Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGURí28. ÁGÚST 1-992 115 Jón Ingvarsson, Skip- um — Afmæliskveðja Áttræður er í dag 28. ágúst, Jón Ingvarsson bóndi á Skipum í Stokkseyrarhreppi. Jón hefír um áratuga skeið verið meðal kunn- ustu bænda á Suðurlandi og er við hæfi að hans sé getið hér í blaðinu á þessum tímamótum. Foreldrar hans voru hjónin Vil- borg Jónsdóttir frá Sandlækjarkoti í Gnúpveijahreppi og Ingvar Hannesson bóndi á Skipum. Föð- urafi Jóns, Hannes Hannesson bjó þar áður og hafði tekið við jörð- inni af fósturforeldrum sínum en ætt þeirra hafði þá búið á Skipum frá því á 17. öld. Heimilinu á Skip- um mætti sú þunga raun að Vil- borg Jónsdóttir andaðist á besta aldri frá börnum sínum ungum, var Jón þá 4 ára. Þarf ekki mörg orð til að lýsa hvert áfall þetta var, þeim sem þar áttu um sárt að binda. En líkn lagðist með þraut. Faðir Jóns kvæntist aftur mikilhæfri konu, Guðfinnu Guð- mundsdóttur frá Traðarholti, og ólst Jón upp á Skipum í fjölmenn- um systkinahópi. Á æskuheimilinu var margt að iðja, var stundaður jöfnum höndum land- og sjávarbú- skapur og voru húsráðendur í fremstu röð að dugnaði, og jafnan reiðubúnir að taka upp nýjungar í búskap sínum. Æskuheimili sitt studdi Jón með störfum sínum heima og heiman. Ungur að aldri varð hann sjómaður á vélbátum, fýrst á Stokkseyri en síðar í Kefla- vík og Vestmannaeyjum, en síðast var hann á björgunarskipinu Sæ- björgu sem var fyrsta björgunar- skip Slysavarnafélags íslands. Næstu árin stundaði Jón akstur, fyrst á eigin bifreiðum en lengst og mest á bifreiðum Kaupfélags Ámesinga. Var á þessum árum ör uppbygging þéttbýlis á Sel- fossi, komst Jón til áhrifá í hinu nýja samfélagi og var meðal ann- ars kosinn í fyrstu sveitarstjóm Selfosshrepps 1947. Árið 1949 urðu þáttaskil í lífí Jóns Ingvars- sonar, þá hóf hann búskap á Skip- um með eiginkonu sinni Ingigerði Eiríksdóttur frá Löngumýri á Skeiðum, bjuggu þau fyrst á þrem- ur fjórðu hlutum jarðarinnar en síðar á henni allri. Þeirra hjóna beið mikið starf, en á fáum ámm risu frá grunni öll hús yfír fólk, búfé og fóður og tún voru ræktuð svo sem hæfði stórbúi. Varð búið á Skipum á fáum áram eitt hið stærsta og afurðabesta á Suðurlandi og Jón í tölu bestu ræktunarmanna í öll- um greinum landbúnaðarins, tún- rækt, garðrækt og búfjárrækt. Þau hjón hafa verið samhent við bústörfín og Ingigerður bjó þeim rausnarheimili þar sem gest- risni er í hávegum höfð. Böm þeirra Jóns og Ingigerðar eru þrjú, Gísli Vilhjálmur skip- stjóri og útgerðarmaður í Þorláks- höfn og Móeiður og Ragnheiður, húsmæður í Reykjavík. Jón á Skipum er maður vel máli farinn og ágætlega ritfær, skólun sína í þeim efnum fékk hann í ungmennafélagi sveitar sinnar þar sem hann var í æsku ötull liðsmaður og til forystu val- inn. Þá hefír hann auðgast af lestri góðra bóka en til þess hefír hann öðra fremur varið stopulum tóm- stundum sínum. En fyrst og fremst er Jón á Skipum maður starfsins, ævistarf hans hefir verið honum hvor- tveggja í senn nauðsyn og skemmtun, en honum hefir verið það lán léð að hafa sanna starfs- gleði í lífí sínu, en starfsgleðin er öllum skemmtunum og tóm- stundagamni æðri. Á áttræðisafmælinu býr Jón við góða heilsu og er í raun lifandi sönnun þess að afkastamikið og iðjusamt ævistarf er holt hveijum hraustum manni. Sá er þetta ritar flytur Jóni hugheilar árnaðaróskir í tilefni af afmælinu með þökk fyrir góð kynni og margar góðar stundir heima á Skipum. Þau hjón Jón og Ingigerður taka á móti gestum í Skíðaskálanum í Hveradölum kl. 21 á afmælisdag- inn. Tjakkar Stærðir Verð Verð ón vsk úr búð 2t. 749,02 1.206,00 4 f. 765,99 1.363,00 6t. 1.267,74 1.943,00 81. 1.816,66 2.912,00 201. 4.203,49 6.915,00 skrúfaðir 709,89 1.133,00 Hjólatj (2t) 3.740,65 5.858,00 4 1. 1.347,12 2.169,00 Hjólatj (1,5 1) 4.725,00 Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum! Bíbvörubú&in FJÖÐRIN Skeifan 2 • Sími 812944 Stulkur Buxur, fóðraðarstl28-170 kr. Í OOC Litur: Bleikt Rúllukragapeysa st: 110-160 kr. LitirBIeikt Fjólubl., Off- white Litir Bleikt FjólubURautt Fingravettlingarst: I -II 5 litir Drengir Buxur, stllO- 152 Litur: Svart,Vínrautt Rúllukragabolur st: 6 -14 kr. 5 litír 1.495. LitírSvart GræntBlátt Peysa st: 6-16 Litir. Svart/HvíttRautt/Hvítt .JPl Ma Wa I Ættty Ætt f Æ® AíIKLIGARDURhr. Mikligarður v/Sund Kaupstaður i Mjódd Samkaup Keflavik Hrísalundur, Akureyri Happakaup, Kringlan, 3. hæð Kf. Arnesinga, Selfossi KEA Siglufirði KEA Qolvík KEA Olafsfirði Kf. Borgfirðinga, Borganesi Kf. V. Húnvetninga, Hvammstanga Kf. Þingeyinga, Húsavík Kf. Fram, Neskaupstað Kf. jsfirðinga, ísafirði Kf. Isfirðinga, Súðavík Kf. Steingrímsf jarðar, Hólmavík Kf. A. Skaftfellinga, Höfn Kf.Dýrfirðingo, Þinqeyri Kf. Hunvetnmga, Blonduos Rafsjó. Bolungarvík Félagskaup, Mateyri Sportvöruverslun Hókonar, Eskifj Litlibær, Stykkishólmur Mozart, Vestmannaeyjum Perlan, Akranesi Siglósport, Siglufirði Gæðavörur ú góðu verði / Stulkur / Flauelsbuxur st. 128 - 158 / Litir: Bleikt, Blátt kr-1.795.- / Peysa st: 110-160 kr. AQE „ / LitirBleikt, Fjólubl., Off- white f Úlpa st: 6-16 Utir Bleikt, Fjólubl.,Rautt k 3.995.- Fingravettlingar st: I -II 5 litir kr 195.- Drungir Gallabuxur st.110 - 152 i Litir: Svart, Blátt kr-1.895.- \ Peysast:6-16 ; \ 6 litir kr- 995.- \ Úlpa st: 6-16 k 3.995.- DRENGIR/STÚLKUR íþróttagalli st: 6 -16 2 litir kr2.495.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.