Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 25 Dýralæknafélag Islands Fjallað um matarsýk- ingar í alifuglakjöti Dýralæknafélag íslands gekkst fyrir ráðstefnu um varnir gegn matarsýkingum af völdum salmonella og camphylobacter sýkla í alifuglaafurðum á Húsavík nýlega. Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru sérfræðingar frá Bretlandi, Frakklandi og Hollandi auk íslensks sérfræðings um sjúkdóma í alifugla. Erlendu gestimir eru allir með- limir sérstakrar nefndar á vegum Evrópubandalagsins sem fjallar um matarsýkingar tengdar alifuglaaf- urðum, en þeirri nefnd er einnig ætlað að koma á framfæri upplýs- ingum til þeirra dýralækna er vinna að þessum málum innan bandalags- ins og samhæfa störf þeirra. Dýralæknafélag íslands hefur að undanförnu unnið markvisst að því að efla samstarf við þær stofnanir EB er fara með málefni er heyra undir dýralækna og leitast við að kynna þær fýrir sínum félagsmönn- um. Á aðalfundi félagsins er haldinn var í tengslum við ráðstefnuna baðst dr. Ólafur Oddgeirsson undan endurkjöri sem formaður félagsins, en hann er nú á haustdögum á leið til Brussel til að taka við starfi eftir- litsdýralæknis hjá sameiginlegri nefnd EFTA og EB. í hans stað var kosinn Rögnvaldur Ingólfsson héraðsdýralæknir í Búðardal. Aðrir í stjórn félagsins eru Ólafur Jónsson ritari, Sigurborg Daðadóttir, gjald- keri, bæði á Akureyri, og Sigurður Örn Hansson, Reykjavík. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Rúnar Þór. Æft fyrir rallið Keppt verður í kassabílarallíi á afmælisdegi Akureyrar á laugardag og þessa dagana má víða um bæinn sjá unga ökumenn reynsluaka keppnisbifreiðum sínum og þeir láta smá vætu ekki á sig fá. Efnaverksmiðjan Sjöfn Sótthreinsiefni í mat- vælaiðnaði á markað Morgunblaðið/Rúnar Þór Vegaskilti hindrar útsýni Þetta vegaskilti hefur verið sett upp við veginn niður að Árskógssandi, en eins og sjá má á myndinni hindrar það nokkuð útsýni ökumanna sem koma akandi upp veginn. Fjölmargir ferðamenn leggja leið sína út í Hrís- ey og koma þar af leiðandi upp veginn á leiðinni til baka. EFNAVERKSMIÐJAN Sjöfn hf. hefur sett á markað nýtt sótt- hreinsiefni til notkunar í mat- vælaiðnaði, en það var þróað í samráð við Útgerðarfélag Akureyringa og Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins. Efnið Grímsey Hreppstjórinn stund- ar skógrækt af kappi BJARNI Magnússon hrepp- stjóri í Grímsey hefur á síð- ustu árum plantað á sjötta hundrað plötnum í hvammi í brekkunum skammt ofan byggðarinnar. Þar hefur hann einnig útbúið litla Ijörn og hefur þannig útbúið afar fal- legan reit, sem gengur undir nafninu Bjarnalundur manna á meðal. Framtak Bjarna hreppstjóra til gróðurverndarmála er lofsvert, en hér langt norður í hafi hefur geng- ið illa að halda lífi í tijáplöntum. Skógrækt hreppstjóra gengur þó framar öllum vonum, enda hefur hann sinnt þessu starfi af miklum fítonskrafti síðastliðin sumur. Það er einkum grávíðir og loð- víðir sem Bjarni hefur gróðursett í reitinn, en einnig nokkuð af gulvíði. Hefur hann reist skjól- vegg á svæðinu og einnig hefur hann útbúið litla og snotra tjörn þar, þannig að reiturinn er orðinn hinn huggulegasti. Á dögunum var j hann svo að reisa girðingu umhverfis