Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 Sannindi Ama duga ekki í málefmim Heijólfs eftir Ragnar Oskarsson Nú á dögunum skrifaði Árni Johnsen grein i Morgunblaðið um nýju Vestmannaeyjaferjuna Heij- ólf. í upphafi greinarinnar kemur m.a. fram að þingmaðurinn hefur áhyggjur af sjóhæfni skipsins eftir þá reynslu sem fékkst í suðaustan- roki og miklum sjógangi nú fyrir skemmstu. Eg get fyllilega verið sammála Áma um að vissulega er það áhyggjuefni, og það ekki svo lítið, ef sjóhæfni skipsins er verri en efni stóðu til. Nú er verið að rannsaka það mál allt og ætla ég að bíða með að tjá mig um það þangað til niðurstöður liggja fyrir. Það held ég að Árni ætti líka að gera. 1 framhaldi af þeirri rannsókn verður að sjálfsögðu að gera allar þær ráðstafanir sem nauðsynlega kann að þurfa að gera til að tryggja sem besta sjóhæfni skipsins. í þessu sambandi er rétt að benda á að þegar teknar voru ákvarðanir um smíði nýs Heijólfs var ávallt lögð megináhersla á að þeir þættir sem vörðuðu öryggi og sjóhæfni skipsins hefðu forgang umfram allt annað. Frá þeirri meginkröfu má ekki víkja. Vonda fólkið Meginhluti greinar Áma fjallar hins vegar um „vont fólk“, þau Steingrím J. Sigfússon, Ólaf Ragn- ar Grímsson, Margréti Frímanns- dóttur og undirritaðan. Vonska ráð- herranna, Steingríms og Ólafs, er að mati Árna fólgin í því að taka ákvörðun um að láta smíða 70,5 metra langt skip í stað 79 metra langs skips og vonska okkar Mar- grétar er fólgin í því að láta „hina pólitísku valdskipun ráðherranna beygja okkur en ekki faglegar stað- reyndir“, eins og það er orðað í greininni. Og þar með em sökudólg- arnir fundnir, sannindin í málinu eru ljós að mati Áma. Staðreyndir málsins Þar sem Ámi kennir grein sína við orðið „sannindi" er rétt að fara örfáum orðum um staðreyndir málsins og athuga hvað lá að baki því að smíðað var 70,5 metra langt skip. Stjórn Heijólfs hf. hafði lengi, eða allt frá árinu 1983, haft á pijón- unum áform um að láta smíða nýtt skip u.þ.b. 70 metra langt. Stjórn- völd tóku ávallt fremur treglega í það mál eins og allir vita og því gekk hvorki né rak í málinu lengi vel. Samt sem áður og sem betur fer hélt stjóm Heijólfs hf. ótrauð áfram tilraunum sínum til þess að fá nýtt skip og lét í því sambandi teikna 79 metra langt skip í fram- haldi af ábendingum ráðgjafa þar um. Á Alþingi komu oftsinnis fram efasemdir um þörf okkar Vestman- nejdnga fyrir nýtt skip og um tíma gekk svo mikið á að menn hér í Vestmannaeyjum vora í alvöru orðnir svartsýnir á að heimild fyrir nýju skipi fengist af stjórnvalda hálfu. Málið var m.a. raunverulega tafið með eftirminnilegum hætti eftir umræður á Alþingi eins og mönnum er enn í fersku minni. Þannig stóðu mál þegar Stein- grímur J. Sigfússon varð sam- gönguráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra í sept- ember 1988. Báðir þessir ráðherrar og Margrét Frímannsdóttir alþing- ismaður sýndu Heijólfsmálinu strax mikinn áhuga og voru þau staðráð- in í að leysa það. Það gerðu þau í góðri samvinnu við stjóm Heijólfs hf. Þetta veit ég að þeir sem komið hafa að málinu geta staðfest hvort sem þar er um að ræða flokksbræð- ur Árna Johnsen eða aðra. Ég hef einmitt helst heyrt flokksbræður Áma lofa framgöngu þeirra þriggja í málinu. Á Alþingi var áfram hörð and- staða við það að við Vestmanney- ingar fengjum nýtt skip. Sú and- staða kom úr öllum flokkum þótt ég hafi ástæðu til að ætla að minnsta andstaðan hafi komið frá Alþýðubandalaginu, ef hún var þá í raun nokkur á þeim bæ. Á þinginu þótti sumum skipið allt of stórt og flott fyrir okkur Vestmanneyinga. í ljósi þessa er ég ekki viss um að samgönguráðherra hefði án af- skipta og frekari tafa af hálfu Al- þingis tekist að láta smíða 79 metra langt skip og af þeim ástæðum SKÖLA- SKÁPURIN VINSÆLI LÉTTUR - ÞÉTTUR -STERKUR Skemmtilega skólataskan með hólfum og hillu - allt á vísum stað. FÆST í ÖLLUM HELSTU BÓKA- 0G RITFANGAVERSLUNUM AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1984- 2.fl. 1985- 2.fl.A 1985-2.fl.E3 10.09.92-10.03.93 10.09.92-10.03.93 10.09.92-10.03.93 kr. 65.084,33 kr. 41.926,57 kr. 26.109,77**) *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavexfir og verðbætur. **)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinisins. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, ágúst 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS Ragnar Óskarsson „Nú fer fram tæknileg úttekt á Herjólfi hinum nýja. Vonandi leiðir sú úttekt til þess að hinn glæsilegi farkostur verði okkur Vestmann- eyingum sú samgöngu- bót sem upphaflega var stefnt að.