Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Bolungarvík Riðar rísinn til falls? ÞAÐ verður hvarvetna Ijóst, þegar farið er um Vestfirði, hverskonar ófremdarástand er framundan í fjórðungnum, þegar áhrif skerðingar á aflaheimildum fara að segja til sín. Greinilegt er að menn eru mjög uggandi um sinn hag og framtíð byggðar við Vestfirði. Það hriktir í höfuðundirstöðu atvinnulífsins í Boiungarvík, Einari Guðfinnssyni, hf. og telja margir að þessi risi atvinnulífsins í plássinu riði nú til falls. Raunar er ]5að svo, samkvæmt mínum upplýsingum, að forráðamenn fyrirtækisins hafa skelfst daginn í dag, 1. september, þar sem dóm- hléi lýkur í dag. Nokkrir aðilar, sem eiga kröfur á hendur fyrirtæk- inu hafa lagt fram beiðni um uppboð, en forstjóri fyrirtækisins Einar Jónatansson sagði mér nú fyrir helgi að um slíkt hefði verið samið við viðkomandi aðila, þannig að ekki yrði af uppboði. Þótt fyrirtækið hafi fengið gálgafrest um hríð, er ekki þar með sagt að háskanum hafi verið forðað. Skuldir Einars Guðfinnssonar hf. eru samkvæmt upplýsingum Einars Jónatanssonar um 1.100 milljónir króna og Júpit- er sem E.G. á 50% í og bræðslan í eigu fyrirtækisins skulda veruleg- ar fjárhæðir, samkvæmt mínum upplýsingum. Þannig má áætla að fyrirtækin í heild skuldi nálægttveimur milljörðum króna. Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir Það hriktir í burðarás atvinnulífsins í Bolungarvík, Einari Guðfinnssyni hf. Þegar blaðamaður var á ferð í Bolungarvík var þar einstaklega kuldalegt um að litast. Fjöll voru grá niður í miðjar hlíðar og hitastig var rétt yfir frostmarki. Til sanns vegar má færa að veðrið hafi endurspeglað það ástand sem nú ríkir í atvinnulífinu í Bolungarvík. Bæjarsjóður Bolungarvíkur veitti Einari Guðfinnssyni hf. fyrir- heit um 100 milljón króna lánveit- ingu og á gamlársdag í fyrra fékk fyrirtækið 50 milljónir króna frá bænum að láni. Ólafur Kristjánsson baéjarstjóri sagði við mig þegar ég hitti hann í Bolungarvík að niður- staða bæjarstjórnar í fyrra hefði verið sú að bærinn teldi sér ekki fært að leggja fram hlutafé í fyrir- tækið, eins og óskað hefði verið eft- ir og því hefði verið ákveðið að veita fyrirtækinu þetta lán. Því var ítrekað haldið fram við mig á for minni um Vestfirði, að staða Einars Guðfinnssonar hf. væri svo erfið, að það væri ekki lengur spursmál um hvort, heldur hvenær fyrirtækið yrði gjaldþrota. Þessum staðhæfíngum vísar Einar Jónatans- son forstjóri fyrirtækisins á bug, en segir það ekkert launungarmál að rekstur fyrirtækisins gangi mjög treglega. „Það eina sem ég vil segja í þeim efnum er, að það hafa epgar ákvarðanir verið teknar um ácT gera fyrirtækið upp og engin umræða í þá veru hefur farið fram í okkar hóp,“ sagði Einar. „Kvótaskerðingin, ekki bara núna, heldur til margra ára, lækkun dollars, og röng gengisskráning, allt er þetta bara til þess að auka við þann vanda sem var til staðar fyr- ir,“ sagði Einar er ég ræddi við hann á skrifstofu hans í Bolungarvík. Einar segir að skuldsetning sjáv- arútvegsfyrirtækja sé of mikil, ekki síst eftir síðustu kvótaskerðingu. „Það er alveg ljóst, miðað við núver- andi aðstæður að greinin er ekki í stakk búin til þess að gjeiða niður skuldir, og okkar