Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 Ast er WVlz 7-2 _ .. .tveir hugar - ein hugs- un. TM Reg. U.S Pat Olf —all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Hann talar ekki mikið, en hlustar því betur. Ég sagði þér: Slepptu hon- um ...! BRÉF TÍL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Réttur barna í kynferðisbrotum Frá Sigurði Þór Guðjónssyni: DAGANA 4.-8. ágúst var haldin í Reykjavík norræn ráðstefna um illa meðferð á börnum. Meðal ann- ars var þar rætt um kynferðislegt ofbeldi á þeim. Morgunblaðið gerði þann 7. ágúst fyrirlestur Beth Grothe Nielsen lektors í refsirétti við háskólann í Árósum sérstak- lega að umtalsefni, en hann fjall- aði um vitnisburð barna í sakamál- um. Á blaðið þakkir skildar fyrir nokkuð tíða og öfgalausa umfjöll- un um þetta flókna og vandmeðf- ama málefni. Beth Grothe efast mjög um að dómskerfið væri hæft til að taka á málefnum barna sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi. Ekki væri hægt að dæma ákærða nema óyggjandi sannanir lægju fyrir og telur hún vænlegustu leiðina til að fá fram játningu að gera afleið- ingar verknaðarins minna ógn- vekjandi fyrir hina ákærðu. Þá hafði blaðið það eftir Svölu Thorlacius þann 11. ágúst að breyta þyrfti sönnunarbyrðinni í kynferðisafbrotum gegn börnum. Loks vísaði Morgunblaðið til hins merka bréfs Drífu Kristjánsdóttur til dómsmálaráðherra í blaðinu 28. júlí og telur blaðið að enn sé langt í land til þeirrar málsmeðferðar, sem fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar séu í þörf fyrir og eigi rétt á. Það er vitaskuld sjálfsagt að taka undir allt þetta. Hins vegar verða menn að skilja að „réttur" þolanda felst ekki fyrst og fremst í réttarfarslegum aðgerðum sem leiða til refsingar gerandans þó makleg kunni að vera. Réttur til meðferðar Frumréttur þolenda kynferðis- legs ofbeldis í bernsku er sá að þjóðfélagið hafi upp á að bjóða meðferðarhjálp sem komi þeim að gagni. Jafnvel þó ákveðnum málum verði vísað frá dómi, t.d. vegna skorts á réttarfarslegum sönnun- um, dregur það ekkert úr nauðsyn slíkrar meðferðar á viðkomandi barni. Meðferðarstarf og réttar- reglur eru sitt hvað. Og málaferli án viðeigandi meðferðar á barninu sjálfu hljóta að vera því háskaleg- ar. Þá fyrnast þessi brot á aðeins tíu árum, þó algengt sé að þolend- ur geti ekki horfst í augu við þau fyrr en eftir þann tíma. Opinberar umræður hafa áhrif á aðgerðir og til hvaða verkefna er veitt til fé. Þess vegna eru þær gagnlegar. En þá er áríðandi að það sem allra mestu skiptir komi skýrt fram. Því miður hefur réttar- farslegi þátturinn til þessa skyggt nokkuð á mikilvægi meðferðar- þáttarins. Það segir sína sögu að Morgunblaðið vék ekki einu orði að nokkrum áhugaverðum fyrir- lestrum á ráðstefnunni um fyrir- byggjandi aðgerðir gegn kynferð- isbrotum á börnum. En það er óhjákvæmilegt að uppbygging beggja þessara þátta verði látin fylgjast að. Við erum mjög skammt á veg komin í meðferð kynferðisbrota gegn börnum. Venjulegt fagfólk í félagsráðgjöf, sálvísindum og læknisfræði er ekki í stakk búið til að fást við þau. Þarf meira að koma til. í skýrslu Aðalsteins Sigf- ússonar sálfræðings, er hann gerði um kynferðislegt ofbeldi gegn bömum og unglingum fyrir Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur árið 1991, segir hann að sér sé „ekki... kunnugt um að sálfræðingar, geð- læknar, eða félagsráðgjafar hafi yfirleitt tileinkað sér starfsfærni til að vinna sérstaklega að þessum málum, en það verður ekki gert nema með því að afla sér fræði- legrar þekkingar og þjálfunar." Og það kostar mikið fé, mikla vinnu og tekur langan tíma að afla þeirrar þekkingar og þjálf- unar. Sifjaspellsteymi Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur er aðeins frumstæður vísir að því sem koma skal: vandaðri rannsóknar- og meðferðastöð á kynferðislegu of- beldi á íslenskum börnum. Og drengirnir líka Breski barnageðlæknirinn Tilm- ann Furniss, sem hefur rannsakað kynferðisbrot á börnum í tuttugu ár í ýmsum löndum Evrópu og hefur haft mikil áhrif á íslenskt meðferðarfólk, sagði í viðtali við Morgunblaðið 11. janúar 1991, að í löndum Evrópu yrðu 1-3% barna fyrir grófu kynferðisofbeldi, en tala vægari tilfella væru miklu hærri. Hann taldi að ástand þess- ara mála hér væri líkt