Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 Deílt um skoðanakönnun í stj órnarskrárumræðu STJÓRNARANDSTÆÐINGAR ásökuðu Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðhérra um að hafa haldið ieyndum niðurstöðum skoðana- könnunar um viðhorf landsmanna til aðildar að Evrópska efnahags- svæðinu. Jón Sigurðsson starfandi utanríkisráðherra vísar þessu á bug. Þessi könnun verði gerð opinber og leyndin hafi ekki verið meiri en svo að Jón Baldvin hafi vitnað til hennar í sinni framsögu- ræðu fyrir frumvarpinu um EES-samningnum fyrir viku. ^ Fyrstu umræðu um frumvarp stjórnarandstæðinga um breytingu á 21. grein stjórnarskrárinnar var framhaldið kl. 10.30 í gær. Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) var fyrstur á mælendaskrá. Ræðumað- ur minnti á að stjórnarandstæðing- ar hefðu í vor gert að tillögu sinni að Alþingi fæn þess á leit við Laga- deild Háskóla íslands, Lögmannafé- lag íslands og Dómarafélag íslands að þessir aðilar tilnefndu 6 óháða menn í nefnd til að meta stjórn- skipulega stöðu samningsins um EES gagnvart stjórnarskránni. Ræðumaður sagði að þeir stjórnar- andstæðingar sem hvað ákafastir hefðu verið í sinni andstöðu við EES, t.d. Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al) hefðu verið reiðubúnir að taka áhættuna af því að fá álit óháðra aðila. En Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefði ekki haft til þess pólitískan kjark eða skynsemi. Hann hefði kosið að velja sjálfur í dóminn. Ólaf- ur Ragnar taldi nefnd þá sem utan- ríkisráðherra skipaði ekki mark- tæka: „fjórmenninga utanríkisráð- herra“. Olafur sagði að þetta mál væri í allt annarri stöðu ef utanrík- -tsráðherra hefði haft kjark til að fara þá leið sem stjórnarandstæð- ingar hefðu lagt til í vor. En þessi ríkisstjórn vildi ekki álit óháðra aðila, ekki heldur álit þjóðarinnar í þjóðaratkvæði, né heldur þola sjálf- stæða menn í utanríkismálanefnd- inni. Ræðumaður taldi petta til vitn- is um vantrú ríkisstjórnarinnar, annað hvort á eigin mátt eða mál- staðinn. Ræðumaður minnti á að þing- menn hefðu barist hart gegn eflingu framkvæmdavaldsins á kostnað löggjafarvaldsins. Með samningn- um um EES væri embættismönn- um, ráðuneytum og alþjóðlegum stofnunum fært meira vald en þess- ir hefðu áður haft í íslenskri stjóm- skipan. Þetta yrði að athuga og þá sérstaklega þegar umræður um fylgifrumvörpin hæfust. Leynikönnun? Ólafur Ragnar minnti á það að utanríkisráðherra hefði gert að umtalsefni að skoðanakannanir sýndu að fylgi þjóðarinnar væri ekki mikið við EES og hefði kennt ónógri kynningu um. Olafur Ragnar kvaðst hafa heyrt að utanríkisráð- herra hefði látið gera skoðanakönn- un um afstöðu þjóðarinnar til EES. Og niðurstöðumar væm slíkar að með þær væri farið sem algjört hemaðarleyndarmál í utanríkis- ''"'áðuneytinu. Hann spurði Jón Sig- ursson, sem gegnir embætti utan- ríkisráðherra í fjarveru Jóns Bald- vins Hannibalssonar, hvort þetta væri rétt? Hvort slík könnun hefði verið gerð. Ólafur Ragnar krafðist þess að niðurstöður þessarar skoð- anakönnunar yrðu lagðar á borð þingrnanna. Það bæri að gera þess- ar niðurstöður opinberar. Hér væri um að ræða opinber gögn sem hefði verið