Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 29 handavinnukennaraprófí frá Kennaraskóla íslands 1953. Næst lá leið hans til Vestmannaeyja til vinnu og náms. Hann lauk námi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Vestmannaeyjum, 1955, en 1963 öðlaðist hann meistararéttindi í þeirri grein. Upp frá því stóð hann fyrir byggingu margra stórhýsa víða um land. Má þar nefna skóla- hús að Reykjum í Hrútafírði og að Reykhólum. Samhliða náminu í húsasmíði kenndi Ingimundur við gagnfræðaskóla Vestmannaeyja. Frá árinu 1958 kenndi hann við Héraðsskólann í Reykjanesi við ísafjarðardjúp, en skólastarf var Ingimundi löngum hugleikið og hæfni hans til að umgangast ungl- inga rómuð. Þó svo Ingimundur stundaði nám og störf víða átti hann þó löngum lögheimili í Bæ. Hann gerðist bóndi í Bæ og reisti sér nýbýlið Hábæ. Eins og við er að búast búnaðist Ingimundi vel í nábýli við frændur sína, en auk 'búskapar stundaði hann smíðar. Eins og áður er vikið að var Ingi- mundur kominn af hreppstjóraætt. Því lá beint við að hann tæki við hreppstjórastarfí í sveitinni. Þá gegndi hann flölda trúnaðarstarfa, meðal þeirra var hann umboðs- maður skattstjóra í Reykhólasveit. Kona Ingimundar er Sjöfn K. Smith, dóttir Sverris Smith, loft- skeytamanns sem lengi starfaði hjá Ríkisskipum. Þau gengu í hjónaband 25. júlí 1959. Um brúð- kaup tvíburabræðranna Ingi- mundar og Hákonar var skrifaði í Tímann og til myndarbrags og höfðingsskaparins tekið. Börn þeirra hjóna eru fjögur, Magnús, Laufey, Sverrir og Hjördís. Barna- bömin em sex, það yngsta, sonur Sverris fæddist 13. ágúst sl. eða rúmri viku fyrir andlát afa síns. Sá drengur var skírður Ingimund- ur í höfuð afa síns, en eins og Ingimundur sagði skömmu áður en hann dó: „Þeir eru búnir að endurnýja mig hérna“. Snemma árs 1984 réðst Ingi- mundur til starfa hjá fjármála- ráðuneytinu, nánar tiltekið Fast- eignum ríkissjóð. Á þeim átta árum sem frá em liðin hefur hann, að öðrum ólöstuðum, átt meiri þátt í því að færa umsjón með fjöl- mörgum húseignum ríkisins til betri vegar. í umsjá stofnunarinn- ar eru nú milli 100-200 húseignir um allt land og lætur nærri að þörf er á árvekni til þess að halda eignum við og forða því að tönn tímans setji ótímabært mark á þær. Það er ekki ofsögum sagt, að Ingimundur lagði metnað í smekkvísi og hagsýni þegar hús voru endurbætt. Hann lagði sig einnig ávallt fram um að eiga góða samvinnu við húsráðendur enda skildi hann þýðingu þess fyr- ir það starf sem hann rækti með svo miklum ágætum. Það var einkennandi fyrir Ingi- mund að hann vandi ekki komur sínar í fjármálaráðuneytið að ástæðulausu. Hann leysti jafnan verkefni sín á eigin spýtur í góðri samvinnu við samverkamenn í stjórn Fasteigna ríkissjóð eða ráðuneytinu. Það var því af ann- arri ástæðu sem þorri starfsmanna fjármálaráðuneytisins kynntist Ingimundi svo vel sem raun varð á. í nokkur ár hafa starfsmenn tekið sig saman og plantað trjám í gróðurreit austur í sveitum. Það skipulagði Ingimundur öðrum fremur og undirbjó. í þessum ferð- um hafa jafnt fullorðnir sem börn tekið þátt og notið forystu hans og vináttu. Það er því skarð fyrir skildi þegar fjármálaráðuneytið sér á bak svo ágætum starfs- manni sem Ingimundur var, sem og starfsmenn félaga sínum. Handarverkin munu þó halda