Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 Vopnahlé í Kabúl Hezb-i-Islami, skæruliða- flokkur heittrúarmannsins Gulbuddins Hekmatyars í Afg- anistan, samþykkti í gær að komið yrði á skilyrðislausu vopnahléi í 72 stundir á Kabúl- svæðinu. Um 2.000 manns hafa fallið undanfamar vikur í inn- byrðis átökum sveita Hekmaty- ars annars vegar og liðsmanna allmargra annarra skæruliða- hreyfmga sem einnig börðust gegn kommúnistum. Stórsigur Hizbollah Bókstafstrúarmenn úr röð- um hrejrfingarinnar Hizbollah, sem unnið hefur mörg hryðju- verk, unnu yfirburðasigur í austurhluta Líbanons í fyrstu þingkosningum Líbana í 20 ár en þær fóru fram um síðustu helgi. Andstæðingar Hizbollah meðal múslima mótmæltu úr- slitunum ákaft og töldu að um kosningasvik hefði verið að ræða. Kosið var að þessu sinni í austur- og norðurhluta lands- ins, Baalbek-svæðinu. Flestir leiðtogar kristinna, sem einkum búa í vestur- og suðurhlutan- um, hafa mótmælt ákvörðun stjómvalda um að efna til kosn- inga. Segja þeir að ekki eigi að kjósa fyrr en Sýrlendingar hafí dregið hemámslið sitt, alls um 40,000 manns, á brott. Ohraustir nýliðar Einn af hveijum þrem ung- um körlum, sem kallaðir eru til herþjónustu í Úkraínu, reyn- ist óhæfur vegna lélegrar heilsu, að sögn fréttastofunnar Úkrínform. Ætlunin er að alls verði um 250.000 manns í hern- um, en ekki 700.000 eins og upphaflega var rætt um. Talið er að um 150.000 hermenn af úkraínskum uppmna gegni nú störfum í heijum Samveldis sjálfstæðra ríkja, þar á meðal allmargir í Þýskalandi. Sumir þeirra afneita þó uppmna sín- um í von um að fá að dveljast lengur í Þýskalandi fremur en að hverfa til Úkraínu þar sem skortur er á húsnæði og mörg- um nauðsynjum. Viðurkennir mútuþægni Shin Kanemam, sem lengi hefur verið talinn valdamesti maður í Japan bak við tjöldin, bauðst í gær til að segja af sér embætti varaformanns stjórn- arflokks Fijálslyndra demó- krata. Kanemam, sem er 77 ára, viðurkenndi að hafa þegið sem svarar rúmlega 200 millj- ónum ÍSK frá flutningafyrir- tæki nokkm, Sagawa Kyubin. „Fyrst hafnaði ég þessu,“ sagði í yfirlýsingu hans á frétta- mannafundi, „en þá peningana loksins enda leit ég á þá sem framlag til kollega minna í kosningunum 1990“. Chirac styður Maastricht Helsti leiðtogi stjómarand- stöðu borgaraflokkanna í Frakklandi, gaullistinn Jacques Chirac, lýsti sig í gær fylgjandi því að Maastricht-samkomu- lagið um nánara samstarf að- ildarríkja Evrópubandalagsins, yrði samþykkt en þjóðarat- kvæðagreiðsla fer fram um samninginn 20. september. Skoðanakannanir sýna minnk- andi fylgi við samninginn og flokkur Chiracs, sem ekki hefur áður tjáð sig um málið, er klof- inn í afstöðu sinni. Rostock í Þýskalandi 146 óeirðasegg- ir teknir höndum Rostock. Reuter. ÞÝSKA lögreglan jók viðbúnað sinn til muna í borginni Rostock í fyrrakvöld til að binda enda á fimm daga óeirðir ungra hægriöfgamanna og handtók alls 146 manns. Bandamenn setja flugbann á hluta fpaks Til að vernda shíta frá árásurri stjórnarhersins hafa Bandaríkja- menn og bandamenn þeirra sett flugbann í hluta landsins. Þeir munu einnig hefja eftirlit með hreyfingum írakshers í suðurhluta íraks. Svona verður þetta í framkvæmd: Hópar ungmenna köstuðu stein- um og kveiktu í bifreiðum í grennd við gistiheimili fyrir flóttamenn, sem voru fluttir þaðan í vikunni vegna óeirða sem hófust á laugar- dag. Lögreglan beitti táragasi og vatnsþrýstibyssum gegn hópun- um. Um 1.500 lögreglumenn voru á svæðinu og fímm sinnum fleiri en óeirðaseggirnir, að sögn tals- manns lögreglunnar. „Þess vegna var svona rólegt í gær. Við beittum þeirri aðferð að bregðast við með hörku um leið og lætin hófust. Þetta ruglaði þá í ríminu," sagði talsmaðurinn. Aukinn viðbúnaður lögreglunn- ar varð til þess að enginn lögreglu- maður varð fyrir meiðslum í fyrra- kvöld, en alls höfðu 183 lögreglu- menn særst í óeirðunum frá því á laugardag. 