borgað fyrir af almannafé. Við ræðulok ítrekaði Ólafur Ragnar Grímsson að tilgangur '•ttjómarandstæðinga með flutningi þeirrar tillögu sem hér væri til umræðu væri að tryggja að stjórn- arskráin héldi sínum sessi sem grundvallarskjal en stjórnarand- staðan væri reiðubúin til viðræðna við ríkisstjórnina ef hún vildi hafa einhvem annan hátt á þessu máli. Hann bað menn einnig um að hug- 'Teiða í þessu samhengi að stjórnar- andstæðingar hefðu einnig lagt fram tillögu um þjóðaratkvæði. Vildu þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkanna ekki hugleiða, hvað sem ágreiningi um stjórnar- skrána og um efnisatriði EES- samningsins liði, að láta þann dóm- ara sem væri þingmönnum æðri; sjálfa þjóðina, segja sitt álit. Láta þjóðina dæma í almennri atkvæða- greiðslu í nóvember eða desember. Ef þjóðin segði já þá myndi þingið að sjálfsögðu beygja sig undir það. Ef þjóðin segði nei, þá myndu þeir líka auðvitað hlíta því. Eftir ræðu Ólafs Ragnars Gríms- sonar urðu nokkur orðaskipti í formi andsvara. Var það áframhald á deilu um tilvitnun forsætisráðherra í fundargerð fyrri ríkisstjómar varðandi umræðu um skýrslu utan- ríkisráðherra í tíð fyrri ríkisstjórnar um stöðu EES-viðræðna. Ölafur Ragnar ítrekaði ásakanir sínar um fölsun og mistúlkanir. Davíð Odds- son gekkst við því að sér hefði orð- ið á ónákvæmni í tímasetningu, sökum þess að handritið á skýrslu þessari hefði verið merkt í febrúar 1991 en ekki komið fram til prent- unar og dreifingar fyrr en í mars. Ólafur Ragnar benti á að umrædd- ur ríkisstjórnarfundur hefði verið haldinn 5. mars og þá hefði skýrsl- an verið „til kynningar“ hann lagði áhersu á ekki hefði verið tekin efn- isleg afstaða enda hefði það alls ekki verið ætlun Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra. Tómas Ingi Olrich (S-Ne) sagði að það hefði ekki átt að vefjast fyrir einstökum ráðherrum að taka afstöðu til upplýsandi skýrslu utan- ríkisráðherra. Honum fannst það athyglisvert að Ólafi Ragnari og öðmm ráðherrum fyrri ríkisstjórnar hefði þótt sætt í ríkisstjórninni, fyrst svo mikill ágreiningur hefði verið, eins og þeir vildu nú vera láta. Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) vildi svara spurningu sem Davíð Oddson hafði látið falla í sinni ræðu deginum áður. Forsætisráðherrann hafði undrast að Samtökin um kvennalista skyldu standa að frum- varpi til að létta af stjórnskipuleg- um áhyggjum sem stæðu í vegi fyrir því að framsóknarmenn gætu samþykkt samninginn um EES. Kristín sagði að Kvennalistakonum væri fyrirmunað að samþykkja mál sem bryti stjórnarskrána, og væri það óháð efnislegri afstöðu til máls- ins sjálfs. I sinni ræðu ítrekaði hún í nokkru máli það fullveldisframsal sem hún og aðrar kvennalistakonur telja bersýnilegt í EES- samning- um. Kristín lýsti sig ósammála þeim skilningi sem henni fannst koma fram í ræðu Ólafs Ragnar Gríms- sonar um að ekki þyrfti stjómar- skrárbreytingu ef samningurinn um EES hlyti samþykki landsmanna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Davíð Oddsson forsætisráðherra undrað- ist þó enn að Kristín Einarsdóttir gæti staðið að þessu frumvarpi því það gerði ráð fyrir að 3/4 hluti Alþingis gæti afsalað