Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 37 Reykhólar í Reykhólasveit segir Furniss: „Við skulum gera okkur grein fyr- ir því að kynferðisglæpamenn eru engar górillur. Þeir sem beita kyn- ferðisofbeldi eru oft venjulegir menn að öðru leyti, menn sem þurfa hjálp, eru oft mjög örvænt- ingarfullir, vilja láta stöðva gerðir sínar, en eru ófærir um að gera það sjálfir. En það verður að láta þá horfast í augu við staðreyndir og taka ábyrgðina á kynferðisof- | beldinu. Þetta er ekki síður mikil- vægur þáttur í meðferð fórnar- lamba en misnotara. Barn sem er beitt kynferðisofbeldi verður að heyra þann sem framdi verknaðinn segja að hann beri ábyrgð á því sem gerðist. Þetta er í raun ein aðalforsenda þess að hægt sé að hjálpa fómarlambinu og kynferð- isglæpamanninum. Að hann horf- ist í augu við að hans er ábyrgðin og bamið heyri hann taka þá ábyrgð á sig.“ Vandmeðfarnar refsingar Þessi grundvallarþáttur í bata- von þolandans, sem Furniss víkur að og aldrei verður gert of mikið úr, gerir refsiþáttinn einmitt afar vandmeðfarinn. Refsing gerand- ans er auðvitað ekki sama og það að hann taki á sig ábyrgð á verkn- aði sínum andspænis þolanda. Hefðbundin fangelsisvist, án nokkurrar annarrar meðferðar, mun gera hinum brotlega af mörg- um ástæðum nánast ómögulegt að taka á sig þessa ábyrgð. Út í þetta hafa þeir varla hugsað sem krefjast mjög strangra refsinga. Afneitun gerandans (sem og aðstandenda þolandans) á verkn- aði sínum er alþekkt. En hún er flóknari en margir halda og er ekki eintóm forherðing. Gerandi sem afneitar í fyrstu getur stund- um eigi að síður innst inni viljað láta stöðva gerðir sínar eins og Furniss lýsir. Meðferðarfólk, sem er starfí sínu vaxið, getur þá feng- ið hann til þess. En hlutverk dóm- stóla er auðvitað allt annað. Kynferðisbrot gegn börnum er flókið og viðkvæmt fyrirbæri svo vart getur annað eins. Þess vegna er mikilvægt að aðgerðir gegn þeim verði mótaðar af víðsýni og raunsæjum skilningi. Og ávallt skulu hagsmunir þolenda ráða ferðinni. SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON. Höfundur er rithöfundur - og þolandi. Frá Krístjáni Hafliðasyni: AÐEINS örfáar línur að gefnu til- efni. Það er ekki ijúpan, heldur ekki mjaldurinn, sem er mér efst í huga. Það er „flutningur" bæja milli héraða, eða hreppa. Hér á ég við þegar fjölmiðlar, útvarp og dagblöð, staðsetja bæi, eða þorp ranglega. Það er stutt síðan að haft var viðtal við mann í útvarpi, sem á heima á Reykhólum, í Reykhóla- sveit, A-Barð. í þessu viðtali var talað um Reykhóla á Barðaströnd. Allir, sem til þekkja, vita að það eru engir Reykhólar á Barða- strönd. Barðaströndin er í V-Barð. og nær frá Vatnsfjarðarbotni í norðri og að Skor í suðri. Barðastrandar- hreppurinn dregur nafn sitt af umræddri strönd. Milli Barðastrandar og Reyk- hóla liggja 2 hreppar: Múlahrepp-, ur og Gufudalshreppur og eru báðir í Austur-Barð., eins og Reyk- hólahr. Ég hef oft heyrt og séð Reykhóla staðsetta á Barðaströnd, sem er rangt. Þetta er kannski hégómamál, eða hvað. Á ekki að hafa það, sem sannara reynist. Með bestu kveðju, KRISTJÁN HAFLIÐASON frá Hergilsey. FLÍSAR ::í: úÉtt 1 # Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 ae < x 3 Q UL GÓLFDÚKARGOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKAR Góðandaginn! Q u. I ,Us9°'<dí,'COr w®4"” Ekiaran Gólff búnaiur SÍÐUMÚLA 14 • SÍMI (91) 813022 GÓLFDÚKARGÓLFDÚKARGÓLFDÚKARGÓLFDÚKARGÓLFDÚKAR VELVAKANDI TÖSKUSAKNAÐ KVENHANDTÖSKU úr muns- truðu tauefni, með brúnu leðri á jöðrum, var stolið úr bíl á Kringlusvæðinu síðastliðið laug- ardagskvöld. í töskunni voru seðlaveski, lítil budda fyrir smá- peninga og snyrtitaska ásamt persónulegum munum. Hafí ein- hver orðið var við þessa hluti er hann beðinn um að hafa sam- band við lögregluna í Reykjavík. KARLMANNSÚR KARLMANNSÚR, sem tapaðist í Reykjavík, fímmtudaginn fyrir Verzlunarmannahelgi, er ekki enn komið í leitimar. Úrið er gulllitað, með brúnni ól og af gerðinni Leonardo. Líklegast er að það hafí týnst á golfvellinum við Korpúlfsstaði eða við áfeng- isverzlunina Heiðrúnu. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 76001. GLERAUGU GLERAUGU í fölblárri umgjörð týndust hinn 14. ágúst síðastliðinn í Hótel Sögu, sennilega á Mímisbar. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 34535. BANGSI TÝNDUR PÁFAGAUKSBANGSI týndist á eða við Langholtsveg á mið- vikudag. Finnandi er beðinn um að hringja í síma 31649. KATTARHVÖRF MEÐFYLGJANDI mynd er af Kasper, sex mánaða gömlum fressketti, sem hvarf frá heimili sínu við Hring- braut 102 í Reykjavík. Hann er hvítur og grár og var með ljós- bláa ól með glitsteinum. Þeir, sem hafa orðið varir við ferðir hans, eru beðnir um að hringja í síma 13974. GRÁBRÖNDÓTT læða, blönduð angóru, hvarf frá heimili sínu við Efstaland. Hún er fjögurra mánaða og ómerkt. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 683237. ÞRIGGJA til fjögurra mánaða gömul læða fannst á mánudag á Sólvallagötu. Hún er angóru- blönduð eða gul, svört og hvít. Kettlingurinn er greiniléga heimavanur og með fjólublátt band um hálsinn. Eigandi getur hringt í síma 27746 eftir klukk- an fímm síðdegis. LJÓSMYNDIR í ÓSKILUM TVÆR litljósmyndir fundust að morgni síðastliðins mánudags í Ráðhúsi Reykjavíkur. Önnur er af dreng og telpu, þeim Nönnu og Nikulási, fyrir framan minn- ismerki en hin er af fjórum böm- um sitjandi að snæðingi ásamt konu. Eigandi getur vitjað myndanna hjá Velvakanda. LEIÐRÉTTINGAR Nuddfræðingar Rafn Geirdal hefur óskað eftir að eftirfarandi verði birt: „Ég óska eftir leiðréttingu á frétt sem birtist um mig þriðjudaginn 18. ágúst. Þar er vitnað í mig og sagt: „aðspurður sagðist Rafn aldrei hafa fullvissað nemendur sína um að þeir yrðu nuddfræðingar, hvað þá heldur að þeir fengju starfsréttindi á stofu eftir nám sitt.“ Hið rétta er eftirfar- andi: Útskriftarheiti skólans er nuddfræðingur. Með útskrift stað- festir skólinn að viðkomandi nudd- fræðingur hafí rétt til sjálfstæðra starfa og að opna stofu. Þetta er hins vegar eingöngu byggt á fag- legri ákvörðun skólans, en ekki fé- lags eða ráðuneytis." Ingunn ekki Unnur í Morgunblaðinu á miðvikudag um tónleika Ingunnar Óskar Sturlu- dóttur og Þórhildar Björnsdóttur í Hafnarborg undir yfírskriftinni „Frumraun í Hafnarborg" var Ing- unn í þrígang sögð heita Unnur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. 100 70 40 GB Viltu auka þekkingu þína? Öldungadeild Verzlunarskóla íslands býður hagnýtt nám í fjölmörgum greinum, fyrir alla þá sem náð hafa 20 ára aldri. Iimritun á haustönn fer fram dagana 27.-31. ágúst og 1. - 2. sept. kl. 8.00-18.00. I boði verða efitirfarandi námsgreinar: Bókfærsla Saga Danska Stjómun Efha- og eðlisfiræði Stærðffæði Enska Tölvubókhald Farseðlaútgáfa Tölvuffæði Ferðaþjónusta Tölvunotkun Franska Utanríkisviðskipti íslenska Vélritun Mannffæði Verslunarréttur Reksturshagffæði Ritvinnsla Þýska Áfbngum ofangreindra námsgreina er hægt að safha saman og láta mynda eftirtalin prófistig: • Próf af bókhaidsbraut • Próf af ferðamálabraut • Próf af skrifstofubraut • Verslunarpróf • Stúdentspróf Umsóknareyðublöð, námslýsingar og allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS rf, GOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.