Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 28
28 seei aaaMfrnag ,r hudaciuuium aici/uia^uoaosí MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 Forskot Clintons minnkar BILL Clinton, forsetaframbjóð- andi bandarískra demókrata, hefur ekki nema 6% forskot á George Bush forseta samkvæmt skoðanakönnun, sem tímaritið Time og sjónvarpsstöðin CNN birtu sl. laugardag. Fékk Clinton stuðning 46% en Bush 40%. . í skoðanakönnunum að undan- förnu hefur Clinton haft átta til 15% umfram Bush þannig að heldur virðist hafa dregið saman með þeim. 60% þeirra, sem spurðir voru, sögðu, að fram- bjóðendur ættu að leggja áherslu á efnahagsmálin í ræðum sínum og aðeins 5% vildu, að „fjöl- skyldugildin" yrðu mál málanna í forsetakosningunum í nóv- ember. Á þau hafa þó repúblik- anar lagt megináherslu undan- farið. Refsivert alnæmissmit HANS Engell, dómsmálaráð- herra Danmerkur, vill gera það refsivert samkvæmt lögum að smita annan mann af alnæmi. Samkvæmt núgildandi lögum er unnt að refsa fyrir athæfið með tilvísan til laga, sem fjalla um ofbeldi, en Engell vill kveða nán- ar á um það. Hann ætlar þó að bíða með nýtt lagafrumvarp þar til kveðinn hefur verið upp dóm- ur í máli 34 ára gamals manns frá Haiti en hann er sakaður um hafa smitað allmargar danskar konur, þar á meðal tvær fyrrver- andi eiginkonur sínar, af alnæmi þótt hann hafí vitað, að hann væri sjálfur smitaður. Færri gyðing'- ar til Israels GYÐINGAR, sem flytjast burt frá samveldisríkjunum, vilja heldur setjast að í Bandaríkjun- um eða Þýskalandi en í Israel. Er ástæðan mikið atvinnuleysi í fyrirheitna landinu. Á fyrra misseri þessa árs settust 37.000 gyðingar frá samveldisríkjunum að í Bandaríkjunum og Þýska- landi en 30.000 í ísrael. 1989 komu 13.000 sovéskir gyðingar til ísraels, 180.000 1990, 140.000 1991 en síðan hefur þeim fækkað mikið. Snúast gegn skyldu- sparnaði FRJÁLSIR demókratar, sam- starfsflokkur Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, tóku hönd- um saman við stjómarandstöð- una, jafnaðarmenn, í gær og vís- uðu á bug hugmyndum tveggja frammámanna kristilegra demó- krata um skyldusparnað. Eru þær efnislega þannig, að þeir, sem hafa meira en 5.000 mörk, um 185.000 ísl. kr., í mánað- arlaun verði skyldaðir til að kaupa vaxtalaus ríkisskuidabréf eða fjárfesta jafn mikið í Austur- Þýskalandi. Breyta þarf stjórn- arskránni til að gera skattlagn- ingu af þessu tagi mögulega. Að baki hugmyndinni býr að afla fjár til uppbyggingar í aust- urhlutanum. Stuðningur og nið- urgreiðslur vegna hans nema nú 180 milljörðum marka á ári. ísraelar sleppa föngum ÍSRAELAR slepptu í gær nærri tveimur hundruðum palestínskra fanga í tilefni af því, að sjötta lota viðræðnanna um frið í Mið- austurlöndum er að hefjast í Washington. Tóku ættingjar fanganna á móti þeim með söng og dansi en í dag átti að sleppa öðrum 157 og 600 alls á næstu dögum. Flestir eru fangamir af Vesturbakkanum og voru dæmd- ir fyrir að kasta bensínsprengj- um og dreifa flugritum. Shítum hælt á hvert reipi af stjómvöldum Bagdad. Reuter. SADDAM Hussein og ríkisstjórn hans í Irak eru nú farin að gera sér dælt við shíta í suðurhluta landsins en stjórnarherinn hefur verið sakaður um að bijóta niður uppreisn þeirra af mikilli grimmd. í opinberum yfirlýsingum segir, að Irakar geti best svarað flug- banni vestrænna ríkja og hugsanlegri sundurlimun landsins með því að standa saman og shítar eru lofaðir fyrir gáfur og mannkosti. Saddam reynir að bæta stöðu sína Með flugbanninu yfir Suður- írak, fyrir sunnan 32. breiddargr- áðu, vilja Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar veija shíta fyrir árás- um íraska flughersins en Saddam segir, að tilgangurinn sé að kljúfa írak í þrennt, kúrdískt ríki í norð- urhlutanum, ríki súnní-múslima í miðju landi og shíta-múslima í suðri. Hvetur hann shíta til að taka höndum saman við súnní-múslima gegn þessu samsæri og segir, að jafnvel sumir í sinni