svæðið. Uppúr miðjum júní í sumar gerði mikið vestanrok sem hafði í för með sér miklar skemmdir á gróðri í eynni, stór sá á öllum Morgunblaðið/Hólmfríður Bjarni Magnússon hreppstjóri naut aðstoðar dóttursonar síns, Vilbergs Inga Héðinssonar, við að girða „Bjarnalundinn“ svokall- aða. gróðri við heimili, blöð gulnuðu tréin virðast þó hafa lifað þessar og drápust. í kjölfarið fylgdi kuld- hremmingar af. akast sem ekki bætti úr skák, en - HSH hefur hlotið nafnið Barri og er því teflt gegn þekktum örveir- um eins og salmonellu, listeríu, stafýlókokkum og kólígerlum, sem sérstaklega ber að varast við vinnslu matvæla. Aðalsteinn Jónsson forstjóri Sjafnar sagði að fýrirtækið hefði viljað gera átak í þessum málum í tilefni af 60 ára afmæli verk- smiðjunnar á þessu ári og væri fyrirtækið nú að kynna ný sótt- hreinsiefni sem ætluð væru til notkunar í matvælaiðnaði. Efnið er lyktarlaust og mun visthæfara en til að mynda klór sem mikið hefur verið notaður í þessum iðn- aði. Sótthreinsiefnið er mjög þægi- legt í notkun og eiturvirkni og mengunarhætta er í lágmarki, en því er úðað yfir þá hreingerðu fleti sem á að sótthreinsa og látið liggja yfír nótt eða meðan vinnsla liggur niðri og virkar efnið allan tímann. Ekki er nauðsynlegt að skola það af og er ekki hætta á tæringu á tækjabúnaði. Unnt er að nota sótthreinsiefnið þar sem matvæli eru höfð um hönd, sérstaklega er það hentugt í fískvinnsluhúsum, frystitogur- um, sláturhúsum og kjötvinnslu- stöðvum og ennfremur í verslun- um þar sem ferk matvæli eru meðhöndluð. Þá kemur til greina að nota sótthreinsiefnið í mjólk- urbúum, brauðgerðum, gos- og ölgerðum og sælgætisverksmiðj- um. Þá kom fram á fundi þar sem efnið var kynnt að góður árangur hefði náðst við notkun þess við sótthreinsun búningsklefa og hreinlætisaðstöðu í íþróttahúsum og sundlaugum. Tilraunir voru gerðar á nokk- urra vikna tímabili hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa með efnið og niðurstaða þeirra var sú að góður árangur náðist. Veruleg fækkun gerla átti sér stað eftir úðun sótt- hreinsiefnisins á tækjum og vélum, gólfum og veggjum. „Allt er fertug- um fært“ í 1929 „ALLT er fertugum fært,“ er yfirskrift dagskrár sem haldin verður i skemmtistaðnum 1929 á morgun, laugardag og hefst hún kl. 14. Það er skáldið Jóhann Árelíuz sem efnir til skemmtanahaldsins í samvinnu við Akureyrarbæ, en sem kunnugt er á bærinn 130 ára afmæli á morgun, en Jóhann Árel- íuz er 90 árum yngri, fagnar fer- tugsafmæli sínu á sama tíma. Á dagskránni verður upplestur, tónlist og söngur, m.a. verður frumfluttir kaflar úr skáldverki sem Jóhann Árelíuz hefur nú í smíðum, „Svíþjóðarbókinni" svo- kölluðu. Þá les skáldið ljóð úr verð- launabók sinni, Tehús ágústmán- ans. Auk Árelíuzar koma fram Þráinn Karlsson, Þórey Aðal- steinsdóttir og Kerstín Venables. Jasskombó Jóns „bassa“ Rafns- sonar leikur nokkur lög, en auk Jón eru innanborðs þeir Árni Ket- ill og Gunnar Gunnarsson. Atriði verða stutt og laggóð og þess vænst að sem flestir sjái sér fært að fylgjast með dagskránni. Allir ættu síðan að komast á völl- inn þar sem KA tekur á móti Breiðabliki kl. 15, én þá er ráð- gert að dagskránni verði lokið. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.