fullvirðisrétti sbr. tillögutextann: „Forseti lýð- veldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samn- inga gert ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða á hvers konar fullveldisrétti í íslenskri lög- sögu, framsal einhvers hluta ríkis- valds til fjölþjóðlegrar stofnunar eða samtaka eða ef þeir horfa að öðru leyti til breytinga á stjórnar- högum ríkisins nema samþykki Al- þingis komi til. Slíkt þingmál telst því aðeins samþykkt að þrír fjórðu alþingismanna greiði því atkvæði.“ Þetta væri afskaplega afgerandi. Kristín var ósammála túlkun for- sætisráðherra en sagði forsætisráð- herra hins vegar ætla að framselja fullveldisrétt með einföldum meiri- hluta með þvílíku fullveldisafsali sem fælist í EES- samningunum. Sérstakur næmleikí Tómas Ingi Olrich (S-Rv) sagði áhuga manna á stjórnarskrárþætti EES-málsins vera eðlilegan og sjálfsagðan. Hins vegar mátti ráða að Tómasi Inga þætti áhugi sumra stjórnarandstæðinga nokkuð seint fram kominn, en undanskildi þó Hjörleif Guttormsson (Ab-Al). En honum þótti meint sinnuleysi þeirra sem sátu í fyrri ríkisstjóm í mót- sögn við gagnrýni þeirra nú. „Þeir þurfa að sýna fram á samhengi í athöfnum og orðum, ef þeir ætlast til þess að verða marktækir kallað- ir í umræðunni um hugsanlega meinbugi á samþykkt samningsins að því er stjórnarskrá lýðveldisins varðar. Ræðumaður taldi að Stein- grímur Hermannsson hefði í þess- ari umræðu sýnt „sérstakan næm- leika og áhuga á stjórnarskrárþætti málsins" en hins vegar þótti Tóm- asi Inga eitthvað hafa skort á ár- vekni og næmi hjá Steingrími í hans ráðherratíð. Áhyggjur af stjórnarskrárþættinum hefðu verið fram komnar svo snemma sem árið 1990. I febrúar hefði Steingrímur. ninnci Hermannsson skrifað grein í dag- blaðið Tímann til að róa Hjörleif Guttormsson með fyrirsögninni, „Evrópskt efnahagssvæði, ótti á misskilningi byggður." Ekki væri heldur að merkja að margnefnd skýrsla utanríkisráðherra hefði orð- ið tilefni efasemda samráðherra Jóns Baldvins Hannibalssonar. For- sætisráðherra í þeirri ríkisstjórn var þó, „enginn sérdeilis óframfærinn að náttúru, ellegar ófús til að ganga á vit fjölmiðla ef til þess stóðu efni, jafnvel minni efni en hér var um vélað.“ Steingrímur Hermannsson (F-Rn) fyrrum forsætisráðherra og Olafur Ragnar Grímsson fyrrum fjármálaráðherra veittu andsvör. Ólafur Ragnar sagði Tómas Inga Olrich ekki fara rétt með staðreynd- ir í sinni „fortíðarræðu". Og rifjaði upp að utanríkisráðherrann hefði ekki fengið umboð frá ríkisstjórn- inni til að ganga frá EES-samn- ingnum á þeim grundvelli sem hann hefði farið fram á. Tómas benti hins vegar á að Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag hefðu verið til þess búin að starfa með Alþýðu- flokki áfram í ríkisstjóm eftir kosn- ingar og yrði að ætla að ágreining- ur um slíkt grundvallarmál væri óþolandi í stjómarsamstarfí. Stein- grímur Hermannsson sagði að það kæmi fram í skýrslu utanríkisráð- herrans að þessi mál hefðu öll verið í mótun. Sérfræðingar forsætis- ráðuneytis og væntanlega utanrík- isráðuneytis hefðu haft auga á stjórnarskrárþættinum en málin hefðu ekki verið það Iangt komin að unnt hefði verið að leggja þau