Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 Hversu vel eða illa hefur þú kynnt þér mál- efnin varðandi ísland og Evrópska efhahags- svæðið? Fjöldi Hlutfall Tóku afstöðu 840 99,4% Tóku ekki afst. 5 0,6% 845 1 00,0% 14,9% 4,8% 1,2% Mjög vel Nokkuð vel í meðallagi Frekar illa Mjög illa/ ekkert 46,1% 33,1% ll Ef íslendingar verða þátttakendur í EES óttastu að erlendir aðilar kaupi í miklum mæli jarðir hérlendis? Fjöldi Hlutfall Tóku afstöðu 804 95,1 % Tóku ekki afst. 41 4,9% 29,0% 30.1 % ■ líBl Mikið Nokkuð Lítið Ekkert Efrópska Efnahagssvæðið þýðir aukna aðsókn vinnuafls frá aðildarríkjunum til Islands. Fjöldi Hlutfall Svöruðu 835 98,8% Neita að svara 10 1,2% 845 100,0% 65,7% jm m Sammála Ósammála Veit ekki/ekki skoðun 22,8% Ert þú fylgjandi eða andvig(ur) þátttöku íslands í Evrópska Efhahagssvæðinu (ESS)? 40,1% Fylgjandi Hlutlaus/sama Andvígir Fjöldi Tóku afstöðu 566 Tóku ekki afst. 279 845 Hlutfall Tóku afstöðu 67,0% Tóku ekki afst. 33,0% 100,0% Ef íslendingar verða þátttakendur í EES óttastu erlendar fjárfestingar í atvinnulífinu? Fjöldi Hlutfall Tóku afstöðu 799 94,6% Tóku ekki afst. 46 5,4% 845 100,0% 20,3% 28,0% 15,1% Mikið Nokkuð Lftið 36,5% I Ekkert EES verður til hagsbóta fyrir innlendan iðnað. 52,1% I 26,1% Fjöldi Hlutfall Svöruðu 833 98,6% Neitaaðsvara 12 1,4% 845 100,0% 21,8% Sammála Ósammála Veit ekki/ekki skoðun Ert þú fylgjandi eða andvig(ur) því að ísland sæki um aðild að Evrópubandalaginu? 2M% Fylgjandi Hlutlaus/sama Andvígir Fjöldi Tóku afstöðu 565 Tóku ekki afst. 280 845 Hlutfall Tóku afstöðu 66,9% Tóku ekki afst. 33,1% 100,0% Ef íslendingar verða þátttakendur í EES óttastu að þátttaka Islands brjóti í bága við stjórnarskrána? Fjöldi Hlutfall Tóku afstöðu 549 65,0% Tóku ekki afst. 296 35,0% 845 100,0% 42,8% 26,4% Mikið Nokkuð Lftið Ekkert 65,1% EES verður til þess að vöru- verð lækkar hér á landi. Fjöldi Hlutfall Svöruðu 832 98,5% Neita að svara 13 1,5% 845 100,0% 20,8% 14,1% Sammála Ósammála Veit ekki/ekki skoðun Ef Islendingar verða þátttakendur í EES óttastu yfirráð erlendra aðila yfir fallvötnun- um (orkuforðanum)? Fjöldi Hlutfall Tóku afstöðu 797 94,3% Tóku ekki afst. 48 5,7% 30,4% IIhI Mikið Nokkuð Lítið Ekkert Ef íslendingar verða þátttakendur í EES óttastu að við missum stjórn á fiskveiðum? 31,4% 30,6% Mikið Nokkuð Fjöldi Hlutfall Tóku afstöðu 800 94,7% Tóku ekki afst. 45 5,3% 845 1 00,0% 28,6% ^jjjjj Lítið Ekkert 86,4% EES opnar landið fyrir erlendum fjárfestingum. Fjöldi Hlutfall Svöruðu 830 98,2% Neitaaðsvara 15 1,8% 845 100,0% 4,8% 8,8% Sammála Ósammála Veit ekki/ekki skoðun A * _ Skoðanakönnun IM Gallup um Island o g Evrópska efnahagssvæðið Tæp 60% óttast lítið eða ekki að EES brjóti í bága við stjómarskrá 62% telja að íslendingar missi stjórn fiskveiða úr höndum sér með þátttöku í EES EINUNGIS 1,2% svarenda sem afstöðu tóku í skoðanakönnun ÍM Gall- up um þekkingu og afstöðu fólks til Evrópska efnahagssvæðisins (EES) segjast hafa kynnt sér málefni varðandi Island og EES mjög vel. 79,2% segjast