Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992
JWtriptiMiiMi
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Viðbrög’ð við kreppu
Fischer teflir enn
sem heimsmeistari
Sveti Stefan í Svartfjallalandi. Frá Margeiri Péturssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
EKKERT virðist nú því til fyrirstöðu að þeir Bobby Fischer og Borís
Spasskí setjist að tafli á miðvikudaginn hér í glæsilegum hótelbæ í
Sveti Stefan á Adríahafsströnd Svartfjallalands. Gengið hefur verið
að öllum kröfum Fischers, hann teflir sem heimsmeistarinn í skák en
Spasskí er titlaður áskorandi. Fyrir utan Hótel Maertral þar sem einvíg-
ið fer fram hefur verið strengdur geysistór borði þar sem stendur:
„Heimsmeistaraeinvígið í skák“ með undirtitlinum: „Endurtökueinvígi
aldarinnar" og er þar vísað til þess að einvígið í Reykjavík 1972 er
jafnan nefnt „Einvígi aldarinnar“.
Bandaríkjamenn hafa
lækkað vexti tuttugu og
þrisvar sinnum á síðustu
þremur árum í því skyni að
örva atvinnu- og efnahagslíf
landsins. Efnahagsbati lætur
á sér standa en þó telja
menn, að fyrstu merki hans
séu byrjuð að sjást. í Bret-
landi standa vonir til að upp-
sveifla í efnahagslífinu hefj-
ist á miðju næsta ári. Og nú
fyrir helgina tilkynnti ríkis-
stjórnin í Japan viðamiklar
ráðstafanir til þess að hleypa
nýjum krafti í efnahagslífið.
Efnahagsaðgerðir í Japan
skipta miklu máli fyrir
heimsbyggðina alla vegna
þess að uppsveifla þar getur
leitt til örvunar atvinnulífs í
öðrum löndum. Meðal þeirra
aðgerða, sem japanska ríkis-
stjómin hefur tilkynnt eru
aukin fjárframlög til opin-
berra framkvæmda, aukið
ijármagn til húsnæðislána,
hvatning til fyrirtækja um
að leggja í nýjar fjárfesting-
ar, auknar lánveitingar til
lítilla og meðalstórra fyrir-
tækja, stuðningur við banka,
jafnframt því sem ýtt verður
undir innflutning til landsins.
Bæði Bandaríkjamenn og
Japanir vinna nú markvisst
að því að rífa efnahagslíf
landanna upp úr öldudal.
Efnahags- og atvinnumál
eru að verða eitt helzta um-
ræðuefnið í kosningabarátt-
unni, sem nú stendur yfir í
Bandaríkjunum. Efnahags-
þróun í þessum tveimur ríkj-
um skiptir mestu um fram-
haldið meðal iðnvæddra ríkja
heims og þar á meðal fyrir
okkur. Þess vegna geta efna-
hagsaðgerðir í Japan um
þessa helgi haft örvandi áhrif
á okkar eigið atvinnulíf að
nokkrum mánuðum liðnum.
Sú spurning verður hins
vegar stöðugt áleitnari, hvort
núverandi ríkisstjórn þurfi
ekki að grípa til víðtækra
ráðstafana til þess að vinna
gegn vaxandi samdrætti í
atvinnulífinu á næstu mán-
uðum og misserum. Hingað
til hefur það eitt komið fram,
að ríkisstjórnin hyggist grípa
til sérstakra aðgerða til þess
að auðvelda sjávarútvegsfyr-
irtækjum að kaupa kvóta af
Hagræðingarsjóði. Ekki
liggur enn fyrir, hvernig
þeim stuðningi verður háttað
af hálfu stjórnvalda.
Hér halda fyrirtæki að sér
höndum og leggja ekki í nýj-
ar íjárfestingar. í ræðu á
þingi Fjórðungssambands
Norðlendinga sl. laugardag
sagði Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra að fjárfestingar á
næsta ári yrðu hinar minnstu
um mjög langt skeið. Það er
eðlilegt að fyrirtæki haldi að
sér höndum á meðan vaxta-
stigið er jafn hátt og hér á
landi. Engin von er til þess,
að fjárfestingar standi undir
sér við slíkar aðstæður.