minningu hans á lofti um ókomin ár. Um miðjan júní sl. sáust þess engin merki að Ingimundur gengi ekki heill til skógar. Þá komu starfsmenn ráðuneytisins og Fast- eigna ríkissjóðs saman til gróður- setningar. Nokkru síðar fékk hann staðfestingu þess að hann væri haldinn illkynja sjúkdómi sem erf- itt kynni að reynast að ráða við. Þessum tíðindum tók hann af æðruleysi og ræddi veikindi sín eins og hvern annan hlut sem að höndum bæri og menn fengju ekki við ráðið. Eins og hann sagði, þá ráða forlögin því, en ekki ég eða þú, hvað að höndum ber. Til hinstu stundar hélt hann þeim einstaka eiginleika að tala um alvörumál, starfið eða gamanmálefni af sömu yfírvegun og ætíð. Það var hans háttur að telja mönnum kjark fremur en draga úr. Ég votta eftirlifandi eiginkonu, börnum, barnabömum og öðrum ættingjum dýpstu samúð fyrir hönd samverkamanna Ingimundar í fjármálaráðuneytinu og við minn- umst hans sem góðs drengs og félaga. Magnús Pétursson. Það er með miklum söknuði og trega, sem ég sest niður og skrifa þessar línur sem hinstu kveðju mína til frænda míns, vinar og lífstíðarleiðbeinanda, Munda frænda, eins og ég ávallt kallaði hann. Ég átti því láni að fagna sem ungur föðurlaus hnokki að fá að halla höfði mínu að traustu brjósti þessa elskulega frænda míns. Þau bönd, sem þá bundust með okkur, hafa aldrei brostið frá þeirri stund. Á þeim níu sumrum, sem ég naut þess að dveljast hjá afa mín- um, Magnúsi Ingimundar.yni frá Bæ í Króksfírði, var Munf ’ ævin- lega ímynd hins duglega kraft- mikla frænda, sem allan /anda leysti. Hann var hamhleypa til vinnu og óvæginn sjálfum sér að leggja á sig langan vinnudag, sem verkin kölluðu á hveiju sinni. Minning Fæddur 18. nóvember 1907 Dáinn 21. ágúst 1992 Hinn 21. ágúst sl. lést Adolf Hallgrímsson loftskeytamaður, á 85. aldursári. Adolf var fæddur 18. nóvember 1907 á Vatneyri á Patreksfírði. Foreldrar hans voru hjónin Hall- dóra Guðbrandsdóttir, f. 27. sept- ember 1878 á Sjöundá í Rauða- sandshreppi, V.-Barð., d. 7. október 1937 á Patreksfirði, og Hallgrímur Guðmundsson járnsmiður, f. 8. ágúst 1881 á Bóli í Biskupstungum, d. 14. október 1973. Adolf ólst upp í föður- og móður- húsum á Patreksfirði. Hann tók loftskeytamannspróf árið 1927 og 1928 réðst hann á togarann Leikni á Patreksfirði. Við heimkomu úr ísfiskssiglingu til.Bretlands í janúar 1931 strandaði Leiknir við Kúða- fljót. Allir skipveijarnir björguðust og mátti þakka það karlmennsku og samviskusemi loftskeytamanns- ins er náði sambandi við Loft- skeytastöðina í Reykjavík sem síðar náði sambandi við björgunarsveitir á Suðurlandi, sem hjálpuðu áhöfn- inni til lands og að komast í skjól og aðhlynningu á næstu bæjum. Adolf komst þó ekki heill frá þess- ari raun og bar þess merki upp frá því. í stórfelldu brimi barðist skipið harkalega niður í fjöruborðinu. Adolf var við loftskeytatækin með- an möguleikar leyfðu, en tognaði illa í hægri axlarlið sem ekki tókst að betrumbæta. Adolf missti því mátt að miklu leyti í þeirri hönd og handlegg. Þrátt fyrir þetta áfall réð hann sig ódeigur á bv. Gylfa er fyrirtækið Ó. Johannesson á Patreksfirði fékk í stað Leiknis og starfaði þar svo til sleitulaust til ársins 1962 er hann flutti til Reykjavíkur og réð sig til af- greiðslustarfa hjá byggingarvöru- verslun J. Þorláksson