Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 9 íslandsmótið Helgi Olafsson með nauma forystu Skák Bragi Kristjánsson Nú líður að lokum Skák- þings Islands, sem að þessu sinni er teflt í iþróttahúsinu við Strandgötu íJHafnarfirði. Helgi Ólafsson, íslandsmeist- arinn í fyrra, hefur hálfs vinn- ings forskot á Margeir Pét- ursson, þegar tveimur um- ferðum er ólokið. í níundu umferð á miðvikudagskvöld vann Helgi öruggan sigur á Hauki Angantýssyni og Mar- geir vann Jón Arna Jónsson í stuttri skák. Hannes Hlífar Stefánsson vann Arna Ár- mann Arnason, þrátt fyrir verri stöðu framan af. 9. umferð: Þröstur Þórhailsson - Sævar Bjarnason Í-0 Helgi Ólafsson - Haukur Angantýsson i-0 Margeir Pétursson - Jón Á. Jónsson 1-0 Hannes H. Stefánsson - Ámi Á. Ámason Í-0 RóbertHarðarson-ÞrösturÁmason 0-1 Bjöm F. Bjömsson - Jón G. Viðarsson0-1 Ekkert jafntefli varð í þessari umferð eins og í þeirri áttundu! Þröstur Þórhallsson vann þriðju skákina í röð og var Sævar þo- landinn í þetta skiptið. Þröstur blés snemma til sóknar, þegar Sævar geymdi stutta hrókun of lengi. Mannsfórn opnaði svörtu kóngsstöðuna og Sævar mátti þola annað tapið í röð. Hannes Hlífar fékk mjög slæma stöðu í byrjun gegn Arna Ármanni, en náði sókn og vann. Róbert og Þröstur Árnason tefldu flókna og skemmtilega skák, þar sem ; illa staddur kóngur á miðborði ' réð úrslitum, Þresti í hag. Helgi og Margeir unnu örugglega, eins og áður getur, og Jóni Garð- ari tókst að vinna á Birni Frey, þótt sá síðastnefndi virtist eiga allgóð jafnteflisfæri. Staða efstu manna, þegar tvær umferðir eru ótefldar: 1. Helgi, 8 v. 2. Margeir, 7'A v. 3. Hannes Hlífar, 6V2 v. 4. -5. Haukur og Jón Garðar, 5 v. hvor. 6.-7. Róbert og Þröstur Þ., 4Vi v. 8. Sævar, 4 v. íslandsmótið í kvennaflokki hófst á miðvikudagskvöld og er teflt á sama stað og tíma og landsliðsflokkurinn. Keppendur eru 12 og tefla fímm umferðir eftir Monrad-kerfi. Úrslit í 1. umferð: Guðfríður Lilja Grétars- dóttir vann Eyrúnu E. Hjörleifs- dóttur, Áslaug Kristinsdóttir vann Höllu Gunnarsdóttur, Guðný H. Karlsdóttir vann Sól- veigu Snorradóttur, Sigrún Þor- varðardóttir vann Ragnheiði Kristjánsdóttur, Helga G. Ei- ríksdóttir vann Berglind Ara- dóttur, Svava B. Sigbertsdóttir vann Steingerði G. Kristjáns- dóttur. Að lokum skulum við sjá við- ureign Þrastar Þórhallssonar og Sævars Bjarnasonar. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Sævar Bjarnason Pirc-vörn I. e4 - g6, 2. d4 - Bg7, 3. Rc3 - d6, 4. f4 - Rf6, 5. Rf3 - Ra6?! Sævar geymir að koma kóngi sínum í skjól með 5. - 0-0, og lendir við það í vandræðum. 6. e4 - dxe5, 7. fxe5 - Rfd7?! Sævar reiknar greinilega ekki með næsta leik Þrastar. Hann hefði betur leikið 7. - Rd5 eða 7. - Rg4. 8. h4! - Hvítur hótar 9. h5 og annað- hvort h6 eða hxg6 í framhaldinu og eftir 8. - h5, 9. e6! verður svarti kóngurinn skjóllítill. 8. - c5 Eftir 8. - f6, 9. h5 opnast kóngsstaðan óþægilega. 