Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 59 Félagskerfíð verði gert skilvirkara og ódýrara Á AÐALFUNDI Stéttarsambands bænda var samþykkt að fela þrem mönnum að ganga frá tillögum um breytingar á samþykkt- um Stéttarsambandsins sem miði meðal annars að fækkun fulltrúa á aðalfundi og fækkun í stjórn Stéttarsambandsins. Þá hefur fundurinn falið stjórn Stéttarsambandsins að vinna áfram í sam- vinnu við Búnaðarfélag íslands að endurskoðun félagskerfis land- búnaðarins á grundvelli hugmynda þar að lútandi sem lagðar voru fyrir fundinn, en í samþykkt fundarins er lögð áhersla á að taka félagskerfið í heild til endurskoðunar með það að megin- markmiði að gera það einfaldara, skilvirkara og ódýrara. Talsverð umræða varð á aðal- fundi Stéttarsambandsins um fé- lagskerfí landbúnaðarins, en það var almenn skoðun fundarmanna að það væri orðið of þungt í vöfum og þyrfti einföldunar við, auk þess sem bent var á að mikill kostnað- ur fylgdi mannmörgum stofnunum landbúnaðarins. í setningarræðu sinni á aðalfundinum vék Haukur Halldórsson formaður Stéttarsam- bandsins að félagskerfinu, en hann sagði það vera skoðun sína að stefna bæri að því að hafa ein deildarskipt félagssamtök þar sem greinar landbúnaðarins ættu sína fulltrúa og hefðu möguleika til áhrifa. Það væri hins vegar ljóst að því marki yrði ekki náð með einhliða breytingum á samþykkt- um Stéttarsambandsins, heldur yrði að breyta félagskerfínu í heild. Núverandi kerfi landbúnaðarins er byggt upp af Stéttarsambandi bænda, þar sem fjallað er um verð- lags- og kjaramál bændastéttar- innar, Búnaðarfélagi íslands sem hefur leiðbeiningarstarfíð og skyld mál með höndum, búgreinafélög- unum sem fjalla um sérmál við- komandi búgreina og samtökum afurðastöðva landbúnaðarins sem hafa með höndum markaðs- og sölumál. í ljósi breyttrar stöðu landbún- aðarins, hvað varðar ábyrgð bænda á allri landbúnaðarfram- leiðslu og markaðsmálefnum sam- kvæmt búvörusamningnum, var á aðalfundinum lögð fram tillaga félagsmálanefndar að stefnumörk- un um breytta skipan í félagskerf- inu sem felur það m.a. í sér að sameina Stéttarsambandið, Bún- aðarfélagið, búgreinafélögin og Framleiðsluráð landbúnaðarins undir einn hatt í Bændafélag ís- lands. Gert er ráð fyrir því í tillög- unni að búnaðarsamböndin verði grunneiningar félagskerfisins þar sem umfjöllun um leiðbeiningar- þjónustu og hagsmunamál bænda- stéttarinnar fari fram, en önnur grunneining sé búgreinafélögin þar sem ákvörðuð séu í megin- dráttum hagmunamál viðkomandi búgreinar. Næsta þrep sé síðan Bændafélag íslands sem tengist starfsemi afurðastöðvanna og fag- sviði landbúnaðarins. Þá sé unnið að því að sameina starfsemi Bún- aðarfélags íslands og Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins þannig að stofnað sé til eins sameiginlegs starfsvettvangs í búnaðarsamtök- um bænda þar sem allir aðilar komi saman til ákvarðanatöku, þ.e. Bændafélag íslands, fagráð landbúnaðarins, afurðastöðvarnar og fulltrúi landbúnaðarráðherra, og hafí þessi samstarfshópur yfír- umsjón með núverandi starfí Bún- aðarfélags íslands, Búnaðarþings, Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Storfnlánadeildar landbúnaðarins, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Lífeyrissjóðs bænda og öðrum stofnunum eftir því sem við yrði komið. Allmiklar umræður urðu um stefnumörkun þessa á aðalfundin- um sem lyktaði þeim með því að málinu var frestað að beiðni fram- sögumanns tillögunnar. Félags- málanefnd lagði síðan fram aðra tillögu þar sem áhersla er lögð á nauðsyn þess að taka félagskerfi landbúnaðarins í heild til endur- skoðunar, og stjóm Stéttarsam- bandsins falið að vinna áfram í samvinnu við Búnaðarfélag ís- lands að endurskoðun félagskerf- isins á grundvelli þeirra hugmynda sem lagðar vora fyrir fundinn. VMINMN FJÖLSKYLDA? Heildarvinningsupphæðin : 110,517.785 kr. 35. leikvika 29.-30, ágúst 1992 Röðin: X22-2X1 -122-XX21 13 réttir: 12 réttir: 11 réttir: 10 réttir: 4 raðir á 181 raðir á 2.349 raðir á 19.035 raðir á 7.459.950 - kr. 133.240-kr. 10.270 - kr. 2.350 - kr. Engin röö kom fram meö 13 réttum hérlendis um helgina. Árangur okkar í hinum vinningsflokkunum var þó til þess aö vinningshlutfalliö varö tæp 42% á móti 46% vanalega. 1X2- ef þú spllar til aö vinna I —fyrir þig og þina fjölskyldu! NYJASTA ENSKA ORÐABOKIN Uppbygging bændasamtakanna STÉTTAR- SAMBAND BÆNDA BÚNAÐAR- FRAMLEIÐSU- FÉLAG RÁÐ LAND- ÍSLANDS BÚNAÐARINS Ný tillaga að uppbyggingu bændasamtakanna BÚNAÐARSAMTÖK BÆNDA ) L Fagsvið land- búnaðarins Bændafélag íslands | Afurða- stöðvar Búgreinafélög ^ 1 1 Búnaðarsambönd (Deildir búgreinafélaga/ framleiðendafélög Búnaðarfélög | BÆNDUR | ORÐABÓKAÚTGÁFAN 1.116 blaðsíður - handhæg og notadrjúg. Kynningarverð kr. 1.600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.