Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 Skákþing íslands Helgi efst- ur fyrir síð- ustu skák HELGI Ólafsson gerði jafntefli við Hannes Hlífar Stefánsson í 10. og næst síðustu umferð Skákþings íslands í gærkvöldi og er einn efstur með 8V2 vinning. Skák Mar- geirs Péturssonar við Jón G. Við- arsson fór í bið en er jafnteflisleg. Margeir er í 2. sæti með 7V2 vinn- ing og biðskák. Óðrum skákum í 10. umferð lauk þannig að Þröstur Þórhallsson vann Þröst Ámason, Sævar Bjarnason vann Bjöm F. Björnsson og Haukur Angantýsson vann Jóp. Á. Jónsson. Síðasta umferð Skákþingsins verður tefld í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í dag og hefst hún klukkan 17. ♦ ♦ ♦ Fjármálanáms- skeið VÍB Bæta þurfti við vegria aðsóknar MIKIL eftirspurn hefur verið eftir þátttöku í námskeiðum um fjár- mál fjölskyldunnar _ sem Verð- bréfamarkaður íslandsbanka stendur nú fyrir. Upphaflega átti aðeins að halda tvö slík námskeið en nú hefur verið ákveðið að bæta þremur við svo þau verða fimm alls. Sigurður B. Stefánson fram- kvæmdastjóri VÍB segir að biðlistinn eftir plássi á tveimur upphaflegu námskeiðunum hafí verið svo langur að ákveðið var að bregðast við með þessum hætti. Fyrsta námskeiðið hófst í gær- morgun en þau standa tvo morgna hvert og komast 20 einstaklingar að í einu. Sigurður B. Stefánsson segir að hin mikla aðsókn að þessum nám- skeiðum hafí komið VÍB þægilega á óvart þó ekki sé ætlunin að bæta þessum þætti við rekstur VÍB. Tvennir glasatvíburar komnir í heiminn Gekkeins og í lyga- sögu - segir Árdís Indr- iðadóttir móðir annarra tvíburanna AÐRIR íslensku glasatvíbur- arnir fæddust á Landspítalan- um árla á miðvikudag. Foreldr- ar tvíburanna, tveggja pattara- legra stráka, eru Ardís Indriða- dóttir og Björn Ingi Óskarsson frá Skagaströnd. Fyrir á Árdís 11 ára strák, Davíð. Fyrstu ís- Iensku glasatvíburarnir fædd- ust í liðinni viku. „Meðgangan gekk mjög vel og fæðingin eiginlega eins og í lyga- sögu. Varla mátti tæpara standa að ég næði á spítalann og allt var yfírstaðið á íjórum tímum,“ sagði Árdís í samtali við Morgunblaðið en þess má geta að strákarnir vógu 15 merkur hvor þegar þeir fæddust. „Við erum búin að vera Morgunblaðið/Kristinn Glasatvíburarnir með fjölskyldu Björn Ingi, Davíð og Árdís með tvíburana sem vógu 15 merkur hvor við fæðingu. héma síðan 10. ágúst vegna þess að algengt er að tvíburar fæðist hálfum mánuði fyrir tímann en svo var ekki. Ég gekk með þá næstum því fulla meðgöngu," bætti Árdís við. Coldwater 1 Bandaríkjunum Lágt gengi dollars dregur úr birgðum af fiskflökum -segir Magnús Gústafsson forstjóri Coldwater HALDIST hið Iága gengi á dollar áfram mun það hafa áhrif á fisk- birgðir íslensku sölufyrirtækjanna í Bandaríkjunum. Magnús Gústafs- son forstjóri Coldwater segir að enn sem komið er séu brigðir af fiskflökum hjá þeim eðlilegar eða til næstu 3-4 mánaða. „Hinsvegar getur hið lága gengi dollarans dregið úr áhuga framleiðenda að selja vöru sína á þennan markað og minnkað birgðir. Við getum ekki brugðist við þessu með því að hækka verðin, þau eru þegar í hærri kantinum," segir Magnús. Gengi dollarans hefur lækkað mjög hratt að undanfömu eða úr tæplega 60 krónum í vor niður í 53 krónur nú. Magnús segir að sem stendur séu teikn á lofti um að doll- arinn sé að rétta úr kútnum aftur. „Það verður að hafa í huga að við eram í samkeppni við aðra matvöra eins og kjöt og kjúklinga auk sjávar- afurða frá framleiðendum í Banda- Rannsókn