Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 40
 &J* J5> ^ LETTOL r \\--------(s Gæfon fylgi þér í umferðinni SlOVABlgRLMENNAR MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1565 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Kringlan Skoðana- könnun 'um sunnu- dagsopnun Á FUNDI sem rekstraraðilar í Kringlunni héldu í gærdag var rætt um að hafa verslunarmið- stöðina opna á sunnudögum. Ákveðið var að fram færi skoð- anakönnun meðal þessara aðUa um hvort þeir vildu sunnudags- opnun eða ekki og eiga niðurstöð- ur hennar að liggja fyrir í næsta mánuði. Fyrir fundinn var fram- kvæmdastjóra Kringlunnar af- hentur undirskriftalisti með nöfn- * ^in um 300 starfsmanna Kringl- unnar þar sem fyrirhugaðri sunnudagsopnun var mótmælt. Einar Halldórsson, framkvæmda- stjóri Kringlunnar, segir að ekkert verði gert í þessu máli fyrr en vilji rekstraraðila liggi fyrir. Á fundinum var ákveðið að frestur til að skila inn áliti um sunnudagsopnun yrði fram að 3. september nk. Verslunarmannafélag Reykjavík- ur stóð að undirskriftunum til að mótmæla sunnudagsopnun. Meiri- -hluti starfsfólks, eða 300 af 500, skrifaði nafn sitt á þennan lista. ----------» ♦ ♦---- Ólafsvík Tveir tekn- ir með ólög- leg laxanet LÖGREGLAN í Ólafsvík handtók í gærkvöldi tvo menn sem staðnir voru að verki við að leggja ólöglegt laxveiðinet í svokallaðari Krossavík. Ólöglegar netalagnir hafa af og til fundist á þessum stað í sum- ar en þetta er í fyrsta sinn sem menn eru staðnir að verki. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var netið strengt á milli varnargarðs og gamallar hafnar i víkinni. Lögreglunni hafði borist ábending um að mennirnir yrðu á þessum slóðum um kvöld- ið. Fylgdist hún með þeim og handtók síðan og færði til yfir- heyrslu. Síðar um kvöldið var aft- ur búið að leggja net á þessum slóðum. Mikið hefur verið um að lax gangi um víkina í sumar en í grenndinni eru tvær laxeldisstöðv- ar. Afstöðu til beiðni um gjaldþrotaúrskurð Hagvirkis hf. frestað til 7. sept. Norðanátt og kuldatíð Veðurútlitið fyrir helgina er ekki bjart því Veðurstof- an spáir áframhaldandi norðanátt um allt land fram á sunnudag, vindhraða um 6 stig og úrkomu fyrir norðan. Vegna þessa er búist við hálku á heiðarveg- um og snjókomu á fjöllum nyrðra eins og má sjá á myndinni hér frá Akureyri. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er hér um dæmigert norðanáhlaup að ræða með kulda um allt land en búist er við að úrkoman haldi sig við Norðurland og að þar snjói í fjöll. Norðanáttin á að ganga niður síðdegis á sunnudag eða á mánudag. Kjalarnes Bifreið fauk út af veginum HJÓN voru flutt á slysadeild eftir að bifreið þeirra fauk út af þjóð- veginum við sandgryfjuna á Kjal- arnesi um kl. 21.50 í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild Borgarspítala eru hjónin ekki lífshættulega slösuð en meiðsl þeirra voru þó ekki fullrannsökuð. ■^Hjónin voru á leið til Reykjavíkur þegar atburðurinn átti sér stað. Heildarskuldir nema um 1.450 milljónum króna BEIÐNI um gjaldþrotaskipti Fórnarlambsins hf., áður Hag- virkis hf., verður tekin fyrir i héraðsdómi Reykjaness 7. sept- ember næstkomandi. Að sögn Andra Ámasonar lögmanns Blikks og stáls, sem lagði fram gjaldþrotabeiðnina, fór Hagvirki fram á frestun úrskurðarins, sem áður hafði verið munnlegt sam- Aðalfundur Stéttarsambands bænda Harðar ásakanir á stj ór n sambandsins í umræðum HARÐAR ásakanir á hendur stjórn Stéttarsambands bænda um slælega frammistöðu í samningum við ríkið um búvörufram- Jeiðsluna komu fram í máli allmargra fulltrúa á aðalfundi Stétt- arsambandsins í umræðum á fundinum í gærkvöldi. Töldu menn verulega skorta á að forysta Stéttarsambandsins rækti hlutverk sitt sem stjórn hagsmunasamtaka og hún hefði gefið alltof mik- ið eftir í samningum. Það voru ummæli Hauks Hall- dórssonar formanns Stéttarsam- bandsins á fundinum sem vöktu þessi viðbrögð fulltrúanna. Hann sagði m.a. að forystumenn bænda hefðu á sínum tíma gengið lengra en skynsamlegt var í að gera kröf- ur á ríkið án þess að gera jafn- ^iramt kröfur til sín sjálfra. Og að of lengi hafi verið tregðast við að viðurkenna að aðstæður í landbún- aði hefðu breyst. Haukur sagði jafnframt að eng- inn vafí