Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 47 Minning * Olafur Markússon Nítjánda ágúst sl. lést í Reykja- vík Ólafur Markússon, tæplega 79 ára. Ólafur fæddist á ísafirði, 5. októ- I ber 1913, sonur Markúsar Bjarna- sonar skipstjóra og Ingibjargar Ól- afsdóttur konu hans. í föðurætt var I Ólafur frá Ármúla við ísafjarðar- djúp. Systur átti hann tvær, Guð- rúnu sem lést í fyrra, og Elísabetu. Ólafur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Elísabet Thorarensen, og eignuðust þau soninn Bjarna, en skildu ung. Nokkrum árum síðar kvæntist Ólafur Hólmfríði Jónas- dóttur frá Silalæk í Aðaldal, hún lifir mann sinn. Þau áttu dæturnar Ingibjörgu og Sigríði, síðar átti Ólafur soninn Harald. Bamabörn og barnabarnabörn átti Ólafur fleiri en hér verða talin, fríðleiks- og myndarfólk. Ólafur lagði gjörva hönd á margt. Hann lærði fyrst fiðluleik, og var lengi fiðluleikari í Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Síðan lagði hann nokkur ár stund á barnakennslu, en sneri loks enn einu sinni við blað- inu á fullorðinsárum, dreif sig í Iðnskólann, lauk múraraprófi, og | starfaði æ síðan sem múrari. 1 Mér er enn skýrt í minni þegar ég sá Ólaf fyrst, þótt það væri ekki nema rétt í svip, fyrir íjórum ára- tugum. Ég var þá barn í Melaskól- anum, þar sem Ólafur kenndi. Og í einum söngtíma kom hann til starfsbróður síns Stefáns og lék aðeins fyrir okkur á fiðlu. Ég bar ekkert skynbragð á það, en maður- inn stendur mér alla tíð síðan ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum, hlæj- andi og hálffeiminn. Það iiðu þó mörg ár þangað til ég sá hann aft- ur, en það var þegar við Ingibjörg dóttir hans tókum saman. Hann var tengdafaðir minn í næstum tvo ára- . tugi, og það voru góð kynni. Ég i held að hann hljóti að hafa verið góður barnakennari. Það álit byggi . ég þó eingöngu á eigin reynslu af i því, að hann hófst nú handa við að kenna mér að tefla. Og þolinmæði hans og kurteisi var ótrúlega mikil I gagnvart nemanda sem skildi ekki einföldustu frumatriði. Ég gat ekki heldur fylgt honum eftir í tónlist- inni að ráði, þótt ærinn hefði ég áhugann, enda var hann sérmennt- aður á því sviði. Ég kynntist honum líka lítillega í múrarahlutverkinu, því maðurinn var ákaflega hjálp- samur við stóran ættingjahóp, enda óspart á honum kvabbað, bæði af mér og öðrum. Hann var bæði at- hugull og vandvirkur í því starfi sem öðru. Ólafur var mjög fjölhæfur mað- ur, gáfaður, og það sem einu sinni var kallað mikill áhugamaður. Hann var ævinlega með einhver merkileg viðfangsefni í gangi, að lesa sér til í stjörnufræði eða mannkynssögu, i'ifja upp stærðfræði eða latínu, eða læra ítölsku. Fiðluleiknum hélt hann alltaf við, og var vel lesinn í bókmenntum, einkum leikritum eft- ( ir Shakespeare, Strindberg, O’Neill og fleiri þess háttar. Það var hress- andi að umgangast slíkan eldhuga, enda fór það með, að hann var íhug- ull og gagnrýninn í þessari ástund- un allri, auk þess gamansamur og sagði vel frá. Hins vegar var hann alveg frábitin illu umtali um fólk, leiddi það hjá sér ef heyrði, en vildi alls ekki hlusta á slíkt. Nú kynni einhverjum að þykja mannsmyndin verða heldur óljós, ef allt er málað í björtum litum. En auðvitað hafði Ólafur sína bresti eins og við hin. Það heyrði ég helst að honum fundið, að hann væri stundum of ölkær. En það var i greinilega orðum aukið, því maður- * 'nn var umfram allt skyldurækinn, meira að segja óhóflega, fannst j mér. Ekki nóg með að hann stund- i aði vinnu sína óaðfinnanlega hvern dag, þá áratugi sem ég þekkti hann, Mheldur var hann kvöld og helgar að múra og lagfæra kauplaust fyrir vini og vandamenn. Mætti einhvern brest á honum finna, þá var það að það vantaði í hann stærilætið. Því fannst mér hann bera óþarflega mikla virðingu fyrir sér minni mönnum, þá virðingu átti hann sjálfur betur skilið. Mér fannst það merkilegt með mann sem fylgdist svo vel með nýjustu uppgötvunum í stjörnufræði og ámóta vísindum, að í stjórnmálum hafði hann við- horf Sturlungaaldar, að fýlgja sín- um manni, hvað sem tautaði og raulaði. Við ævilok hlýtur að vakna sú spurning hversu vel lífinu var lifað, hvað varð manninum úr sínum miklu hæfileikum. Ég er ekki í vafa um að Ólafur hefði getað orðið áhrifameiri maður og frægari, ef hann hefði verið meiri einstefnu- maður. En í staðinn fyrir að halda einu striki dreifði hann sér út og suður. Fyrir bragðið kynntist hann þá fleiru en margir aðrir, og fleiri höfðu gott af honum að segja. Ég treysti mér ekki til að dæma um hvort það var vel eða illa farið, það verður hver að lifa sínu lífi eftir eigin mati. Ólafur var að vissu leyti eins og Álfur frá Vindhæli í „Hel“ eftir Sigurð Nordal, hann dreifði sér. Kannski var það þess vegna sem hann var alla tíð ungur í anda, opinn fyrir hugmyndum og skiln- ingsþyrstur, þegar miklu yngra fólk var löngu staðnað. Ólafur verður öllum ógleymanlegur sem eitthvað kynntust honum. Örn Ólafsson, Árnasafni Kaupmannahöfn. Opið alla daga frá kl. 9 -22. BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. blóíficíud Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. SUZUKI SWIR á sérstöku tilboösverbi Vegna hagstæbra innkaupa bjóðum við nú fáeina Suzuki Swift á verði frá kr. 695.000,- stgr. á götuna. Bílamir eru búnir aflmikilli 58 hö. vél meb beinni innspýtingu, framdrifi og 5 gíra gírkassa. Svo er eyðslan alveg í sérflokki, frá aðeins 4.01 á hundraöið. $ SUZUKI 1 I «H.. INMI ... II. IIII.JI SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SlMI 68 51 00 - Swift - sparneytinn bíll á vœgu veröi - Weetab/x HJARTANS TREFJARIKT ORKURÍKT FITUSNAUTT HOLLT... og gott með mjólk, súrmjól AB mjólk og jógúrt. Einnig með sykri, sultu og hunangi, eða blandað ferskum og þurrkuðum ávöxtum. MAL Weetabix
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.