kókaínmálsins flutt frá fíkniefnalögreglu til RLR Ekki gagnrýni á störf fíkniefnalögreglunnar - segir Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari HALLVARÐUR Einvarðsson ríkissaksókn- ari hefur ákveðið að Rannsóknarlögregla ríkisins, en ekki fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, skuli annast rannsókn kókaín- málsins svokallaða, en áður hafði RLR verið falið að rannsaka þann þátt málsins sem laut að ofsaakstri hins grunaða höfuðpaurs málsins og árekstri milli flóttabíls hans og lögreglubils og árás mannsins á lögreglu- menn sem handtóku hann. Rannsóknargögn málsins voru afhent RLR í gær. Þeirra á meðal eru, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, játningar meints höfuðpaurs um að hann hafi flutt efnið inn til landsins og hafi ætlað sér að se\ja það. Ríkissaksóknari sagði í samtali við Morgunblaðið að ákvörð- un hans bæri ekki vitni um gagnrýni á störf fíkniefnalögreglunnar eða stjórnenda henn- ar og ákvarðanir þeirra í málinu. „í þessu máli beinist rannsókn að ætluðum brotum á almennri hegningarlöggjöf, sem er að meginstofni til viðfangsefni Rannsóknarlög- reglu ríkisins, sem og sérrefsilöggjöf, þar á meðal ávana- og fíkniefnalöggöf. Tilteknum þáttum málsins hafði áður verið vísað til RLR. Ég hef hallast að því að eðlilegt og heppilegt væri að rannsókn þessa máls væri hjá einni stofnun og rannsóknarforræði á einni hendi, enda þótt ég leggi áherslu á nauðsynlega sam- vinnu milli lögregluembættanna," sagði Hall- varður. Böðvar Bragason lögreglustjóri sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann hefði ekki gert ágreining við ríkissaksóknara um fyrrgreinda ákvörðun hans enda væri óumdeilt að ríksisak- sóknari hefði til þess heimildir. „Hann hefur þessar heimildir og notar þær samkvæmt því sem hann telur réttast hveiju sinni,“ sagði Böð- var Bragason og kvaðst ekki líta á ákvörðun saksóknara sem gagnrýni á störf embættis síns á meðferð málsins. Böðvar kvaðst telja að sínir menn hefðu unnið vel að málinu og notkun tál- beitu til að upplýsa það hefði verið eðlileg og innan marka laga. Hann kvaðst geta tekið und- ir raddir um að reglur um beitingu óhefðbund- inna rannsóknaraðferða, eins og notkun tál- beitu, væra óljósar og taldi unnt að bæta úr því með því að ríkissaksóknari gæfí út reglur þar um, eða lögreglan setti sér innanhússregl- ur. Hins vegar væri lagasetning ónauðsynleg í þeim efnum. í samtali við Böðvar kom fram að fíkniefna- lögreglan hefði í fáeinum málum greitt upp- ljóstrarum fyrir upplýsingar um mál. Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari sagði aðspurður um hvort ekki hefði verið eðlilegra að fela fíkniefnalögreglunni að rannsaka málið allt, ef rannsókn þess þyrfti að vera á einni hendi, þar sem hún hefði fyrir haft með höndum viðameiri hluta þess: „Nei, lögum samkvæmt fellur rannsókn alvarlegra hegningarlagabrota á aðalstarfssvæði RLR almennt undir RLR, að vísu með vissum undantekningum. Þegar rann- sóknir mála tengjast með ýmsum hætti er lög- skylt að rannsaka þetta allt á sama tíma. Ef til þess kemur að málið fari fyrir dóm verður það væntanlega rekið sem eitt mál og því tel ég eðlilegt að þetta sé á sömu hendi." Ríkissaksóknari neitaði því að verið væri að útiloka fíkniefnadeild lögreglunnar frá meðferð málsins vegna þeirra aðferða sem beitt hefði verið við að egna gildru fyrir hinn meinta höf- uðpaur. Aðspurður um afstöðu sína til beitingu tálbeitu sagði ríkissaksóknari að á síðari stigum