Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 35
Sjónarhorn MORGUNBLAÐIÐ VlDSKIPn/IQVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 35 Landsvísitala hlutabréfa og fram- þróun íslensks hlutabréfamarkaðar eftir Gunnar Helga Hálfdánarson og Davíð Björnsson Landsbréf hf. hafa nú reiknað út landsvísitölu hlutabréfa frá 1. júlí sl., en vísitalan mælir verðþróun hlutabréfa. á verðbréfamarkaðinum. Landsvísitalan er reiknuð út dag- lega og er byggð á raunverulegum viðskiptum með hlutabréf. Með til- komu landsvisitölunnar, og al- mennri dreifíngu hennar til fjár- festa og fjölmiðla, hafa verðbreyt- ingar og verðþróun á hlutabréfa- markaðinum orðið miklu sýnilegri en áður, en bætt upplýsingastreymi ætti að örva markvissa umræðu um raunverulegt ástand og horfur á hlutabréfamarkaði og efla með því viðskipti á markaðinum til lengri tíma litið. Útreikningur landsvísi- tölu hlutabréfa hefur t.a.m. nú þeg- ar orðið til að beina sjónum að helsta vanda íslensks hlutabréfa- markaðar sem stendur, sem er hversu grunnur markaðurinn er, en það getur haft í för með sér veruleg- ar sveiflur á verði einstakra hluta- bréfa. í grein þessari verður rætt hvernig hægt er að bregðast við þessum vanda. Markaðsverð er eini marktæki mælikvarðinn fyrir fjárfesta á verðmæti hlutabréfa Eins og áður sagði eru raunveru- leg viðskiptaverð á markaði undir- staða landsvísitölu hlutabréfa. Kaup- eða sölutilboð í ákveðin hlutabréf geta aldrei verið fullnægj- andi visbending um verðmæti þeirra, ef viðskipti eiga sér ekki stað á grundvelli þeirra. Þá er um að ræða að kauptilboð eru á of lágu gengi og/eða sölutilboð á of háu gengi miðað við hugmyndir gagnað- ila, og eru það í raun engin ný sann- indi þó að seljendur vilji selja ákveð- inn hlut á háu verði og kaupendur kaupa á lágu. Um leið og tilboð hafa mæst og viðskipti átt sér stað, og verðmæti skipt um hendur, er hins vegar kominn marktækur mælikvarði á verðmæti hlutabréfa, a.m.k. fyrir smærri hluthafa, sem oft eru að fjölda til í meirihluta innan hluthafahópsins. Hlutléysi mikilvægt — huglægt mat hættulegt Við útreikning landsvísitölu hlutabréfa er reynt að tryggja að einungis hlutlausar upplýsingar, þ.e. síðasta þekkta viðskiptaverð hlutabréfa, hafi áhrif á vísitöluna. Ef huglægt mat þeirra, sem reikna út vísitöluna, fer að hafa áhrif á útreikninginn gæti það skekkt myndina og minnkað trúverðug- leika vísitölunnar í hugum notenda hennar, m.a. vegna hugsanlegra eigin hagsmuna þess aðila, sem leggur huglægt mat á „eðlilegt" verð. Hvað landsvísitölu hlutabréfa áhrærir er hlutleysi upplýsinga tryggt með því að þau hlutabréf, sem vísitalan mælir og 'viðskipti hafa ekki enn orðið með, hafa ekki áhrif á útreikning hennar. Vissu- lega kunna að vera til staðar tilboð í viðkomandi hlutabréf, en hafí þeim ekki verið tekið geta þau ekki verið marktækur mælikvarði á verðmæti hlutabréfa, eins og áður sagði. Starfsmenn útreikningsaðila vísi- tölunnar geta með engu móti vitað hvert viðskipta- og markaðsverð hlutabréfa verður á grundvelli fyrir- liggjandi tilboða. Verulegar verðsveiflur á grundvelli lítilla viðskipta Útreikningur landsvísitölu hluta- bréfa og aukin upplýsingadreifíng um verðþróun á hlutabréfamarkaði hefur leitt sjónir manna að því að verð einstakra hlutabréfa getur sveiflast verulega á grundvelli lítilla viðskipta. Gott dæmi eru hlutabréf í Granda hf., en gengi þeirra hefur sveiflast verulega á tímabilinu, fór fyrst úr 2,80 í 1,80 en hefur síðan hækkað aftur og er 2,50 þegar grein þessi er skrifuð. Landsvísitala hlutabréfa hefur að sjálfsögðu mælt þessar breytingar og vísitala sjávarútvegsfyrirtækja