Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 17 Andri Arnason, lögmaður Blikks og stáls Arsreikninga krafist og skýringa á breytingum KRAFIST verður að ársreikningar síðustu rekstrarára Hagvirkis verði lagðir fram og breytingar á þeim skýrðar ef fyrirtækið verður tekið til gjaldþrotaskipta. Andri Ámason, lögmaður Blikks og stáls, sem hefur farið fram á gjaldþrotaskipti Hagvirkis hf., segir það athugunar- efni hvers vegna fyrirtæki sem var í jafnumfangsmiklum rekstri og Hagvirki, er skyndilega komið með aðeins þrjá starfsmenn og greiðir ekki sínar skuldir. Andri sagði að allt fram að síð- ustu áramótum hefðu menn gert sér vonir um að það yrði af Fljótsdals- virkjun og að Hagvirki yrði þáttak- andi í þeim samningi, sem hljóðaði upp á tæpa átta milljarða kr. Þar með hefðu málefni Hagvirkis ekki verið vandamál. „Um áramótin sjá menn að staða Hagvirkis kann að breytast verulega. Við lögðum því fram beiðni um löggeymslu í mars síðastliðnum hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði, en samkvæmt gömlu lögunum um löggeymslu var sett það skilyrði að aðrir aðilar væru að ganga að dómþolanum, þ.e. Hagvirki. Það kom síðan í ljós að aðrir aðilar gengu ekki að Hagvirki á þessu tímabili. Síðan gerðum við kröfu um kyrrsetn- ingu og að beiðni Hagvirkis var henni frestað einu sinni eða tvisvar á með- an þeir reyndu að finna eignir til að benda á. Þá var komið fram yfir fimmtánda júní og ekki gert ráð fyr- ir að mikið af réttargerðum væru í gangi vegna réttarhlés og breytinga á dómskerfinu. Það var því ákveðið að fresta þeirri gerð fram yfir 1. júlí, en síðan á sama tíma rýmka skilyrðin fyrir löggeymslu. Eftir 1. júlí er ekki lengur skilyrði fyrir lög- geymslu að aðrir aðilar gangi að dómþolanum, heldur nægir að það sé einungis einn aðili,“ sagði Andri. Hann benti á að Hagvirki hefði gefið til kynna á sínum tíma að önn- ur félög sem væru stofnuð í kringum rekstur Hagvirkis yrðu dótturfélög þess. Af því hefði sú ályktun verið dregin að Hagvirki ætti eitthvað í þeim félögum. „Síðan hefur það ver- ið dregið í efa greinilega og að með einhveijum hætti hafí fjarað undan Hagvirki. Þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að menn telja sér ekki fært að bíða lengur. Þá má gera ráð fyrir Blikk & Stál Ouppgerð mál við Hagvirki leiddu til erfiðrar stöðu GARÐAR Erlendsson, framkvæmdastjóri Blikks og stáls hf., sem lagt hefur fram gjaldþrotabeiðni á Hagvirki hf., segir að óuppgerðar kröf- ur fyrirtækisins á hendur Hagvirki vegna magnaukningar sem varð í verkþætti í flugstöð Leifs Eiríkssonar, þar sem Blikk & Stál var undir- verktaki Hagvirkis, hafi leitt til erfiðrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Blikk & Stál hafi haft undirverktaka vegna tengingu stjórnbúnaðar á loftræstikerfi í flugstöðinni, Samvirki hf., og hafi uppgjörsmálin leitt til vanskila við það fyrirtæki sem nema milljónum kr. Blikk & Stál var stærsti undirverk- að ræða að fyrirtækið stefni í þrot taki Hagvirkis við byggingu flug- stöðvarinnar og hafði 20% af heildar- samningi þess. Garðar sagði að krafa Blikks og stáls, sem 1987 nam 18,1 milljón kr., væri komin upp í 38,7 milljónir kr. með áföllnum vöxtum og lögfræðikostnaði. Krafan hafi verið tilkomin vegna hreinnar magn- aukningar á verkþætti Blikks og stáls í flugstöðinni. Hagvirki hafi neitað að greiða hana