Ef fram heldur sem horfir
án mótaðgerða er hins vegar
veruleg hætta á, að atvinnu-
leysi verði enn meira en spáð
hefur verið. Það hefur dofnað
yfir öllum viðskiptum. Slök
afkoma Eimskipafélags ís-
lands á fyrstu sex mánuðum
þessa árs sýnir, að innflutn-
ingur hefur dregizt mjög
saman. Framkvæmdir verða
litlar í vetur. Verzlun er að
dragast saman. Samt sem
áður er niðurskurður á
þorskveiðum á nýju fiskveiði-
ári ekki byijaður að segja til
sín fyrir alvöru. Markvissar
tilraunir til þess að draga úr
hallarekstri ríkissjóðs munu
enn draga úr peningastreymi
og umsvifum.
Að óbreyttum aðstæðum
kemur nýtt frumkvæði í at-
vinnumálum ekki frá at-
vinnulífinu sjálfu. Til þess
eru einfaldlega engin rök.
Vera má hins vegar, að ríkis-
stjórnin geti gripið til al-
mennra aðgerða í efnahags-
málum og fjármálum, sem
breyti þessu viðhorfi at-
vinnulífsins. Það er tímabært
að það komi í ljós, hvort ríkis-
stjórnin hefur einhver slík
áform í huga.
Fordæmi Bandaríkja-
manna og Japana sýnir, að
í þeim löndum tveimur telja
stjórnmálamenn óhjákvæmi-
legt að láta til sín taka til
þess að ýta undir atvinnulíf-
ið, ekki með beinni þátttöku
opinberra aðila í atvinnufyr-
irtækjum, heldur með al-
mennum aðgerðum, sem ýta
undir aukin umsvif athafna-
manna. Þrátt fyrir samdrátt-
arskeið, sem nú hefur staðið
yfir í fjögur ár, hefur ótrú-
lega lítið farið fyrir slíkum
umræðum hér. En þær eru
tímabærar.
Það eina sem Janos Kubat, mót-
stjóri og stjórnandi Ólympíumótsins
í Novi Sad 1990, sagðist í samtali
við blaðamann Morgunblaðsins hafa
áhyggjur af var að á blaðamanna-
fundi, sem ráðgerður er á morgun
kl. 13.00 að staðartíma, muni Fisc-
her fá óþægilegar spurningar sem
muni koma honum þannig úr jafn-
vægi að hann hætti við að tefla.
Um það bil 200 blaðamenn, víðs-
vegar úr heiminum, eru komnir til
Sveti Stefan og má gera ráð fyrir
því að Fischer verði fyrir harðri hríð
á morgun er hann kemur loksins
fram á sjónarsviðið eftir 20 ára hlé.
Fulltrúar stórblaða frá Ameríku og
Evrópu eru á vettvangi og nokkrar
sjónvarpsstöðvar hafa sent tökulið.
Einkum má ætla að spurningar varð-
andi einkalíf Fischers og tengsl tafl-
mennsku hans hér við stríðsástandið
í fyrrum lýðveldum Júgósiavíu séu
það sem Kubat óttast að leggist illa
í Fischer.
A meðal þess sem andstæðingur
Fischers, Borís Spasskí, og einvígis-
haldararnir hafa gengist undir er að
nota skákklukku sem hann fann upp
og serbneskur verkfræðingur hefur
smíðað. Sigur í einvíginu ræðst eftir
kerfí sem Fisher ákvað sjálfur og
nú um helgina breytti hann síðan
fyrri ákvörðunum um keppnistím-
ann. Teflt verður á miðvikudögum,
fimmtudögum, laugardögum og
sunnudögum og hefjast skákirnar
klukkan 15.30 að staðartíma.
Aðstæður hér í Sveti Stefan eru
sérlega glæsilegar. Það er aðeins í
heimsmeistaraeinvígjum FIDE sem
finna hefur mátt sambærilegan við-
búnað og stemmningu. Fréttamenn
bíða spenntir og allir þeir fjölmörgu
sem Morgunblaðið hefur rætt við á
staðnum telja að Fischer tefli, en
enginn getur útilokað að eitthvað
komi upp á síðustu stundu.
Eftir blaðamannafundina á morg-
un verður opnunarhátíð í gamla þorp-
inu í Sveti Stefan, sem Kubat, móts-
stjóri segir að verði afar glæsileg.
