hefði alla tíð efast um að þessu yrði fylgt eftir á þann veg sem nauðsyn- legt væri. Það hefði síðan komið að daginn að þessi tortryggni hefði ekki verið ástæðulaus, því í nýútkomnu lögfræðiáliti Tryggva Gunnarssonar og fleiri um fasteignaviðskipti á EES- svæðinu kæmi fram að óheimilt væri að mismuna íslendingum og útlend- ingum á þessu sviði. Búsetuskilyrði eða ábúðarskilyrði væri erfítt að setja vegna útlendinga þegar þau giltu ekki fyrir Islendinga, og allt tal utanríkis- ráðherra um girðingar sem hægt væri að setja upp eftir að samningur- inn væri undirritaður virtist því hald- lítið. Þannig væru allar líkur á að þeirri skoðun minni enn á ný, að það sé óraunhæft og skaði bændur sjálfa að halda dauðahaldi í lögskráð verð og staðgreiðslu afurða. Vemdin, sem í því átti að felast, hefur reynst fals- vernd, jafnvel þótt ríkið hafí hingað til ábyrgst sölu afurðanna. Nú þegar þeirri ábyrgð sleppir, geta afurða- stöðvarnar ekki undirgengist slíka kvöð til lengdar, af því að hún brýtur í bága við heilbrigða verslunarhætti," sagði Halldór Blöndal. Hann ræddi einnig þátt verslunar- innar í verðmyndun landbúnaðarvara. Sú gagnrýni ætti rétt á sér, að í sum- um tilvikum væri henni ábótavant, eins og alltaf væri hætta á í fram- leiðslugreinum sem notið hefðu opin- berra styrkja. „Fyrir þá sök er sú hugmynd í senn athyglisverð og áhugaverð að bændur komi upp bú- vörumarkaði fyrir framleiðslu sína í Reykjavík og e.t.v. víðar á landinu, sem verði leiðandi um verð og gefi vísbendingar um hreyfingar í neyslu- venjum. Eg sé ástæðu til að ítreka það hér, að ég er reiðubúinn til að endurskoða búvörusamninginn frá grunni," sagði Halldór. Áburðarverksmiðja verður hlutafélag Halldór Blöndal sagðist ekki þurfa að tíunda nauðsyn þess að kannað verði til hlítar hvernig unnt sé að lækka rekstrarkostnað í landbúnaði. Halldór minntist í því sambandi á upplýsingar sem komu fram hjá Gunn- ari Einarssyni á aðalfundi Landssam- þetta yrði eitt af þeim atriðum sem yrðu í uppnámi ef samningurinn yrði samþykktur. Þá sagði hann að sá aukni innflutningur gróðurhúsaaf- urða, og þá sérstaklega blóma, sem samningurinn felur í sér myndi verða mjög erfiður fyrir íslenska framleið- endur þessara vara, og ýmislegt væri óljóst varðandi heimildir til töku jöfn- unargjalda af ýmsum þeim landbúnað- arvörum sem heimilt verður að flytja inn samkvæmt bókun með samningn- um. „Komi upp ágreiningur um þetta efni verður að skjóta honum til hinnar sameiginlegu EES-nefndar þar sem EB hefur meirihluta. Er þetta ekki afsal valds? Afsal framkvæmdavalds til erlendra stofnana og brot samn- ingsins á stjórnarskránni er eitt af þeim málum sem umræðan hefur snú- ist hvað mest um að undanfömu og eru þá tvenn sjónarmið á ferðinni. Annars vegar er því haldið fram að samningurinn bijóti ekki í bága við stjórnarskrána, en á hinn bóginn hafa heyrst ákveðnar raddir fræðimanna um að tiltekin atriði bijóti tvímæla- laust í bága við hana. I þessu sam- bandi legg ég áherslu á að stjómar- skráin eigi að njóta vafans. Henni verður að breyta ef minnsti vafí leikur á um að samningurinn standist hana ekki. Gáleysislegt tal einstakra stjóm- málamanna um að stjómarskráin sé eins og hvert annað formsatriði sem ekki þurfi að gera mikið með hlýtur að vekja furðu. Það ætti ekki að þurfa að minna hæstvirta alþingismenn á að þeir hafa undirritað eiðstaf um að þeir muni halda stjórnarskrána," sagði Haukur. Sölumál búvara Haukur gerði sölumál búvara að umtalsefni í ræðu sinni, og sagði að með gildistöku nýja búvörusamnings- ins um næstu mánaðamót yrði ákveð- in grundvallarbreyting í íslenskum bands sauðfjárbænda um verulegan mun á verði á áburði og ýmsum öðrum aðföngum til landbúnaðar milli Skot- lands og íslands. Halldór sagði að hvað áburðinn varðaði hefðu markaðs- aðstæður verið óvenjulegar í Bretlandi um nokkra hríð og áburðarverð þar lægra en eðlilegt mætti teljast. Áuk þess væri flutningskostnaður hærri til Islands. „Samkvæmt tilboðum sem fengist hafa frá Norsk Hydro má þó ætla, að innfluttur áburður yrði a.m.k. 10-15% ódýrari en sá íslenski, sem svarar til u.