Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 Samdráttur í fisksölu á erlendum mörkuðum Sala á þorski hefur dregist saman um 23% og ýsu um 39% Morgunblaðið/Júlíus Húsnæðisskipti kuðungakrabbans Kuðungakrabbi í einu sælífskeranna við Reykjavíkurhöfn sem Einar Egilsson hefur umsjón með fékk nýja vistarveru þegar hann flutti sig úr slitnum en óvenjustórum beitukóngi yfir í enn stærri og mynd- arlegan hafkóng sem Einar setti í kerið til hans. Að sögn Einars eru krabbamir oftast nær í beitukóngi, og skipta þeir þá gjaman um kuðunga þegar þeir stækka og eins þegar kuðungamir slitna, en hann sagði sjaldgæft að þeir væm í hafkóngi. Á myndinni sést gamli kuðungurinn til vinstri, en hægra meginn gefur að líta kuðunga- krabbann í nýja húsnæðinu. FYRSTU sjö mánuði þessa árs hefur sala á ferskum þorski á er- lendum mörkuðum dregist saman um 23% miðað við sama tímabil í fyrra, eða úr 10.400 tonnum í 8.000 tonn. Sala á ýsu hefur dreg- ist saman úr 7.600 tonnum í 4.600 tonn, eða um 39%, og sala á ufsa hefur dregist saman úr 2.600 í 2.000 tonn, eða um 20%. Sala á karfa er svipuð og í fyrra, eða um 14.200 tonn. Að sögn Krist- jáns Ragnarssonar, formanns Landsambands íslenskra útvegs- manna, er skýringin á þessu aðallega aukið framboð fisks sem veiddur er í Norðursjónum og þar sem enginn skortur sé á fiski á mörkuðum í Evrópu séu engin teikn á lofti um að breyting verði á samdrætti í útflutningi héðan. , „Það er aukið framboð úr Norð- ursjónum, en með því að takmarka framboðið höldum við nánast sama verði og í fyrra, þó það þýði í raun lækkun þar sem 10% verðbólga er í Bretlandi. Ég sé engin teikn á lofti um annað en að þetta verði áfram svona og þess vegna er fjarri lagi að vera að skipta sér eitthvað af þessu af opinberri hálfu,“ sagði Kristján. Hann sagði að verð á þorski í VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 28. AGUST: YFIRLIT: Við suðausturströnd landsins er 993 mb heldur minnkandi lægð sem þokast suðvestur. önnur lægð, um 984 mb djúp, er við vest- urströnd irlands á norönorðausturleið. SPÁ: Norðaustanátt, stinningskaldi eða allhvasst norðantil en heldur hægari fyrir sunnan. Rigning á láglendi noröanlands en slydda eða snjó- koma til fjalla. Skýjað með köflum og víðast úrkomulaust sunnantil. Svah verður í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðanátt, víða strekkings- vindur. Súld eða rigning norðanlands, einkum austantil, en skýjað með köflum og þurrt sunnanlands. Áfram verður svalt í veðri. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. •ö a Heiðskírt Léttskýjað / / / * / * r r * / r r r r * r Rigning Slydda -a Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig^ 10° Hitastig v Súld = Þoka itig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Greiðfært er um flesta þjóðvegi landsins, þó er mikil hálka á heiðum á noröanveröum Vestfjörðum og þungfært um Lágheiði og Oxarfjarðar- heiði. Samkvæmt veðurspá má búast við hálku á heiðum norðan- og austanlands í nótt og fyrramálið. Fjallabílum er fært um flestar ieiðir á hálendinu, en gera má ráð fyrir snjó um norðanvert hálendið. Upplýs- ingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðfn. