Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1, SEPTEMBER 1992 TVEGGJA HFiTMA SÝN Atriði úr nýjustu mynd Kristínar Jóhannesdóttir, Svo á jörðu sem á himni Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Svo á jörðu sem á himni Leikstjóri og handritshöfundur Kristín Jóhannesdóttir. Samtöl Sigurður Pálsson. Kvikmynda- tökustjóri Snorri Þórisson. Tón- list Hilmar Örn Hilmarsson. Klipping Sigurður Snæberg Jónsson. Aðalleikendur Pierre Vaneck, Tinna Gunnlaugsdóttir, Helgi Skúlason, Álfrún Órnólfs- dóttir, Valdemar Flygering, Sig- ríður Hagalín, Christian Charmeant, Christopher Pinon. Islensk. Tíu-tíu kvikmyndagerð 1992. í nýjustu mynd sinni tengir leik- stjórinn og handritshöfundurinn Kristín Jóhannesdóttir oft listilega vel saman tvenna tíma og tvenna atburði úr íslandssögunni. Harm- leikinn við Mýrar er franska rann- sóknarskipið Pourquoi Pas? fórst með manni og mús - að einum und- anskildum - í stórviðri undan Straumfirði á Mýrum árið 1936 og hinsvegar sögnum af Straumfjarð- ar- Höllu sem uppi var á þessum sömu slóðum á öndverðri fjórtándu öld. Samkvæmt sögninni lagði hún bölvun á staðinn með fomeskju og leitar kvikmyndagerðarfólkið þar skýringa á örlögum Frakkanna. Annað sem gerir Svo á jörðu ... sérstaka í íslensku kvikmyndaflór- unni er að lykilpersónan Hrefna (Álfrún Örnólfsdóttir) er aðeins tíu ára gömul, en hún segir söguna í fortíð og nútíð. Stúlkan, sem er gædd yfirnáttúrulegum hæfileik- um, býr í Straumfirði og upplifir löngu liðna atburði í einhvers konar miðilssvefni og sér að fjölskylda hennar er endurbornar sögupersón- ur löngu liðinna tíma. Móðir hennar (Tinna Gunnlaugsdóttir) er engin önnur en Straumfjarðar-Halla. Telpan telur sig eiga sök á þeirri bölvun sem Halla lagði á staðinn forðum og reynir hvað hún getur að leysa hann undan illum örlögum því hún sér blikur á lofti. Fram að iokakaflanum, strand- inu, reikar myndin á miili í tíma og rúmi. Sá hluti sem gerist á okk- ar öld er þó mun veigameiri og jafn- framt betur heppnaður í alla staði. Almúgafóik við afskekkta strönd, litla stúlkan á bænum, skyggn, og yfir honum, umhverfinu og mann- fólkinu vofir dulúð og einhver ógn- arleg skelfing sem áhorfandinn skynjar greinilega. Afar skýr og beinskeytt mynd. Á hinn bóginn er fjórtándu aldar sýnin lausari í reip- unum. Það er snjallt, einsog margt annað í myndinni, að flétta saman þessa tvo atburði, fordæðuskap Höllu og skipskaðann hörmulega en þáttur Straumfjarðar-Höllu og hennar tíðar er ógleggri og sjálf- sagt velta margir vöngum yfir framandlegum búningunum. Halla er nokkuð yfirdrifin, einkum svarra- gangurinn í forneskjunni og handa- yfirlagningaratriðið torráðið. Þá eru útskýringar bónda hennar (Valde- mar Flygering) á farmennskunni daufari en kjarkurinn og krafturinn sem annars einkennir myndiná. Ekki síst í ögrandi og fögrum ásta- leik fremst á bjargbrún þar sem undir svarrar úthafsaldan. Þetta atriði er fjarri því að líkjast þeim náttúrulausu klisjum sem kvik- myndahúsgestir eiga að venjast. Það er erfið og metnaðarfull leið að segja sögu á þann hátt sem Kristín hefur valið. Að flökta á milli