Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 5 Ávöxtun viðskiptavíxla á ársgrundvelli L 60 daga víxlar 25,45 24,64 24,48 24,32 90 daga víxlar 100 þúsund króna viðskiptavíxill Vextir eru á bilinu 21,41%—34,85% LÁNSKJÖR á 100 þúsund króna viðskiptavíxli eru á bilinu 21,41%-34,85%, allt eftir því til hversu langs tíma og hvar víxill- inn er tekinn. Á meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á milli bankastofnana á 60 og 90 daga viðskiptavíxlum af þessari upp- hæð. Upplýsingarnar eru fengnar hjá Verslunarráði íslands, og er miðað við að víxlunum sé velt í heilt ár. Kostnaður af viðskiptavíxlunum er tekinn með í reikninginn. Séu þessi kjör borin saman við aðra lánsfjár- möguleika kemur í ljós, að vart er um dýrari fjármögnunarleið að velja. Kostnaður viðskiptamanna ís- landsbanka af viðskiptavíxlum er hæstur, eða 22,46%-34,85%. Bestu kjör á þessum víxlum bjóðast hjá Búnaðarbanka, 21,41%-33,48%, og Sparisjóðum, 21,66%-33,33%. Hvalfjarðargöng Innheímtu virðisauka- skatts verði frestað SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur lagt það til í ríkissljórninni að heimil- aðar verði breytingar á samningi ríkisvaldsins við Spöl hf. um gerð jarðganga undir Hvalfjörð. Leggur hann til að innheimtu virðisauka- skatts af umferðargjaldinu verði frestað í 12-14 ár, á meðan lán vegna framkvæmdanna verði greidd, en eftir þann tíma rynni allt umferðargjaldið í ríkissjóð sem virðisaukaskattur á meðan verið væri að greiða virðisaukaskattsskuldina með vöxtum en áætlað er að það taki um tvö ár. Gylfi Þórðarson, formaður stjórn- ar Spalar hf., sagði að við undirbún- ing að fjármögnun Hvalfjarðar- ganga hefði komið í ljós að erfitt væri að fá lán til nema tíu ára. Það skapaði erfiðleika í greiðsluflæði framan af. Hann sagði að japanski bankinn sem tekið hefði saman skýrslu um málið hefði komist að þeirri niðurstöðu að fjármögnun gæti með góðu móti gengið ef mögulegt yrði að fresta greiðslu virðisaukaskatts af umferðargjöld- unum. Þórhallur Jósepsson, aðstoðar- maður samgönguráðherra, sagði að Halldór Blöndal samgönguráðherra hefði lagt til við ríkisstjórnina að þessi leið yrði farin. Það skapaði möguleika á að búið yrði að greiða kostnað við framkvæmdirnar upp á skemmri tíma en áætlað hafði verið og að ríkið eignaðist mannvirkið eftir um það bil 14 ár í stað 20-25 ára samkvæmt núgildandi samningi aðila. Þórhallur sagði að tillaga ráð- herra væri til athugunar í fjármála- ráðuneytinu og vonast væri eftir niðurstöðu fljótlega. Stefnt hefur verið að því að vinna við gerð Hvalfjarðarganga hefjist á næsta ári og ljúki 1996. Fyrstu sex mánuðir ársins Vöruskiptajöfnuður hag- stæður um 1,3 milljarða FYRSTU sex mánuði þessa árs var vöruskiptajöfnuður við út- lönd hagstæður um 1,3 milljarða Borg í Miklaholtshreppi Þreytandi heyskapartíð Borg. __ ALLVHÖSS norðanátt hefur ver- ið hér undanfarna daga en lítil úrkoma. Bændur hafa því lítið getað sinnt heyskap. Háaspretta er í lakara lagi þótt borið hafi verið á á milli slátta. Víðast hvar er heyskap að ljúka. Heldur er nú kuldalegt að líta til fjalla þar sem tindar eru gráir af snjó. . páll króna, en var í jafnvægi á sama tíma í fyrra. Vöruskipti voru óhagstæð um 200 miHjónir í júní. Raunverðmæti útflutnings á þessum tíma var 7% minna en á sama tíma í fyrra, en verðmæti innflutnings minnkaði um 10% á móti. Verðmæti útfluttra sjávarafurða var 8% minni fyrri hluta þessa árs en þess síðasta, en útflutt kísiljárn jók verðmæti sitt um 39% miðað við fast gengi. Álútflutningur stóð hins vegar nokkurn veginn í stað hvað verðmæti varðar. Það var helst minni innflutningur til stóriðju, sem og á skipum og flugvélum og til Landsvirkjunar sem leiddi til hagstæðs vöruskipta- jöfnuðar. Annar innflutningur, sem var 81% af heildarinnflutningi fyrstu sex mánuðina, reyndist hins vegar hafa minnkað um 7%. W 1 n nnl W fato lií> J Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.