fyrirtæki er auðvit- að í hópi þeirra fyrirtækja, sem þannig er ástatt um. Þá má benda á að söluverðmæti og markaðsvirði skipa hefur verið allt annað en rekstrarvirði skipanna. Mjög mörg sjávarútvegsfyrirtæki, geta átt fyrir skuldum við sölu á skipum, þótt þau hafi sáralitla möguleika til að standa við greiðslu af þessum skuldum, í rekstri." - Um langa hríð hefur fyrirtækið Einar Guðfínnsson notið nokkurrar sérstöðu, þegar rætt hefur verið um sjávarútvegsfyrirtæki í landinu. Það hefur einfaldlega verið sagt um ykk- ur að þið væruð lifandi dæmi um góðan einkarekstur í sjávarútvegi. Mér finnst ég hafa orðið vör við það í ferð minni um Vestfirði nú, að umtalið um ykkur sé annað og nei- kvæðara. Menn segja sem svo að það sé ábyrgðarhluti, bæði ykkar og stjórnvalda að halda áfram rekstri, þar sem staða fyrirtækisins sé sú, að það sé búið að tapa öllu eigin fé, og nú séuð þið bara að tapa fé annarra, þ.e. lánardrottna ykkar. Hveiju svarar þú þessari gagnrýni? ^ „Eg hef ekkert um þetta að segja annað en það að við höfum verið í mjög góðu samstarfí við okkar Ián- ardrottna, og þær aðgerðir sem við kunnum að fara út í, verða fram- kvæmdar í mjög miklu samráði við þá. Það er háð ákvörðunum stjórn- valda hveiju sinni, við úthlutun afla- heimilda, hvert eigið fé fyrirtækj- anna er. Með niðurskurði aflaheim- ilda getur það breyst um tugi og jafnvei hundruð milljónir króna.“ - En hvað sérðu fyrir þér að hægt verði að gera? Eigið þið ein- hver raunhæf ráð til þess að snúa dæminu við? „Almennt séð, er vandi fyrirtækj- anna hér á Vestfjörðum sá, að fjár- festingar þeirra miðuðust við að- stæður, þegar miklu meiri afli kom upp úr sjó. Nú horfum við fram á tíma, þar sem fískveiðiheimildir í þorski eru 30% til 40% af því sem við vorum að veiða árið 1981. Okkar vandi er umfram afkastagetan, ekki hvað síst í landi, þar sem það hefur gerst á undanfömum árum að fryst- ingin hefur að hluta til flust út á sjó. Við getum ekki komið þessum eignum í landi í neina aðra vinnslu, en ég er sannfærður um að það er enn meiri ástæða nú en áður að fara út í aukna samvinnu, bæði hvað varðar veiðar og vinnslu." - En þvælist ekki smákóngasjón- armiðið fyrir ykkur hér á Vestfjörð- um, eins og annars staðar, þegar um samvinnu er rætt? Vilja ekki allir veiða sjálfir og landa í „sinni heimahöfn"? „Ég tel að bæði sveitarstjórnar- menn og þeir sem standa fyrir at- vinnurekstri, verði að láta öll landa- mæri liggja milli hluta. Það verður að þurrka út landamæri milli byggð- anna. Það er að mínu rhati eina von- in hjá þessum byggðum á þessu svæði, að auka samstarf og sam- vinnu og gera þetta svæði helst að einu atvinnusvæði. Bærinn setti ákveðin skilyrði fyrir því að veita okkur seinni 50 millj- ónirnar að láni, og sum þeirra var ekki í okkar valdi að uppfylla, án þess ég vilji ræða það frekar," sagði Einar þegar hann var spurður hvers vegna fyrirtækið hefði ekki fengið alla þá lánafyrirgreiðslu frá bænum, sem um var samið í fyrra. „Þegar við fengum vitneskjuna um kvóta- skerðingu þess fiskveiðiárs sem nú er að hefjast, þá lá það fyrir að við þyrftum að endurskoða allar okkar rekstraráætlanir og við erum að vinna í því nú. Vel má vera að frek- ari viðræður við bæinn verði ákveðn- ar, en sú ákvörðun hefur enn ekki verið tekin.