til mats sérfræðinga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rn) deildi í sinni ræðu sérstak- lega á Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra fyrir andstöðu sína við stjórnarskrárbreytingar, Jón Sigurðsson m.a. með tilvísan til óróa og óvissu í efnahags- og fjármálum. Ræðu- maður sagðist ekki neita því að efnahagsástandið væri erfitt en það væri ekki það neyðarástand að rétt- lætti að bijóta stjórnarskrána og fótum troða lýðræðið. Niðurlægjandi færibandavinna þingmanna Svavar Gestsson (Ab- Rv) sagði EES-málið vera stærsta mál á Al- þingi síðan lýðveldið var stofnað. Við værum að taka ákvarðanir um skipan íslensks þjóðfélags, næstu áratugina, inn í framtiðina. Það væri óhjákvæmileg skylda hvers alþingismanns að virða sitt dreng- skaparheit, fara eftir samvisku sinni, taka sjálfstæða afstöðu. Svavar dró enga dul á það að þau væru mörg matsatriðin í EES- samningnum en það sem hefði haft úrslitaáhrif um sína afstöðu hefði verið að með aðild að EES værum við að afsala okkur valdi til sam- taka sem við værum ekki í. EES væri aukaaðild að EB. Við yrðum áheyrnarfulltrúar með tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. Svavar sagði að þeir blaðamenn erlendir sem mest hefðu skrifað um EES, ættu erfitt með að skilja hvernig aðildar- ríki að EES utan EB, gætu þolað þá niðurlægjandi stöðu að verða að hlíta reglum EB en hafa ekki áhrif á þessar reglur. Alþingismenn yrðu framvegis að afgreiða á sjálfvirku færibandi árlega 40-60 lög frá EB. Lög sem þeir gætu engu um breytt nema þá að segja sig úr samtökun- um. Svavar Gestsson óttaðist að með inngöngu í EES væri verið að ýta undir það sjónarmið að ganga ætti inn í EB til að hafa áhrif á setn- ingu EB-reglna. Jafnvel þótt það væri ekki nema af nafninu til. Páll Pétursson (F-Nv) var þeirrar skoðunar að áhugi á inngöngu í EB væri þegar nokkuð útbreyddur í stjómarliði. Áhugi Karls Steinars Guðnasonar (A-Rn) væri þegar staðfestur og hugleiðingar í skýrlu utanríkisráðherra í maímánuði væru aðvörun. Ýmis orð og gjörðir viðskiptaráðherrans væru aðvörun. Og skrif Bjöms Bjarnasonar í Morgunblaðinu einnig. Björn Bjarnason (S-Rv) sagðist hvergi hafa lýst yfir sérstökum áhuga á inngöngu í EB. Hann hefði hins vegar talað um nauðsyn þess að kostir og gallar þess að standa utan við yrðu kannaðir. Björn Bjamason sagði að þótt Páll Péturs- son vitnaði með réttum hætti í sín skrif, þá væri hinu sama ekki að heilsa um tilvitnanir sem Ólafur Ragnar Grímsson gerði. Sá hefði slitið þær úr samhengi og rang- fært. Björn Bjarnason kvaðst standa við allt það sem hann hefði skrifað. Ólafur Ragnar Grímsson vísaði því á bug að hann hefði far- ið rangt með tilvitnanir í Morgun- blaðsgreinar Björns Bjarnasonar, að vísu mætti að nokkru leyti finna orðum hans stað vegna þess hann hefði sleppt því að lesa: „(Utan ís- lands?)