Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 28. ÁGÚST 1992 í Listasafni Signrjóns ________Tónlist___________ Ragnar Björnsson Rannveig Sif Sigurðardóttir segist í efnisskrá stunda barokk-söng- nám í Haag. Þetta orð barokk- söngnám, heyri ég og sé í fyrsta skipti nú. Mér er spurn! Er þetta söngnám eitthvað annað en venju- legt söngnám? Eru ekki sömu aðferðir notaðar við námið og í öðru söngnámi? Er tæknin önnur? Margar fleiri spurningar skjóta upp kollinum í huga manns. I hljóðfæranámi kannast ég ekki við að talað sé um barokk-píanón- ám, rómantískt fiðlunám eða píanó-, rókokkó-flautunám, síð- rómantískt sellónám og svo frv. Hljóðfæraleikarinn getur að aflo- knu námi einbeitt sér að ákveð- inni stíltegund tónlistar og þá eins söngvarinn að ákveðinni radd- gerð, eða jafnvel tímabili, þá t.d. barokk-tímabilinu. En þá koma upp nýjar spurningar. Er Rann- veig þá óratórí-söngkona, sem jú tilheyrir barokk-tímabilinu, eða á röddin kannske best heima í madrigal-söng, á ég þá við enska madrigala-list 16. og 17. aldar og söngstfl niðurlandaskólanna, svo þeirra þýsku og jafnvel ítölsku frá sama tíma? Rannveig byijaði tón- leikana með þrem lögum eftir J. Dowland, enskan höfund frá 16. öld. Rannveig söng þessi lög við lútuundirleik Stefans Klar, þýsks lútuleikara. Þessar þrjár perlur Dowlands hljómuðu fallega í með- ferð Rannveigar og Stefans, jafn- vægið gott og þarna var rödd Rannveigar á heimaslóðum. Rannveig hefur granna og ekki hljómmikla rödd sem virðist ekki hafa mikla möguleika á að breikka eða vaxa að hljómmagni að ráði, á stundum virðist radd- beitingin dálítið stíf og hamin, fær ekki að fljóta fijáls og eðlileg, og þó eru ekki áberandi brot í söngl- ínunni. Verkefnin eftir lútuundir- leikinn voru öll með píanóleik Hólmfríðar Sigurðardóttur, en báðar eru þær, Rannveig og Hólmfríður, fæddar á ísafirði. Arían úr Magnificat Bach var á mörkunum að hentaði rödd Rann- veigar og píanóleikur Hólmfríðar hefði þurft að vera nákvæmari bæði í rytma og fraseringum. Schubert- og Schumann-lög má sjálfsagt syngja átaka- og ástríðu- lítið, en það er tæplega hrífandi til lengdar. Eins og gengur, sex lög við ljóð Steins Steinars, eftir Báru Grímsdóttur voru frumflutt á tónleikunum. Þessi lög eru vel skrifuð og sum sláandi falleg, eins og t.d. Vögguvísan. Lögin voru nokkuð vel flutt af þeim stöllum, þó var flutningurinn of bundinn, eins og hvorug þyrði að rífa sig út úr viðjum vanans og mála lög- in þeim litum sem Bára hefur áreiðanlega ætlað þeim. (Dekla- mera). Svo á jörðu sem á himni frumsýnd í Háskólabíói Atriði úr kvikmyndinni Svo á jörðu sem á himni. KVIKMYND Kristínar Jóhannes- dóttur Svo á jörðu sem á himni verður frumsýnd í Háskólabíói á morgun, laugardag, klukkan 14. Myndin fléttar saman sögu ungr- ar stúlku og fjölskyldu hennar á fjórða áratug aldarinnar og hlið- stæðu hennar á 14. öld. Þá lagði Straumfjarðar-Halla bölvun á staðinn þar sem sagan gerist eft- ir að hún missti syni sína og er- lendan ástmann í hafið. Á þessum sama stað strandaði franska vís- indaskipið Pourquoi-pas? árið 1936. Sá atburður fléttast inn í myndina og ástarsöguna frá fjórtándu öld. Svo á jörðu sem á himni var kvik- mynduð víðs vegar um landið frá júlí og fram í október í fyrra. Við kvikmyndatökuna var notað segl- skipið Kaskelot, en það hefur verið notað í fleiri kvikmyndum, meðal annars Onedin-skipafélaginu og í nýrri mynd Ridley Scott um Kristó- fer Kólumbus. Ungu stúlkuna leikur Álfrún H. Örnólfsdóttir. Auk hennar fara margir reyndustu leikarar okkar með hlutverk í myndinni. Meðal þeirra eru Sigríður Hagalín, Helgi Skúlason, Tinna Gunnlaugsdóttir, Valdimar Öm Flygenring, Helga Jónsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Franski leikarinn Pierre Vaneck fer með hlutverk dr. Charcot. Hilmar Örn Hilmarsson samdi tónlistina í myndina, Snorri Þóris- son stjómaði kvikmyndatöku, Guð- rún S. Haraldsdóttir sá um leik- mynd, Helga Stefánsdóttir um bún- inga, Guðrún Þorvarðardóttir um hárgreiðslu og förðun, Sigurður Snæberg Jónsson um klippingu, Kjartan Kjartansson annaðist hljóð, framkvæmdastjóm sá Gunnlaugur Jónasson um, Ánna G. Magnúsdótt- ir var framleiðslustjóri og Sigurður Pálsson framleiðandi. Tíu-Tíu kvikmyndagerð hf. fram- leiðir myndina. Norræni kvik- mynda- og sjónvarpssjóðurinn, ís- lenski kvikmyndasjóðurinn, kvik- myndastofnanir Danmerkur, Sví- þjóðar, Finnlands og Noregs, kvik- myndasjóður Evrópuráðsins og menningarmálaráðuneyti Frakk- lands lögðu fram 90% af fram- leiðslukostnaði myndarinnar sem nam um 134 milljónum króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.