Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992
Formenn í fasta-
nefndum Alþingis
ELLEFU af tólf fastanefndum
Alþingis hafa nú haldið sína
fyrstu fundi og valið formann
og varaformann.
í fjárlaganefnder formaður Karl
Steinar Guðnason (A-Rn) og Sturla
Böðvarsson (S-Vl) er varaformaður.
Pálmi Jónsson (S-Nv) er formaður
samgöngunefndar en varaformað-
ur er Sigbjörn Gunnarsson (A-Ne).
Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn)
er formaður félagsmálanefndar,
varaformaður er Guðjón Guð-
mundsson (S- VI). Formaður alls-
herjarnefndar er Sólveig Péturs-
dóttir (S-Rv) og Sigbjörn Gunnars-
son (A-Ne) er varaformaður. í heil-
brigðis- og trygginganefnd er
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra undirritar samninginn um Evrópskt efnahagssvæði í Oportó
í byrjun maí.
Vilhjálmur Egilsson
Efast um að stj ornarand
staðan segði EES upp
VILHJÁLMUR Egilsson (S-Nv) efast um að sljórnarandstöðuflokk-
arnir myndu segja upp samningum um evrópskt efnahagssvæði,
EES, eða beita sér fyrir sljórnarskrárbreytingum ef þeir flokkar
kæmust til valda. Steingrímur Hermannsson (F-Rn) formaður Fram-
sóknarflokksins segir að þetta mál gæti orðið vandmeðfarið eftir
nokkur ár en hann telji sjálfsagt að skoða þetta EES-mál þá. Þetta
og fleira kom fram þegar umræðum um EES-samninginn var fram-
haldið í gær. Einnig var áframhald á fyrstu umræðu um sljórnlaga-
frumvarp stjórnarandstöðunnar.
Framhald fyrstu umræðu um
staðfestingarfrumvarpið um EES
var fyrsta mál á 10. fundi Alþingis
í gær. Jón Helgason (F-Sl) sagði
að þeir stjórnarandstæðingar sem
hefðu samþykkt árið 1989 að ganga
til viðræðna um EES, mættu nú
sæta ámæli fyrir gagnrýni sína nú
við samninginn um EES. Jón taldi
ásakanir í garð framsóknarmanna
og Alþýðubandalagsmanna ekki
sanngjamar né rökréttar. Það hlyti
að hvfla sú skylda á þingmönnum
og þá sérstaklega á þeim þingmönn-
um sem hefðu samþykkt áð ganga
ti! þessara viðræðna, að skoða hvert
einasta atriði með gagnrýnu hugar-
fari, rökréttri hugsun og raunsæu
mati. Ræðumaður taldi að utanrík-
isráðherra hefði vanrækt þessar
dyggðir, hann líkti málflutningi ut-
anríkisráðherra við „skýjaborgir" og
kynningarstarf ráðherrans kallaði
hann „orðavaðal“. Jón taldi það lág-
markskröfu að ráðherra gerði al-
menningi grein fyrir því flókna kerfi
stofnana og reglna sem okkar væri
ætlað að beygja okkur undir. Hann
fór þess á leit að utanríkisráðherra
útbyggi sitt kynningareíV betur
með skipuritum og myii.irænum
hætti.
Jón taldi að smærri þjóðir hefðu
margt að varast þegar þær gengju
til viðskiptaviðræðna við sér stærri
þjóðir eða viðskiptablokkir. Og láta
ekki fallast fyrir freistingum af óljós-
um ávinningi tollalækkana og frí-
verslunar. Jón nefndi t.d. í þessu
sambandi fríverslunarsamninga
Kanada við Bandaríkin en þar hefðu
Kanadamenn gefið eftir mikið af
yfirráðum í eigin landi til að fá tolla-
lækkanir. Það mátti glöggt heyra
að Jóni Helgasyni sýndist að Jóni
Baldvin Hannibalssyni utanríkisráð-
herra hefðu orðið á þessar meintu
yfirsjónir Kanadamanna.
