Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 22
22
EKH HMHMM’riHH J HUOAQUWiIM fllQAJSVIUÐHÖM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992
Krakkar/skídi
Hauststarfió er að hefjast
hjó skíóadeild Víkings
Æfingar hefjast 5. september nk. Skráning í Félags-
heimili Víkings í Víkinni í síma 813245 á milli kl. 16.30
og 19.00 dagana 1. september til 4. september.
Nýir félagsmenn velkomnir.
Kynningarfundur skíðadeildar Víkings verður í Víkinni
fimmtudaginn 3. september nk. kl. 20.30.
Þrek - gleði - ferðalög.
Stjórnin
íslenska alfræðiorðabókin
eftir Örnólf
Thorlacius
Með íslensku alfræðiorðabók-
inni var hrint í framkvæmt hug-
mynd sem hefur verið í gerjun
hérlendis í a.m.k. hálfa öld. Á
fjórða áratug aldarinnar var unnið
að ritum íslenskrar alfræðibókar
á vegum ísafoldar. Talsverð vinna
WWWWWWWWWWWWWWWWW
SPARIÐ - SETJIÐ SAMAN SJÁLF
B
jöminn býður upp á gott og
Qölbreytt úrval efniviðar til
smíði á eldhús- og baðinnréttingum
og fataskápum.
Fagmenn okkar smða efnið
eftirþínumþörfum.
Þú setur innréttinguna saman
sjálf(ur) og sparar þannig
peninga.
Komdu með þína hugmynd til
okkar - fagmenn aðstoða þig
við að útfæra hana.
BJORNINN
BORGARTÚNI28 S. 6215 66
c c
var lögð í verkið en það dagaði
uppi.
Segir svo ekki frekar af ís-
lenskri alfræðibók fyrr en á sjö-
unda áratugnum. Þegar komin var
út fyrsta útgáfa íslenskrar orða-
bókar Menningarsjóðs árið 1963
tók ritstjóri hennar, Árni Böðvars-
son, að sér að stýra gerð alfræði-
bókar fyrir forlagið. Ýmsir voru
fengnir til verksins, meðal annars
sá sem þetta ritar, og unnið var
nokkur ár að því. Brátt kom í ljós
að verkþættir voru mjög mislangt
á veg komnir. Sumir sérfræðingar
höfðu lokið sínum hluta meðan
aðrir voru tæpast byijaðir. Út-
gáfuáætlun var þá breytt og í stað
einnar alfræðibókar skyldu gefin
út bindi um einstök svið þekking-
ar. Hygg ég að fyrsta bókin hafi
verið Stjömufræði - rímfræði eft-
ir Þorstein Sæmundsson. Síðan
rak hvert ritið annað en hlé hefur
verið á útgáfunni um nokkurt
skeið og ljóst er nú að henni verð-
ur ekki haldið áfram undir merki
Menningarsjóðs.
Fyrir allmörgum árum greindi
Örlygur Hálfdánarson mér frá því
að hann hygðist gefa út íslenska
alfræðiorðabók. Væri hugmyndin
að styðjast við erlenda bók af
heppilegri stærð og laga hana að
íslenskum aðstæðum. Hann fékk
mér þijár erlendar alfræðibækur
og óskaði álits míns á því hver
myndi best henta.
Ein bókin var dönsk, önnur
norsk og sú þriðja þýsk og virtust
allar traust heimildarrit. Eg mælti
með þeirri dönsku, ekki af því að
hún tæki hinum fram heldur vegna
sögulegra tengsla okkar við Dani.
Ég taldi einfaldlega - og studdist
þar við úrtak sem ég tók úr bókun-
um þremur - að minna þyrfti að
víkja frá efni dönsku bókarinnar
en hinna tveggja.
Ekki veit ég hversu þungt mitt
álit vó, en danska bókin, ein af
alfræðibókum Gyldendals, varð
fýrir valinu. í formála íslensku
alfræðiorðabókarinnar er greint
frá því að samfelld vinna hafí haf-
ist í maí 1987 og verkinu verið
að mestu lokið á miðju ári 1990.
Bókin kom svo út seint á því ári.
Ég fylgdist lítillega með gerð
bókarinnar, einkum að því er við
kom þeim fræðum sem ég hef
skást vit á, og renndi augum yfír
sumt efni hennar í handriti. Engu
að síður kom það mér á óvart,
þegar ég í fyrsta sinn fletti ís-
lensku alfræðiorðabókinni hve
vandaður frágangur ritsins var og
hve mikið var þar af íslensku efni.