28 þeirra 146, sem voru handteknir í fyrrakvöld, voru enn í haldi í gær og alls eru 49 óeirðaseggir í fangelsi. Lögreglan býst við frekari óeirðum í borginni á morgun, laugardag, því þá ætla þýskir vinstrimenn að efna þar til mót- mæla gegn kynþáttahatri. íraskar flugvélar írakar hafa flogið um 30 flugvélum og allt að 40 þyrlum til bæki- stöðva rétt noröan við svæðið þar sem flugbannið er í gildi □— Yfirgefnar flugstöðvar ■— Flugstöö í notkun Nýtt samkomulag kanadísku fylkjanna Vilja þjóðaratkvæði um fylkjasambandið Ottawa. Reuter. BRIAN Mulroney, forsætisráðherra Kanada, kvaðst í fyrra- kvöld viya bera nýtt samkomulag um samband kanadísku fylkj- anna undir þjóðaratkvæði. Stærsti sfjórnarandstöðuflokkurinn, Fijálslyndi flokkurinn, er einnig hlynntur þjóðaratkvæða- greiðslu. Iraskar hersveitir Um það bil 8 til 10 hersveitir írakshers eru enn á svæðinu „Ég tel að best sé að bera spum- ingu undir þjóðaratkvæði, sömu spuminguna, fyrir alla Kanada- menn og með sama orðalagi," sagði Mulroney. Leiðtogar fylkjanna náðu sam- komulaginu á laugardag og er það veigamesta breytingin á kana- díska fylkjasambandinu frá því það var stofnað 1867. Þing fylkj- anna verða að staðfesta samkomu- lagið þótt það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Áður höfðu þing Manitoba og Ný- fundnalands fellt Meech Lake- samkomulagið svokallaða frá 1990 sem átti að færa Quebec aukna sjálfstjórn til að vemda menningu frönskumælandi íbúa fylkisins. Nýja samkomulagið veitir hálfri milljón frambyggja og eskimóa í Kanada sjálfstjóm og kveður á um KRT aukin völd fylkjanna á kostnað sambandsstjómarinnar. Náma- vinnsla, skógarhögg, ferðaþjón- usta, húsnæðis- og sveitarstjóma- mál eiga að falla undir undir vald- svið fylkjanna. 32. breiddaroaugur Al Jarrah SAUDI-ARABÍ A Áætlun bandamanna I Saudi-Arabíu Bandarískar ettiriitsvélar méð orrustuþotur sér til stuðnings. Bretar sendu sex Tornado- herþotur til að framfylgja banninu Á Persaflóa Átta bandarísk herskip, þar á meöal flugmóðurskipið Independence. Um borð í því eru 70 þotur til að vemda eftiriitsvélarnar Ftiyadh O Flugbann tekur gildi Flugbann það sem bandamenn í Persaflóastríðinu hafa sett á suðurhluta íraks tók gildi síðdegis f gær. Hófu bandarískar og breskar flugvélar þá eftirlit á svæðinu. Embættismenn í bandaríska vamarmálaráðuneytinu mátu það svo í gær að írakar ætluðu að virða bannið. Meint símtal Díönu við ástfanginn kappakstursáhugamann Þúsundir Breta lýsa stuðning’i við Díönu Lundúnum. Reuter. JAMES Gilbey sem sagður er hafa játað Díönu prinsessu ást sína í símtali fyrir tveimur árum lenti í árekstri við yósmyndara dagblaðsins Sun í gær. Ekkert hafði bólað á Gilbey siðan blaðið sagði frá símtalinu fyrr í vikunni og gripu ritstjórar til þess ráðs að bjóða hundrað pund í verðlaun fyrir upplýsingar um hann. Sun segir 66 þúsund manns hafa nýtt sér sérstaka símaþjónustu þess og hlustað á upptöku