Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 38
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Biskup endurvígir
Tjarnarkirkju
Þess var minnst við hátíðarmessu í Tjarnarkirkju í
Svarfaðardal, á sunnudag, að á árinu eru liðin 100
ár frá því kirkjan var vígð. Biskup íslands, herra
Ólafur Skúlason endurvígði kirkjuna við messuna,
en mikil viðgerð hefur farið fram á kirkjunni í sum-
ar, m.a. var skipt um alla burðarbita kirkjunnar.
Að lokinni hátíðarmessu í Tjarnarkirkju var kirkju-
gestum boðið í kaffisamsæti í Húsabakkaskóla.
Hugmyndir nefndar um ný umdæmi sveitarfélaganna
Þing Fjórðungssambands Norðlendinga
Erfið staða land-
búnaðar veldur
miklum áhyggjum
„SAMDRÁTTUR í landbúnaðarframleiðslu kemur ekki eingöngu fram
sem afkomubrestur hjá sveitafólki heldur dragast stórlega saman við-
skipti þjónustufyrirtækja vítt og breitt um landið og er þá höfuðborgar-
svæðið ekki undanskilið," segir í tillögu frá starfshópi um landbúnaðar-
mál á þingi Fjórðungssambands
Hvammstanga um helgina.
Landbúnaðarmál voru nokkuð til
umræðu á þinginu og hafði Halldór
Blöndal landbúnaðar- og samgöngu-
ráðherra framsögu þar. Hann sagði
m.a. að það hefði valdið óvissu og
vonbrigðum varðandi þann hluta
búvörusamningsins er tekur til sauð-
fjárafurða, hversu mjög neysla dilka-
kjöts hefði dregist saman á síðustu
misserum. Að hluta til skýrðist það
með breyttum tíðaranda og þörf fyr-
ir fjölbreyttara mataræði en áður.
„Þannig hefur heildarkjötneysla í
landinu minnkað, en ekki eingöngu
færst milli kjöttegunda," sagði Hall-
dór í ræðu sinni. „Á hinn bóginn
hefur verðlagsþróun og viðskipta-
hættir verið dilkakjötinu óhagstæð
og vakið upp neikvæða umræðu."
„Auðvitað veldur samdráttur í
búvöruframleiðslunni erfiðleikum í
þjónustugreinum landbúnaðar. í
sumum tilvikum er ljóst að bændur
verða að ganga af búum sínum, án
þess að geta. selt eignirnar á viðun-
andi verði og eiga vissu fyrir öðru
Norðlendinga sem haldið var á
starfi. Þessi umbylting á högum
bænda verður sárari en ella vegna
þess að þeir hafa of lengi orðið að
búa við stranga og ósveiganlega
framleiðslustjórn, sem ef til vill á sér
sögulega skýringar en horfði hvorki
til framtíðar né horfði til hagsmuna
bændastéttarinnar þegar til lengri
tíma er litið,“ sagði landbúnaðarráð-
herra.
I tillögunni sem fulltrúar fjórð-
ungsþings samþykktu kemur fram
að erfið staða landbúnaðar sé mikið
áhyggjuefni og afleiðingar samdrátt-
ar í framleiðslu væru versnandi af-
koma fyrirtækja, uppsagnir starfs-
fólks og aukið atvinnuleysi. Krafa
þingsins sé að stjórnvöld geri ráðstaf-
anir sem komi í veg fyrir áframhald-
andi samdrátt.
-----» ♦ ♦----
Gluggagæg-
ir á ferðinni
TVÍVEGIS hefur verið kvartað
til lögreglu á Akureyri vegna
meints gluggagægis.
Grunnskóli, heflsugæsla og öldr-
unarþjónusta til sveitarfélaga
í HUGMYNDUM nefndar sem félagsmálaráðherra skipaði i febrúar
síðastliðnum til að útfæra tillögur um ný umdæmi sveitarfélaga er
gert ráð fyrir að til að byrja með verði verkefni við grunnskólann,
heilsugæsluna og öldrunarþjónustu flutt til sveitarfélaganna og
reiknað með að það geti orðið 1. janúar 1995, en önnur verkefni í
ársbyijun 1998 eða 1999. Nefndin mun skila áfangaskýrslu 1. októ-
ber og kynna sveitarstjórnarmönnum í framhaldi af því, en endanleg-
ar tillögur nefndarinnar eiga að Iiggja fyrir í Iok ársins. Þetta kom
fram í ræðu Braga Guðbrandssonar, aðstoðarmanns félagsmálaráð-
herra á þingi Fjórðungssambands Norðlendinga á Hvammstanga á
laugardag. Miklar umræður urðu um sameiningu sveitarfélaga á
þinginu, en síðdegis á laugardag var umræðufundur um hlutverk
landshlutasamtaka sveitarfélaga og uppstokkun á sveitarfélagskerf-
Bragi Guðbrandsson greindi í
ræðu sinni frá þeim hugmyndum
sem verið er að ræða í umræddri
nefnd, en formaður hennar er Sig-
fús Jónsson. Enn er ekki um að
ræða tillögur frá nefndinni heldur
hugmyndir, m.a. um að sérstök lög
verði sett um sameiningu sveitarfé-
laga næsta vor, þar sem skilgreind-
ur verði m.a lágmarksíbúaijöldi og
sameining sveita og þéttbýlis á
sama svæði. Bæði meirihluti íbúa
og sveitarstjórna sem tillaga er um
að sameina myndu þurfa að sam-
þykkja tillögu þar um í almennri
atkvæðagreiðslu. Hugmyndir
nefndarinnar miða að því að fyrir
næstu sveitarstjórnakosningar
verði kosningum um ný umdæmi
sveitarfélaga lokið.