VILTO PANSA?
Kennslustaðir: Auðbrekka 17 og
"Lundur" Auðbrekku 25 Kópavogi.
Kennum alla samkvæmisdansa:
Suðurameríska, standard og
fömlu dansana. Einnig
arnadansa fyrir yngstu
kynslóðina.
Einkatímar eftir samkomulagi.
Innritun og upplýsingar dagana
31. ágúst - 9. sept.
kl. 10-19 í síma: 64 11 11
Kennsla hefst fimmtudaginn
10. september. Kennsluönn er
15 vikur og lýkur með jólaballi.
Ath. fjölskyldu- og systkinaafsláttur.
VISA
JL
FÍD Betri kennsla - betri árangur
Suþadance skór á dömur og herra.
Gl/RÐAR HA
Hvers virði er það að eiga ís-
lenskt verk af þessu tagi?
Ljóst er að íslensk alfræðibók
hlýtur að verða talsvert dýrari en
samsvarandi verk erlend. Og
margir lesendur slíkrar bókar eru
það vel heima í einhverju erlendu
máli að þeir geta haft þolanlegt
gagn t.d. af Encyclopædia Brit-
annica eða skandinavískri alfræði-
orðabók.
Það er einkum tvennt sem
vinnst með útgáfu alfræðirits á
íslensku. Annars vegar gefst kost-
ur á því að fella inn í það meira
af séríslensku efni en býðst í nokk-
urri erlendri alfræðibók. í íslensku
alfræðiorðabókinni er ekki einung-
is hærra hlutfall íslensks efnis en
í erlendum bókum af sama tagi,
heldur er í þremur bindum hennar
mun meiri samanlagður fróðleikur
um ísland og íslendinga, náttúru
landsins og menningu en lesinn
verður í 29 bindum Encyclopædia
Britannica.
Að mínu mati er þó meira um
vert að lesendur íslensku alfræði-
orðabókarinnar kynnast ýmsum
fræðihugtökum á íslensku. Vegna
flókins beygingakerfís falla mörg
erlend orð illa að málinu og við
Islendingar höfum lengi séð í því
sóma okkar að koma upp nýtum
orðum um hvers kyns hugtök.
Jónas Hallgrímsson skáld og nátt-
úrufræðingur var höfundur
margra fræðiorða sem löngu eru
orðin samgróin málinu. Má þar
nefna aðdrittarafl, sporbaugur,
kuldabelti og hitabelti (hét áður
brunabelti) og Ijósvaki. Og meiri
reisn fínnst mér yfír orði Jónasar,
sjálfsbjartur, heldur en sjálflýs-
andi, sem orðið hefur ofan á.
Mér sýnist að aðstandendur ís-
lensku alfræðiorðabókarinnar hafí
verið býsna fundvísir á góð íslensk
fræðiorð. Sum eru gömul en önnur
nýyrði. Ég minnist þess til dæmis
ekki að hafa annars staðar séð
orðin grenbýll, tijábýl! og náttför-
ull notuð um dýr. Alþjóðleg fræði-
orð eru víða birt í smáletruðum
römmum neðst á spássíu með vís-
un í samsvarandi íslensk uppfletti-
orð.
Mér er sagt að hlutfall íslensks
efnis í bókinni sé ein 40%. Ef litið
er á alþjóðlega efnið virðist gott
jafnvægi milli efnisþátta. Ljóst er
að vandað hefur verið til vals á
myndum. Þær bæta lesefnið ágæt-
lega upp og frágangur allur er sem
fyrr segir til fyrirmyndar. Mikið
er um landakort sem öll eru að
sjálfsögðu unnin með íslenskum
texta. Víða eru líka töflur til
glöggvunar.
Uomo universale, alhliða mað-
urinn, var ímynd sannmenntaðs
manns á Ítalíu á endurreisnartíma.
Hann kunni skil á flestum sviðum
Armstrong
KERFIS-LOFT
Yíir 250 gerðir
ctí loítaplötum.
CMC -
upphengikeríi
og lím.
Leitiö tilboða
EINKAUMBOÐ
TEPPABÚÐIN
BYGGINGAVORUR
SUÐURLANDSBRAUT 26.
SÍMI 91-681950