“ m.a. beitti hann sér fyrir því að finna lausn sem menn gætu sætt sig við, lausn sem fullnægt gæti þörfum okkar Vestmanneyinga. Lausnin varð það 70,5 metra langa skip sem nú hefur verið tekið í notkun. Hvar var Árni? Ég held því að Árni Johnsen eigi síst að beina spjótum sínum að því fólki sem lagði sig verulega fram um að við Vestmanneyingar fengj- um nýtt skip. Slíkt er einfaldlega ekki sanngjarnt. En í þessu sambandi rifjast það upp fyrir mér að Ámi sat sem vara- maður á Alþingi um tíma þegar verið var að taka mikilvægar ákvarðanir um smíði 70,5 metra skipsins. Ég man ekki betur en ein- mitt þá hafi hann sett met í flutn- ingi mála, met sem eftir var tekið. Ekkert þeirra sneri að því að hnekkja ákvörðun um 70,5 metra skipið. Það hefði auðvitað verið auðvelt mál fyrir varaþingmanninn. Hvers vegna gerði hann ekki einu sinni tilraun til þess þegar hann átti þess kost? Var það e.t.v. vegna andstöðu hans við málið sem Arni vissi um meðal þingmanna Sjálf- stæðisflokksinS, eða lá eitthvað annað að baki og þá hvað? Spyr sá sem ekki veit. Að lokum Nú fer fram tæknileg úttekt á Heijólfi hinum nýja. Vonandi leiðir sú úttekt til þess að hinn glæsilegi farkostur verði okkur Vestmanney- ingum sú samgöngubót sem upp- haflega var að stefnt og menn lögðu sig fram um að skapa. Aðeins það er ásættanlegt. Vonandi fær það fólk sem lagt hefur sig fram um að vinna Heij- ólfsmálinu brautargengi ekki skammir fyrir verk sín, allra síst þegar það á það ekki skilið. Og vonandi á Árni Johnsen eftir að láta margt gott af sér leiða. Höfundur er vnraþingmaður Alþýðubandalagsins á Suðurlandi og fyrrverandi stjórnarformaður Hetjólfs hf. Athugasemdir frá BM Vallá hf. - vegna greinar Guðmundar J. Guð- mundssonar eftir Víglund Þorsteinsson BM Vallá hf. vill koma á fram- færi athugasemdum vegna greinar Guðmundar J. Guðmundssonar „Það má víst ekki bjóða yður pípu- gerð“ í Morgunblaðinu þann 26. ágúst sl. í kafla sem nefnist: „Bannað að bjóða í hellulagnir" ræðir Guð- mundur um „tvö aðalsamkeppnis- fyrirtæki Pípugerðarinnar" sem staðsett eru í Reykjavík. Eftir að minnst hefur verið á þátt BM Vall- ár hf. í hellulögn í kringum ráðhús Reykjavíkur og í Aðalstræti segir Guðmundur: „Framkvæmdir á veg- um borgarinnar með hellulögnum frá einkafyrirtækjum stóðust ekki gæðakröfur, þannig að leita varð til Pípugerðarinnar með að hellu- leggja nokkuð á annað þúsund fer- metra.“ Nauðsynlegt er að taka það fram að hér er ekki átt við BM Vallá hf. Þegar þetta vanda- mál kom upp hjá einum keppinaut BM Vallár hf. í byijun sumars leit- aði gatnamálastjórinn í Reykjavík til okkar til þess að kanna hvort BM Vallá hf. gæti afhent hellur í umrædd verk. Við urðum að hafna þeirri beiðni, m.a. vegna þess að við gátum ekki afhent þær hellu- stærðir sem hér var um að ræða innan þeirra tímamarka sem kraf- ist var. BM Vallá hf. hefur á und- anförnum árum lagt mikla áherslu á gæði framleiðslu sinnar og stenst allar þær gæðakröfur sem Reykja- víkurborg gerir, enda kaupir Reykjavíkurborg umtalsvert magn af hellum af fyrirtækinu í ár. Þessar athugasemdir eru gerðar vegna þess að auðvelt er að mis- skilja orð Guðmundar J. Guð- mundssonar í umræddri grein þar sem BM Vallá hf. er eini hellufram- leiðandinn sem nefndur er á nafn af þeim 5 einkafyrirtækjum í þess- ari grein sem keppa á Reykjavíkur- svæðinu. Höfundur er framkvæmdasljóri BM Vallúrhf. __________Brids___________ ArnórRagnarsson Sumarbrids í Reylgavík Þátttakan í Sumarbrids þetta sumarið hefur verið sú besta frá upphafi sumarspilamennsku í Reykjavík. I síðustu viku mættu tæplega 180 pör til leiks þau 4 spilakvöld sem spilað var. I þessari viku og út sumarið verður einnig spilað á föstudögum með sama fyr- irkomulagi og er á mánudögum og þriðjudögum. Spilamennska hefst þá kl. 19. Síðasta laugardag mættu 28 pör til leiks. Úrslit urðu (efstu pör): N/S: Gylfi Baldursson-Sigurður B. Þorsteinsson354 Erlendur Jónsson-Magnús Sverrisson 309 Þórarinn Ámason-Þorleifur Þórarinsson 304 Sveinn Þorvaldsson-Hjálmar S. Pálsson 302 A/V: Kristinn Sölvas,—Steingrímur Steingrímss. 334 Guðlaugur Nielsen-Óskar Karlsson 312 Þrðstur Ingimarsson—Ómar Jónsson 305 Elvar Guðmundss. -Jóhannes Guðmannss. 303 Á mánudaginn mættu svo 50 pör til leiks. Úrslit urðu (efstu pör):

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.