þ.b. 1% munar á fram- leiðsluverði nautgripa- og sauðfjáraf- urða. Ákvörðun hefur verið tekin um að breyta Áburðarverksmiðju ríkisins í hlutafélag og verður frumvarp um það efni lagt fram á Alþingi strax í byijun október. Á síðustu árum hefur áburð- arnotkun minnkað jafnt og þétt, sem vitaskuld dregur úr hagkvæmni verk- smiðjunnar. Við það bætist, að sam- kvæmt samningnum um hið evrópska efnahagssvæði verður innflutningur á áburði gefínn fijáls, eigi síðar en 1. janúar 1995. Athugun á fóðurkostnaði hefur leitt í ljós að kjarnfóður er hér mun dýrara en gengur og gerist í nálægum lönd- um. íslenski bóndinn greiðir t.d. um það bil 15 kr. hærra verð fyrir hvert fóðurkíló en sá danski. Enda þótt flutningskostnaður og skattlagning fóðursins vegi hér þungt, er munurinn meiri en svo, að hann útskýrist af þessum þáttum. Þessi dæmi eru meðal þeirra atriða, -t-sem nú eru í athugun í landbúnaðar- Krafa um verulega lækkun slát- urkostnaðar er óhjákvæmileg - segir Halldór Blöndai landbúnaðarráðherra HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra sagði í ræðu á aðalfundi Stéttar- sambands bænda í gær, að óhjákvæmilegt væri að gera þá kröfu að slát- urkostnaður lækki verulega. Sá tími væri liðinn að afurðarstöðvar land- búnaðarins væru látnar standa undir öðrum rekstri sömu fyrirtækjasam- steypu. Fram kom í ræðu ráðherrans að frumvarp um að breyta Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi í hlutafélag yrði lagt fram á Alþingi í haust, og innflutningur á áburði yrði gefinn fijáls ekki síðar en 1995 sam- kvæmt samningi um Evrópskt efnahagssvæði. Samkvæmt tilboðum sem fengist hafa frá Norsk Hydro má ætla, að innfluttur áburður yrði a.m.k. 10-15% ódýrari en sá íslenski, sem svarar til u.þ.b. 1% munar á fram- leiðsluverði nautgripa og sauðfjárafurða. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 21 Morgunblaðið/Hallur Þorsteinsson. Haukur Halldórsson formaður Stéttasambands bænda flytur ræðu sína á aðalfundi sambands- ins. landbúnaði. Þá félli niður verðábyrgð ríkisins á tilteknu magni mjólkur og sauðfjárafurða, en í staðinn kæmi fyrirfram ákveðinn stuðningur á það magn sem tekst að afsetja á innlend- an markað. Ljóst væri að þessi kerfís- breyting myndi hafa miklar breyting- ar í för með sér bæði fyrir bændur og afurðasölufélögin. „Það er hins vegar mat okkar að hún hafi verið óhjákvæmileg til að fá hlutaðeigandi til að axla þá ábyrgð sem nauðsynleg er í þessu sambandi. Bændur hafa þá ábyrgð sem framleið- endur að framleiða þá vöru sem mark- aðurinn þarfnast, á sem hagkvæ- mustu verði, og afurðasölufélögin hafa þá ábyrgð að selja vöruna með markvissu vöruþróunar- og sölustarfí. Það ætti að vera ljóst hveijum hugs- andi manni að það fyrirkomulag sem ríkt hefur nú nokkur undanfarin ár og fól það S sér að ríkisvaldið bar ábyrgð á afsetningu afurðanna og að landbúnaðarráðuneytið og viðskipta- ráðuneytið voru á kafi í sölustarfsemi fyrir kindakjöt gat ekki gengið öllu lengur. Hvatinn til sölustarfsemi og markaðssóknar verður að vera fyrir hendi hjá bændum og afurðastöðvum, ella verður varan smátt