málsins kæmi það í heild til ákvörðunar ákæra- valds og einnig til kasta dómstóla ef skilyrði verða til þess. „Þá fyrst verður efni til að taka afstöðu til þess sem fram hefur komið í mál- inu,“ sagði ríkissaksóknari. Hann ítrekaði að ákvörðun hans um að flytja forræði rannsóknar- innar fæli ekki í sér neitt mat á starfsemi fíkni- efnalögreglunnar, sem starfað hefði af dugnaði og eljusemi að rannsókn fíkniefnamála almennt. Olympíumótið í brids • • Oruggnr signr á Pakistan ísiendingar unnu Pakistani 20-10 í 15. umferð Ólympíumóts- ins í brids í gærkvöldi og stöðvuðu þar með sigurgöngu Pakistana sem höfðu unnið fimm síðustu leiki sína. ísland er í 3. sæti í sín- um riðli en mikil barátta er fyrir- sjáanleg um úrslitasætin fjögur í riðlinum. íslendingar unnu Þjóðveija, 18-12, í 13. umferð, en Þjóðveijar tefldu fram sama liði og vann heimsmeist- aramót fyrir tveimur árum. í 14. umferð tapaði íslenska liðið naum- lega fyrir Samveldismönnum, 14-16. Eftir 15 umferðirera Hollendingar efstir í B-riðli með 289 stig. Banda- ríkjamenn era í öðra sæti með 280 stig, ísland í 3. sæti með 274,5 stig og næstir koma Frakkar með 268 stig, Svíar með 266 stig, Norðmenn með 265 stig, Tyrkir með 263 stig og Pakistanir með 260 stig. í A- riðli era Danir, Egyptar, ísraelsmenn og Hong Kongbúar í fjórum efstu sætunum. Dagurinn í dag verður strangur hjá íslendingum en þeir spila þá við Bandaríkin, Argentínu og Svíþjóð. -♦ ♦ ♦■ ríkjunum eða Kanada," segir Magn- ús. „Af þessum sökum getum við ekki bragðist við hinu lága gengi með því að hækka verðin. Þau era þegar í hærri kantinum." Magnús segir að eftir skort á þorski og ýsu seinnipart ársins 1990 og fyrripart 1991 sem leiddi til mik- illa verðhækkana hafi dregið úr sölu á þorski og ýsu. Síðan hefur salan haldist nokkuð óbreytt og er birgða- staðan á flökunum eðlileg miðað við þá sölu. SVR - AV Tæplega 3.000 græn kort seld TÆPLEGA 3.000 græn kort, sem gilda á öllum leiðum Strætisvagna Reykjavíkur og Almenningsvagna bs., hafa verið seld síðan sala þeirra hófst 15. ágúst sfðastliðinn. Kortin eru seld á sérstökú kynn- ingarverði á 2.000 krónur hvert kort fram til 15. september en eftir þann tíma kosta þau 2.900 krónur. „Viðtökumar hafa verið nokkuð góðar og við teljum þetta afar góðan kost, þar sem kortin gilda um allt höfuðborgarsvæðið," sagði Hörður Gíslason, skrifstofustjóri Strætis- vagna Reykjavíkur. „Tvennt ber þó að hafa í huga og annað er að enn er ágústmánuður en reynsla okkar er sú að í september þegar skólamir hefjast eykst sala á miðum. Svo hef- ur það áhrif að fólk birgði sig upp af gömlu miðunum." ♦ ♦ ♦ Eimskip Minni skip í í siglingar til Bandaríkjanna EIMSKIP mun á næstunni taka leiguskip það er sinnt hefur sigl- ingum til Bandaríkjanna af þeirri Ieið, og mun minna skip sem er á stærð við Selfoss koma í þess stað. Auk leiguskipsins hefur Skóga- foss verið í Bandaríkjasiglingum,, og verður svo áfram. Fyrr í vikunni kom fram í fréttum að Eimskipafélagið hygðist bregðast við breyttum markaðsaðstæðum í, þessum flutningum með minnkun á framboði. Hörður Sigurgestsson, for- stjóri Eimskips, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta þýddi ekki að ferðum yrði fækkað. „Við hyggj- umst halda óbreyttri áætlun í þessum siglingum," sagði Hörður. „Hins veg- ar munum við minnka framboð okk- ar á plássi með þessum hætti, og þar með ná fram hagræðingu í flutn- ingunum.“- - -<--------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.