Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 39 HANDKNATTLEIKUR / EVROPUMÓT FÉLAGSLIÐA Góðir möguleikar íslensku liðanna — Evrópumót félagsliða í handknattleik Evrópukeppni meistaraliða karla Barcelona (Spáni) - Lonikos (Grikklandi) Forst SSV Brixen (ftalíu) - Haka (Hollandi) ABC de Braga (Portúgal) - Pfadi Winterthur (Sviss) Olse Herksem (Belgíu) - HB Venissieux (Frakklandi) Vogel Pumpen (Austurr.) - Wallau Wassenheim (Þýskai.) Dukla Prag (Tékkóslóvakíu) - Halkbank (Tyrklandi) Elektromos (Ungveijalandi) - Zril Petritsch (Búlgaríu) SPE Strovolou (Kýpur) - Universitatea Craiova (Rúmeníu) Ystad (Svíþjóð) - EK 46 Karis (Finnlandi) Urædd (Noregi) - GOGG (Danmörku) GKS Wybrzeze (Póllandi) - SKA (Úkraínu) Granitas (Litháen) - Shevarden (Georgiu) SKIF Krasnciar (Rússlandi) - HK Dio (Lettlandi) Maccabi (fsrael) - HB Dudelingen (Lúxemborg) RK Zagreb (Króatíu) - Selje (Slóveníu)/Zamet (Króatíu) Tryst (Engl.)/Kyndil (Færeyjum - FH Evrópukeppni bikarhafa karla Avidesa (Spáni) - Sittardia (Hollandi) TJ VSZ (Tékkóslóvakíu) - Vitrolles (Frakkl.) Bala Mare (Rúmeníu) - Raba Eto (Ungvetja.) Echternach (Lúx.) - Stockerau (Austurríki) Grashopper (Sviss) - Herstal (Belgíu) Promurka (Slóveníu) - Medveszak (Króatíu) Vestel (Tyrklandi) - Philippos (Grikklandi) Pallamano (Ítalíu) - Lissabon (Portúgal) Stavanger (Noregi) - Valur Skövde (Svíþjóð) - Kolding (Danmörku) Hapoel Rishon (ísrael) - Limassol (Kýpur) Olnamo (Rússlandi) - SKA (Úkraníu) Maistas (Litháen) - Atlas Vanta (Finnlandi) A & T (Lettlandi) - Petrochemia Plock (Póllandi) ■ Bramac Veszprem, Ungveijalandi, og TU- SEM Essen, Þýskalandi, sitja hjá í 1. umferð. Evrópukeppni félagsliða karla Dormagen (Þýskalandi) - Petah Tikva (ísrael) Seynoise (Belgíu) - Askö Linde (Austurríki) Créteil (Frakklandi) - Red Boys (Lúxemborg) RIV 1979 (Sviss) - Hirschmann V&L (Hollandi) Sirela (Króatíu) - Darkov Anes (Tékkóslóvakíu) Tisza (Ungveijal.) - Steaua Búkarest (Rúmeníu) Docker Burgas (Búlgaríu) - Kolinska (Slóveníu) Porto (Portúgal) - ASE Doukas (Grikklandi) ETI (Tyrklandi) - Ortigia (Ítalíu) Víkingur - Runar (Noregi) MKS Pogan (Póllandi) - Saab (Svíþjóð) Kolketi (Georgíu) - ZSKA Moskva (Rússlandi) Swetotechnik (Úkraníu) - Victoria (Moldavíu) ■ Leutershausen, Þýskalandi, SKA Minsk, Hvíta Rússlandi, og Teka, Spáni, sitja hjá í 1. umferð. 1 Islandsmeistarar FH ættu að eiga greiða leið í 2. umferð Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. Enska liðið Trist 27 og Kynd- il í Færeyjum leika um réttinn til að mæta FH í 1. umferð, en hvorugt lið ætti að standa í íslensku meisturunum. Valur virðist einnig hafa dottið í lukkupottinn, en liðið mætir Stavanger frá Noregi í Evrópukeppni bikar- hafa og Víkingur lendir gegn Runar í Evrópu- keppni félagsliða. Dregið var í 1. umferð Evrópumótanna í gær og sem fyrr var liðunum fyrst svæða- skipt. FH og Valur eiga fyrst útileik, en Vík- ingur byijar heima. Stúlkumar byrja heima Víkingsstúlkur drógust gegn norska liðinu Bækkelager í Evrópukeppni meistaraliða, en Stjarnan leikur gegn danska liðinu Skovbak- ken í Evrópukeppni félagsliða og eiga bæði íslensku liðin heimaleik á undan. Fyrri leikir í öllum mótunum eiga að fara fram 21. til 27. september, en seinni leikim- ir 28. september til 4. október. íslandsmótið hefst 16. september, en keppni í Noregi byij- ar 20. september. JBANKIN Kristján Arason og lærisveinar hans í FH brostu breitt, þegar íslandsmeistaratitillinn var í höfn, og þurfa vart að hafa áhyggjur af mótheijunum í Evrópukeppni meistaraliða. Frá Bob Hennessy f Englandi ■ TEDDY Sheringham fékk að fara frá Nottingham Forest í -gær eins og hann hafði óskað eftir. Tott- enham greiddi 2,1 milljónir punda (um 220 millj. ÍSK) fyrir miðheijann, sem gerði 40 mörk fyrir Forest á síð- asta tímabili, en liðið borgaði Millwall 1,5 millj. punda fyrir hann í fyrra. ■ KENNET Andersson, landsliðs-^ maður Svía hjá Mechelen í Belg-* íu.fór til Newcastle í gær og verður þar til reynslu í 10 daga. ■ GORDON Armstrong var í gær seldur frá Sunderland til Southampton fyrir 750.000 pund (tæplega 79 millj. ÍSK.). H GUÐMUNDUR Torfason og samheijar hjá