og smátt und- ir í samkeppni við aðra framleiðslu þar sem ábyrgð á framleiðslu og sölu er meira á sömu hendi,“ sagði Haukur. Hann gat þess að varðandi skipulag afurðasölunnar virtist sá misskilning- ur almennur meðal bænda að samtök bænda gætu með beinum hætti hlut- ast til um þau mál. Nauðsynlegt væri að átta sig á því að slátrun og heild- sala kjöts og vinnsia mjólkur væri að öllu leyti í höndum afurðastöðva sem lang flestar væru í eigu kaupfélaga eða beint í eigu bænda. Enda þótt bændasamtökin gætu beitt áhrifum sínum á ýmsan hátt og leitast við að skapa forsendur til aukins samstarfs yrði að hafa í huga að ákvörðunarvald- ið væri í höndum stjórna afurðastöðv- anna sem í flestum tilfellum væru að meirihluta skipaðar bændum. Það hvaða stefnu þessi mál tækju væri því mjög mikið undir því komið hversu virkir bændur væru heima fyrir og mótandi um starf og stefnu afurða- stöðvanna. Hvað er framundan? Haukur sagði að á síðustu mánuð- um hefði umræðan um landbúnaðar- málin mótast af því erfiða ástandi sem ríkir í sauðfjárræktinni og þeirri óvissu sem bágt atvinnuástand og áhrif alþjóðasamninga skapar. Ástæða væri til þess á hveijum tíma að hvetja til fulls raunsæis í umræðu um landbúnaðarmál, en hins vegar yrði að varast að mála myndina of dökkum litum og grípa sífellt til breiða pensilsins. „Enda þótt við höfum þá skyldu gagnvart bændum að segja þeim sem sannast og réttast frá stöðu mála hveiju sinni verðum við að va- rast að ýta undir svartsýni og von- leysi og fæla frá okkur ungt fólk sem íhugar að hasla sér völl innan landbún- aðarins. Gagnvart neytendum og al- mennt gagnvart öðrum aðilum í þjóð- félaginu skiptir líka miklu hvernig við ræðum málefni stéttarinnar. í þessu efni sem öðrum varðar mjög miklu að ímynd landbúnaðarins sé jákvæð, ekki síst með tilliti til sölu búvara. Hver vill eiga viðskipti við fyrirtæki þar sem allt er á niðurleið? Það er einnig sem betur fer þannig að þótt að kreppi á ýmsum sviðum eru líka jákvæðir hlutir að gerast. Þar vil ég fyrst nefna þá viðhorfsbreytingu sem nú er að verða varðandi nýja atvinnu- starfsemi í sveitum, ef til vill væri réttara að tala um vakningu svo afger- andi er þessi breyting." Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra I ræðustól á aðalfundi Stétt- arsambands bænda. ráðuneytinu í samvinnu við bænda- samtökin. Það er áform okkar að velta við hveijum einasta steini, ef ég má nota það orðalag yfír þau útgjöld og kostnaðarliði, sem lagst hafa á land- búnaðarframleiðsluna með einum eða öðrum hætti. Þar kemur til álita nauð- syn sjóðagjalda og niðurgreiðslna vaxta í Stofnlánadeild landbúnaðar- ins, uppbygging leiðbeiningarþjón- ustunnar og tengsl hennar við skóla og rannsóknarstofnanar,“ sagði Hall- dór. Starfsreynsla áskilin við jarðakaup? Landbúnaðarráðherra rakti síðan stöðu búvara í samningnum um Evr- ópskt efnahagssvæði og sagði að ríkis- stjórnin hefði nú tekið af öll tvímæli um að full breytileg verðjöfnunargjöld yrðu tekin af þeim frílistavörum, sem samningurinn tæki til. Ymsir óttuðust að tiltekin ákvæði í bókun með EES-samningnum takmörkuðu rétt íslendinga til álagningar jöfnunar- gjalds. Þá fjallaði ráðherra um áhrif EES- samnings á eignarhald á jörðum, og sagði að frumvarp til breytinga á jarðalögum yrði lagt fyrir Alþingi um miðjan októbermánuð. í því sambandi hefði verið til athugunar að taka upp þá reglu að til þess að eignast fast- eign og fasteignaréttindi, sem jarða- lög taka til, þurfí viðkomandi að hafa haft fasta búsetu hér á landi í ákveð- inn tíma, t.d. 5 ár, áður en hann gæti eignast eignina. Halldór