EES styrkir fullveldið
Vilhjálmur Egilsson (S-Nv) var
fyrri ræðumanni mjög gagnstæðrar
skoðunar. Og Vilhjálmur taldi
reynsluna ólygnasta um það að
markaðshagkerfíð dygði best í bráð
og lengd. Vilhjálmur benti á að á
markaði væru reglur. Spurningin um
EES væri spurning um hvaða leik-
reglur við vildum að íslenskt at-
vinnulíf byggi við í framtíðinni. Vil-
hjálmur Egilsson taldi því fara fjarri
að það frelsi sem fælist í EES eða
þær reglur sem fælust í samningum
til að tryggja fijáls viðskipti, drægju
úr fullveldi okkar íslendinga eða
skertu sjálfstæði vort. Vilhjálmur
benti á að þegar íslenskt fyrirtæki
gerði viðskiptasamninga erlendis
yrði það að sæta því að skrifa undir
ákvæði um að þarlendir dómstólar
skæru úr ágreiningsatriðum. Samn-
ingurinn um EES gæfi íslenskum
fyrirtækjum meiri rétt og réttarör-
yggi ef eitthvað væri. Vilhjálmur
taldi hið sama gilda um okkar hags-
muni sem þjóð eða ríki. Hann benti
á að þegar þjóðir neyttu aflsmunar
í formi viðskiptaþvingana í deilum
dytti fáum í hug að mikið munaði
um þær ráðstafanir sem íslendingar
gætu beitt. Þau úrræði sem samn-
ingurinn um EES kvæði á um
treystu stöðu okkar og styrktu full-
veldi vort. Vilhjálmur leiddi að mestu
hjá sér að fjalla um stjórnskipulega
stöðu EES-samningsins en það mátti
skilja að hann teldi mismunandi lög-
fræðileg álit engin stórtíðindi. Hins
vegar væru það fréttir ef lögfræð-
ingar töluðu einum rómi um deilu-
efni.
Málflutningur stjórnarandstæð-
inga undanfarna daga varð Vilhjálmi
tilefni til nokkurra spurnin'ga. Vil-
hjálmur benti á að EES-samningur-
inn væri uppsegjanlegur með árs
fyrirvara. Vilhjálmur vildi fá að vita
hvort stjórnarandstæðingar sem
mæltu á móti þessum samningum
r.rru reiðbúnir til að lýsa því yfir
að þeir myndu segja þeim upp ef
þeir kæmust til valda? Hvort við
mættum eiga von á því að þetta
yrði kosningamál, t.d. hjá Alþýðu-
bandalaginu? Ræðumaður efaðist
um að sú yrði reyndin, og vitnaði
til þess að ekki hefði EFrA-aðildinni
verið sagt upp þegar viðreisn lauk
og vinstri stjórn tók við 1971. Vil-
hjálmur vildi einnig fá svör við því
hvort stjórnarandstæðingar myndu
beita sér fyrir stjórnarskrárbreyting-
um með tilheyrandi kosningum ef
þeir kæmust til valda?
Skoða verður EB
Vilhjálmur tók undir það sem
fram hefur komið m.a. frá stjórnar-
ViUyálmur Egilsson
andstæðingum að nú sé ljóst að EES
verður ekki framtíðarlausn annarra
EFTA-ríkja; þau hafi nú þegar eða
hyggist fljótlega sækja um aðild að
Evrópubandalaginu, EB. Vilhjálmur
sagði að við yrðum innan eins til
þriggja ára að gera upp hug okkar
gagnvart EB. Sumir tækju þann
kost nú að segja samstundis einfald-
lega nei. Ræðumanni þótti þetta
heldur einföld lausn. Við yrðum að
svara spurningunni um hvort við
vildum sækja um aðild að EB. Við
yrðum að gera alvarlega úttekt á
því hvað aðild þýddi og hvað hún
þýddi ekki. Og síðan á grundvelli
slíkrar úttektar taka ákvörðun um
hvort við vildum sækja um eða ekki.
Á endanum hiytu það að verða hags-
munir okkar og hvort við vildum
sambærileg lífskjör og væru í Evr-
ópu sem myndu ráða þvi hvort við
sæktum um eða ekki.