sveiflast verulega vegna þessa. Því. hefur verið haldið fram að óheppilegt geti verið að viðskipti -með lítið magn hlutabréfa hafí slík áhrif á vísitöluna, en þegar málið er skoðað sést að veikleikinn liggur í markað- inum sjálfum, en ekki í því tæki sem mælir þróun markaðarins. Hinn kaldi raunveruleiki seljenda hlutabréfa Á undanförnum árum hefur al- menningur verið hvattur til kaupa á hlutabréfum í fyrirtækjum og þá einkum í þeim félögum, þar sem kaupin hafa veitt rétt til tekju- skattslækkunar. Sá raunveruleiki, sem eigendur hlutabréfa standa hins vegar frammi fýrir, óski þeir eftir að selja bréf sín, er sá að oft og tíðum og langtímum saman, eru fáir eða engir kaupendur að bréfun- um skráðir á markaðinum, jafnvel þó að um lágar upphæðir sé að ræða, t.a.m. svokallaðan „skatta- skammt". Þetta ástand ríkir enn þrátt fyrir að allur markaðurinn sé nú samtengdur í tvö viðskipta- og tilboðskerfi og þrátt fyrir að ýmsir stærri fjárfestar, t.d. lífeyrissjóðir, kaupi einstöku sinnum hlutabréf í miklu magni, jafnvel á hærra verði. Seljendur hlutabréfa, sem reynt hafa í nokkurn tíma að selja hluta- bréf sín og ganga síðan að því hag- stæðasta verði, sem finnanlegt er á markaðinum, geta, ásamt öðrum hagsmunaaðilum sem tengjast fyr- irtækinu, hugsanlega verið óánægðir með það verð, sem selt var á. í því fælist hins vegar mikill hroki að halda því fram að ekki væri um marktæk viðskipti að ræða. í hugum þeirra seljenda, sem áttu viðskiptin, eru þau fýllilega marktæk, og lýsa vel ástandi fyrir markað með viðkomandi hlutabréf, þegar viðskiptin áttu sér stað. Fyr- irtæki, sem skráð eru á hlutabréfa- markaði, geta þó lagt sitt af mörk- um til að bæta úr þessu ástandi, t.a.m. með markvissri hluthafa- stefnu, þar sem hagsmunir smærri sem stærri hluthafa eru hafðir að leiðarljósi. Markviss hluthafa- stefna fyrirtækja Þunnur markaður með hlutabréf, þ.e. markaður þar sem fáir, ef nokkrir, kaupendur eru að ákveðn- um hlutabréfum á ákveðnum tíma- bilum krefst þess að fýrirtæki á hlutabréfamarkaði semji við verð- bréfafyrirtæki eða stærri kaupend- ur hlutabréfa um stöðuga viðveru á markaði, s.s. viðskiptavakt. Sú aðgerð ætti í raun að vera hluti af hluthafastefnu hvers fyrirtækis, Verðbréfavísitalan sænska hefur lækkað um 20% á þessu sumri og er nú lægri en nokkru sinni síðustu fjögur ár. Verðbréfasalar reka að sjálfsögðu áróður fyrir, að nú sé einmitt rétti tíminn til að gera góð kaup en hvorki ein- staklingar né fjármálastofnanir virðast hafa trú á betri tíð á næstunni. Það er margt, sem mælir gegn fjárfestingum í sænskum hlntabréf- um um þessar mundir: Háir raunvextir, um 10%, valda þvi, að áhættusöm fjárfesting þykir ekki eftirsóknarverð. Vonir um, að aukinn kaupmáttur í Bandaríkjunum hjálpaði sænskum útflutningsiðnaði, hafa ekki ræst sem ber hag allra hluthafa sinna, smærri sem stærri, fyrir brjósti. Með þeim hætti ættu ávallt að vera fyrir hendi raunhæfari kauptilboð í hlutabréf fýrirtækisins og því ætti verð þeirra síður að lækka af þeim sökum einum að enginn viðvarandi kaupandi var á markaðinum. Þessi aðgerð ætti einnig að koma fyrir- tækjunum sjálfum til góða, því að þau hlutafélög, sem semja um við- skiptavakt hlutabréfa sinna, ættu að vera traustverðari í hugum kaup- enda hlutabréfa, og þessi aðgerð auðveldar þeim því aðgang að fjár- magni með sölu nýs hlutafjár á markaði. Að sjálfsögðu getur samn- ingur um viðskiptavakt aldrei kom- ið í veg fyrir sveiflur á hlutabréfa- verði þegar stöðugt ójafnvægi er á framboði og eftirspurn viðkomandi hlutabréfa, en verulega ætti að draga úr miklum verðsveiflum, sér- staklega í