Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992
• ■1 . ; ; ■ ■■"■■■'."■yv" 'v'! -1 , , ! | | , I r. ■,,.-r,-.'-r'r-7— 1 . > • • -
29
-TT-
Radovan Karadzic, leiðtogi Serba í Bosníu
Guðhræddur stríðsherra
og þunglyndur lýruleikari
Lundúnum. The Daily Telegraph.
RADOVAN Karadzic, leiðtogi Serba í Bosníu-Herzegovínu, er
sá sem hefur verið sakaður um að hafa staðið fyrir „þjóðernis-
hreinsunum“ og stríðshörmungum í landinu. Hann er á hinn
bóginn sjálfur sannfærður um að hann sé á bandi guðs.
Karadzic trúir á Krist og virð-
ist sakleysið holdi klætt. Hann
kveðst ekki hafa fyrirskipað nein
grimmdarverk og segir að í
borgarastyrjöld sé ógjörningur að
hafa stjóm á öllu. Hann hefur
ítrekað vísað því á bug að leiðtog-
ar Serba hafi staðið fyrir skipu-
legum „þjóðernishreinsunum“ og
alltaf sagt, þrátt fyrir allar blóðs-
úthellingarnar, að Serbar hafi
aðeins skotið í sjálfsvörn.
Þegar Karadzic tók þátt í frið-
arráðstefnunni í Lundúnum í lið-
inni viku fór hann í serbnesku
rétttrúnaðarkirkjuna í borginni til
að biðja fyrir friði. Hann þótti
töfrandi og gáfaður, rödd hans
mild og augun blíð. Hann virtist
fullkomlega laus við allt hatur og
algjör andstæða stjórnmálaref-
anna, sem skirrast ekki við að
hagræða sannleikanum að eigin
geðþótta. Hann virtist einungis
þjakaður af þögulli angist.
Karadzic er 47 ára gamall, af-
komandi bænda í Svartfjallalandi
en flutti fímmtán ára að aldri til
Bosníu. Hann er geðlæknir að
mennt eins og kona hans og á tvö
börn sem eru í læknanámi. Hann
er ennfremur ljóðskáld og gefnar
hafa verið út nokkrar bækur eftir
hann. Hann þykir leika listavel á
serbneska lýru, hljóðfæri sem lík-
ist lítilli hörpu en er aðeins með
einn streng. Hann freistar stöku
sinnum gæfunnar í spilavíti og á
það til að fá sér eitt eða tvö glös
af eðalvíni. Hann dýrkar Mozart
og knattspyrnu, var til að mynda
læknir Sarajevo-liðsins árið 1985,
þegar múslimar og Serbar léku
þar saman í bróðerni.
Hreinsar hið illa með
þunglyndi
Karadzic ræddi hið illa við
morgunverðarborðið þegar blaða-
maður The Daily Telegraph hitti
hann að máli. „Hið illa er hatur
og algjör vöntun á samúð. Hið
góða er hins vegar að finna til
samúðar, þegar menn skynja
innra með sér að þeir séu eins
góðir og þeir geta verið; við skul-
um segja góðir straumar og kær-
leikur í garð annarra.“
Er hann slæmur maður? „Ég
spyr sjálfan mig þeirrar spurning-
ar þegar ég er þunglyndur. Menn
sem eru trúaðir geta alltaf kvart-
að undan sjálfum sér. Og yfir-
sjálf þeirra vakir sífellt yfir þeim.
Ég tel ekki að ég sé slæmur
maður. Ég fmn hið góða í mér.
Ég minnist orða Jesú Krists, frels-
ara okkar: „Faðir, fyrirgef þeim
því þeir vita ekki hvað þeir gera.“
Með „þeim“ átti hann við alla -
ekki bara „hina“. Lausnin á illum
kenndum felst í göfgun: það, sem
menn gera til að göfga árásar-
hneigð sína, auðkennir þá sem
góða eða illa.“
Karadzic segist hreinsa illar
kenndir sínar með þunglyndi og
dapurleika: „Ég dreg mig í hlé
og verð þunglyndur". Hann
kveðst mjög þunglyndur nú um
stundir.
Það eina sem hann hatar er
ofbeldi
„Grimmdarverk hafa ekki verið
á stefnuskrá okkar. Þetta er stríð
og við getum ekki stjórnað öllu.