margra alda í frásögn sem jafnframt er löngum dulræð og yf- irnáttúrleg. En hún er vandanum vaxin, grunnhugmyndin er einkar góð og ýmsar sögufléttur ganga eftirminnilega vel upp líkt og er konan í Straumsfirði heimtir það mannslíf úr hafi sem Halla drap á öldum áður. Sigurður Pálsson sem- ur talaða textann og leysir það vel, einkum er einræða sjómannsins sem hafið hafnaði einlæg og sláandi sem og útskýringar leiðangursstjórans á tilvist brúðunnar. Allmörg, þögul atriði, lýsa einnig mæta vel tilfinn- ingastríði persónanna. Og í bak- grunni er seiðmögnuð tónlist Hilm- ars Arnar Hilmarssonar og Snorri Þórisson, einn okkar albesti kvik- myndatökumaður, bætir enn einni skrautfjöðrinni í hattinn. Hér er stjarna fædd, hún Álfrún Örnólfsdóttir. Aðeins tíu ára gömul er hún þess megnug að bera uppi heil atriði af öryggi þr: atvinnumanns. Hún er 1 Guðs náð sem gaman veiuu. fylgjast með. Það er með ólíkindum að svo ung stúika skilji jafnvel svo erfitt hlutverk til hlítar og raun ber vitni en sjóndepran og gleraugun færa henni einnig vissa samúð áhorfenda. Tinna er sterk að vanda og spannar vítt tilfinningasvið, allt frá blíðu og mildi uppí hatur og háska. Hinsvegar er spurning hvort hún sé hárrétt í nornarhlutverkið, sá yfirgengilegi fordæðuháttur sem hleypur í Straumfjarðar-Höllu klæðir hana ekki sem best. Þau Helgi og Sigríður eru úrvalsleikarar sem jafnan er unun að sjá. Það gneistar af Helga í hlutverki bölsýn- ismannsins sem telur jafnvel blíð- una bölvun, en Valdemar hefði að ósekju mátt vera kraftmeiri (hann á nóg af honum) í farmannshlut- verkinu en finnur sig ágætlega sem fóstursonurinn listræni. Minni hlut- verk eru vel skipuð sem og öll tæknivinna utan að hljóðið er í örfá skipti ógreinilegt. Svo á jörðu sem á himni er kvik- myndalegur viðburður eftir einn af okkar persónulegustu kvikmynda- höfundum sem sendir nú frá sér sína fyrstu bíómynd í hartnær ára- tug. Það er full ástæða til að óska Kristínu og öllu hennar fólki til hamingju með árangurinn því Svo á jörðu ... höfðar á sínum bestu stundum óvenju sterkt á áhorfand- ann og á tvímælalaust eftir að fylgja honum lengi. í Kaupmannahöfn F/EST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI tesa/ Pökkunar límbönd Gæðalímbönd sem bregbast ekki. Hraðvirk leib við pökkunarstörfin. J.S.Helgason Draghálsi 4 S: 68 51 52 Helgi Hálfdanarson ORÐREKI Fátt mun það í kveðskap Jónas- ar Hallgrímssonar sem valdið hef- ur lesendum meiri furðu en lína þessi í Hulduljóðum: þar sem að bárur brjóta hval á sandi. í næstu línu á eftir er brekkan kennd við algenga blómplöntu, og má þá þykja ótrúlega langsótt að fjaran sé kennd við hvalreka frem- ur en allt annað í náttúrunni. Og ekki bætir úr skák, að bárurnar bijóti hvalinn á sandinum í þokka- bót. Jafnvel þótt um hvalfisk sé að ræða, á sögnin brjóta vand- fundið erindi inn í þessa ljóðlínu, hvernig sem hún er afgreidd. Ýmsir hafa talið, að þarna sé hval einhvers konar villa fyrir hvel í merkingunni hvelfing, og víst væri þar komin sennileg lausn, ef sjálft handritið tæki ekki af skarið, að svo er ekki ritað. í Lesbók 4. júlí sl. varpaði