fjölskyldu séu shítar frá suðurhlutanum. í mál- gögnum stjórnarinnar í Bagdad er einnig farið fögrum orðum um shíta og í dagblaði varnarmála- ráðuneytisins segir, að nemendur úr fenjalöndunum í suðri hafi meiri námsgáfur en aðrir jafnaldrar þeirra. í írak er annars venja að líta á fenjaarabana sem óupplýst og illa siðað fólk. Eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóð- Hægriöfgamenn efna til óeirða í fjölmörgum þýskum borgum Fjölda öfgamanna haldið frá Rostock anna kom til Bagdad í gær og kvaðst formaður hennar vera viss um, að írösk stjórnvöld hefðu við hana góða samvinnu. Er haft eftir bandarískum embættismönnum, að hugsanlega verði ráðist á hern- aðarlega mikilvæga staði í írak reyni stjórnin í Bagdad að hindra nefndina í störfum sínum. Slökkviliðsmenn fjarlægja brunninn Trabant af götu í Cottbus um helgina. Óeirðaseggir kveiktu í þrem bílum eftir misheppnaða til- raun til að rýma gistiheimili flóttamanna. Rostock. Reuter. EKKERT lát er á árásum ungra hægriöfgamanna á lögreglu og útlendinga í fyrrum Austur-Þýskalandi. Réðust hópar öfgamanna að gistiheiniilum fyrir flóttamenn í fjölmörgum borgum I austur- hluta Þýskalands um helgina. Alvarlegasta árásin átti sér stað í borginni Cottbus á laugardag en þar réðust um 180 hægriöfgamenn að lögreglu sem gætti gistiheimilis og grýtti hana með steinum, bensinsprengjum og flöskum. Átökin héldu áfram á sunnudag. Svip- uð atvik áttu sér stað m.a. í borgunum Leipzig, Görlitz, Stendal, Schwerin, Neubrandenburg og Eisenhiittenstadt. Forseti Brasilíu sak- aður um spillingu Collor neit- ar að víkja Sao Paulo. Reuter. FERNANDO Collor forseti Brasilíu neitaði á sunnudag ásök- unum þingnefndar um eyðslu á almannafé í eigin þágu og sagð- ist ekki víkja úr embætti fyrr en þingið hefði samþykkt áætlun hans um efnahagsumbætur. Þrír ráðherrar íhuga hins vegar af- sögn að sögn brasilískra fjöl- miðla. í 20 mínútna sjónvarpsávarpi neitaði Collor af beiskju ásökunum um að hafa notað sjálfur fé úr sjóð- um vinar síns og fyrrum kosninga- stjóra, Paulo Cesar Farias, sem tal- inn er hafa beitt áhrifum á siðlaus- an hátt til að raka saman pening- um. Farias er sagður hafa borgað dýrar endurbætur á íbúðum Collors og nýjan Fiat Elba bíl forsetans. Collor þarf 168 stuðningsmenn á þingi til að sleppa undan opinberri ákæru en dagblöð telja hann nú aðeins hafa 33 menn að baki, 337 á móti sér og 133 sem ekki hafa ákveðið sig. Collor hefur engar skjalfestar sannanir fyrir sakleysi sínu en segir andstæðinga reyna að hrifsa umboð sem þjóðin fékk honum. í borginni Rostock við Eystra- salt, þar sem lögregla og hægri- öfgamenn tókust á alla síðustu viku gekk helgin tiltölulega rólega fyrir sig. Þó kom til átaka milli lögreglu og um þrettán þúsund svartklæddra vinstrisinnaðra stjórnleysinga sem gengu um götur Rostock til að mótmæla hægriöfgamönnum og stuðningi íbúa við þá. Á fjórða þúsund lögreglumenn tóku þátt í umfangsmikilli aðgerð til að koma á ró og spekt og var m.a. leitað i bifreiðum á leið til borgarinnar. Hald var lagt á mikið magn vopna og um sex hundruð hægriöfgamönnum var meinað að halda inn í Rostock, að sögn lög- reglu. Óeirðirnar í Rostock hafa vakið mikla athygli um allan heim. Bernd Teichmann, talsmaður lögreglunnar í Rostock, sagði í gær að nokkuð hefði borið á því að sjónvarpsstöðv- ar hefðu greitt fólki, oft ungum börnum, fyrir að heilsa með nasista- kveðju fyrir framan myndavélamar. „Óeinkennisklæddir lögreglumenn urðu vitni að slíku og við höfum einnig fengið það staðfest frá ungu fólki. Þessum upplýsingum verður komið áleiðis til saksóknara vegna hugsanlegrar málsóknar á hendur sjónvarpsmönnunm," sagði Teich- mann. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp hvaða sjónvarpsstöðvar eiga að hafa gert þetta en talið er að annars vegar sé um franska stöð og hins vegar bandaríska að ræða. íbúar í Rostock, sem margir hveijir fögnuðu ákaft fyrstu árásum öfgamanna á gistiheimili flótta- manna í borginni, kvarta nú sáran yfir því að þeir séu útmálaðir sem útlendingahatarar um allan heim. Mjög lýsandi fyrir líðan íbúa eru þessi ummæli ellilífeyrisþegans Jo- hannes Neuberts: „Við höfum ekk- ert á móti útlendingum. Fjölmiðlar ýktu allt saman. Maður varð að vera hérna á staðnum til að skilja hvernig þetta var með sígaunana. Við viljum ekkert hafa að gera með vinstri og hægri. Við viljum bara fá að vera í friði.“ Rostockbúar saka flóttamennina, sem aðallega voru rúmenskir sí- gaunar, um að hafa gert þarfir sín- ar á almannafæri, hnuplað í búðum og leitað kynferðislega á konur jafnt sem lítil börn. Eiginkona Neuberts, Edith, sagði borgarbúa hafa orðið skelkaða þeg- ar stjórnleysingjarnir gengu um götur Rostock á laugardag og hróp- uðu: „Skammist ykkar“. „Þeir ættu að taka sígaunana með sér þegar þeir fara. Þeir virðast eiga vel sam- an,“ sagði hún. Hægriöfgamennirn- ir voru að hennar mati einnig óláta- seggir. „Ég skal segja ykkur það að hefði Hitler séð þá hefði hann snúið sér við í gröfinni," sagði Ed- ith Neubert og bætti við að þrátt fyrir öll grimmdarverk Hitlers hefði Hitleræskan samanstaðið af heil- brigðum og hreinlátum ungmenn- um. Georgía Hart barist þrátt fyr- ir áform um vopnahlé Moskvu. Reuter. Eystrasaltslöndin Rússneski herinn heim á næsta ári? Moskvu. Reuter. RÚSSNESK stjórnvöld eru reiðubúin að flytja burt allt herlið sitt í Eystrasaltsríkjunum, 130.000 manns, á næsta ári. Var það haft eftir háttsettum en ónefndum embættismanni í utanríkisráðuneytinu og sagði hann, að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, myndi skýra frá þessu á fundi með Vytautas Landsbergis, forseta Litháens, í næstu viku. HARÐIR bardagar héldu áfram í Abkhazíu í gær milli georgískra stjórnarhermanna og uppreisnarmanna úr röðum aðskilnaðarsinna, þrátt fyrir boðað vopnahlé. Rússar reyna að miðla málum og hittir Borís Jeltsín Rússlandsforseti Edúard Shevardnadze leiðtoga Georg- íu á fimmtudag. í Abkhazíu óttast menn að stjórnvöld í Moskvu fyrirskipi hernaðaríhlutun. Rússar hafa áður haldið fram, að þeir gætu ekki hafið brottflutn- ing hersins fyrr en 1994 en ríkis- stjórnir í Eystrasaltslöndunum hafa líkt honum við hemámslið. Það mun því verða til að bæta samskiptin milli ríkjanna verulega bjóðist Jelts- ín til að flytja herinn brott á næsta ári. Rússar hafa borið það fyrir sig, að ekki sé til húsnæði fyrir her- mennina heima fyrir og þeir hafa bundið brottflutninginn ýmsum skilyrðum. Meðal annars hafa þeir krafist þess, að komið verði í veg fyrir áreitni við eða árásir á rússn- eska hermenn í Eystrasaltsríkjun- um; að ríkisstjórnir þeirra láti af bótakröfum á hendur Rússum og leggi sitt af mörkum við byggingu húsnæðis fyrir hermennina. Aðstoðarforsætisráðherra Rúss- lands, Georgí Khisha, segir Rússa vilja að Shevardnadze dragi her- sveitir sínar út úr Abkhazíu og að aðskilnaðarsinnar leggi niður vopn. Innanríkisráðuneyti Georgíu segir 25 stjómarhermenn hafa látist og 50 særst í átökum síðustu tveggja daga en þing Abkhazíu segir 35 Georgíumenn hafa látið lífið og 150 slasast. Shevardnadze er ógnað bæði af þjóðernissinnuðum Abkhazíumönn- ERLENT um og stuðningsmönnum Zíads Gamsakhúrdía fyrrum forseta. Talsmaður ríkisráðs Georgíu segir að 100 fylgismönnum Gamsakhúr- día í Kakhetíu hafi verið settir úr- slitakostir um að gefast upp eða mæta örlögum sínum. Þá nálgast stjórnarhermenn bæinn Gudauta, vígi uppreisnarmanna, á Svarta- hafsströndinni úr tveimur áttum en höfðu ekki gert árás í gærkvöldi. Hins vegar herma fregnir að her- menn stjórnarinnar hafi látið sprengjum rigna nokkru sunnar á bæinn Eshery. Rússnesk herdeild nærri höfuðborginni Sukhumi er sögð hafa orðið fyrir endurteknum árásum, en ekki er vitað hver ber ábyrgð á þeim. Rússneskar her- deildir í Georgíu og stríðsmenn frá Kákasus valda ótta um að Moskva skerist í leikinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.