væri á því að það hefði valdið málsstað landbúnaðarins tjóni og skaðað ímynd hans að farið var á ystu nöf með útflutning •búvara eftir að markaðsforsendur voru brostnar og að því hafí verið ýtt til hliðar of lengi að taka tillit til landnýtingar- og gróðurvemd- arsjónarmiða. Það væru m.a. eftir- stöðvar þessarar stefnu sem við væri að etja í dag en allan síðasta áratug hefðu bændur sópað vand- anum undir teppið í stað þess að viðurkenna hann og taka á honum. Vegna þessa væri sú aðlögun sem bændur gengju í gegnum nú mun sársaukafyllri en ella hefði orðið. Haukur sagði að framleiðsla á því kindakjöti sem nú væri mark- aður fyrir væri ekki til skiptana fyrir jafn marga bændur og nú væru handhafar greiðslumarks. Ef ekki yrði hér breyting á blasti við sú hætta að hluti þeirra sem nú stunda sauðfjárrækt sem aðal- atvinnu yrði gjaldþrota og sauð- fjárræktin yrði í mun meira mæli en áður stunduð sem hliðarstarf með annarri vinnu. Haukur sagði að horfur væru á að sala kinda- kjöts dragist saman um allt að 500 tonn á verðlagsárinu sem nú er að ljúka. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra sagði í ræðu á aðalfundi Stéttarsambandsins í gær, að óhjákvæmilegt væri að gera þá kröfu að sláturkostnaður lækki verulega. Sá tími væri liðinn að afurðarstöðvar landbúnaðarins væru látnar standa undir öðrum rekstri sömu fyrirtækjasam- steypu. Halldór sagði einnig at- hyglisverða þá hugmynd að bænd- ur komi upp búvörumarkaði fyrir framleiðslu sína í Reykjavík og e.t.v. víðar á landinu, sem verði leiðandi um verð og gefi vísbend- ingar um hreyfingar í neysluvenj- um. Sjá nánar á miðopnu. komulag um að yrði kveðinn upp 1. september. Heildarskuldir Fórnarlambsins hf. nema um 1.450 milfjónum króna, að sögn Jóhanns Bergþórssonar, stjórn- arformanns fyrirtækisins. Stærstu kröfuhafar eru ríkis- sjóður með yfir 300 milljónir kr., Hagvirki-Klettur hf., Blikk og stál, Islandsbanki og Iðnlána- sjóður en kröfur tveggja síðast- nefndu eru tryggðar með veði í fasteigum og vélum. Að sögn Gunnars Aðalsteinsson- ar héraðsdómara verður beiðni um gjaldþrotaskipti Hagvirkis tekin fýrir 7. september og ef ekki koma fram mótmæli verður hún tekin fyrir til úrskurðar sama dag. Ef héraðsdómur verður við beiðninni verður að svo búnu skipaður skipta- stjóri. Gjaldþrotaskiptin verða í hans höndum eftir það og mun hann lýsa eftir kröfum í búið. Gunnar sagði að ef skuldari Iegði fram tryggingu eða benti á eignir fyrir skuld sinni félli gjaldþrota- beiðnin sjálfkrafa niður. Andri Árnason, lögmaður Blikks og stáls, kvaðst hafa fallist á að beiðnin yrði tekin fyrir 1. septem- ber þar sem það þyrfti að boða gerðarþolann til að mæta og það tæki alltaf 2-3 daga. „Við viljum helst ekki veita neina fresti en ef dómarinn ákveður þennan fyrir- tökudag get ég litlu um það breytt," sagði Andri. Andri lagði fram beiðni um gjald- þrotaskipti Hagvirkis um hádegis- bilið á miðvikudag. Hagvirki hf. breytti nafni sínu í Fórnarlambið hf. eftir að gjaldþrotabeiðnin kom fram, að sögn Andra, en hann sagði að nafnbreytingin skipti engu máli þar sem kennitala fyrirtækjanna væri hin sama. I gær sendi hann áréttingu til héraðsdóms Reykja- ness þar sem óskaði eftir því að við meðferð beiðninnar yrði tekið tillit til nafnbreytingarinnar. Eignir Fómarlambsins eru bók- færðar á um 1 milljarð. Er þar fyrst og fremst um að ræða húseignir og lóðir. Fyrirtækið á m.a. hús- næðið í Skútuhrauni 2 sem hýst hefur skrifstofuhúsnæði Hagvirkis og tengdra fyrirtækja og lóðir í Smárahvammi og á Valhúsahæð. Sjá ennfremur fréttir á bls. 17 og 21. ------»--»■♦ Reykhólar Líklegt að engin ber þroskist Midhúsum. MIKLAR líkur eru á því að berja- spretta bregðist hér fyrir vestan en við Breiðafjörðinn eru mjög góð og fjölbreytt berjalönd. Sumarið hefur verið kalt og því hafa ber ekki náð að þroskast. Nú í þessu norðanáhlaupi sem verið hefur eru fjalltoppar hvítir og á láglendi fer hitinn niður í tvö til þrjú stig um nætur. Kartöfluuppskera verður langt undir meðallagi vegna kuldans og kartöflugrös eru fallin þar sem ræktað er á bersvæði. Á þessu svæði er kartöflurækt þó afar lítil svo að fjárhagstjón verður ekki telj- andi. - Sveinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.