Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992
FANGBRÖGÐ
Jóhannes Svelnbjörnsson til vinstri og Kari Erlingsson með verðlaunin
fyrir sigurinn á Opna breska meistaramótinu í axlatökum.
Karl og Jóhannes
breskir meistarar
JÓHANNES Sveinbjörnsson,
glímukóngur, varði titiiinn í
þungavigt á Ópna breska meist-
aramótinu í axlatökum, sem fór
fram í Bute skammt frá Giasgow
í Skotlandi. Karl Erlingsson var
einnig á efsta þrepi, sigraði í
léttvigt.
Karl missti naumlega af sigri í
millivigt, en varð í öðru sæti.
í þungavigt varð Ingibergur Sig-
urðsson í öðru sæti, en Arnar Mar-
teinsson og Orri Bjömsson í þriðja
sæti. Á sama stað fór fram lands-
keppni Skota, Englendinga, Bre-
tóna og íslendinga í fimm þyngdar-
flokkum og sigruðu Skotar, en mik-
il rigning gerði það að verkum að
öll úrslit skoluðust af skrám jafnóð-
um.
20 manna hópur íslenskra glímu-
manna fór í keppnisferð til Bret-
lands og var helsta hátíðin á Gra-
smere leikunum í vatnabyggðum
Norður-Englands. Jóhannes Svein-
bjömsson stóð sig best íslending-
anna og komst í úrslit í þyngsta
flokki, en tapaði fyrir Alf Harrison,
sem hefur sigrað fjögur ár í röð.
Flugleiðabikarinn tll eignar
Unglingalandskeppni í axlatök-
um milli Cumberland og íslands fór
fram í fimmta sinn. íslendingar
sigraðu þriðja árið í röð, 14-11, og
hlutu því Flugleiðabikarinn, sem
keppt var um, til eignar. Fimm
vora í hvora liði og keppti hver við
alla í liði mótheijanna. Ingibergur
Sigurðsson, fyrirliði, sigraði alla
mótheija sína, Tryggvi Héðinsson
og Sigurður Kjartansson hlutu þijá
vinninga hvor, Kolbeinn Svein-
björnsson tvo og Ólafur Sigurðsson
einn vinning.
Yngstu keppendurnir kepptu á
móti í Great-Langdale. Þar sigraði
Lárus Kjartansson í 15 ára flokki
og Kolbeinn Sveinbjörnsson varð
þriðji í 18 ára flokki.
Ikvöld
Knattspyrna kl. 18.30
1. deild kvenna
Akranesv............ÍA - Þór
2. deild karla
Fylkisv............Fylkir - ÍBK
Garðsv..............Víðir - ÍR
Selfossv.....Selfoss - Þróttur R.
GOLF
Eughótels-mótið í golfi
verður á Hólmsvelli í Leiru
laugardaginn 29. sept.
Leíknar verða 18 holur með og án forgjafar.
Glæsifeg verðlaun
1. vinn. m/án. Gisting á einni af svítum
Flughótels og kvöidverður fyrir tvo.
Golfkerra og 12 goifboltar.
2. vinn. m/án. Maturfyrir tvo á Flughóteli,
pútterog 12 golfboitar.
3. vinn. m/án. Maturfyrírtvo á Fiughóteli
„headcover" og 12 golfboltar.
Einnig veglegir aukavinníngar.
Skráning í síma 92-14100.
SveKir GS sigursælar
Mér gekk ákaflega vel fyrri
daginn, en veðrið setti nokk-
urn strik í reikninginn í lokin þann-
ig að ég náði ekki
Bjöm eins góðu skori,“
Blöndal sagði Sigurður Al-
skrifarfrá bertsson kylfingur-
Keflavík inn kunni eftir að
hann hafði átt einn stærstan þátt
í að tryggja liði sínu, Golfklúbbi
Suðurnesja, sigur í íslandsmótinu í
öldungasveitakeppni sem fram fór
á Hólmsvelli í Leira um helgina.
Þar sýndi Sigurður og sannaði
að hann er ekki enn dauður úr öllum
æðum með því að leika völlinn á
pari fyrri daginn. Sigurður hefur
leikið vel að undanfömu og skortir
hann nú aðeins herslumuninn á að
komast í meistaraflokk aftur.
Ágæt þátttaka var í öldungamót-
inu og nú var keppt í tveimur flokk-
um. A-flokkur keppti án forgjafar,
en í B-flokki var leikið með for-
gjöf. Leikar fóra svo að í keppninni
án forgjafar sigraðu Suðurnesja-
menn eins og áður sagði en konurn-
ar frá Vestmannaeyjum sigraðu í
kvennaflokki. í keppni með forgjöf
sigraði sveit Golfklúbbs Suðurnesja
í karlaflokki, en í kvennaflokki sveit
Golfklúbbsins Leynis.