Við vissum að viðurkenning á
sjálfstæði Bosníu-Herzegovínu
myndi leiða til stjórnleysis. Ég tel
að Alija Izetbegovic [forseti Bosn-
íu] hafí ekki heldur fyrirskipað
grimmdarverk, en menn hans
hafa samt gerst sekir um þau.
Það er engin leið að hafa stjóm
á þessu. í borgarastyijöld eru all-
ir vopnaðir, hatursfullir í garð
óvinarins og óttaslegnir.“
Geðlæknirinn Karadzic sagði
að fengi hann þjóðir Bosníu á
„sófann til sín“ yrði sjúkdóms-
greiningin: „ofsafengin útrás
undirmeðvitundarinnar". „Þegar
við geðlæknarnir greinum geð-
sjúkdóma reynum við einfaldlega
að skilja sjúklinginn; reynum að
fyrirbyggja að hann skaði sjálfan
Radovan Karadzic, leiðtogi
Serba í Bosníu, er trúaður mað-
ur og virðist sakleysið holdi
klætt - eða er hann aðeins slótt-
ugur stjórnmálamaður sem
svífst einskis?
sig og fá hann til að hafa eðlileg
samskipti við aðra. Þetta er það
sem við þurfum að gera fyrir
Bosníu.“
Nú vonar hann - og biður til
guðs - að hundruð þúsunda
bosnískra múslima, sem hafa flú-
ið heimkynni sín, snúi aftur „alls
óhrædd“ og „reyni að skilja“.
„Við getum endurreist húsin. Það
gerum við. En hvernig getum við
læknað sárin í sálinni? Það er
hræðilegt að lenda í slíku þjóðern-
isstríði. Ég gæti ekki einu sinni
óskað versta óvini mínum slíkra
örlaga.“
Karadzic segir að það eina sem
hann hati sé ofbeldi. Hann hafí
aldrei banað dýri, hvað þá manni.
Yfirleitt er litið á grimma ein-
ræðisherra sem menn með sjúkt
sjálf. Það eina sem virðist hijá
Karadzic er sjúklegt þunglyndi.
HEKLA Á LEIÐ
UM LANDIÐ
SÝNUM NÝJU BÍLANA FRÁ MITSUBISHI OG
VOLKSWAGEN Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM:
MIÐVIKUAGUR 2. SEPT.
Dalvík kl. 10.00-11.30
Ólafsfjörður kl. 12.00- 13.00
Siglufjjörður kl. 14.00- ló.OO
Hofsós kl. 17.00-18.00
Sauðórkrókur kl. 18.30 - 20.00
FIMMTUDAGUR 3. SEPT.
Skagaströnd kl. 10.00 - 11.00
Blönduós kl. 11.30-13.00
Hvammstangi kl. 14.00 - 15.00
Hólmavík kL 17.00 - 18.00
FOSTUDAGUR 4. SEPT.
Bolungarvík kl. 10.00- 11.00
ísaf jörður kl. 11.30 - 12.30
Flateyri kl. 13.00 - 14.00
Þingeyri kl. 14.30 - 15.30
Bíldudalur kl. 17.00 - 19.00
Patreksfjörður kl. 19.30 - 20.30
H0LLUSTU TRAUST FYRIRTÆKI
LAUGARDAGUR 5. SEPT.
Búðardalur kl. 10.00- 11.00
Stykkishólmur kl. 1.2.00- 13.00
Grundarfjörður kl. 14.00- 15.00
Ólafsvík kl. 15.30-17.00
Borgarnes kl. 18.30 - 20.00
Geymid auglýsinguna
40 ÁR Á ÍSLANDI
A
MITSUBISHI
MOTORS
Rúmenar
velja forseta
Búkarest. Reuter.
FORSETI Rúmeníu, Ion Iliescu,
og leiðtogi stjórnarandstöðunn-
ar, Emil Constantinescu, virðast
aðal keppinautarnir úr hópi sex
frambjóðenda í forsetakosning-
um sem fram fara í lok mán-
aðarins. Framboðsfrestur rann
út um helgina.