af sam- talinu. í skoðanakönnun annars blaðs kemur fram að 7 af hverjum 8 vifja að Díana verði drottning en jafnframt kveðast hundruðir lesenda mótfallnir því að Karl Bretaprins verði konungur. Þúsundir Breta hringdu til fjölmiðla í gær og lýstu stuðningi við Díönu. Dagblaðið Sun, sem birti fyrr í vikunni brot úr símtalinu sem Díana prinsessa er sögð hafa átt við Gilbey bætir enn við sögur af einkalífí kon- ungsfjölskyldunnar bresku og segir nú að til sé tveggja ára upptaka af símtali Andrésar Bretaprins og her- togaynjunnar af Jórvík. Þar komi þegar fram brestir í hjónabandi Söru og Andrésar. Engin viðbrögð Bandaríska fjármálaráðuneytið Bobby Fischer verður líklega sóttur til saka Washington. Reutcr. BANDARÍSKI skákmeistarinn Bobby Fischer kann að hafa gerst brot- legur við bandarísk lög með því að fara til Júgóslavíu í því skyni að heyja þar einvígi við Borís Spassky, fyrrverandi heimsmeistara í skák, að því er Bob Levine, talsmaður bandaríska fjármálaráðuneytisins sagði i fyrrakvöld. „Hvort sem hann vinnur verðlaun- afé eða ekki er ferð hans þangað brot á reglum okkar varðandi við- skipti við óvinaríki,“ sagði Levine. „Við höfum látið lögfræðinga hans vita ... Þeir sem hafa eftirlit með viðskiptum erlendis líta þetta mjög alvarlegum augum .. . Honum verð- ur líklega stefnt fyrir dómstól." Fischer tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hygðist binda enda á 20 ára einangrun sína og heyja skákeinvígi við Spasskíj í Júgóslavíu frá 2. sept- ember þrátt fyrir viðskiptabann sem Sameinuðu þjóðimar hafa sett á landið. Levine sagði að þeir sem brytu reglur um viðskipti við óvina- ríki ættu yfir höfði sér allt að 250.000 dala (13,2 milljóna ÍSK) sekt og allt að tíu ára fangelsisvist. Jezdimir Vasiljevic, eigandi Jugoscandic- bankans í Belgrad og sá sem stendur fyrir einvíginu, hefur boðist til að greiða sigurvegaranum 3,35 milljónir dala (177 milljónir ÍSK) og þeim sem tapar 1,65 milljónir dala (87 milljón- ir ÍSK). fengust við þessu úr Buckingham- höll. í upptöku 23 mínútna samtals sem Díana er sögð hafa átt við ást- mann sinn gegnum farsíma segir kona eiginmann sinn gera lífið að kvöl. Karlmaður játar henni um- svifalaust ást sína og þau senda hvort öðru kossa fyrir náð fjar- skiptatækninnar. Díana og Karl ríkisarfi dveljast nú í Balmoral-kastala í Skotlandi en ekkert sást til James Gilbey sem talinn er maðurinn bak við röddina í farsímanum þar til bifreið hans og ljósmyndara nokkurs skullu sam- an í gær. Gilbey slapp ómeiddur en ljósmyndarinn var fluttur lítillega meiddur á sjúkrahús. Síðustu daga hélt Gilbey sig fjarri vinnustað og tók ekki flugvél til Frankfurt í gær þótt hann hefði bókað far. Gilbey er áhugamaður um hrað- skreiða bíla og hugðist að sögn breskra fjölmiðla taka þátt þátt í Formula One kappakstrinum í Belg- íu um næstu helgi. Hann vinnur að markaðssetningu kappaksturbíla í svonefndum Team Lotus-hópi. Blaðamenn höfðu uppá vinstúlku Gilbeys og strangtrúuðum kaþólsk- um föður hans sem sagði að setja ætti piltinn út af sakramentinu ef fullyrðingar gulu pressunnar ættu við rök að styðjast. Blaðið Daily Mirror spurði lesend- ur hvort þeir vildu að Díana yrði næsta drottning Breta og svöruðu 7 af hverjum átta játandi. Hins veg- ar stóð f blaðinu að hundmð manna hafi sagt að þeir vildu ekki að ríkis- arfínn Karl yrði konungur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.