og Norðmann Þegar hann kvæntist sinni elskulegu eiginkonu, Sjöfn Smith, átti ég síðan því láni að fagna að eiga með þeim átta sumur á þeirra bráðmyndarlega heimili eftir að þau hófu búskap. Margt verkið var unnið og mörg málin rædd og ávallt lagði hann metnað sinn í að dugnaður, heil- indi og réttmæti væru í hávegum höfð. Handleiðsla hans var ein- staklega uppbyggjandi og leiðandi. Hann hafði lag á að skilja mann alltaf eftir hugsandi og metandi þau mál, sem voru uppi á pallborð- inu á hveijum tíma. Þróa þau og þroska í eigin bijósti og komast að sjálfstæðri niðurstöðu. Ávallt hefur frændi minn verið mér ná- kominn og hugleikinn. Hann hafði sterkan persónuleika, sem var ein- staklega gefandi til eftirbreytni, hlaðinn festu, tryggð og trausti. Hann sleppti aldrei af mér sinni styrku hendi. í bland við hans yfir- vegaða yfirbragð var ávallt stutt yfír í góðlátlega glettni og jafnvel snefil af stríðni, sem gerði sam- skiptin og samveruna með honum ævinlega svo skemmtilega. Mundi sinnti ávallt öllum þeim málum, sem honum hafa verið falin, af kostgæfni. Bæði fyrr og síðar. Orðspor hans sem bónda, kennara og hreppstjóra, svo eitt- hvað sé nefnt, talar sínu máli. Hann hafði mannkosti, sem eftir- sóknarvert er fýrir hvem mann að ná að líkjast. Ég kveð þennan góða vin með miklum söknuði. Elsku Sjöfn, Maggi, Laufey, Sverrir og Hjördís. Guð gefí ykkur handleiðslu og styrk í sorg ykkar. Það er stór hópur frændsystkina og vina, sem myndar þann kær- leikshring, sem er með ykkur á þessari örlagastund. Magnús G. Friðgeirsson. og starfaði þar til ársins 1983 en réðst þá sem skrifstofumaður hjá Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar og vann þar tvö síðustu starfsár sín. Árið 1933 kvæntist Adolf Helgu Guðmundsdóttur, f. 13. september 1908 á Vatneyri, Patreksfírði. Hún er dóttir Önnu Helgadóttur, f. árið 1876 í Hólshúsum á Bíldudal, en var ættuð úr Austur-Barða- strandarsýslu, og Guðmundar Þórðarsonar útvegsbónda á Pat- reksfírði, f. árið 1876 á Stakka- nesi, ísafirði, en átti ættir að rekja í Rauðasandshrepp. Börn Adolfs og Helgu eru Hilmar Kristinn, sölu- maður í Reykjavík, f. 1935, Hall- dór, f. 22. júlí 1937, d. 17. apríl 1940, Gylfi, skrifstofumaður, f. 1940, Hildigunnur, f. 1945, hús- freyja, og Anna Halldóra, f. 1937, en dó strax eftir fæðingu. Systkini Adolfs eru: Jónas, vél- virki, Helgi, húsgagnaarkitekt og kennari, Magnús er lést ungur, Guðmundur, sjómaður, látinn, Rik- harður, dó um tvítugt, Margrét, húsfreyja, og Kristbjörg, húsfreyja í Bandaríkjunum. Hallgrímur, faðir Adolfs, kom til Patreksfjarðar árið 1905 til að járn- binda turn og kirkjuskip á myndar- legri kirkju sem var þá í smíðum. Hallgrímur hafði lært járnsmíði í Reykjavík og kunni til allra verka í þeirri grein og var því aufúsu gestur til byggðar, sem þá var að rísa af grunni. Eftir að smíði kirkj- unnar lauk réð hann sig sem meist- ara og yfirmann í járnsmiðju er Ólafur Jóhannesson, útgerðar- og kaupmaður, lét reisa á Patreks- firði. Hallgrímur stjórnaði henni með skörungsskap og atorkusemi í fimmtán ár, en reisti þá eigin smiðju í þorpinu og rak það fyrir- tæki til ársins 1941 er hann flutti til Reykjavíkur. Hallgrímur tók mikinn þátt í Samstarfsmaður minn og vinur, Ingimundur Magnússon, frá Bæ, Reykhólahreppi, er