“ Einar var spurður hvers vegna bæjarfélagið fengi ekki upplýsingar um stöðu fyrirtækisins, samkvæmt „Það eru ýmsir þættir sem gera það að verkum, að þeim mark- miðum sem menn settu sér hefur ekki verið náð,“ segir Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri í Bol- ungarvík. því bráðabirgðauppgjöri sem nú lægi fyrir. „Það er einfaldlega vegna þess að við munum ekki fjalla um þá stöðu við aðra, áður en hún verður rædd í stjórn fyrirtækisins. Þær umræður í stjórninni munu fara fram nú á næstunni," sagði Einar. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri sagði um lánafyrirgreiðslu bæjarins til Einars Guðfínnssonar: „Við þessa1 lánveitingu okkar til fyrirtækisins um síðustu áramót fengum við veð í Dagrúnu, Heiðrúnu og frystihús- inu. Okkar aðalkeppikefli er auðvitað að halda skipum, kvóta og vinnslu í gangi. Ég tel að það hafi verið hárrétt ákvörðun bæjarstjórnar á Ekkí mikið réttlæti í kvótakerfinu - segir Hávarður Olgeirsson, skipstjóri í Bolungarvík sem hefur sótt sjóinn í meira en hálfa öld HÁVARÐUR Olgeirsson frá Bolungarvík var skipstj'óri hjá Einari Guðfinnssyni í 32 ár, þar af í 17 ár á togaranum Dagrúnu. Til sjós hefur hann verið í meira en hálfa öld. Hann hætti um síðustu ára- mót, þegar hann varð það sem hann nefnir „löggilt gamal- menni“ 67 ára, og keypti sér trillu og krókaleyfi og rær nú til fiskjar þegar veður leyfir. Ég ræddi lítillega við Hávarð þegar ég kom til Bolungarvík- ur nú um daginn. „Ég var skipstjóri hjá Einari Guðfinnssyni í 32 ár, þar af var ég í 17 ár skipstjóri á togaranum Dagrúnu. Ég hef sótt sjóinn í meira en 50 ár, eða allt frá því ég var um fermingu. Ég gerði bara hlé til þess að ljúka Stýri- mannaskólanum." - Löggilt gamalmenni segir þú. Hvernig var fyrir þig að fara í land eftir alla þessa áratugi á sjó? „Það voru nú blendnar tilfínn- ingar sem því fylgdu. í aðra rönd- ina var ég orðinn þreyttur á sjó- mennskunni, en því er ekki að leyna að ég sakna hennar líka. Ég fékk mér trillu nú í sumar, því ég hafði ekkert að gera og leidd- ist bara. Ég hef heilmikla ánægju af trillustandinu og sæki þorskinn með færum, þegar til þess viðrar.“ - Hvernig finnst þér ástandið vera, við þá skerðingu sem orðin er í aflaheimildum? „Þetta er auðvitað ófremdar- ástand. Þetta er búið að vera ósköp erfitt og leiðinlegt, alveg frá því að kvótakerfið var tekið upp. Raunar hefur ástandið alltaf farið versnandi. Auðvitað hefur maður miklar áhyggjur af ástandi þorsk- stofnsins og er uggandi um það sem fiskifræðingarnir eru að segja — að stofninn sé í mikilli hættu. Aflabrögðin hjá togaraflotanum í sumar hafa verið svo léleg að það er með ólíkindum. Maður er auðvitað einnig ugg- andi um ástandið hér í Bolungar- vík, því það er mikið um það rætt, að aðalfyrirtæki atvinnulífsins hér, Einar Guðfinnsson sé afar illa stætt. Enda kemur maður ekki auga á það, miðað við ástandið nú í sumar og sl. vetur, hver fjandinn ætti að geta hjálpað því við að rísa upp. Úr því þetta gat farið svona niður, á meðan allt var í Hávarður Olgeirsson, sjómaður í meira en hálfa öld og skipstjóri í 32 ár, telur ekki mikið réttlæti felast í kvótakerfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.