hins vegar hafa kynnt sér málið frekar illa, nyög ilia eða ekk- ert. 41,4% úrtaksins í könnuninni treysta sér ekki til að taka afstöðu til þátttöku íslands í EES, 26,9% eru fylgjandi þátttöku íslands en 31,7% eru andvígir. Ef aðeins eru teknir þeir sem svöruðu spurning- unni eru 47,3% andvígir þátttöku í EES, 40,1% fylgjandi en 12,5% sögð- ust vera hlutlausir eða standa á sama. 58,4% sem afstöðu taka eru andvígir þvi að ísland sæki um aðild að Evrópubandalaginu (EB), 26,4% eru fylgjandi en 15,2% segjast vera hlutlausir eða standa á sama. 33,1% taka ekki afstöðu til aðildar að EB. Islenskar markaðsrannsóknir hf. Gallup framkvæmdi skoðanakönnunina dagana 10.—28. júlí síðastliðinn fyrir utanríkisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið og iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið. Var markmið hennar að kanna hversu vel fólk hefði kynnt sér EES-málið, hvort þekkingin hefði áhrif á afstöðuna og hvaða atriði samningsins fólk hefði kynnt sér. Alyktun SUS óljós - segir Halldór Blöndal landbún- aðarráðherra HALLDÓR Blöndal, landbúnaðar- ráðherra, segir að ályktun stjórn- ar Sambands ungra sjálfstæðis- manna, þar sem fram kemur gagnrýni á störf landbúnaðarráð- herra, sé óljós og byggð á mis- skilningi. Hann segir að greinilegt sé að upplýsingar um stöðuna i landbúnaði hafi ekki legið fyrir þegar ályktunin var samin. I ályktun stjómar SUS, sem birt- ist í Morgunblaðinu í gær, segir m.a. að dugleysi landbúnaðarráðherra í mótun nýrrar landbúnaðarstefnu sé hörmuð, og það að gengið sé frá samningi við mjólkurframleiðendur á sömu nótum og í umdeildum samn- ingi við kindakjötsframleiðendur sé ekkert nema uppgjöf. Stjórn SUS hvetur ráðherra til að sýna pólitískt þrek með því að hrinda af stað upp- stokkun í landbúnaði í stað þess að gerast sporgöngumaður forvera sinna og láta stjórnast af úreltu fyrir- greiðslukerfi. Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann hefði á al- mennum fundum með bændasamtök- um um allt land og einnig í viðræðum við forystumenn bænda lýst vilja sín- um til þess að búvörusamningurinn verði endurskoðaður með það fyrir augum að auka svigrúm bæði til framleiðslu og viðskipta með búvör- ur. „Þetta hefur greinilega farið fram hjá ungum sjálfstæðismönnum og þykir mér það mjög leitt. í annan stað þykir mér óþarfí að hlífa Alþýðu- flokknum við því að hann ber auðvit- að fulla ábyrgð á búvörusamningnum sem gerður var í tíð síðustu ríkis- stjómar og ég kom að, og hlýt auðvit- að að standa við. í samningnum ér ákvæði um að heimilt sé að endur- skoða hann að liðnum tveimur árum og sú vinna er nú að fara í gang. Það verður að hafa í huga í þessu sambandi að vinna við þann þátt búvörusamningsins sem tekur til mjólkurframleiðslunnar tók mjög langan tíma og undir hann var ekki skrifað fyrr en nú í ágúst. Þetta veldur auðvitað því að við höfum haft lítið svigrúm í landbúnaðarráðu- neytinu og samtökum bænda til þess að ræða aðra þætti þessara mála. Ég er hins vegar mjög ánægður yfír því að ungir