Þjóðréttarsamningur verður
Iandsréttur
Þegar hér var komið sögu frest-
aði Salome Þorkelsdóttir þessu fram-
haldi fyrstu umræðu sem staðið hef-
ur með hléum síðan fímmtudaginn
20. ágúst. Og var fyrsta umræða
um frumvarp stjómarandstöðunnar
um breytingar á stjórnarskránni.
Umræður um þessi tvö mál hafa þó
mjög blandast saman. Steingrímur
Hermannsson (F-Rn) var fyrstur á
mælendaskránni. Steingrímur ítrek-
aði í nokkru máli þá gagnrýni sem
hann hafði haldið uppi í framsögu-
ræðu sinni fyrir þessu máli síðastlið-
inn miðvikudag. Steingrímur sagði
kjarna þessa máls að nú væri ætlun-
in að gera þjóðréttarsamning að
landsrétti. Stjórnarandstæðingar
teldu það ekki standast stjórnar-
skrána. Hann vísaði enn og aftur til
efasemda íslenskra lögfræðinga um
það hvort samningurinn um EES
stæðist ákvæði stjórnarskrárinnar
og þessu til viðbótar vitnaði hann
til danskra lögfræðirita um stjórnar-
skrármálefni.
Steingrímur taldi sér skylt að
reyna að svara nokkru þeim spurn-
ingum sem varpað hafði verið fram
fyrr í umræðunni. T.d. varðandi lög-
fræðilegt álit frá Stefáni Má Stef-
ánssyni frá árinu 1990 varðandi for-
úrskurði sameiginlegs EES-dóm-
stóls. Þá hefði verið um að ræða
bindandi forúrskurði sem stæðust
ekki stjómarskrá. Það væri viður-
kennt í dag að þeir forúrskurðir
stæðust ekki stjórnarskrá. En svo-
nefnd fjögurra manna nefnd legði
þetta til hliðar í sinni álitsgerð með
tilvísan til þess að íslenskur dóm-
stóll yrði að biðja um forúrskurð.
Annars hefði hann meiri áhyggjur
af ýmsu öðru valdaframsali sem
væri nú gert ráð fyrir í EES-samn-
ingum.
Erfitt mál
Steingrímur vildi einnig svara
spurningum Vilhjálms Egilssonar
nokkru. Steingrímur sagði að æði
mikið yrði að gera til að hreinsa til
þegar stjórnarandstaðan kæmist til
valda. „Vitanlega má segja að það
sé dálítið seint að breyta stjómar-
skránni nokkrum árum eftir að búið
er að bijóta hana og gæti orðið
mjög vandmeðfarið en ég fyrir mitt
leyti teldi sjálfsagt að skoða þennan
EES-samning þá. Og með tilliti til
stjórnarskrárinnar gera úr því það
besta sem hægt er.“ Steingrímur
vildi ekki kveða upp úr með það
hvort samningnum yrði sagt upp en
benti á að framsóknarmenn hefðu
gert samþykktir um að hefja viðræð-
ur um að breyta EES-samningnum
í tvíhliða samning. Og að þá yrði
þannig gengið frá samningi og
stjórnarskrá að slíkur samningur
stæðist. Og einnig að þjóðinni yrði
forðað frá þeim voða að „álpast inn
í Evrópubandalagið sjálft".
Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-
Rn) gerði í sinni ræðu að umtalsefni
skoðanakönnun utanríkisráðuneytis-
ins sem hann hefði spurst fyrir um
síðastliðinn fimmtudag. Ólafur
Ragnar taldi ljóst að utanríkisráðu-
neytið hefði ekki ætlað að birta nið-
urstöðurnar og ætti það ekki að
vera undrunarefni. Ólafur Ragnar
reifaði ýmsar niðurstöður þessarar
könnunar. Taldi hann þær vera stór-
felldan áfellisdóm yfir utanríkisráð-
herra og kynningarstarfi ráðuneytis
hans. Olafur Ragnar vísaði einnig
til þess að það kæmi fram í þessari
könnun að fólk treysti Alþingi og
fjölmiðlum best til að miðla upplýs-
ingum um samninginn. Ólafur Ragn-
ar vildi að það fé sem utanríkisráðu-
neytinu væri ætlað á fjárlögum til
kynningarstarfsins yrði fengið fyrr-
greindum aðilum í hendur til að
upplýsa almenning.