Opið hóforgjafarmót
JWHSSn
FOLK
■ BJÖRN Dæhlie frá Noregi, sem
varð þrefaldur ólympíumeistari í
skíðagöngu í Albertville, handleggs-
brotnaði er hann var við veiðar í
heimalandi sínu í síðustu viku. Hann
sagðist hafa hrasað á klaka og lent
í gijóti og við það brotið hægri hand-
legginn. „Ef ég hefð verið á skíðum
hefði þetta ekki komið fyrir, “ sagði
ólympíumeistarinn. Hann verður í
gifsi í sex vikur og sagði að þetta
slys myndi ekki kom til með að hafa
áhrif á undirbúning hans fyrir kom-
andi keppnistímabil.
■ STEFAN Edberg, tenniskappi
frá Svíþjóð, gerir sér vonir um að
sigra á opna bandaríska meistara-
mótinu sem hefst í næstu viku. „Ef
ég sigra á bandaríska mótinu bjargar
það keppnistímabilinu. Ég hef alltaf
sagt að ef maður vinnur eitt
„slemmu-mót“ á ári er það gott ár,“
sagði Edberg, sem hefur tvívegis
unnið Wimbledonmótið og opna
ástralska. „Ég hef átt erfítt upp-
dráttar síðustu mánuði en nú er ég
í góðri æfíngu og tilbúinn að endur-
heimta efsta sætið á heimslistanum."
Heklumótið.for-
gjöf 20 og yfir, fer
fram á Strandar-
velli á vegum Golf-
klúbbs Hellu laug-
ardaginn 29 ágúst
nk. og hefst
kl.8.00.
Leiknarverða 18
holurmeð ogán
forgjafar.
Aukaverðlaun
veitt fyrir næstu
holuáöllumpar-3
brautum vallarins.
Skráning fer fram
í golfskála í síma
98-78208.
tmmmb
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Slgursveit GS til hliðar. Frá vinstri
eru Sigurður Jónsson, Þorbjöm
Kjærbo, Jóhann Benediktsson og Sig-
urður Albertsson. Að ofan er Sigurður
Pétursson kampakátur eftir sigurinn
á blaðamannamótinu. Honum á hægri
hönd er Ttyggvi Traustason og Björg-
vin Sigurbergsson er lengst til hægri.
Sigurður bestur
á blaðamanna-
mótinu á Hellu
SIGURÐUR Pétursson, golf-
kennari hjá GR, sigraði í boðs-
móti Blaðamannafélags ís-
lands sem fram fór á Hellu á
laugardaginn. Sigurður lék
völlinn á Hellu, sem var mjög
góður, á 70 höggum, eða pari.
að kom ekkert annað til greina
en að vinna hérna. Þetta var
mjög skemmtilegt mót og okkur
sem var boið fannst mjög skemmti-
legt að keppa hér. Það var aðeins
öðravísi andi í þessu móti en samt
tóku allir keppnina alvarlega enda
verðlaunin vegleg," sagði Sigurður
sem hlaut fjöldann allan af verð-
launum, m.a. flugmiða fyrir tvo
með Flugleiðum.
Mótið kallast „Media Masters"
og fékk Sigurður því einnig jakka
eins og á „Masters“ í Bandaríkjun-
um sem er eitt af fjóram stærstu
mótum heimsins og að sjálfsögðu
þátttökurétt um ókomna framtíð.
Ýmis önnur vegleg verðlaun vora í
boði en enginn fékk þó ferð með
Samvinnuferðum fyrir að fara holu
í höggi á 18. braut en sumir voru
nærri því.
I öðru sæti varð Tryggvi Trausta-
son úr Keili á 73 höggum og Björg-
vin Sigurbergsson, einnig úr Keili
varð í þriðja sæti, lék á 74 höggum.
„Það var ekkert eðlilegt hvemig
Sigurður spilaði. Það var sama hvað
hann gerði á seinni níu holunum,
hann fékk alltaf par,“ sagði Björg-
vin og Sigurður tók sjálfur í sama
streng.
Eftir að meistaraflokksmennirnir
höfðu lokið leik var haldin „dræf-
keppni" eða keppni þar sem meist-
ararnir fengu tvo bolta til að slá
sem lengst í upphafshöggi. Boltinn
varð að enda á braut og eftir spenn-
andi keppni urðu Tryggvi Trausta-
son úr Keili og Phil Hunter, kenn-
ari hjá GS, jafnir. í bráðabana hafði
Hunter betur.