sagði að á þessari stundu lægju ekki fyrir fullnægjandi upplýsingar um að slíkt sé heimilt. Þá sagði hann að til greina kæmi að áskilja starfsreynslu kaup- andans í ákveðinn tíma við landbún- að, eigi að reka landbúnað á eign- inni. Þessar reglur ættu þá bæði við íslenska aðila og aðila frá þeim ríkjum sem ættu aðild að EES. „Samhliða þessu er gert ráð fyrir að afmarkað verði með skýrari hætti en nú er, til hvaða lands og hlunninda jarðalögin taka og um það hvaða land sé í landbúnaðarnotum, og þýðingu þess að fá leyfí til að taka land úr landbúnaðamotum. Þá er gert ráð fyrir að sett verði ótvíræð ákvæði um að sveitarstjórn, jarðanefnd og land- búnaðarráðherra geti bundið leyfi og samþykki sitt samkvæmt jarðalögum vegna aðilaskipta skilyrðum um bú- setu á viðkomandi eign og nýtingu hennar. Verði brestur á að þessum skilyrðum sé fylgt, þarf að hafa heim- ildir til að grípa þar inn í. Þá eru til skoðunar hugmyndir um að auka við ákvæði jarðalaganna um forkaupsrétt ábúenda og sveitarfé- laga, reglu um forkaupsrétt ríkisins að þessum aðilum frágengnum. Það kann líka að koma til þess, að sérstak- lega verði að huga að með hvaða hætti megi auðvelda sveitarfélögum fjárhagslega að neyta forkaupsrétt- ar,“ sagði Halldór Blöndal. Ríkissjóður er stærsti kröfuhafi Hagvirkis Skuldir fyrir- tækisins um 1.450 milljónir ( HEILDARSKULDIR Fórnarlambsins hf., sem áður var Hagvirki, nema um 1.450 miiyónum króna, að sögn Jóhanns Bergþórssonar, stjórnarform- i anns fyrirtækisins. Stærsti kröfuhafinn er ríkissjóður með yfir 300 millj- óna kröfu, einkum í formi vangoldins söluskatts, en þeirri kröfu áfrýj- aði Hagvirki til Hæstaréttar. Aðrir helstu kröfuhafar eru Hagvirki-Klett- ur hf., Blikk og stál, íslandsbanki og Iðnlánasjóður en kröfur tveggja síðastnefndu eru tryggðar með veði í fasteigum og vélum. Bókfærðar eignir nema aUs nálægt einum milljarði. Jóhann Bergþórsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að vélar og tæki í eigu Hagvirkis hefðu í desemb- ermánuði 1990 verið seldar Fagvirki- Kletti fyrir 600—700 milljónir, sem væri um 230 milljónir umfram bók- fært verð. Því væri rangt sem komið hefði fram í Morgunblaðinu í gær að salan hefði átt sér stað fyrir síðustu áramót. Eignirnar hefðu verið seldar undir leiðsögn endurskoðenda og lög- fræðinga og farið yfir það að hálfu banka. Hann sagði að eiginfjárstaða Hagvirkis hefði batnað við söluna og raunar hefði íslandsbanki gert at- hugasemdir við Hagvirki-Klett vegna þess að bankinn taldi kaupverðið of hátt. Þá næmu skuldir Hagvirkis við Hagvirki-Klett vel yfír 200 milljónum. Kröfur Blikks og stáls vegna van- goldinna greiðslna fyrir vinnu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar voru árið 1987 um 18 milljónir en nálgast nú 40 milljónir. Hefur Hagvirki áfrýjað ágreiningi fyrirtækjanna til Hæsta- réttar. „Við teljum allar líkur á því að hluti af okkar gagnkröfum verði tekinn til greina þannig að krafan muni minnka verulega. Það er mat okkar að gagnkrafan sé nálægt 20 milljónum," sagði Jóhann. Hann lýsti furðu sinni á því að sam- kvæmt lögum mætti ganga að fyrir- tækinu og krefjast gjaldþrotameðferð- ar þess á sama tíma og það ætti óútkljáð mál fyrir dómstólum. Gjald- þrotabeiðnin kæmi á slæmum tíma vegna lágs markaðsverðs á fasteign- um um þessar mundir. Jóhann kvaðst ekki geta greint frá Íví hveijar skuldir Fómarlambsins við slandsbanka væru eða hvort búast mætti við miklu tapi bankans vegna gjaldþrots fyrirtækisins.