Vegna þingflokksfunda var um-
ræðu frestað og varð Ólafur Ragnar
að gera hlé á máli sínu.
Sigbjörn Gunnarsson (A-Ne) for-
maður og Lára Margrét Ragnars-
dóttir (S-Rv) varaformaður. Matthí-
as Bjarnason (S-Vf) er formaður
sjávarútvegsnefndar, Össsur
Skarphéðinsson (A-Rv) er varafor-
maður. I efnahags- og viðskipta-
nefnd er Vilhjálmur Egilsson
(S-Nv) formaður en Rannveig Guð-
mundsdóttir (A-Rn) varaformaður.
Formaður menntamálanefndar er
Sigríður Anna Þórðardóttir (S-Rn)
og Rannveig Guðmundsdóttir
(A-Rn) er varaformaður. í um-
hverfisnefnd er Gunnlaugur Stef-
ánsson (A-Al) formaður og Tómas
Ingi Olrich (S-Ne) varaformaður.
Björn Bjarnason (S-Rv) er formaður
utanríkismálanefndar, Rannveig
Guðmundsdóttir (A-Rn) er varafor-
maður. í iðnaðarnefnd er formað-
ur Össur Skarphéðinsson (A-Rv)
og varaformaður er Pálmi Jónsson
(S-Ne). Landbúnaðarnefnd hefur
enn ekki haldið fund en gert er ráð
fyrir því að Egil Jónsson (S-Al)
verði formaður og Össur Skarphéð-
insson (A-Rv) verði varaformaður.
Að þessu sinni er Rannveig Guð-
mundsdóttir (A-Rn) „nefndadrottn-
ing“ en hún er sá þingmaður sem
gegnir formennsku/varafor-
mennsku í flestum nefndum. En
hún er formaður félagsmálanefndar
og varaformaður í menntamála-
nefnd, utanríkismálanefnd, og efna-
hags- og viðskiptanefnd.
RUHfKSI
Formenn
og varafor-
menn þing-
flokka
ALLIR þingflokkar hafa nú valið
formenn og varaformenn. Hjá
Alþýðubandalagi og Samtökum
um kvennalista urðu formanna-
skipti.
Samtök um Kvennalista gengu
frá sínu formannskjöri snemma í
sumar, Kristín Ástgeirsdóttir (SK-
Rv) var kjörin formaður þjngflokks-
ins en áður hafði Anna Ólafsdóttir
Björnsson (SK-Rn) gegnt því starfi.
Varaformaður þingflokksins var
kjörin Jóna Valgerður Kristjáns-
dóttir (SK-Vf) en áður hafði Kristín
Ástgeirsdóttir haft þann starfa með
höndum. Hjá Alþýðubandalagi voru
kjörnir nýr formaður og varafor-
maður. Formaður þingflokksins á
þessu þingi verður Ragnar Arnalds
(Ab-Nv) en hann tekur við af Mar-
gréti Frímannsdóttur (Ab-Sl) sem
óskaði ekki eftir því að gegna þess-
ari stöðu áfram. Jóhann Arsælsson
(Ab-Vl) verður varaformaður og
tekur við af Svavari Gestssyni.
Nokkur átök urðu í þingflokki Al-
þýðubandalagsins um kjör for-
manns þingflokksins og var valið
milli Ragnars og Svavars.
Páll Pétursson (F-Nv) verður
áfram formaður þingflokks Fram-
sóknarmanna. Nokkur átök munu
hafa verið um formannskjörið. Ingi-
björg Pálmadóttir (F-Vl) verður
varaformaður í þingliði Framsókn-
armanna en á síðasta þingi gegndi
Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne) því
embætti. Össur Skarphéðinsson
(A-Rv) verður áfram formaður
þingflokks Alþýðuflokks og Sig-
hvatur Björgvinsson (A-Vf) vara-
formaður. Geir H. Haarde (S-Rv)
verður áfram formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokks og Björn Bjarna-
son-(S-Rv) varaformaður.