ég fram þeirri ágætu uppástungu, að þarna væri hval sennilega hvorugkyns-nafnorð og merkti sama og hvelfing. En þrátt fyrir góð rök kallaði ég svo, að tilgátan myndi þykja „glannaleg“ og lýsti eftir annarri sem talizt gæti senni— legri. Engan veit ég líklegri en Hann- es Pétursson til þess að grafa þar upp eitthvað sem lítandi væri á. Nú hefur hann skýrt frá því í Lesbók 29. ágúst, að hann hafi fundið orðið „hvalbrot“ í eldra máli og fleira sem styður það, að í ljóðlínu Jónasar sé, þrátt fyrir öll ólíkindi, um hvalfísk að ræða. Þetta orð virðist einna helzt haft um hvalþjós úr ísreki, sem borizt hefur að landi og þá að líkindum einnig það að hvalur rofni eða sé rofinn. Hannes gerir því prýðilega góð skil. Ég fellst undir eins á það, að orðið hvalbrot geri hina langsóttu fjörumynd af hvalreka svo miklu sennilegri en ella, að naumast verði hún vefengd, enda þótt hún verði því miður enn langsóttari fyrir bragðið. Mér þykir hæpið að fallast á það með Hannesi, að Jónas hafi hugsað sér að stefna saman blíðu og stríðu með náttúrumyndunum tveimur sem andstæðum, annars vegar blómi í hlíð og hins vegar „hvalbroti" á sandi. Einnig í því tilliti væri hvalurinn og ekki sízt hvalbrotið ótrúlega langsótt dæmi. En allsheijarspennan „frá fjöru til fjalls" er augljós. Hins vegar sýnist mér að þessi „orðreki" falla svo vel að línunni, að hann loki fyrir það með öllu, að nokkur viðhlítandi lausn verði fundin. Nema vera skyldi, að ein- ungis sé um myndhvörf að ræða, að bára sem veltur að strönd til að brotna, líkist hval sem er að skola á land, og þar sé orðið „hval- brot“ e.t.v. að baki; báran brýtur þá sinn eigin báruhval á sandi. Annars verður ljóðlínan sú arna víst að halda áfram að vera furðu- leg, ef til vill eitt með öðru sem sett var til bráðabirgða í það eina uppkast sem til er að þessu merki- lega ljóði. En erindi mitt með þessum lín- um er að þakka Hannesi Péturs- syni fyrir „hvalbrotið“, þó að það bendi nokkuð eindregið til þess, að ljóðlínan fræga muni vera æði miklu lakari en vænta mætti. LOKSINS ALVÖRU KLÚBBUR FYRIR ÁHUGAFOLK UM TÓNLIST JAPIS Tónlistarklúbbur Japis býbur meðlimum sínum aðgang að mesta tónlistarúrvali landsins á mun lœgra verði en þekkist í verslunum á Íslandi almennt. Ars áskrift að klúbbnum kostar aðeins kr. 1500.- og felur í sér m.a.: A Mánaðarlegt vandað fréttablað með upplýslngum og fróðleik um allskonar tónlist. Inniheldur tilboð til klúbbmeðlima á geísladiskum með 10-40% afslœtti frá almennu búðarverði. © Heimsenda lista yfir alla fáanlega tónlist hjá tónlistardeild Japis (á sama lága verðinu). © A.m.k. 10% afsláttur af allri fáanlegri tónlíst íslenskri sem erlendri. Engar fyrirfram kvaðir um kaup. © Sérpöntunarþjónusta. © Sendingarkostnaður greiddur af tónlislarklúbbi Japls (sama verð fyrir alla landsmenn). TÓNLISTARKLÚBBUR JAPIS ER FYRIR ALLA SEM HAFA ÁHUGA Á TÓNLIST OG VILJA KAUPA HANA ÓDÝRT. Hringdu í okkur í síma 91-625290 eða sendu okkur línu og við sendum þér nánari upplýsingar um hœl. TONLISTARKLUBBUR JAPIS BRAUTARHOLTI 2 BOX 396 105 REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.