„Ef bankinn þarf að afskrifa eitthvað þá næmi sú upphæð kringum 11% af þeim vöxtum sem hann hefur fengið frá okkur und- anfarin ár. Það hafa að mestu leyti verið dráttarvextir þannig að bankinn fær líklega á endanum kjörvexti af lánunum." Engin starfsemi hefur farið fram hjá Fómarlambinu en auk Jóhanns vinna þar nú að uppgjörmálum, bók- ari og fjármálastjóri. Eignir fyrirtæk- isins eru bókfærðar á um 1 milljarð er þar er fyrst og fremst um að ræða húseignir og lóðir. Fómarlambið á m.a. húsnæðið á Skútuhrauni 2 sem hýst hefur skrifstofuhúsnæði Hag-t virkis og tengdra fyrirtækja og lóðir í Smárahvammi og á Valhúsahæð. Jóhann sagði að hugsanlegt gjald- þrot Fórnarlambsins hefði ekki áhrif á starfsemi Hagvirkis-Kletts og hún væri í eðlilegu horfí þó reikna mætti með því að fyrirtækið tapaði útistand- andi kröfum. Hjá Hagvirki-Kletti starfa nú um 220 manns og sagði Jóhann að fyrirtækið hefði nýlega fengið ný verkefni sem gæfu betri möguleika. „Við höfum ekki orðið varir við, annað en að okkar viðskiptaaðilar og þeirra fyrirtæki séu fúsir til að skipta við okkur áfram. Það eru ekki margir sem þola það að vera krafðir um hundruð milljóna sem þeir ekki hafa innheimt. Okkur er gert að greiða það í viðbót við að hafa verið með lágt verð og hafa sparað ríki og bæjarfé- lögum á starfstímanum yfir 2 millj- arða miðað við næstlægstu tilboð.“ Eigendur Hagvirkis og Hagvirkis- Kletts hf. eiga helmingshlut í mark- aðsfyrirtækinu Hagtaki á móti sænska fyrirtækinu NCC. Þá eiga þessir aðilar ennfremur 30% hlut í Norrænu verktaki á móti 70% hlut NCC en það er samstarfsfyrirtæki um virkjanir og jarðgangagerð. Gjald- þrotabeiðnin hefur að sögn Jóhanns engin áhrif á þessi fyrirtæki. Sinfóníuhljómsveitin Sala áskriftarskírt- eina er að hefjast SALA áskriftarskirteina á tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands næsta starfsár hefst 7. september. Núverandi áskrifendum er þó gefinn kost- ur á að endurnýja áskrift að sætum sinum frá og með 25. ágúst. Eftir 5. ágúst fellur sá forkaupsréttur niður. Fer sala fram á skrifstofu’ hljómsveitarinnar í Háskólabíói alla virka daga milli kl. 9 og 17. Hand- höfum greiðslukorta er gefinn kostur á að hringja í skrifstofuna i síma 622255, gefa upp númer á greiðslukorti sínu og vilja skirtein- anna síðar eða fá þau send í pósti. Ennfremur er hægt að fá senda gíróseðla heim. Greiðslukortasamningai’ með mánaðarlegum greiðslum koma einnig til greina. Áskriftartónleikum næsta starfs- árs verður skipt upp í þijár tónleika- raðir, gula, rauða og græna, eins og í fyrra. I gulu tónleikaröðinni verða átta tónleikar þar sem lögð er áhersla á stór hljómsveitarverk og íslenska einleikara og einsöngvara. Tónleika- dagar verða að öllu jöfnu fyrsta fimmtudaginn í hveijum mánuði. í rauðu tónleikaröðinni verða sex tónleikar þar sem áhersla er lögð á mjög þekkta einleikara og einsöngv- ara. Tónleikadagar verða að öllu jöfnu þriðji fimmtudagur hvers mán- aðar. í grænu tónleikaröðinni verða fjór- ir tónleikar þar sem verður lögð áhersla á vinsæla tónlist. Þar má m.a. nefna rússneska tónlist með bassasöngvaranum Aage Haugland, Vínartónleikana sívinsælu, Requiem eftir Verdi og vinsæla klassíska tón- list. Afsláttur til áskrifenda verður 15-25% eftir fjölda keyptra tónleika-( raða og sem dæmi má nefna að sá^ sem kaupir eina röð fær 15% afslátt en sá sem kaupir allar þijár raðirnar fær 25% afslátt sem jafngildir því að fá fjórðu hveija tónleika ókeypis. Að auki fá áskrifendur 10% afslátt af miðum utan áskriftar. Rétt er að minna á að tónleikar á fimmtudögum hefjast kl. 20.00 og hvetur hljómsveitin tónleikagesti tiF að mæta stundvíslega, t.a.m. 10 mínútum áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.