Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐJD, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Hjúkrunarheimili aldraðra á Selfossi Vistmaður brenndist illa í eldi VISTMAÐUR á Ljósheimum, hjúkrunarheimili aldraðra á Sel- fossi, var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík síðdegis í gær, eftir að hafa brennst illa í eldsvoða. Þá var slðkkviliðið kallað til vegna elds er kom upp í Bíla- sprautun Selfoss við Hrísmýri. Á Ljósheimum varð að rýma einn gang og flytja fjóra vistmenn yfir á sjúkrahúsið. Skemmdir urðu ekki verulegar á húsi og húsmunum utan skemmda af völdum vatns og reyks og er búist við að vistmenn verði fluttir inn á ganginn á ný í dag. Ekki var í gær vitað um eldsupptök en lögreglan vann að rannsókn málsins. Tjón í Bílasprautun Selfoss var lítið en þar kviknaði í út frá raf- suðu í sprautuklefa. -----» ♦ «--- Skagafjörður Ók útaf á ný- " lagðri olíumöl KONA og tvö börn, tveggja og tíu ára, voru flutt á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki í gær eftir útaf- akstur. Meiðsl þeirra reyndust minniháttar og fengu þau að fara heim að lokinni rannsókn. Að sögn lögreglunnar missti öku- maður stjóm á bifreiðinni er henni var ekið inn á nýlagða olíumöl. Lenti bifreiðin í skurði við brúna yfir Staðará á þjóveginum milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Bif- reiðin er talin gjörónýt. Morgunblaðið/Kristinn Á leikskólanum Nokkuð hlýtt hefur verið sunnanlands og vestan undanfarna daga og eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var á Barónsborg í gær er enn ekki komið úlpuveður. Veðurstofan gerir ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga, léttskýjuðu sunnanlands en rigningu og kulda norðan heiða. Einar Guðfinnsson hf. í Bolungarvík Bærinn enn ekki lánað 50 milljónir Skuldir fyrirtækisins og dótturfyrir- tækja nálgast tvo milljarða króna FYRIRTÆKIÐ Einar Guðfinnsson hf. í Bolungarvík á í mjög miklum rekstrarörðugleikum eins og svo mörg önnur sjávarútvegsfyrirtæki um þessar mundir. Bæjarsjóður Bolungarvíkur veitti fyrirtækinu í fyrra loforð um lánafyrirgreiðslu að upphæð 100 milljónir króna, en fyrirtækið hefur aðeins fengið 50 milljónir af því fé, enn sem komið er, þar sem það hefur ekki uppfyllt skilyrði bæjarstjórnar fyrir frekari lánveitingu, að sögn Bolungarvíkur. Samkvæmt upplýsingum Einars Jónatanssonar, forstjóra E.G. nema skuldir um 1.100 milljónum króna, og þar sem Júpíter, sem E.G. á 50% hlut í, og loðnubræðsla í eigu fyrir- tækisins skulda umtalsverðar fjár- hæðir, munu skuldir fyrirtækjanna í heild nálgast tvo milljarða króna. Dómhléi lýkur í dag, þann 1. september og hafði þess verið vænst að uppboð færi fram á eigum fyrirtækjanna nú í byrjun septem- ber, þar sem ákveðnir kröfuhafar höfðu lagt fram beiðni í þá veru. Einar Jónatansson segir að nú hafí verið samið við kröfuhafa, þannig að ekki verði af fyrirhuguðu upp- boði. Atvinnutryggingasjóður á einn um 370 milljóna kröfur á hendur fyrirtækinu og Landsbankinn, sem er aðal viðskiptabanki fyrirtækisins á geysilega miklar kröfur á hendur þess. Einar Jónatansson segir að staða fyrirtækisins sé vissulega afar erf- ið, en forsvarsmenn þess séu nú að endurskoða allar rekstraráætl- anir. Vel megi vera að frekari við- ræður við bæjaryfirvöld í Bolungar- vík verði ákveðnar í kjölfar þeirrar Ólafs Kristjánssonar bæjarsljóra endurskoðunar. „Kvótaskerðingin, ekki bara núna, heldur til margra ára, lækkun dollars og röng gengis- skráning - allt er þetta bara til þess að auka við þann vanda, sem var til staðar fyrir,“ sagði Einar Jónatansson í samtali við Morgun- blaðið. Sjá ennfremur Af innlendum vettvangi: Riðar risinn til falls? á bls. 24-25. Stjórnarfrumvarp um fækkun embætta sem heyra undir Kjaradóm Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Kristín Birna Garðarsdóttir við bíl sinn. Kjaranefnd ákveði laun for- stöðumanna ríkisstofnana Greint verði á milli dagvinnu og annarra launa í kjaraúrskurðum EMBÆTTUM sem Kjaradómur ákveður launakjör fyrir verður fækkað verulega og