Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992
27
Ólafsvík
Stal tveimur
bílum og
velti öðrum
MAÐUR nokkur stal tveimur bíl-
um í Ólafsvík um helgina. í gær-
morgun var lögreglu þar gert
viðvart að ölvaður maður hefði
stolið bíl í bænum og ekið áleiðis
til GruniJarfjarðar. Maðurinn
velti bílnum á leiðinni og er hann
talinn ónýtur en sjálfur slapp
hann með minniháttar meiðsli.
Sami maður hafði verið að verki
á laugardagskvöld þegar bíl var
stolið í Ólafsvík en þá náðist hann
að vörmu spori og bíllinn komst
heill til eiganda síns.
Lögreglan í Ólafsvík átti annríkt
um helgina. Auk þess sem að fram-
an er rakið valt bíll við Rif. Ökumað-
ur var einn í bílnum og slapp lítið
meiddur en talið er að hann hafi
sofnað undir stýri. Bíllinn er talinn
ónýtur.
Morgunblaðið/Ingvar
Stolið undan bíl á bílasölu
Dekkjum var stolið undan þessum Toyota-fólksbíl við bílasölu í Skeif-
unni í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins. Að sögn Kristjáns Baldvins-
sonar eiganda bílsins var búið að stela öllum dekkjunum fjórum undan
bílnum á nánast nýjum 14“ álfelgum. Þeir sem þarna voru að verki
settu trékubba undir þrjú hjólanna en undir því fjórða stóð tjakkur
sá sem þeir höfðu notað við þjófnaðinn. Ekki er vitað hveijir voru að
verki en lögreglu var gert viðvart um málið. Á myndinni sjást lögreglu-
menn taka niður upplýsingar um þjófnaðinn og ræða við eiganda bílsins.
600-700 milljónir vantar upp á að áform
um tekjur ríkisins af eignasölu náist
Mestu munar um
Búnaðarbankann
Fyrirsjáanlegt er að um 600-700 milljónir króna muni vanta upp
á að áform í fjárlögum um tekjur af sölu ríkiseigna, nái fram að
ganga. Þar munar mestu um að Búnaðarbankanun hefur ekki
verið breytt í hlutafélag og hlutur rikisins seldur, eins og ríkis-
stjórnin áformaði, en frumvarp um það efni mætti verulegri and-
stöðu innan Alþýðuflokksins og var ekki lagt fram á Alþingi í vor.
Steingrímur Ari Arason aðstoð-
armaður fjármálaráðherra sagði
að í fjárlögum hefði verið áætlað
að afla ríkissjóði 1,1 milljarðs
króna tekna með sölu eigna. Sú
tala hefði ekki verið nákvæmlega
útfærð en legið hefði fyrir að hún
næðist ekki nema hægt yrði að
hefja sölu á hlutabréfum í Búnað-
arbankanum á árinu. Hann sagði
að áform hefðu verið um að byija
Utgjöld ríkissjóðs umfram áætlanir
Hundruð millj. í útflutningsbæt-
ur vegna minni kindakjötsneyslu
MINNI innanlandsneysla á
kindakjöti en áætlað var hefur
aukið útgjöld ríkisins á þessu
ári um mörg hundruð milljónir
vegna aukinna útflutningsbóta.
Þá hafa sparnaðaraðgerðir á
sjúkrahúsum Ieitt til þess að
minni aðgerðir hafa í auknum
mæli verið framkvæmdar á
stofum sérfræðinga og útgjöld
vegna þeirra verið greidd af
sjúkratryggingum en ekki fjár-
veitingum ríkisins til sjúkra-
húsa.
Útflutningsbætur með kinda-
kjöti hafa farið verulega fram úr
áætlun á þessu ári. Þar munar
a.m.k. 6—700 milljónum sam-
kvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins og eru öll kurl ekki kom-
in þar til grafar.
Útflutningsbætur virðast á
hveiju ári fara umfram áætlanir
fjárlaga. Þegar Þórhallur Arason
skrifstofustjóri í fjármálaráðu-
neyti var spurður hveiju það sætti,
sagði hann að árið í ár væri það
síðasta sem ríkið bæri ábyrgð á
að ákveðið magn af kjöti seldist.
Og þar sem verið væri að loka
þessu kerfi hefðu komið upp mál
sem legið hefðu til hliðar auk þess
sem minni innanlandsneysla á
dilkakjöti hefði leitt til meiri út-
flutnings og þar af leiðandi meiri
útflutningsbóta en ráð var fyrir
gert.
Þá er samningur um stjórnun
mjólkurframleiðslu talinn auka
útgjöld ríkisins um 300—350 millj-
ónir á þessu ári vegna þess að rík-
ið tekur yfir mjólkurbirgðir upp
að ákveðnu marki um áramót en
samkvæmt samkvæmt eldri samn-
ingi þarf ríkið á þessu ári einnig
að taka yfir birgðir 1. september
ogjiví eru í raun tvö kerfi í gangi.
I heilbrigðis- og tryggingamál-
um hafa útgjöld orðið meiri á
mörgum sviðum en gert var ráð
fyrir samkvæmt upplýsingum úr
fjármálaráðuneyti. Þá hefur sá
sparnaður sem náðst hefur á
sjúkrahúsum, að miklu leyti leitt
til meiri útgjalda Tryggingastofn-
unar og telur Ríkisendurskoðun
þann útgjaldaauka vera 900 millj-
ónir króna í nýrri skýrslu.