St. Johnstone mæta Rangers í undanúrslitum skosku deildarbikarkeppninnar 23. septem- ber. Daginn eftir leika Celtic og Aberdeen, en báðir leikirnir fara fram á Hampden Park. ■ FYRRUM mágur Mickey Thomas, sem er fyrrum landsliðs- maður Wales í knattspymu og var stunginn 15 sinnum með skrúfjámi^ og barinn með hamri í síðustu viku, hefur verið handtekin og ákærður fyrir morðtilraun á Thomas. Félaga hans er enn leitað. I TALIÐ er að konan sem var með Thomas í bílnum, þegar ódæðið var framið, hafi verið fengin til að tæla hann á afvikin stað þar sem mennim- ir biðu. Lögreglan hefði upp á henni í gær, en hefur ekki gefið út neina yfirlýsingu um þátt hennar í málinu. ■ THOMAS er óðum að ná sér, en hann útskrifaði sjálfan sig af sjúkrahúsi í fyrradag. Þess má geta að hann er á skilorði vegna ávísana- fals sem hann varð uppvís að, skömmu eftir að lið hans Wrexham sló lið Arsenal út úr bikarkeppninni sl. vetur. ÍSÍ II KNATTSPYRNA Lovísa í framboð til varaforseta LOVÍSA Ein- arsdóttir í framkvæmda- stjórn íþrótta- sambands ís- lands hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti vara- forseta ÍSÍ, en kosið verður í embættið á ársþinginu, sem verður 24. til 25 október. Fyrr í sumar til- kynnti Guðmundur Kr. Jónsson framboð sitt í sama embætti, en enginn hefur gegnt því sfðan Ellert B. Schram tók við emb- ætti forseta ÍSÍ á síðasta ári. Lvísa sagði við Morgunblaðið að tímabært væri að kona færi fram og þar sem hún hefði fundið fyrir miklum stuðningi hefði hún ákveðið að taka þessa ákvörðun. „Ég hef verið lengi í hreýfing- unni, er farin að stíga stærri skref og vil láta meira að mér kveða. Ég vil gjarnan að raddir kvenna verði sterkari innan hreyfingarinnar og vona að þetta verði öðrum konum hvatning í þá átt.“ Lovísa, sem starfar sem íþrótta- kennari, var formaður Fimleikasam- bandsins í fjögur ár, en hefur verið í framkvæmdastjórn ÍSÍ undanfarin sex ár. Hún sagði að ákvörðunin um að fara í framboð hefði verið að þróast allt árið og væri tekin að vel athuguðu máli. „Margir duglegir menn starfa inn- an hreyfingarinnar, en þó ekki sé eingöngu um kvennapólitík að ræða hjá mér er þörf á fleiri konum í ábyrgðarstörf." Lovísa Einarsdóttir ÍSLANKí' BANKIb Pálml Jónsson þjálfari Reynis Sandgerði. Hann og Guðmundur Hilmarsson, hinn þjálfarinn, hafa styrkt liðið, sem hefur ekki tapað stigi í sumar. Hiynur Birgisson Þór(5) Gunnar Gislason KA (4) ) Bjarki M—A V> Salih Izudin TÍ \ Gunnlaugsson Vn Porca Dervic Nt ÍA (4) v( Val <5> Va! (4) Amar Gunnlaugsson 1A (5) Anthony KarlGregory Val (3) LIÐ 15. UMFERÐAR Þrjú taplaus lið í úrslitum 4. deildar slitakeppni í 4. deild karla hefst á morgun kl. 14 með leik Hattar og Reynis á Egilsstöð- um, og Hvatar og HK á Blönduósi. Liðin unnu riðla sína með miklum yfirburðum, þrjú af þeim hafa unn- ið alla leiki sína til þessa og hafa í leikjum sumarsins skorað samtals 288 mörk, en fengið á sig 34, eða skorað rúmlega fimm mörk í leik og fengið á sig 0,6 að meðaltali. Reynir Sandgerði sigraði í A- riðli, fékk 42 stig úr fjórtán leikjum, eða fullt hús stiga. Reynir skoraði 86 mörk mörk en fékk á sig sjö. I B-riðli sigraði HK með sömu yfir- burðum og Reynir í A-riðli, fékk 42 stig fyrir fjórtán sigra. HK-menn skoruðu 74 mörk og fengu á sig 13. I C-riðli léku liðin aðeins tíu leiki, og sigraði Hvöt á Blönduósi í öllum sínum leikjum, skoraði samtals 33 mörk og fékk á sig átta. Höttur á Egilsstöðum sigraði í D-riðli, vann 16 leiki af 18, og tapaði tveimur. Hattarmenn voru lengi vel taplaus- ir, og það sem meira er þá fengu þeir ekki á sig mark fyrr en í byij- un ágúst. Alls voru skoruð sex mörk hjá þeim í sumar, en á móti komu Hattarmenn knettinum 95 sinnum í net andstæðinga sinna. Eins og áður sagði verða fyrstu tveir leikirnir í úrslitakeppninni á morgun, laugardag. Þriðjudaginn 1. september mætast Hvöt og Hött- ur á Blönduósi og HK og Reynir í Kópavogi. Hefjast báðir leikirnir klukkan 18. Úrslitakeppninni lýkur síðan laugardaginn 5. september, en þá leika HK og Höttur í Kópa- vogi, og Reynir og Hvöt í Sand- gerði. Báðir leikirnir heijast klukk- an 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.