Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992
21
ákvæði þjóðréttarsamninga byggj-
ast að lokum á flóknu samkomulagi
um orðalag og merkingu. Afleiðing
þess verður að textinn er oft svo
loðinn að erfiðara er að gefa honum
nákvæma lögfræðilega merkingu
en þegar um venjulegan lagatexta
er að ræða. Þess vegna gerir t.d.
fjórmenninganefndin margháttaða
fyrirvara af sinni hálfu þrátt fyrir
þá lokaniðurstöðu, sem hún lætur
frá sér fara.
2. Ef litið er á stjórnarskrárviljann
einan, þ.e.a.s. það sem vakti fyrir
Islendingum þegar þeir settu sér
stjórnarskrá, þykir mér alveg ljóst
að hann teldi valdframsalið sam-
kvæmt EES-samningnum óheimilt.
Því til stuðnings nægir að nefna
þær aðstæður sem við ísiendingar
bjuggum við þegar stjórnarskráin
var sett. Það hefur varla hvarflað
að nokkrum íselndingi þá að við
myndum framselja ríkisvald til er-
lendra aðila eða þjóðréttarlegra
stofnana.
3. Þjóðréttarlegar stofnanir, eins
og hér um ræðir, eru ekki stjórnar-
völd í skilningi 2. gr. stjórnarskrár-
innar samkvæmt gildandi stjórn-
skipunarrétti. Mat á EES-samn-
ingnum og ákvæði 2. gr. stjórnar-
skrárinnar um framkvæmdavaldið
verður því ekki á því byggt.
4. Stjórnsýsluhafar í landinu vinna
verk sitt að viðlagðri ábyrgð á
ákveðnum sviðum sem þeim ber
bæði réttur og skylda til að rækja
og mega ekki fela það öðrum. í
ráðuneytum viðgengst þó svonefnt
innra framsal, þ.e.a.s. ráðherra fel-
ur öðrum starfsmönnum í ráðuneyt-
inu framkvæmd valds síns.. Sú
ákvarðanataka er hins vegar ætíð
á ábyrgð viðkomandi ráðherra, rétt
eins og hann hefði staðið sjálfur
að verki. Framsal framkvæmda-
valds samkvæmt stjórnsýslurétti til
utanaðkomandi aðila, þegar lögbær
aðili er til í landinu á því sviði, er
mjög sjaldgæft hér innanlands.
Óþekkt er að slíkt framsal eigi sér
stað til útlanda.
5. Fjórmenninganefnd utanríkisráð-
herra telur að þrátt fyrir ákvæði
2. gr. stjórnarskrárinnar sé vald-
framsal heimilt á vel afmörkuðum
og takmörkuðum sviðum. Kemst
hún að þeirri niðurstöðu að í þessu
tilviki sé þeim skilyrðum fullnægt.
En hvar á að draga mörkin? Hve-
nær er svið ekki svo nægilega vel
afmarkað eða ekki nógu takmarkað
til þess að um óleyfilegt valdfram-
sal sé að ræða? Mat í þessu efni
tel ég svo vandasamt og afdrifaríkt
að varhugavert sé að láta hinn al-
Ódýr, rúmgóðurfjölskyldubill
á góðu verði. Eins og aðrir
Lada bílar hefur Lada Safir
reynst afbragðsvel hér á
landi, enda kraftmikill og
sterkur.
Veldu þann kost,
sem kostarminna!
Opið 9-18,
laugard. 10-14
Blfrelðarog
landbúnaðárvélar hf.
Ármúla 13,
Suðurlandabraut 14.
Síml681200.
menna löggjafa um það.
6. Með EES-samningnum er ís-
lenskt refsivaid framselt að hluta.
Siíkt vald er svo mikilsvert að óveij-
andi er að það verði fengið öðrum
en dómstólum og stjórnvöldum
þeim, sem getur nú í stjórnar-
skránni, nema þá að breyta henni.
7. Með því framsali ríkisvalds, sem
hér er til umræðu, er ekki einasta
þjóðréttarlegum stofnunum falið
bindandi ákvörðunarvald á til-
teknum sviðum gagnvart einstakl-
ingum og fyrirtækjum á íslandi,
heldur afsala sömu aðilar sér þeirri
réttarvernd sem þeir njóta sam-
kvæmt íslenskum lögum og m.a.
er fólgin í því að mega bera athafn-
ir stjórvalda undir umboðsmann
Alþingis, undir æðra stjórnvald og
að lokum dómstóla.
8. Hér er um að ræða hluta ríkis-
valds sem framselt er í hendur fyrir-
brigðis sem er nýtt á alþjóðavett-
vangi og engin reynsla er fengin
af. Stjórnskipun þess byggir á rétt-
arhugmyndum og réttarhefðum
sem eru í veigamiklum atriðum frá-
brugðnar þeim forsendum sem
stjórnskipun okkar byggist á.
Áhættan er of mikil
Að lokum er rétt að ítreka að það
sem nú hefur verið sagt um fram-
sal framkvæmdarvalds á í veiga-
miklum atriðumn við um framsal
dómsvalds samkvæmt EES-samn-
ingnum.
Heildarniðurstaða álits míns er
því_í hnotskurn þessi:
Á grundvelli viðurkenndra lög-
skýringaraðferða stjórnskipunar-
og stjórnsýsluréttar tel ég vafa leika
á að framsal það á framkvæmdar-
og dómsvaldi sem felst í EES-samn-
ingnum og hér um ræðir, standist
gagnvart gildandi réttarreglu 2. gr.
stjórnarskrárinnar. Þennan vafa tel
ég svo mikinn að ekki megi taka
áhættu af því að lögfesta EES-
samninginn að óbreyttri stjórnar-
skrá.
Höfundur er prófessor I
stjórnnrfiirsrétti við lagadeild
Háskóla Islands.
NIÐURHENGD LOFT
■ CMC kerfi fyrir niöurhengd loft, er úr
galvaniseruðum málmi og eldþoliö.
■ CMC kerfi er auðvelt i uppsetningu og mjög sterkt.
■ CMC kerfi er fest með stillanlegum upphengjum
sem þola allt að 50 kg þunga.
■ CMC kerfi fasst i mörgum gerðum bæði sýnilegt og
falið og verðið er ótrúlega lágt
Íc8 Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
J
í
i
400,'
aðeto^
„BSíSS.-®
2901'
RUMFflTNRÐUR
Sænguruer: 140H200 cm
Koddauer: 50h70 cm
flður 69B,- settið
Mú 4sett:
flður 490,- pr.m
NÚ:
tiSlíBSSÍ^
:: ‘3990/
TRGRHUSGDGN. huít.
Sófi, 2 stólar og borð.
“a4elns: /9900,-
MEÐ SESSUM
RÚMFATA
m Skeifan 13 Auðbrekku 3 óseyri 4 S
Q ^08 Reykjavík 200 Kópavogi 600 Akureyri^
L