þar sem fyrir- tækið ætti kröfur á ríkið vegna magnaukningarinnar. „Hagvirki taldi sig ekki hafa feng- ið þetta greitt og þyrfti að ýta á rík- ið til að fá greiðslu fyrir. Síðan lenti þetta í málaferlum. Hér er hins veg- ar ekki um að ræða aukaverk eða neitt slíkt. Þetta er hrein magnaukn- ing á ákveðnum verkþætti, sem ekki var gert ráð fyrir í upphaflegum gögnum eða teikningum. Loftræsti- kerfið var ekki hannað nema að ákveðnu marki. Stýrikerfí loftræsti- kerfísins jókst t.a.m. úr tölunni 1 í 2,85,“ sagði Garðar. Garðar sagði að þessi óuppgerðu mál við Hagvirki hefðu haft gífurlega mikil áhrif á starfsemi Blikks og stáls. Hins vegar væri ekki um það því að það séu allt að 6—9 mánuðir þar til Hæstiréttur taki málið til meðferðar. Menn treysta sér ekki til þess að bíða svo !engi,“ sagði Andri. Aðspurður um hvort gjaldþrota- beiðni hefði verið lögð fram á þess- ari stundu vegna tímamarka sem riftun á sölu eigna úr hugsanlegu þrotabúi er sett, sagði Andri að mis- munandi tímafrestir. giltu í hveiju tilfelli. „Það er rétt að það eru ákveð- in tímamörk, en það hefur ekki verið upplýst ennþá hvenær þessir samn- ingar eigi að hafa átt sér stað. Þess- ir frestir eru frá 6 mánuðum allt að 24 mánuðum og yrði það metið í rift- unarmáli. Þannig reynir á slík mál að ef það kemur fram að þrotamaður hefur ráðstafað eign sem hann hefur átt til þriðja aðila án þess að viðun- andi greiðsla fengist fyrir þá myndi búið reyna að rifta þeim gerningi og krefjast bóta í samræmi við það tjón sem menn telja að þrotabúið hafi orðið fyrir. Þá reynir á þessa fresti. Ég vil alls ekki segja að þarna hafi verið staðið ótilhlýðilega að verki. Hins vegar er ljóst að þegar fyrir- tæki, sem hefur verið í þetta um- fangsmiklum rekstri og því verið lýst yfir að félagið hafi verið með mikla veltu, greiðir ekki sínar skuldir, er komið með þijá starfsmenn og lýsir sig eignalaust, þá renna á mann tvær grímur. Auðvitað vissu menn um slæma stöðu Hagvirkis en að fyrir- tækið væri svo illa haldið var mönn- um ekki ljóst. Jafnframt þegar öll starfsemi virðist vera á nöfnum ann- arra félaga og tæki í eigu Hagvirkis- Kletts þá kemur óhjákvæmilega upp sú staða að maður velti þessu fyrir sér,“ sagði Andri. Hann sagði að ef það kæmi til gjaldþrotaskipta yrði gerð sú krafa að ársreikningar félagsins ásamt skýringum fyrir síðustu rekstrarár yrðu lagðir fram og breytingar þar á skýrðar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ólafur Skúlason, biskup íslands, tekur fyrstu skóflustunguna að nýrri kirlqubyggingu á Víghól í Kópavogi. Skóflustunga tekin að kirkju á Víghól Víghólasamtökin reyna að fá byggingu frestað BISKUPINN yfir íslandi, Ólafur Skúlason, tók klukkan 15 í gær fyrstu skóflustunguna að kirkjubyggingu Digranessafnaðar í Kópavogi. Sóknarnefndin hefur ákveðið að hefja byggingu kirkj- unnar þrátt fyrir mikla andstöðu ýmissa safnaðarmanna gegn staðarvalinu. Töluverður hópur fólks var sam- an kominn á Víghólnum í gær þegar biskupinn tók fyrstu skóflu- stunguna að kirkju þar. Meðal við- staddra voru fyrrum biskupar, þeir Sigurbjörn Einarsson og Pétur Sigurgeirsson, ásamt eiginkonum sínum, Magneu Þorkelsdóttur og Sólveigu Ásgeirsdóttur. Athöfnin hófst með því að kirkjukór Kársnes- og Digranes- safnaða söng undir stjórn Stefáns Gíslasonar organista í Kópavogs- kirkju. Þá flutti séra Þorbergur