Til Sveti Stefan eru þeir komnir
Milan Panic, forsætisráðherra, og
Dobrica Cosic, forseti í Sambandsríki
Serbíu og Svartfjallalands, sem hér
er nefnt Júgóslavía, en er ekki viður-
kennt af neinu öðru ríki.
Hefur notað tímann vel
Þeir Jezdimir Vasiljevic, serben-
eski viðskiptajöfurinn og Janos Ku-
bat, mótsstjóri, hafa ófáar stundir í
sumar verið samvistum við Bobby
Fischer. í einkaviðtali við blaðamann
Morgunblaðsins á skrifstofu sinni í
Sveti Stefan í gær hafði Kubat þetta
að segja um Fischer: „Af 49 ára
gömlum manni að vera er hann í
mjög góðu líkamlegu ástandi. Hann
er einnig í góðu andlegu jafnvægi.
Hann hefur notað þessi 20 ár og
•gefið fleiru gaum en skáklistinni.
Hann hefur dvalið fjögur ár í Þýska-
landi og talar þýsku orðið reiprenn-
andi. Einnig hefur hann dvalið lang-
dvölum á Filippseyjum, í Mexíkó og
Argentínu og er orðinn altalandi á
spænsku. Fischer skilur einnig
Serbó-króatísku og rússnesku, er
ótrúlega fljótur að lesa serbó-króa-
tískan texta.
Hann fylgist einnig vel með því
sem er að gerast í stjórnmálum og
vísindum og er vel viðræðuhæfur um
íþróttir, sérstaklega körfubolta og
tónlist. Nú er Fischer að byija nýtt
líf, í mörg ár hefur honum verið
gefinn lítill gaumur í heimalandi sínu,
Bandaríkjunum, en hér hjá okkur er
hann orðinn númer eitt,“ sagði Ku-
bat og sýndi serbnesk dagblöð því
til sönnunar.
Aðspurður um það hvernig samn-
ingaviðræðurnar hefðu gengið sagði
Kubat þetta: „Það var ekkert vanda-
mál að fá hann til að undirrita samn-
inginn eftir að gerð hans var lokið.
Zita, vinkona hans, tók á móti mér
í Los Angeles og fór með mig til
hans. Við Fischer ræddum saman á
þýsku og náðum fljótiega saman.“
Kubat harðneitaði því að þetta
einvígishald þjónaði neinum áróð-
urstilgangi fyrir Serba, sem í minna
en 200 kílómetra fjarlægð eiga í
stanslausum bardögum í Bosníu og
hafa verið settir í algert samskipta-
og viðskiptabann af Sameinuðu þjóð-
unum. „Fischer var einfaldlega tilbú-
inn til að tefla. Hann vildi að ég
skipulegði einvígið af því að hann
vissi að Ólympíumótið í Nori Sad
1990 heppnaðist vel. Aðilar á Filipps-
eyjum buðu 7 miiljónir dala, tveimur
milljónum hærra en við, en skilyrði
þeirra var að andstæðingur hans
væri Karpov. Það gat Fischer ekki
samþykkt, hann telur Karpov hafa
í upphafi skólaárs
Nokkrir þankar um próf og annað námsmat í skólastarfi
eftirÓlafG.
Einarsson
Próf hafa alltaf verið umtalsverð-
ur þáttur í skólastarfí á Vesturlönd-
um. Þau hafa því hlutverki að gegna
að meta kunnáttu nemandans jafn-
framt því að veita upplýsingar um
árangur skólastarfsins á tilteknum
afmörkuðum sviðum. Þeir sem telja
próf nauðsynlegan þátt skólastarfs
telja það brýnt fyrir hvern einstakl-
ing að vita hvar hann stendur í námi.
Vita, hvað hann hefur tileinkað sér
af þeirri þekkingu og leikni sem
honum er ætlað. Þá telja margir
prófin nauðsynleg fyrir kennara svo
að þeir fái fylgst sem gleggst með
árangri og framförum nemenda
sinna í skólastarfinu og miðað
kennslu sína betur við kunnáttu og
þarfír hvers nemanda.