tilviki smærri viðskipta. Jafriari hlutabréfaviðskipti lykilhluthafa eða stærri fjárfesta Annað atriði, sem virkað getur sveiflujafnandi á hlutabréfamark- aði, er það að stærri kaupendur hlutabréfa dreifí viðskiptum sínum með öðrum hætti en nú er. í flestum hlutafélögum er til hópur lykilhlut- hafa, sem ráða yfir 30-60% hluta- bréfa í viðkomandi félagi. Eins get- ur verið að stærri fjárfestar hyggi á kaup á ákveðnum hlutabréfum. í og ekkert útlit fyrir það á næstunni. Horfur á, að rekstrarafgangur fyrirtækjanna verði í besta falli óbreyttur eða minnki á þessu og næsta ári. Fjármála- og fasteignakreppan veldur því, að margir þeirra, sem fjárfestu í verðbréfum á síðasta áratug, eru í íjárþröng og sumir gjaldþrota. Bankarnir gæta mjög að sér í útlánum og verðbréf eru minna virði sem veð en áður. Atvinnuleysi og fjármálaáhyggj- ur hjá almenningi hafa valdið því, að sparnaður hefur minnkað og þar með horfur á aukinni neyslu. Ástandið á erlendum fjármála- mörkuðum, í Tókýó og víðar, ýtir stað þess að aðilar úr ofangreindum hópum kaupi hlutabréf í stórum skömmtum og láti síðan ekkert til sín heyra á markaðinum þess á milli, kann að vera rétt að þeir dreifí viðskigtum sínum með öðrum hætti, eigi fleiri viðskipti en smærri, og stuðli þannig að stöðugri og sam- felldari markaði með viðkomandi hlutabréf. Frekari framþróun á hlutabréfamarkaði Mikil framþróun hefur orðið á hlutabréfamarkaði undanfarna mánuði. Mikilvægasta atriðið í því sambandi er samtenging markaðar- ins í tvö miðlæg upplýsinga- og viðskiptakerfi, sem rekjn eru af < Verðbréfaþingi íslands. í öðru lagi má nefna aukna upplýsingagjöf á markaðinum í kjölfar áðurgreindra breytinga. Nú þegar viðskiptakerfíð og upplýsingakerfíð hefur þróast, og upplýsingar um ástand og þróun Í markaðarins berast samdægurs til allra, sem áhuga hafa, er komið að því að fyrirtækin sjálf, sem skráð ’ era á hlutabréfamarkaði, hugi að breytingum, sem tryggja hag smærri sem stærri hluthafa. Með því að fyrirtækin stuðli að samfelld- um markaði með hlutabréf í þeim, t.a.m. með samningi um viðskipta- vakt og/eða með því að lykilhluthaí- ar séu virkir á markaðinum, stuðla þau að aukinni trú fjárfesta á mark- aðinum og efla hann til lengri tíma. Hafíst þau hins vegar ekkert að geta áfram orðið veralegar sveiflur á verði hlutabréfa þeirra jafnvel þó um lítil viðskipti sé að ræða. Höfundar eru forsijóri Lands- bréfa hf. og deildarstjóri Fyrir- tækjasviðs Landsbréfa hf. undir svartsýnina fremur en hitt. Lágt gengi á Bandaríkjadollar hefur slæm áhrif á tijávöraiðnaðinn og fyrirtæki eins og Volvo þar sem stór hluti sölunnar er bundinn doll- aragenginu. Af þessu má sjá, að fátt virðist um fína drætti á sænska hlutaijár- markaðinum en á því era þó undan- tekningar. Ein er til dæmis lyfjafyr- irtækið Astra, sem Wallenberg- samsteypan ræður mestu um, en framleiðsluvörur þess seljast vel víða um heim, ekki síst magalyfið Losec. Fyrir aðeins tveimur árum voru sænsk hlutabréf skráð á 750 millj- arða SKR. samtals en nú hafa þau fallið niður fyrir 490 milljarða. Verðbréf Svartsýni ríkir á sænska hlutabréfamarkaðinum Islandsbref 7,7% - án bindingar Þú þarft ekki að festa fé þitt í langan tíma til að njóta góðrar ávöxtunar. íslandsbréf, góður kostur fyrir þig. * Ráðgjafar Landsbréfa og umboðsmenn í Landsbanka íslands um allt land. & * Raunávöxtun sl. 3 mánuði á ársgrundvelli. LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendurmed okkur Sudurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598 Löggilt verdbréfafyrirtæki. Adili ad Verðbréfaþingi Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.