Að sögn Steingríms Ara Ara-
sonar aðstoðarmanns fjármálaráð-
herra hafa sjúkrahús í sumum til-
fellum náð inn sértekjum sem eru
bornar uppi af Tryggingastofnun.
Einnig hafi niðurskurður á rekstr-
arfé spítalanna leitt til þess að
margar minni háttar aðgerðir, sem
áður voru framkvæmdar á sjúkra-
húsum og kostaðar af fjárveiting-
um til þeirra, séu nú í mun meiri
mæli framkvæmdar á stofum sér-
fræðinga og þá kostaðar af sjúkra-
tryggingum.
Að auki hafa útgjöld til atvinnu-
leysistrygginga orðið um 600
milljónum króna hærri en áður var
gert ráð fyrir vegna aukins at-
vinnuleysis og aukaútgjöld sem
lentu á heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu nema um 700
milljónum. Gert er ráð fyrir að
framlög til heilbrigðis og trygg-
ingamála verði skorin niður um
allt að 2 milljarða króna í fjárlaga-
frumvarpi fyrir næsta ár.
að selja hlutabréf í bankanum í
desember á þessu ári Ekki hefði
verið áætluð ákveðin upphæð í því
sambandi, en mat manna hefði
verið að ef sala Búnaðarbankans
gengi eftir væru 1.100 milljónir
markmið.
Steingrímur sagði að útlit væri
fyrir að selja eignir fyrir um 500
milljónir króna á þessu ári. Þar
munaði mest um Jarðboranir hf.
sem nú væri verið að selja hluta-
bréf í, en einnig hefði prentsmiðjan
Gutenberg verið seld, Ferðaskrif-
stofa íslands og framleicjslutæki
og framleiðsluréttur ÁTVR.
I nýútkominni skýrslu Ríkisend-
urskoðunar er talið að 700 milljón-
ir muni vanta upp á áætlanir um
sölu eigna á árinu. Þar kemur
fram, að sala eigna ríkisins hafi
numið 172 milljónum króna á fyrri
helmingi ársins. Annars vegar
hafi verið seldár fasteignir fyrir
rúmar 86 milljónir króna en hins
vegar seld hlutabréf í Gutenberg
fyrir tæpar 86 milljónir króna.
Rekstrarútgjöld o g tilfærslur
hafa lækkað um 1,3 milljarða
SAMKVÆMT skýrslu ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga
fyrstu sex mánuði ársins hafa rekstrarútgjöld og tilfærslur A-hluta
ríkissjóðs lækkað að raungildi um tæplega 1,3 milljarða króna á
fyrri helmingi ársins 1992 miðað við fyrri helming ársins 1991. Þar
af nemur lækkun á almennum rekstri 632 milíjónum og tilfærslur
til lækkunar nema 650 milljónum króna.
Fram kemur að hjá umhverfís- félagsmálaráðuneytis eru óbreytt
ráðuneytinu hefur orðið hækkun
útgjalda að raungildi sem nemur
20,2%, eða 48 milljónum króna, og
hjá samgönguráðuneytinu hækkun
um 3%, eða um 97 milljónir króna.
Útgjöld landbúnaðarráðuneytis og
miðað við fast verðlag, og hjá öðrum
ráðuneytum hefur orðið lækkun
útgjalda. í krónum talið er raun-
lækkun útgjalda hjá heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu lang-
mest, en hún er metin á 330 milljón-
DANSSKOLI
©
INNLENT
ir króna, eða 1,5% milli ára.
Ýmsar tilfærslur hækka um tæp-
lega 1,2 milljarða króna að raun-
gildi, en af þeirri fjárhæð eru um
700 milljónir vegna beinna
greiðslna til bænda. Þá hafa fram-
lög til Lánasjóðs íslenskra náms-
manna hækkað um 165 milljónir
króna, til Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs um 157 milljónir og til nokk-
urra annarra aðila um 150 milljón-
ir. Á móti hafa aðrar tilfærslur
lækkað um 650 milljónir króna.
II
JONS PETURS 09 KORU
B0LH0LTI6 REYKJAVIK
S. 91-36645 og 685045
Fax 91-683545
^PSPOR IRETTA An!
INNRITUN í SÍMUM:
36645 og 685045
ALLADAGA
1. -8. sept. kl. 12-19
KENNSLA HEFST
10. sept. 1992
Skírteini afhent
í Bolholti 6
Mibvikudaginn
9. sept. kl. 14-22
RAÐGREIÐSLUR
Aubbjörg Kara Jón Pétur Hinrik
Samkvæmisdansar: standard og subur-amerískir
Gömludansarnir - Tjútt - Swing
Barnadansar (yngst 4 ára)
Byrjendur - Framhald - Hóptímar - Einkatímar
Aliir aldurshópar velkomnir:
Barnahópar - Unglingahópar - Fullorbinshópar
(einstaklingar, pör og hjón)
► Erlendir gestakennarar
► Kennsla a landsbyggöinni auglýst síÖar
► Seljum hina frábæru Supadance dansskó
Æfingasalur opinn sjö daga vikunnar
FÍD-Félag islmkra danskennara Di- Dansrál íslanás