Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 197. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Innbyrðis stjórnmáladeilur Serba Þúsundir stuðningsmanna Saddams Husseins, ein- ræðisherra í írak, flykktust út á göturnar í Amm- an, höfuðborg Jórdaníu, í gær. Göngumenn hrópuðu slagorð til stuðnings Saddam og kröfðust þess að bandamenn í Persaflóastríðinu hættu að halda uppi flugbanni í suðurhéruðum íraks. Sjá einnig frétt á bls. 28. Undirbúa van- traust á Panic Styðja Saddam Hussein Belgrad, London, Tirana, Sarajevo. Reuter, The Daily Telegraph. Stuðningsmenn Slobodans Milosevic, forseta Serbíu, lögðu í gær fram vantrauststillögu á Milan Panic forsætisráðherra á þingi sambandsrík- is Serba og Svartfellinga sem þjóðirnar tvær nefna enn Júgósiavíu. 68 þingmenn úr tveim flokkum sameinuðust um tillöguna, sem kemur tii umræðu eftir tvo daga, en alis eru þingmenn 178. A alþjóðlegri ráðstefnu um frið í Bosníu, sem haldin var í London um helgina, sagði Panic berum orðum að Miiosevic væri búinn að vera og rauk forsetinn þá út í fússi. Viðræður deiluaðila í Bosníu hefjast síðar í vikunni í Genf en stjórnarerindrekar sögðu að flest benti til að þær myndu ganga erfiðlega. Owen lávarður, fyrr- verandi utanríkisráðherra Bret- lands, hefur tekið við stjórn samn- ingaumleitana af hálfu Evrópu- bandalagsins af Carrington lá- varði og verður nú annar af for- mönnum fundahaldanna í Genf, hinn verður Cyrus Vance, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna. Owen sagði að ekki mætti búast við skjótum endi á átökunum í Bosníu og þýð- ingarlaust væri að setja ákveðinn tímamörk. Sali Berisha, forseti Albaníu, hvatti í gær Serbíu til að veita hérað- inu Kosovo, sem einkum er byggt Albönum, á ný sjálfstjórnarréttindi sem afnumin voru fyrir tveim árum. Ottast er að senn komi til átaka í héraðinu milli Albana og Serba. Rólegt var í Sarajevo í gær en á sunnudag fórust 16 og 78 slösuð- ust að sögn stjórnvalda þegar sprengju var skotið á markaðs- torg í borginni. Bosníustjórn sagði að hermenn hennar hefðu rofið fjögurra mánaða umsátur Serba um borgina Gorazde þar sem mikill skortur var orðinn á lífnauðsynjum. Sjá emifremur frétt á bls. 29. -------♦ ♦ Frakkland Þýska gagnnjósnaþj ónustan bregst við óeirðunum í austurhéruðunum Sérstök deild til að fylgj- ast með hægriöfgaöflum Bonn. Reuter. ÞÝSKA gagnnjósnaþjónustan, Bundesverfassungschutz, hefur ákveðið að setja á laggirnar sér- staka deild sem mun hafa það eina verkefni að fylgjast með hópum hægriöfgamanna. Skýrði Eckhart Werthebach, yfirmaður gagnnjósnaþjónustunnar, frá þessu í gær en um helgina kom til átaka milli lögreglu og hægri- öfgamanna í fjölmörgum borg- um í austurhluta Þýskalands. „Til þess að sýna fram á hversu alvarlegum augum við lítum þessa hættu, hef ég ákveðið - og fyrir því hafa innanríkisráðherrann og fjár- lagadeild þingsins veitt samþykki sitt - að setja á laggirnar fjölmenna deild sem mun hafa það eina verk- efni undir höndum að takast á við hryðjuverk hægriöfgamanna," sagði Werthebach. Hann skýrði einnig frá því að frá áramótum og þar til óeirðirnar hefðu hafist í Rostock þann 