“ í tilvitnaðri málsgrein. En það breytti engu um efnislega full- yrðingu Björns í greininni: „Þeir sem hafa kynnt sér umræðurnar um EES og þær vonir sem bundnar eru við samningaviðræður EFTA og EB í ríkisstjórnum EFTA-land- anna (utan íslands?) vita, að þar líta menn á EES sem fyrsta og annað skrefið inn í Evrópubanda- lagið." Upplýsingaefni eða heilaþvottur? Jón Sigurðsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra sagði ýmsar spurn- ingar vakna þegar hreyft væri við breytingum á stjórnarskrá. T.d. væri íhugandi í sambandi við víð- tæka beitingu á þjóðaratkvæði, að 1. grein stjórnarskrárinnar kvæði á um að ísland væri lýðveldi með þingbundinni stjórn. Jón Sigurðss’on vildi svara ásök- unum Ólafs Ragnars Grímssonar um að utanríkisráðuneytið lægi á gögnum um afstöðu almennings til EES. Ræðumaður sagði það hefði verið framkvæmd í júlímánuði skoð- anakönnun fyrir utanríkisráðuneyt- ið af fyrirtækinu IM-Gallup, í þeim tilgangi að kanna hvað fólk teldi sig vita um EES og hvað það teldi sig skorta upplýsingar um. Þessi könnun hefði fyrst og fremst verið ætluð sem starfstæki fyrir ráðu- neytið til að útbúa sem bestar upp- lýsingar fyrir almenning. Þessari könnun hefði lokið um miðjan þenn- an mánuð. Niðurstöður úr henni hefðu síðan verið notaðar til að fara yfir þau kynningargögn sem hingað til hefðu verið notuð, og einnig til þess að undirbúa nýtt efni. Að sjálfsögðu hefði það alltaf verið ætlun ráðuneytisins að þessi könnun yrði gerð opinber þegar vinnu við hana væri lokið. Staðhæf- ingar um „leynimakk eða leyniþjón- ustu“ væru með öllu tilhæfulausar. Ráðherra gaf síðan þingheimi yfirlit yfir helstu niðurstöður þess- arar könnunar. Þar kom m.a. fram að könnunin náði til liðlega 1200 manna á aldrinum 15-69 ára og liðlega 70% svöruð spurningunum. 41,4% treystu sér ekki til að taka afstöðu til þátttökunnar í EES, 26,9% voru fylgjandi en 31,7% voru andvígir. Ráðherra tók fram að nánari skýrsla fyrirtækisins yrði kynnt utanríkismálanefnd alveg á næstunni. Svavar Gestsson sagði utanrík- isráðuneytið hefði verið knúið til þess nú að birta þessa könnun. Og niðurstaðan væri sú að yfirgnæf- andi meirihluti þeirra sem afstöðu hefðu tekið væri á móti aðlild að EES. Markmið þessarar könnunar hefði verið að afla efnis til að nota við hönnun kynningarefnis utanrík- isráðuneytisins, m.ö.o. heilaþvotta- aðferð sem utanríkisráðuneytið ætl- aði að beita sér fyrir. Nú hefði ráðu- neytið verið afhjúpað. Jón Sigurðs- son mótmælti því að það lægi fyrir að yfirgnæfandi meirihluti þjóðar- innar væri andvígur EES. Hins veg- ar lægi fyrir að fólk væri óráðið í afstöðu sinni til málsins. Ráðherr- ann vísaði því harðlega á bug að ráðuneytið hefði verið afhjúpað með einhverjum hætti. Það lægi ljóst fyrir að könnunin yrði birt. Og hann benti á að utanríkisráðherrann hefði vitnað til hennar í sinni framsögu- ræðu fyrir EES- frumvarpinu fyrir viku. Svavar Gestsson, Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra og Páll Péturs- son og Ólafur Ragnar Grímsson skiptust á orðaskeytum nokkra stund og bað Salome Þorkelsdóttir forseti Alþingis þingmenn í eitt skipti um að huga að orðavali. Ölafur Ragnar Grímsson taldi nauðsynlegt að Jón Baldvin Hannibalsson yrði viðstaddur fram- hald þessarar umræðu til að svara spurningu um þessa skoðanakönn- unar og fór fram á að þessari um- ræðu yrði frestað. Varð við því orð- ið og nokkru eftir miðaftan sleit Salome Þorkelsdóttir forseti Al- þingis fundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.