Þá kemur einnig fram í hug-
myndum nefndarinnar að reiknað
er með að aðgerðum verið beitt til
að sveitarstjórnir sjái sér hag f sam-
einingu sem fyrst, m.a. að fyrsti
áfangi að breyttri verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga taki gildi í
byijun árs 1995, en í honum felst
að verkefni grunnskóla, heilsu-
gæslu og öldrunarþjónustu verði
flutt til sveitarfélaganna.
Á vegum nefndarinnar er einnig
ríkið geti lofað sveitafélögum fjár-
veitingum til ákveðinna verkefna
sem nauðsynleg eru vegna samein-
ingar þeirra, s.s. vegna samgöngu-
bótá, loks mætti nefna að hægt
væri að veita því fjármagni sem
fyrir er í annan fárveg, s.s. með
því að flytja opinbera þjónustu og
ríkisstofnanir út á land.
Gunnar Jóhannsson lögreglufull-
trúi hjá rannsóknarlögreglunni á
Akureyri sagði að fyrir nokkru hefði
borist ábending um mann á vappi
við hús á Oddeyri og nú fyrir síð-
ustu helgi hefði verið kvartað undan
manni sem var að snuðra fyrir utan
hús á Brekkunni, en því var haldið
fram að hann hefði verið að kíkja
inn um glugga hússins.
Gunnar sagði að enginn hefði
verið staðinn að verki vegna þessa
máls, en það væri til skoðunar hjá
rannsóknarlögreglu. Öll mál af
þessu tagi væru tekin til athugunar.
verið að útfæra hugmyndir um
skýrari verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga og að ábyrgð og verk-
efni sveitarfélaga verði aukin í
nokkrum málaflokkum, s.s. hafna-
málum og málefnum fatlaðra auk
þess sem þeim verði gefin kostur á
að taka að sér rekstur framhalds-
skóla og sjúkrahúsa gegn íjárveit-
ingu frá ríki.
I máli Braga kom fram að vinna
við tillögur um tekjustofna vegna
sameiningar sveitarfélaga væri
stutt á veg komin. Til yrði að koma
fjárveiting frá ríki vegna sumra
verkefna, en t.d. verkefni sem snúa
að þjónustu við einstaklinga kæmi
til greina að hækka skatta er tengj-
ast íbúum sveitarfélagsins, eins og
útsvar, þá kæmi til greina að taka
upp rammafjármögnun frá ríki til
sveitarfélaga gegn því að taka að
sér þjónustu í tilteknum málaflokki.
í nefndinni hefur verið rætt um
að ríkisvaldið verði að beita sér
fyrir áðgerðum jafnframt því sem
breyting verði gerð á sveitarstjórn-
um, þar á meðal hefur verið rætt
um að umdæmamörkum ríkisins og
umdæmamörkum sýslumanna gæti
þurft að breyta til að greiða fyrir
sameiningu. Þá þurfí að tryggja að
Kuldalegt í 130 ára afmælinu
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Það blés köldu á afmælisgesti þegar haldið var upp
á 130 ára afmæli Akureyrarbæjar á laugardaginn
og dró rigningarsuddi eflaust eitthvað úr aðsókn á
fjölmörg dagskráratriði sem flest voru við Ráðhús-
torg. Heitur kakósopi sem skátarnir buðu í sölu-
tjaldi sínu freistaði því margra, en á myndunum
má einnig sjá félaga úr Kirkjukór Glerárkirkju sem
söng nokkur lög. Þá tóku börn þátt í hjólreiða-
keppni sem efnt var til, og húsakynni í listamiðstöð-
inni í Grófargili voru opin almenningi og nýttu sér
fjölmargir boð þangað.