Kristjánsson, prestur Digranes- safnaðar, stutt ávarp og bæn. Þegar Olafur Skúlason biskup hafði tekið fyrstu skóflustunguna bað hann staðnum sem kirkjan verður reist á svo og Digranessöfn- uði blessunar guðs. Athöfninni lauk með söng kirkjukórsins. Viðstaddir athöfnina voru nokkrir meðlimir úr Víghólasam- tökunum, samtökum um náttúru- vernd í Kópavogi, og dreifðu þeir fréttatilkynningu þar sem vinnu- brögð sóknarnefndar í kirkjubygg- ingarmálinu eru átalin. í fréttatil- kynningunni kemur fram að sam- tökin álíta að sóknarnefndinni beri að segja af sér. Aðalsteinn Péturs- son, formaður samtaka gegn kirkjubyggingunni, segir að það komi undarlega fyrir sjónir að at- höfninni í gær skuli ekki hafa ver- ið frestað fram yfir aðalsafnaðar- fund Digranessóknar sem halda á í september. Að sögn Aðalsteins vinnur lögfræðingur samtakanna nú að því að fá framkvæmdum við kirkjubygginguna á Víghól frest- að. Þorbjörg Daníelsdóttir, formað- ur sóknarnefndar Digranessafnað- ar, segir að bæjaryfirvöld í Kópa- vogi leggi á það áherslu að bygg- ingu kirkjunnar á Víghólnum sé hraðað eftir að endanlegt bygging- arleyfi fyrir henni var veitt á föstu- daginn var. Þorbjörg vísar gagn- rýni Víghólasamtakanna algerlega á bug og segir að sóknamefnd hafí á allan hátt farið fram með lögformlegum hætti í kirkjubygg- ingarmálinu. vegna þess. „Þetta hefur skapað okkur veruleg vandamál allan tím- ann. Þetta eru peningar sem við erum búnir að láta út. Við höfðum undir- verktaka sem við höfðum samninga um að við ættum að greiða. Sam- virki átti að fá greitt fimm dögum eftir að við vorum búnir að fá greitt frá Hagvirki. Það sem er óuppgert okkar í milli er afleiðing af þessu.“ Blikk & Stál og Samvirki hafa framleitt saman háspennurofaskápa fyrir Rafmagnsveitu ríkisins og orku- veitumar. Reikningar Blikks og stáls til Samvirkis vegna hinnar sameigin- legu framleiðslu em óuppgerðir vegna þessa máls. Garðar sagði að samskipti fyrirtækjanna væru í hættu vegna uppgjörsmálanna. „Það sjá það allir að í stöðunni eigum við kröfurétt á Samvirki. Þar er um nokkrar milljónir að ræða. Við sjáum út af fyrir sig ekki ástæðu til þess að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar, ef Hagvirki hefur á annað borð ekki neina fjármuni til að tryggja okkur þessa skuld. Við höfum þá trú að Hæstiréttur komist að nákvæmlega sömu niðurstöðu og héraðsdómur,“ sagði Garðar. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í2. FL. B.1985 Hinn 10. september 1992 erfjórtándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl.B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr.14 verður frá og með 10. september n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,-kr. skírteini = kr. 4308,10 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. mars 1992 til 10.september 1992 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 3235 hinn 1. september 1992. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.14 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. september 1992. Reykjavík, 28. ágúst 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS TVEIR DAGAR EFTIR 20-70% afsláttur Opiö laugardaga ffrá kl. 10-14 Dæmi um verö: íþróttagallar 2.490,- Skór 990,- Lækkum ýmsar vörur meira >> hummel £ SPORTBÚÐIN Ármúla 40, sími 813555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.