fallinn frá, fyrr en nokkurn óraði fyrir. Kynni okkar hófust stuttu eftir að hann tók við starfi, sem for- stöðumaður Fasteigna ríkissjóðs, þá er hann falaðist eftir tækni- íegri þjónustu hjá embætti Húsa- meistara ríkisins og réðust mál þannig að í minn hlut kom að vera megin-tengiliður hans við Húsameistaraembættið. Ingimundur var mikill mann- kosta- og drengskaparmaður. Hann lagði ríka áherslu á að fylgja hveiju máli í höfn er hann hafði lagt upp til. Honum lét einkar vel að fá aðra til að líta jákvæðum augum á til- veruna. Glettni hans og hlýja framkoma kom öðrum títt til að brosa. Hann gekk óhikað og leitaði sér aðstoðar, ef honum þótti verkefn- inu betur borgið í höndum annarra og kom þar e.t.v. að hluta til reynsla hans sem fyrrum kennara og húsasmíðameistara til margra ára. Ingimundi virtust vera ákaflega rík í huga orðin: Vel skal til vanda, sem lengi skal standa. Hann lagði sig ávallt í framkróka að við- gerðarverkefni, sem hann átti hlutdeild í væru útlitslega og fag- lega vel af hendi leyst, svo ekki þyrfti að sinna þeim aftur í bráð. Fyrir kom er hann mætti á vinnustað til eftirlits og þætti hon- um hægt hafa miðað, átti hann til að taka rösklega til hendinni og sýna hvernig ætti að standa að verki og ýta þannig við sam- verkamönnunum, fremur en með ákúrum og stóryrðum. Ingimundur gerði lítið úr veik- indum sínum og sagði í glettni sinni, lækna vilja líta á sig, er sveitarstjórnum héraðsins og var valinn til ábyrgðarstarfa, var odd- viti, hreppstjóri og oft og tíðum settur sýslumaður í forföllum eða í orlofi sýslumanns. Á fyrstu árum aldarinnar, er Patreksfjarðarkauptún var í upp- byggingu, voru faðir minn, Davíð Jónsson, trésmiður og bygginga- meistari, þeirra tíma og Hallgrímur í blóma lífsins. Þeir áttu því mikið saman að sælda vegna starfa sinna. Þeir höfðu og svipaðar skoðanir á farsælli framvindu samfélagsins, m.a. að farsælast væri að virkja athafnasemi og atorku manna til átaks í mikilvægum samfélagsmál- um án þess að skerða framtakssemi og frelsi einstaklingsins til eigin framkvæmda, er styrkti samfélagið Uífsbaráttunni. Þeir voru góðvinir. Á bernsku- og unglingsárum dvaldi Adolf nokkur sumur á búi föður míns í Örlygshöfn. Hann minntist þeirrar dvalar með ánægju, enda var þessi prúði og tápmikli drengur í dálæti hjá heimilisfólkinu. Helstu bernskuminningar flestra sem alast upp í þorpum eru að jafn- aði bundnar við heita sólskinsdaga, busl í lækjum eða í fjöruborði. Hins vegar eru sumir óveðursdagarnir á Patreksfírði öllu eftirminnilegri. Þá lögðust þokuský á fjöllin en samsax og gufumulla lá yfir firðinum. Þá fylktust útlend fiskiskip inn á fjörð- inn, allt inn að botni. Við pollarnir töldum oft og tíðum upp í 30 skip sem andæfðu gegn norðan og vest- an roki allt upp í 3 daga. Þá hafði okkur borist sú vitneskja, að með sérstökum tækjum gætu menn tal- ast við á einhvers konar merkja- máli. Engir okkar höfðu heyrt slíkt merkjamál því útvarp var þá ekki komið til sögunnar. Þeir sem best þóttust vita sögðu að það líktist helst pípi úr flautu, eða eins og þegar spilað er á eina og sömu nótuna á harmonikku, en aðrir líktu því við lóukvak út í móum. Aðeins þyrfti að setja smá skildi yfír eyrun og spila svo á ákveðið tæki. Þá gætu menn talað saman fullum fetum, meira að segja