og í þessum löndum. Börn og unglingar undir sautján ára aldri, sem eru alvar- lega sköðuð af kynferðisofbeldi, gætu því verið 700-2.000 á ís- landi. Þegar Félagsmálastofnun Reykjavíkur hóf að sinna þessum málum jókst enda tala barna, sem grunur leikur á að orðið hafi fyrir kynferðisofbéldi, frá engu upp í 170 börn, eða því sem næst, á örfáum árum. Það bendir til þess að vandinn sé varla minni hér en annars staðar. í nálægum löndum eru drengir 40% þolenda. Og svipað hlutfall er greinilega að koma í ljós hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur. En skilningur á þessu lykilatriði á hér afar erfitt uppdráttar. Nánast allir sem ræða þessi mál opinber- lega gera ráð fyrir því að þau snerti aðeins konur. Bréf Drífu til dómsmálaráðherra er aðeins eitt dæmi af mörgum um það. Kyn- skipting við málsmeðferð kynferð- isbrota gegn börnum, eins og hún leggur til, er því ekki í samræmi við raunveruleikann. Ábyrgð gerenda Það segir sig sjálft að gerendur eru varla færri en þolendur. Þeir skiptajjví hundruðum eða þúsund- um á Islandi hvort sem okkur lík- ar það betur eða verr. Og ef þeir eru líkir gerendum annars staðar koma þeir úr öllum stéttum og eru ekki eingöngu karlmenn, þó þeir séu í meirihluta. Flestir þeirra munu væntanlega vera ósköp venjulegir að öðru leyti. En fólk vill ekki trúa að svo sé. Það vill að gerendur séu alveg sér á parti „öðruvísi“. En það leiðir einungis til rangs skilnings þegar málsmet- andi aðilar, svo sem gerst hefur, vísa í dagblöðunum til þess sem gildrar og almennar lýsingar á gerendum, að til séu erlendis leyni- klúbbar manna, sem hafa ánægju af barnaklámi. Vissulega er allt til, en það ríður á að ekki sé alið á fordómum um eðli þessara brota. Hvorki um þolendur né gerendur. Það er blátt áfram réttur þolenda að slíkt sé ekki gert. Um þetta HÖGNI HREKKVÍSI „þá. það, ostborgam ■fyrir p/g• /ned FreLsisotyttuncx, þarna,1 " Víkveiji skrifar Nýlega kom fram í fréttum sam- anburður á þróun núgildandi lánskjaravísitölu og þeirrar sem gilti áður en grunni lánskjaravísi- tölunnar var breytt í ársbyijun 1989. Samanburðurinn leiddi í ljós að verðtryggt lánsfé hefði nú verið 2,1 milljarði króna hærra ef miðað er við eldri lánskjaravísitöluna en ef miðað væri við þá nýju, en upp- hæð verðtryggðra lána var tæpir 40 milljarðar þegar grunninum var breytt. Þetta leiðir hugann að þeim miklu hagsmunum sem voru í veði þegar vísitölunni var breytt með reglugerðarbreytingu í byijun árs 1989. Raunar risu dómsmál þar sem dregið var í efa lögmæti þessarar breytingar á grundvelli verð- tryggðra skuldbindinga. Dómurinn gekk stjórnvöldum í hag. Breyting lánskjaravísitölunnar fólst í því að launavísitala var látin vega þriðjung á móti framfærslu- vísitölu og byggingarvísitölu sem einnig vógu þriðjung hvor, en áður vó framfærsluvísitalan tvo þriðju hluta á móti byggingarvísitölu sem vó þriðjung. Þar sem laun eru veru- legur hluti af byggingarvísitölunni má gera ráð fyrir því að laun vegi meira en helming í núgildandi grunni lánskjaravísitölu. Launa- hækkanir hafa því veruleg áhrif á vísitöluna og verðtryggðar skuld- bindingar hækka fljótt í kjölfar þeirra. Leiða má getum að því að ein skýringin á þeirri þróun sem átt hefur sér stað í samskiptum aðila á vinnumarkaði á síðustu árum og þeirri áherslu sem lögð hefur verið á að halda verðbólgu niðri með miklum árangri sé þessi breyting á grunni lánskjaravísi- tölunnar. á hefur einnig verið frá því skýrt að í tengslum við næstu kjarasamninga verði gengið frá því að greiðslur atvinnurekenda í lífeyr- issjóð komi fram á launaseðli laun- þega. Almenna reglan er sú að 4% eru dregin af launum launþega og lögð í lífeyrissjóð og vinnuveitand- inn leggur 6% á móti. Á launaseðl- um kemur einungis fram framlag launþega. Það fyrirkomulag hefur örugglega stuðlað að því að fólk upp til hópa hefur ekki gert sér fulla grein fyrir því hversu stórar upphæðir fara í lífeyrissjóði og hversu miklir hagsmunir eru í húfi. Það gegnir furðu að ekki skuli fyr- ir löngu hafa verið tekin upp sú regla að allar greiðslur frá vinnu- veitendum, hvort sem þær ganga til lífeyrissjóðs, sjúkrasjóðs eða ann- ars, komi fram á launaseðlum en ekki bara þær sem dregnar eru af launum launafólks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.