sjálfstæðismenn skuli sýna landbúnaðarmálum áhuga og vildi gjaman fá tækifæri til að ræða við þá beint þannig að misskilnings af þessu tagi gæti ekki á nýjan Ieik,“ sagði Halldór Blöndal. -----» ♦--♦--- Landsbankinn Skipað í stöð- I urumdæmis- útíbússtjóra BANKARÁÐ Landsbankans hefur nú gengið frá skipun í stöður umdæmisútibússljóra á höfuð- borgarsvæðinu. Þrír menn voru skipaðir í stöður þessar. Hinir nýju umdæmisútibússtjórar verða Karl Hallbjömsson, sem verður umdæmisútibússtjóri aðalbanka, en hann var áður útibússtjóri í Miklubrautarútibúi. Þorkell Magn- ússon var skipaður umdæmisútibús- stjóri í Austurbæjarútibúi, en þar var hann áður útibússtjóri, og Árni Jóns- son var skipaður umdæmisútibús- stjóri í Breiðholtsútibúi en hann var áður útibússtjóri í Vegamótaútibúi. Hinar nýju stöður umdæmisúti- I bússtjóra eru í samræmi við nýtt 1 skipulag fyrir útibúanet Landsbank- ans á höfuðborgarsvæðinu. Þessi skipan hefur ekki mikil áhrif á þjón- ustu við viðskiptavini bankans en j henni er ætlað að færa ýmsa ákvarð- anatöku og ákveðna verkþætti innan bankans til útibúanna. Könnunin náði til 1.200 manns á aldrinum 15-69 ára á öllu landinu og svöruðu liðlega 70% spurningum könnunarinnar. Fram kemur í grein- argerð könnunarinnar að karlar séu hlynntari þátttöku í EES en konur, og þátttaka í EES nýtur einnig meiri stuðnings meðal fólks undir fimm- tugsaldri en meðal þeirra sem eldri em. Hins vegar hafi komið fram að stjómmálaskoðanir, búseta, starf og kynjaskipting hafi ekki veruleg áhrif á afstöðu fólks. Þá er því haldið fram að eftir því sem svarendur sögðust hafa kynnt sér málefnið betur þeim mun jákvæðari hafi afstaða þeirra verið til þátttökunnar í EES. 54,6% óttast erlend yfirráð yfir fallvötnum 42,8% þeirra sem afstöðu tóku sögðust óttast nokkuð eða mikið um fullveldi Islands ef Islendingar verða þátttakendur í EES en 57,2% sögð- ust lítið eða ekkert óttast um full- veldi landsins. í skýringum Gallup segir að fram hafi komið að eldri kynslóðir hafi mun meiri áhyggjur af fullveldinu en yngri kynslóðir og að óttinn sé meiri út á landi en á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Aðeins 5,6% tóku ekki afstöðu til þessarar spurningar. Þegar spurt var hvort svarendur óttuðust að þátttaka ís- lands í EES bryti í bága við stjómar- skrá lýðveldisins sögðust 14,2% ótt- ast það mikið og 26,4% nokkuð en meirihluti þeirra sem afstöðu tóku eða 59,4% sögðust óttast það lítið eða ekkert. Stór hluti svarendanna eða 35% tóku hins vegar ekki af- stöðu til þessarar spumingar. Meirihluti svarenda eða 53,4% sögðust óttast nokkuð eða mikið að útlendingum muni fjölga hérlendis með þátttöku íslands í EES. 12,7% óttast þetta lítið og 34% ekkert. Um 43% telja að íslendingar muni ekki geta stjórnað aðsókn vinnuafls frá aðildarríkjum EES en 37% hafa hins vegar trú á að hægt sé að stjóma aðsókninni. Um 20% þátttakenda voru óvissir í afstöðu sinni til þessa atriðis eða neituðu að svara. 