9. Be3 - Da5, 10. h5 - gxh5 Ekki gengur 10. - cxd4, 11. Bxd4 - Rxe5?, 12. Rxe5 - Bxe5, 13. Bb5+ - og hvítur vinnur mann. Til marks um vandræði svarts í stöðunni má benda á eftirfarandi leið: 10. - cxd4, 11. Bxe4 - Rdc5, 12. h6 - Bf8, 13. e6 - f6, 14. Bb5+ - o.s.frv. II. Bc4 - cxd4 12. Bxf7+! - Kxf7, 13. Rg5+ - Kg8 Svartur getur ekki forðað kóngi sínum yfir á drottningar- væng 13. - Ke8, 14. Dxh5+ - Kd8, 15. Re6+ mát. 14. Dxh5 - Rxe5, 15. De8+ - Bf8, 16. 0-0 - Bf5 Ekki gengur 16. - Kg7, 17. Hf7+ - Kh6, 18. Hxf8 - Bd7, 19. Dxe7 - Haxf8, 20. Rf7++ - Kg6, 21. Rxe5+ - DExe5, 22. Dxe6 og hvítur vinnur. 17. Dxa8 - Hvítur hefur nú bæði meira lið og sterka sókn og lokin eru því skammt undan. 17. - Rc6, 18. Re6 - Kf7, 19. Dxb7 - De5, 20. Hxf5+ - Dxf5, 21. Hfl og svartur gafst upp, þar eð liðs- munur er orðinn of mikill. I kvöld verða tefldar biðskák- ir, en á morgun, laugardag, verður síðasta umferðin tefld, og þá eigast við Jón Árni - Jón Garðar, Margeir - Sævar, Björn Freyr - Þröstur Á., Þröstur Þ. - Árni Ármann, Róbert - Helgi, Hannes Hlífar - Haukur. Samtökin Barnaheill Undirbúningur meðferð- arheimilis á lokastigi SAMTÖKIN Barnaheill hafa náð samkomulagi við ríkið um rekstur á meðferðarheimili fyrir vegalaus börn. Að sögn Láru Pálsdóttur, varaformanns Barnaheilla, er stefnt að því að heimilið komist í gagn- ið sem allra fyrst, og er nú verið að leita að hentugri jörð fyrir það í nágrenni Reykjavíkur eða Akureyrar. f frétt frá Bamaheillum kemur fram að samið hafí verið við sál- fræðimenntuð hjón sem veita munu heimilinu forstöðu þegar fundist hefur jörð og gerðar hafa verið þær breytingar sem gera þarf. Að sögn Láru verða kaupin á jörðinni og breytingar á henni fjármagnaðar með framlögum sem samtökunum hafa borist, en þau nema nú um 26 milljónum króna. 5:4 í þingflokki Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið, sem hangið hefur á fréttalegri horrim síð- ustu misseri, þrátt fyrir hefðbundið og neikvætt stjórnarandstöð- unöldur, skauzt heldur betur inn í fréttaljós vikunnar í slag um stöðu þingflokksformanns milli Ragnars Arnalds og Svavars Gestssonar. Staksteinar fjalla um þann hanaslag í dag en fyrst er staldrað við fáein atriði varðandi þann viðskiptasamning sem gengur undir nafninu Evrópska efnahagssvæðið (EES). Evrópumark- aðurinnog lífskjorin 1 landinu Ekki eru stjómarand- stöðuflokkamir alveg samstiga í andróðri gegn Evrópska efnahagssvæð- inu (EES). Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir Davíð Odds- son, núverandi forsætis- ráðherra, fyrir að vitna í fundargerðir fyrri ríkis- stjómar, sem Steingrím- ur leiddi. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Ad- þýðubandalagsins, krefst þess hins vegar staðfast- lega, að þessar ríkis- stjómarfundargerðir verði birtar almenningi! Fundargerðir þessar sýna, að allur undirbún- ingur EES, sem er fyrst og fremst viðskiptasamn- ingur milli EFTA og EB (og á m.a. að tryggja toll- fijálsan aðgang á ís- lenzkum sjávarvömm á 380 milfjóna manna Evr- ópumarkað), var marg- ræddur í fyrri ríkis- stjórn. Staðreynd er að fjórir af fímm núverandi þingflokkum hafa átt hlutdeild að stefnumót- uninni og í undirbúnings- vinnunni. Það er fyrst eftir að Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur standa utan ríkisstjórnar að þeir hefja mótmæli að ráði sem þó innihalda að takmörkuðu leyti að- finnslur á efnisinnihald ESS-samningsins; byggja fremur á meintum stjómarskrárlegum agnútnn. Mikilvægi Evrópumark- aðarins Evrópumarkaðurinn hefur um áratugaskeið tekið við allt að 70% út- flutnings okkar. Hann er og hagkvæmasti markað- urinn, sem völ er á, hvað verð og greiðslugetu kaupenda varðar. Það myndi bæta stöðu fisk- vinnslunnar í landinu, og þar með atvinnustigið, ef EES-samningurinn tryggir tollfrjálsan að- gang fyrir sjávarvörur á þennan mikilvæga mark- að. EES-samningurinn, sem fjallar fyrst og fremst um viðskipti milli EFTA- og EB-rílga, felur í sér ýmsa möguleika fyrir íslenzkt atvinnulíf. Hann styrkir stöðu ís- lenzk sjávarútvegs sem fyrr segir. Hann greiðir götu erlends áhættufjár- magns til orkufreks iðn- aðar hér á landi. Nokkur amerisk fyrirtæki hafa og sýnt áhuga á starf- semi innan hugsanlegs fríiðnaðarsvæðis við Flugstöð Leifs Eiríksson- ar ef EES-aðild opnar þeim leið á Evrópumark- að. Viðskiptasamningur- inn, sem í daglegu tali er kenndur við EES, hef- ur ótviræð, jákvæð áhrif á atvinnustarfsemi í land- inu — atvinnustigið og verðmætasköpunina — og þar með almenn lífs- kjör. Naumur sigur Olafs Ragnars Svavar Gestsson, fyr- verandi formaður Al- þýðubandalagsins og fyrrverandi ráðherra, gaf kost á sér til for- mennsku í þingfíokki Al- þýðubandalagsins eftir að fráfarandi formaður, Margrét Frímannsdóttir, hafði fengið sig fullsadd- an í starfinu. Ólafur Ragnar Gríms- son, formaður Alþýðu- bandalagsins, mátti ekki til þess hugsa að Svavars- armurinn færi með sigur af hólmi í þessu máli, enda hefði kjör Svavars undirstrikað tengsl Al- þýðubandalagsins við fortíðina. Það var síðan þrautlending Ólafs Ragn- ars að stilla Ragnari Arn- alds upp gegn Svavari í vali um þingflokksfor- mann. Ragnar Arnalds hefur ekki sömu rótgrónu tengslin við pólitíska for- tíð Alþýðubandalagsins og' Svavar Gestsson. Þó má ekki gleyma því, að hann hóf stjómmálaferil sinn undir handaijaðri Einars Olgeirssonar og átti lengi náið samstarf við Lúðvík Jósepsson. Þvi má heldur ekki gleyma, að í formannstíð hans í Alþýðubandalaginu hélt flokkurinn uppi virku sambandi við Kommún- istaflokk Rúmeníu. Það er erfítt fyrir Ólaf Ragn- ar að fínna forystumenn í Alþýðubandalaginu, sem ekki hafa með ein- hverjum hætti komið við sögu fyrr á árum! SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI FÖSTUDAGUR TIL FIÁR | SAFAPRESSA i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.