23. ágúst hefði komið til ofbeldisað- gerða af hálfu hægriöfgamanna í 742 tilvikum. Það væri ljóst að margir hægriöfgamenn væru reiðu- búnir að fremja mjög alvarleg of- beldisverk. Ganga mætti út frá því að ofbeldi af þessu tagi myndi auk- ast en Werthebach sagði ekkert benda enn til þess að þau væru skipulögð á samræmdan hátt. Þýska þingið kom saman á skyndifund í gær til að ræða við- brögð við óeirðunum en ekki náðist samstaða um þau. „Erlendir starfs- bræður mínir hafa oftar en einu sinni minnst á viðburði síðustu viku og ég hef sagt þeim að ég skamm- ist mín,“ sagði Klaus Kinkel utan- ríkisráðherra í útvarpsviðtali. Ráða- menn í Brandenborg sögðust óttast að árásum yrði haldið áfram á búð- ir flóttamanna næstu daga. Þrátt fyrir áðurgreind ummæli Wert- hebachs sögðu þeir einnig að örugg- ar vísbendingar væru um að að- gerðunum væri vandlega stjórnað af enn óþekktum aðilum. Sjá nánar bls. 28. Fleiri styðja Maastricht París. Reuter. MAASTRICHT-samkomulagið myndi nú sleppa gegnum þjóðar- atkvæði í Frakklandi ef marka má nýja könnun. 53% styðja nú samkomulagið en sama hlutfall reyndist andsnúið í þremur at- hugunum í síðustu viku. Frönsk stjórnvöld vara lands- menn við og segja að afneitun Maastricht þýði kolsvart efnahags- ástand. Nýja skoðanakönnunin þyk- ir gefa Maastricht-mönnum ástæðu til eilítillar bjartsýni eftir fylgis- hrunið úr meira en 60% síðan í júní. Fátt getur komið í veg fyrir einvígið Sveti Stefan í Svartfjallalandi. Frá Margeiri Péturssyni, VIÐ hótelið þar sem einvígi þeirra Bobby Fischers og Borís Spasskís fer fram í Svart- fjallalandi hefur verið strengdur stór borði með áletruninni „Heimsmeistaraeinvígið í skák“. Undirtitillinn er „Endurtökueinvígi aldarinnar“ og er þannig vísað til einvígis- ins í Reykjavík 1972. Ljóst þykir að fátt geti nú komið í veg fyrir að einvígið fari fram en skipuleggjendur verða þó ekki í rónni fyrr en Fischer er búinn að leika fyrsta leiknum á morgun, miðvikudag. Um 200 blaðamenn eru komnir til Sveti Stefan auk þeirra Milans Panic forsætisráð- herra og Dobrica Cosic forseta. Janos Kubat átti mestan þátt í að koma einvíginu á laggirnar ásamt fjármálamannin- um Jezdimir Vasiljevic. Kubat sagðist í við- fréttaritara Morgunblaðsins. . tali við fréttaritara Morgunblaðsins hafa mest- ar áhyggjur af því að fréttamennirnir gengju of hart fram gegn Fischer á blaðamannafundi í dag, einkum að spurt yrði um einkalíf hans og sambandið við 19 ára gamla stúlku af ungverskum ættum, Zitu, einnig að reynt yrði að tengja einvígishaldið við styijaldarátökin í Bosníu-Herzegóvínu. Stjórnvöld i Bandaríkj- unum hafa gefið í skyn að Fischer verði ef til vill ákærður fyrir að bijóta gegn viðskipta- banni Sameinuðu þjóðanna á Serba. Fischer breytti á síðustu stundu fyrri ákvörðunum um keppnistímann og verður keppt á miðvikudögum, fimmtudögum, laugar- dögum og sunnudögum, skákirnar byija klukkan 15.30 að staðartíma eða 17.30 að íslenskum tíma. Sjá nánar á miðopnu. Reuter Fischer breytti um skoðun Starfsmaður breytir tímaáætlun á skilti við innganginn á mótsstað skákeinvígisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.