sérstakri kjaranefnd komið á fót sem ákveði starfskjör forstöðumanna stofnana og fyrirtækja ríkisins og embættismanna, sem áður voru ýmist ákveðin af Kjaradómi eða fjármálaráðherra, sam- kvæmt sljórnarfrumvarpi um Benidorm Ung’ur mað- ur drukknaði RÚMLEGA tvítugur íslendingur drukknaði við strönd Benidorms á Spáni síðastliðinn sunnudag. Maðurinn var á sundi í sjónum með félögum sínum er slýsið varð. í gær var ekki vitað nánar um til- drög þess. Ekki er unnt að greina T"á nafni mannsins að svo stöddu. Kjaradóm og kjaranefnd sem lagt var fram á Alþingi í gær. Er gert ráð fyrir að Kjaradómur úrskurði aðeins um launakjör forseta íslands, kjörinna þing- manna, ráðherra og dómara og að skipan dómsins verði breytt þannig að Hæstiréttur tilnefni ekki lengur meirihluta dómenda hans heldur tvo, tveir dómendur verði kosnir af Alþingi en fjár- málaráðherra tilnefni einn. Þeir aðilar sem heyra undir úrskurð kjaranefndar um launakjör eiga þess hins vegar kost samkvæmt frumvarpinu að óska eftir því að um starfslgör þeirra verði samið í kjarasamningum í stað þess að þau verði ákveðin af kjaranefnd. í frumvarpinu segir að í úrskurð- um sínum beri Kjaradómi að gæta samræmis við aðra aðila í þjóðfélag- inu sem sambærilegir geti talist með tilliti til starfa og ábyrgðar en hins vegar er þeirri tilvísun í af- komuhorfur þjóðarbúsins, sem mælt var fyrir um í bráðabirgðalög- um ríkisstjórnarinnar fyrr í sumar, breytt á þann veg að Kjaradómur skuli taka tillit til almennrar launa- þróunar á vinnumarkaði. Kjara- nefnd ber samkvæmt frumvarpinu að hafa kjarasamninga ríkisins og niðurstöður Kjaradóms til viðmið- unar í sínum störfum. Kjaranefnd skal skipuð þremur mönnum og skipar fjármálaráð- herra tvo nefndarmenn án tilnefn- ingar og skal annar þeirra vera formaður nefndarinnar og einn samkvæmt tilnefningu forseta Al- þingis. Ber Kjaradómi og kjara- nefnd að ákveða laun sem greiða ber fyrir öll venjubundin störf sem embætti þeirra fylgja en greina jafnframt á milli launa fyrir venju- lega dagvinnu og annarra launa. Er með þessu gert ráð fyrir að kjaranefnd hafi svigrúm til að setja reglur um greiðslur fyrir tilfallandi störf umfram venjubundnar starfs- skyldur og að tekið skuli tillit til hlunninda og réttinda sem starfinu fylgja. I greinargerð frumvarpsins segir að með þessari breytingu sé dregið verulega úr misræmi vegna lífeyrisréttinda og annarra starfs- bundinna réttinda. Töluverð ásókn hafi verið frá einstökum embættis- mönnum og starfshópum í að falla undir úrskurðarvald Kjaradóms, sem stafi ekki síst af því að lífeyris- réttindi þeirra hafi miðast við heild- arlaun er dómurinn úrskurði en líf- eyrisréttindi annarra hafi miðast við dagvinnulaun. Þetta misræmi verði leiðrétt þannig að lífeyrisrétt- indi verði í öllum tilvikum miðuð við laun fyrir dagvinnu. Þá ber Kjaradómi og kjaranefnd að meta a.m.k. einu sinni á ári hvort tilefni sé til endurskoðunar á fyrri ákvörðunum. Frumvarpið var samið af nefnd sem fjármálaráðherra skipaði til að endurskoða lög um Kjaradóm en í henni sátu Helgi V. Jónsson hrl., Indriði H. Þorláksson skrifstofu- stjóri, Benedikt Jóhannesson stærð- fræðingur og Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri. Akstursíþróttir Kvenmað- ur Islands- meistari „ÞETTA var sætur sigur og það var ljúft að leggja karl- ana að velli í lokaslagnum um titilinn. Það var kominn timi til að fá kvenmannsnafn á einhvern titlanna, sem keppt er um í akstursíþrótt- um,“ sagði Kristín Birna Garðarsdóttir, sem varð Is- landsmeistari í rallycross um helgina eftir sigur í keppni Skeljungs og Bifreiðaíþrótta- klúbbs Reykjavíkur. Kona hefur ekki áður unnið meist- aratitil i akstursíþróttum hérlendis. Kristín, sem er þrítug, vann þrjú af fjórum mótum ársins á Porsche-keppnisbíl sínum. Hún var eini kvenkeppandinn í mót- um á rallycross-brautinni og sló því körlunum við en hafði þó fimm manna aðstoðarlið, skipað karlmönnum, sér til hjálpar í hverri keppni. Sjá einnig frétt á bls. 43.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.