54,6% segjast óttast yfirráð er- lendra aðila yfír fallvötnum (orku- forðanum) nokkuð eða mikið en 45,5% óttast það lítið eða ekkert. Gallup bendir á í greinargerð að ótt- inn sé mun meira áberandi hvað bæði þessi atriði varðar meðal eldra fólks en þeirra sem yngri eru. 53% óttast jarðakaup erlendra aðila Naumur meirihluti þjóðarinnar óttast jarðakaup erlendra aðila sam- kvæmt könnuninni. 53,1% segjast óttast það nokkuð eða mikið að er- lendir aðilar kaupi_ í miklum mæli jarðir hérlendis ef íslendingar verða þátttakendur í EES. 16,8% óttast þetta lítið og 30,1% ekkert. Tæpur helmingur þjóðarinnar óttast fjár- festingar í atvinnulífínu. 20,3% sögð- ust óttast erlendar fjárfestingar mik- ið og 28% sögðust óttast það nokkuð en 51,6% þeirra sem afstöðu tóku óttast þetta Iítið eða ekkert. Talsverður meirihluti þjóðarinnar hefur áhyggjur af því að Islendingar missi stjórn fískveiða út úr höndun- um samkvæmt könnuninni. Alls svör- uðu 94,7% þessari spurningu og sögðust 62% þeirra óttast þetta nokkuð eða mikið. 9,4% óttast þetta lítið og 28,6% svöruðu að þeir óttuð- ust þetta ekkert. 65% telja að EES verði til að vöruverð lækki Um þriðjungur svarenda sögðust vera sammála því að hægt væri að ná hagstæðari samningum en EES- samningunum í tvíhliða viðræðum milli íslendinga og EB. 20,8% sögð- ust vera því ósammála en 45,7% svarenda voru óvissir í afstöðu sinni. Meirihluti þátttakenda voru sam- mála því að þátttaka íslands í EES væri til hagsbóta fyrir innlendan iðn- að, mikill meirihluti þeirra sögðust telja að EES verði til að lækka vöru- verð hér á landi eða 65,1% og 60% þeirra sem afstöðu tóku sögðust vera sammála því að EES muni leiða af sér aukna samkeppni hjá bönkum hérlendis og þar með vaxtalækkanir. Þá taldi mikill meirihluti þeirra sig vita að EES fæli í sér aukna aðsókn vinnuafls frá aðildarríkjunum til ís- lands en 22,8% voru ósammála því. 45,4% telja að útlendingar kaupi helstu fyrirtæki landsins Þegar spurt var hvort EES opnaði landið fyrir erlendum Ijárfestingum sögðu 86,4% að svo yrði en 4,8% voru því ósammála. 45,4% töldu að auknar erlendar fjárfestingar myndu verða til þess að útlendingar keyptu helstu fyrirtæki landsins en 41,2% sögðust vera því ósammála. 13,4% voru óvissir eða sögðust ekki hafa á því skoðun. 46,2% þeirra sem afstöðu tóku sögðust vera ósammála því að hætta væri á að Islendingar einangruðust á alþjóðavettvangi ef ekki yrði af þátttöku í EES en álíka stór hópur svarenda eða 44,8% voru á annarri skoðun. 18,3% sögðust óttast það mikið að með þátttöku í EES verði kaldar vatnslindir íslendingar keypt- ar af erlendum aðilum. 25% sögðust óttast þetta nokkuð, 14,4% sögðust óttast það lítið og 42,3% sögðust ekki óttast það en 7,1% tóku ekki afstöðu. Þegar fólk var beðið að segja hveijum það treysti best til að miðla upplýsingum um EES sögðust flestir treysta Alþingi (31,8%) eða fjölmiðl- um (27,7%) best til þess. 13% nefndu ráðuneyti, 4,6% stjómmálaflokka, 8,3% stéttarfélög og 7,8% nefndu Samtök um óháð ísland. Tæp 7% nefndu til aðra aðila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.