Til að sigra í fyrstu umferð þarf
minnst 50% atkvæða, ella verður
kosið milli tveggja efstu manna. í
fyrstu lýðræðislegu kosningum
landsins eftir aftöku einræðisherr-
ans Nicolaes Ceausescus fyrir
tveim árum sat kommúnistinn Ili-
escu, sem var harðstjóranum innan
handar, undir ásökunum um of-
beldi og svindl. Iliescu hlaut 85%
fylgi og flokkur hans 65% þing-
sæta. Síðan hefur talsvert fylgi
safnast til fiokks andstæðingsins
Constantinescui og vann hann
helstu borgir í sveitarstjórnarkos-
ingum í vor. Constantinescu er
háskólarektor í Búkarest.
Bílamarkaóurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut,
Kópavogi, sími
671800
Daihatsu Charade Sedan SG ’90, stein-
grár, 5 g., ek. 25 þ., aflstýri o.fl. V. 630
þús. stgr.
Dodge Shadow '88, hvítur, 5 dyra, sjálfsk.,
ek. 37 þ. mílur. Fallegur bíll. V. 890 þús.
stgr.
Ford Ranger STX Pick up '91, plasthús,
V6, sjálfsk., upph., 33“ dekkk, álfelgur, 5
g., ek. 16 þ. Eins og nýr. V. 1550 þús.
Honda Civic CRX '88, svartur, 5 g., ek.
72 þ., sóllúga o.fl. Fallegur bíll. V. 840
þús. stgr. *
Willys Cj-5 '64, endurbyggður, V-8 (350),
Hurst, 4 g., 5:38 drif, læstur o.fl. Til sýnis
á staðnum. V. 530 þús. stgr.
Toyota Corolla Liftback ’88, 5 g., ek. 40
þ. V. 820 þús. stgr., sk. á ód.
Ford Sierra 1800 GL Sedan '88, 5 g., ek.
53 þ. Fallegur bíll. V. 590 þús. stgr.
Daihatsu Feroza DX 4 x 4 '89, 5 g., ek.
70 þ., sóllúga, o.fl. V. 930 þús. stgr.
Toyota Corolla XL ’91, 5 dyra, 5 g., ek.
26 þ., aflstýri o.fl. V. 850 þús. stgr.
MMC Lancer GLXi Hlaðb. ’91, sjálfsk.,
ek. 25 þ.,Tafm. í öllu. V. 930 þús. stgr.
Lada Sport ’87, 5 g., léttistýri, ek. 82 þ.
V. 260 þús. sk. á ód.
Mazda B-2600 EX-Cap 4x4 '88, m/húsi,
5 g., ek. 92 þ. Gott eintak. V. 1180 þús.
sk. á ód.
Mercury Cougar Sport ’83, sjálfsk. Fal-
legur bíll. V. 790 þús. sk. á ód.
MMC Galant GLSi ’89, 5 g., ek. 34 þ.
V. 980 þús. stgr.
MMC L-300 4x4 8 manna '89, ek. 41
þ. V. 1350 þús. stgr., sk. á ód.
Nissan 200 SX turbo Interc. '89, 5 g.,
ek. 45 þ. Eínn m/öllu. V. 1490 þús. stgr.,
sk. á ód.
Peugout 309 XR ’89, 5 g., ek. 24 þ.
V. 620 þús.
Peugout 405 GL '91, 5 g., ek. 37 þ.
V. 890 þús. stgr., sk. á ód.
Suzuki Swift GTi '88, 5 g., ek. 47 þ.
V. 590 þús. stgr., sk. á ód.
Toyota Hilux Excap EFi '87, m/húsi.
V. 1080 þús. skipti.
Toyota Landcruiser langur diesei ’86,
gott eintak. V. 1500 þús. stgr., sk. á ód.
Plymouth Laser RS Twin Cam 16v '90,
grásans, 5 g., ek. 32 þ. mílur, rafm. í öllu
o.fl. Glæsilegur bíll. V. 1490 þús. stgr.
sk. á ód.
Nissan Primera SLX 2000 '91, 5 dyra,
beinsk., ek. 19 þ., rafm. « rúðum o.fl. Gott
eintak. V. 1270 þús. stgr., sk. á ód.
Lada Safír ’91, sem nýr, ek. 13 þ. V. 290
þús. stgr.