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 í gær UMHEIM að ísl. tíma hlti veður Akureyri 6 skýjað Reykjavík 8 léttskýjað Bergen vantar Helslnki 16 alskýjað Kaupmannahöfn 18 skýjað Narssaresuaq vantar Nuuk vantar Ósló vantar Stokkhólmur 26 skýjað Þórshöfn 28 skýjað Algarve Amsterdam 22 skýjað Barcelona vantar Berlin 22 skýjað Chicago 16 snjóél Feneyjar vantar Frankfurt vantar Glasgow 13 rigning Hamborg 20 skýjað London 20 skýjað Los Angeles vantar Lúxemborg 22 skýjað Madríd vantar Malaga vantar Maliorca 30 hálfskýjað Montreal vantar NewYork 25 mistur Orlando 24 léttskýjað Parfe 23 skýjað Madeira vantar Róm vantar Vín 31 léttskýjað Washington 24 þokumóða Winnipeg 4 heiðsklrt erlendri mynt væri það sama fyrstu sjö mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra, eða 1,36 sterlingspund kílóið. Það samsvar- aði 142 kr. í fyrra en 139 kr. nú. Fyrir kílóið af ýsu fengust 1,56 sterlingspund fyrstu 7 mánuðina í fyrra en það hefði lækkað í 1,50 sterlingspund nú, eða úr 164 kr. í 156 kr. Fyrir karfann hefðu feng- ist 2,85 þýsk mörk, eða 101 kr. fyrir kílóið fyrstu sjö mánuðina í fyrra, og í ár hefði fengist sama verð í mörkum, eða 103 kr. fyrir kílóið. Þá hefði verð fyrir ufsann lækkað úr 2,56 mörkum í fyrra í 2,38 mörk nú, eða úr 91 kr. í 86 kr. Bíllinn var kynntur hjá danska sendiráðinu en það er fyrirtækið Fijó hf. í Reykjavík sem hefur umboð fyrir rafbílana. Búið er að skrá fyrstu tvo bflana og verða þeir sýndir hjá fyrirtækinu um helgina. Kristján Benediktsson, einn eigenda umboðsins, segir að fengist hafi undanþága frá þunga- skatti fyrir fímm El-Jet bíla í eitt ár og umhverfísráðherra hefur nýverið skipað nefnd sem á að athuga notkunarmöguleika rafbíla hérlendis. Fjórða útboð ríkisbréfa Meðalávöxtun sama og í síð- asta útboði Meðalávöxtun í fjórða útboði sex mánaða ríkisbréfa var sú sama og í síðasta útboði, en til- boð í bréfin voru opnuð á mið- vikudag. Alls bárust 73 gild tilboð í ríkis- bréf að fjárhæð 848 milljónir króna og var tilboðum frá 54 aðilum tek- ið í 550 milljónir króna. Meðal- ávöxtun samþykktra tilboða var 11,08%, lægsta ávöxtun var 10,94% og sú hæsta 11,15%. Alls hefur nú verið tekið tilboð- um í ríkisbréf að upphæð 2,15 milljarða eftir fjögur útboð. Meðal- ávöxtun var 11,49% í fyrsta útboð- inu, 11,35% í öðru og 11,08% í tveimur síðustu útboðum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Eiður Guðnason umhverfisráðherra undir stýri á rafbilnum El-Jet. Umhverfisráðherra um danska rafbílinn Held hann geti hent- að vel í bæjarakstri „MÉR finnst ágætt að keyra þennan bíl og ég held að hann geti hentað vel í alls kyns innanbæjarsnatt." Næsti ráðherrabíll? „Já, því ekki það, að minnsta kosti innanbæjar," sagði Eiður Guðnason umhverfísráðherra sem í gær ók rafbílnum frá Kewet-industri í Danmörku, El-Jet. Knud Erik Westergaard fram- leiðandi El-Jet segir að rafbíllinn sé nú kominn á markað í fjölmörg- um Evrópulöndum. Hann var kynntur í Noregi í vor og hafa síð- an selst 57 bílar. Hann verður kynntur í Svíþjóð í næstu viku. „Kewet-industri framleiðir aðeins tvo bfla á dag en ég vona að eftir fá ár getum við framleitt nokkur . þúsund bíla á ári þegar augu manna hafa opnast fyrir kostum rafbíla," segir Knud Erik West- ergaard í samtali við Morgunblaðið en hann kom hingað til lands til að fylgjast með markaðssetningu El-Jet. „Bíllinn hefur mjög jafna þyngdardreifíngu og því ætti hann að duga vel í snjó og hálku. Þessi bíll á framtíð fyrir sér því rekstrar- kostnaður hans er aðeins þriðjung- ur kostnaðar við venjulegan bens- ínbíl af minnstu gerð og ekki síður vegna þess að yfirvöld eru viða að ýta undir notkun rafbfla, m.a. með lægri skattlagningu, ókeypis bíla- stæðum og svipuðum aðgerðum," segir Westergaard ennfremur. Eiður Guðnason segir það sína skoðun að opinber skattlagning rafbíla eigi að vera sanngjörn og líta megi á hina tímabundnu niður- . fellingu fjármálaráðuneytis á 1 þungaskatti sem stuðning við það 1 sjónarmið. Eins og fyrr segir verð- ! ur El-Jet til sýnis hjá umboðinu, Frjó hf. við Fossháls, á morgun I og sunnudag. Samið hefur verið við Bifreiðaverkstæðið Síðumúla um viðhaldsþjónustu. Sjá reynsluakstur rafbílsins á bls. B/12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.