sagt gaman- sögur, sem allir, sem hefðu svona tæki, gætu hlustað á og hlegið og gamnað sér yfir sögunum. Yfírleitt veittum við börnin því ekki athygli hver gekk um aðalgötu hann lagðist nú í fyrsta skipti á sjúkrahús. Slík var elja hans og eldmóður að hann óskaði oftlega vinnu- gagna á sjúkrahúsið, hann var ekki hættur í vinnunni þótt svona væri komið. Skjótt þyngdi róðurinn og er syrta tók í álinn þóttist ég skynja sem hann vildi hughreysta okkur, sem áfram erum hér enn um sinn, með orðum Þóris J. Steinfinnson- ar: „Upp skalt þú kjöl klífa, köld er sjávardrífa. Kostaðu huginn að herða, hér munt þú lífið verða skafl beygjattu skalli, þótt skúr á þig falli. Ást hafðir þú meyja eitt sinn skal hver deyja". Skarð er fyrir skildi við fráfall Ingimundar. Maður kemur í manns stað varð honum að orði og eykur sá veg Fasteigna ríkissjóðs, hveijum hann sjálfur hafði helgað síðustu starfsár sín. Eiginkonu, börnum og ættingj- um hans flyt ég innilegustu sam- úðarkveðjur frá samstarfsaðilum hans hjá Húsameistaraembættinu. Ekki læt ég hjá líða að vitna í Hávamál er ég hugsa til Ingi- mundar og samstarfs okkar og kveð góðan dreng: „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur“. Svavar Þorvarðsson. Fleiri greinar munu birtast um Ingimund Sigurð Magnússon, í blaðinu næstu daga. þorpsins, janvel sýslumaðurinn, læknirinn, presturinn eða kaup- maðurinn féll í gleymsku nema hvað okkur fannst þeir vera á stundum ankanalega klæddir, með gyllta hnappa og gljádershúfu eða í dragsíðum svörtum kjól. Hins vegar þótti okkur afskaplega at- hyglisvert er togararnir komu af hafi og sjómennirnir gengu prúð- búnir og strílaðir í land. Margir höfðu harðkúluhatt á höfði og gengu í þykkum frökkum. Sumir þeirra stigu fast í fótinn eins og þeir byggjust við sama veltingnum á götunni eins og um borð. Sér- staka eftirtekt vakti þó loftskeyta- maðurinn, bjartur yfirlitum og háttprúður í framgöngu. Við skoðuðum hann eins og kostur var á, lögðum útlit hans á minnið og spáðum í það okkar á milli hver af okkur myndi geta lært merkja- mál. Adolf var mikill reglumaður, neytti hvorki tóbaks né víns. Hann var félagslyndur og sótti með eigin- konu sinni, eins og við varð komið, veigameiri skemmtanir í þorpinu. Á þeim skemmtunum vildi stundum kastast í kekki milli örgeðja eða óþroskaðra manna og skoðanir oft áréttaðar með smá pústrum eða jafnvel farið í hryggspennu. Enginn hefði dirfst að blaka hendi við Adolfi því í hugum allra var hann helsti gæslumaður öryggis fyrir þýðingarmestu menn í þorpinu og lykilmaðurinn að ná sambandi við land eða skip ef eitthvað bar útaf á veiðum eða í siglingum eins og hér að framan er getið. Eftir að Adolf flutti suður tók hann þátt í starfí átthagafélags síns og endurskoðaði fleiri ár reikn- inga þess. Hjónin Adolf og Helga voru mjög samrýnd og meðal kunnugra kom að jafnaði nafn annars þeirra í hugann þegar hitt var nefnt. Um- hyggja fyrir velferð barnanna var ríkur þáttur í lífi þeirra. Síðustu árin urðu Adolfi all erf- ið, en þá þjáði hann hjartveiki. Andlegri heilsu og reisn hélt hann alla tíð. Eiginkonu hans, bömum og fjölskyldum þeirra sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Sigurjón Davíðsson. Adolf Hallgrímsson loftskeytamaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.