Samræmd próf
Hér á íslandi hefur prófum verið
gert misjafnlega hátt undir höfði í
hinu almenna skólastarfi á undan-
förnum árum enda skoðanir skiptar
um ágæti þeirra. Töluverð umræða
hefur verið meðal lærðra og leikra
undanfarið um að þörf sé á hlut-
lægu, samræmdu mati á námsár-
angri nemenda á landsvísu í ríkari
mæli en nú er. Hafa ýmsir lagt
áherslu á að mikilvægt sé að sam-
ræmi sé í prófkröfum og fyrirgjöf
þannig að bera megi saman einkunn-
ir milli skóla. Samræmd próf fela í
sér að nemendur hvar á landinu sem
þeir búa, í hvaða skóla sem þeir
stunda nám, taka sama próf í tiltek-
inni námsgrein og fá sams konar
fyrirgjöf. Þannig þýðir einkunnin 6,0
t.d. í stærðfræði það sama í öllum
skólum. Umræða um samræmd próf
hefur ekki einungis beinst að siíkum
prófum í grunnskóla heldur einnig í
framhaldsskóla. Þannig sagði rektor
Háskóla íslands, Sveinbjöm Björns-
son, í ræðu sinni á Háskólahátíð
þann 27. júní sl. að samanburður á
einkunnum í háskólanámi og ein-
kunnum á stúdentsprófí sýni að vitn-
isburður á stúdentsprófí sé ekki
nægilega áreiðanlegur til forsagnar
um gengi í háskólanámi. Taldi hann
að það mætti að hluta rekja til þess
að stúdentspróf er ekki samræmt
milli þeirra skóla sem það halda.
Sl. vor skrifaði ég skólastjórum
grunnskóla bréf þar sem ég til-
kynnti þá ákvörðun mína að taka
aftur upp samræmd próf í dönsku
og ensku í 10. bekk grunnskóla.
Fyrirrennari minn í starfi, Svavar
Gestsson, felldi niður samræmd próf
í þeim námsgreinum vorið 1989
þannig að samræmd próf í lok 10.
bekkjar hafa aðeins verið í íslensku
og stærðfræði síðan. Sú ákvörðun
að fella niður þessi tvö samræmdu
próf var umdeild en er þó í samræmi
við afstöðu þeirra frammámanna í
skólamálum sem mælt hafa gegn
samræmdum prófum.
Vert er að huga að nokkrum rök-
semdum sem beitt er gegn því að
leggja samræmd próf fyrir nemend-
ur. Ymsir hafa haldið því fram að
með samræmdum prófum hafi skóla-
starfí elstu árganganna í grunnskól-
anum verið settar þröngar skorður
og samræmdu prófin haft neikvæð
áhrif á starfið. Þannig er talið að
kennarar og nemendur leggi meginá-
herslu á þær námsgreinar þar sem
samræmd próf eru lögð fyrir, svo
að þeim námsgreinum er gert hærra
undir höfði en öðrum. Ef sú er raun-
in mætti e.t.v. spyija hvort samræmd
próf séu ekki þvert á móti nauðsyn-
leg hvatning í skólastarfinu, þannig
að þörf væri samræmdra prófa í sem
flestum námsgreinum. Ýmsir eru
reyndar þeirrar skoðunar og telja
að samræmd próf séu mjög af hinu
góða. Þau veiti aðhald og auki virð-
ingu nemenda fyrir náminu. Ég tel
því fulla ástæðu til að gjalda var-
huga við því að mæla gegn sam-
ræmdum prófum á þeirri forsendu
að undirbúningur í skólum undir
samræmdu prófin hafi á einhvern
hátt óæskileg áhrif á skólastarfið.
Nauðsynlegt er að takast á við þann
vanda, ef fyrir hendi er, þannig að
slíkt standi ekki í vegi fyrir upp-
byggilegu og árangursríku skóla-
starfi.
Ein þeirra röksemda sem heyrst
hafa gegn samræmdum prófum er
að ekki sé hægt að setja allt það,
sem nemandinn hefur fram að færa
í skólastarfí, undir hlutlæga mæli-
stiku. Ýmislegt það sem mikilvægt
er í lífinu mælist ekki með prófum.
í þessu felst vissulega mikill sann-
leikur. Það er þó afar hæpið að halda
því fram að þar sem ekki sé hægt
að mæla hlutlægt alla getu nem-
enda, sé best að sleppa því að mæla
það sem þó er hægt að mæla.