Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 Veiztu að stækkanir frá okkur eru frá 20 % °s uppf 58% / Odýrari 3 ÓDÝRASTIR Ljósmyndastofurnar: Mynd sími 65-42-07 Barna og Fjölskylduljósm. sími 677-644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4-30-20 RÆSTI VAGNAR Dit rœstivagninn er léttur og meöfœrilegur meö tveimur fötum. Alltaf er skúraö meö hreinu vatni þar sem sápuvatn og skolvatn er aöskiliö i tveimur 13 lítra fötum. MULTIPRESS SYSTEM ® pressan vindur moppuna 95% og ekki þarf aö taka hana af til aö vinda hana. Dit 226 %/Stœrb: 78x39x88 t/Þyngd: 10 kg. ✓Rúllupressa ✓2 fötu kerfi ✓47 cm. moppa s/Moppa, moppugrind og alskaft, abeins 900 gr. á þyngd. DIT vagnarnir eru sérstakiega hannaöir til aö draga úr atvinnu- sjúkdómum sem fylgja rœstingum, svo sem vöövabólgum. Þeir eru einnig sérstaklega húöaöir til aö varna ofnœmi fyrir nikkel. SKIPTIMARKAÐUR Á RÆSTIVÖGNUM Þekking - Úrval - Þjónusta REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2 - Sími: 91- 685554 Kristín Davíðsdóttir á skurðstofunni í Keysaney-spítalanum. Morgunbiaðið/Þorkeii Kristín Davíðsdóttir íslenskur hjúkrunarfræðingur í Sómalíu ERFIÐAST AÐ HORFA UPP Á HUNGRIÐ Morgunblaðið/Þorkell Gert að sárum 5-6 ára drengs á Keysaney. Sómölsku læknarnir sögðust geta bjargað lífi hans, en drengurinn var skotinn í kynfær- in, líklega af föntum af öðrum ættbálki. FÆSTUM íslendingum þætti Keysaney-spítalinn í Mogadishu vera eftirsóknarverður vinnu- staður. Læknar og hjúkrunar- fólk gera að sárum fórnarlamba grimmilegs ættbálkastríðs við frumstæð skilyrði í fyrrverandi fangelsi, sem nú er eina sjúkra- húsið norðan „grænu línunnar" sem skiptir höfuðborg Sómalíu á milli andstæðra fylkinga. Þeg- ar blaðamenn ber að garði, hálfdasaða eftir snöggsoðna ferð í gegnum upplausnina í borginni, liggur beint við að spyrja Kristínu Davíðsdóttur hjúkrunarfræðing hvort síðustu þrír mánuðirnir hafi ekki verið erfiðir. „Nei, nei. Það er góður starfsandi meðal okkar útlend- inganna og það er mjög gott að vinna með Sómölunum. Og að- staðan er fyrsta flokks.“ Það þarf ekki langa heimsókn til að sjá að Kristínu er ekki fisjað saman. Við byrjum hringferð um sjúkra- húsið á skurðstofunni, þar sem sómalskir læknar eru að gera að sárum 5-6 áragamals drengs, sem hefur verið skotinn í kviðarholið og kynfærin. Það er erfitt að trúa slíkri grimmd, en læknarnir full- yrða að þetta sé gert viljandi — drengurinn hafi verið af röngum ættbálki og það hafí átt að tryggja í tíma að hann eignaðist ekki af- komendur. Það er líklegt að böðl- unum hafi tekist ætiunarverk sitt — að minnsta kosti annað eistað er ónýtt — en drengurinn mun lifa af. Systir hans er dáin og móðirin liggur einnig á sjúkrahúsinu, en Kristín segir að konur og börn séu „aðeins“ einn af hveijum fimm særðum á Keysaney. í Afganistan, þar sem Kristín vann einnig á veg- um Rauða krossins, var þetta hlut- fall einn á móti þremur. Kristín segir Sómala vera stolt fólk, sem segi sína meiningu og lætur vel af því að vinna með þeim. Hún er kölluð Ishnina í þeirra hópi, sem er það orð i sómölsku sem er einna líkast „Stína". Nafnið þýðir „mánudagur" og Kristín segir að það sé mjög við hæfi, því hún er fædd á mánudegi. Flestir starfsmennirnir á Keysaney eru Sómalir, en auk Kristínar vinna tíu útlendingar þar á vegum Rauða krossins; frá Sviss, Svíþjóð, Frakklandi og Hollandi. Rauði krossinn lætur í té hjálpar- gögn og lyf, en Kristín er yfirmað- ur lyfjamála á sjúkrahúsinu. Við förum næst inn í leguher- bergi og þar rekur Kristín ungan mann upp úr rúmi og segir að þetta sé sjúkrahús en ekki hótel. Maðurinn hlýðir, en Kristín segir að þó að Sómalía sé íslamskt land sé karlremba ekki verri þar en annars staðar og byssumenn, sem telja sig vafalaust hafa valdið ut- andyra, hlýða hjúkrunarkonum og sómalskri forstöðukonu spítalans bljúgir. „Það er lítið að gera hérna, næstum tómt,“ segir Kristin og bendir yfir salinn, sem virðist vera næstum fullur af fólki. Fyrir þrem- ur mánuðum var meiri harka í stríðinu og komið var með um 300 særða á Keysaney á viku, en nú koma „aðeins“ um 80-90 manns þangað, flestir með skotsár. Krist- ín segir að nú virðist einna helst vera barist um mat og vonandi dragi matarsendingar heims- byggðarinnar úr átökum jafnt og hungrinu. Kristín hefur meðal annars verið yfirmaður gjörgæslu- deildarinnar á Borgarspítalanum og segist vera alvön að sjá sært og slasað fólk og ekki kippa sér upp við það. Það sé hins vegar engin leið að venjast því að horfa upp á fólk veslast upp úr hungri. A ströndina í fylgd lífvarða Þrátt fyrir að aðeins hafi dregið úr önnum er ekki hægt að segja að mikill tími gefist til frístunda á Keysaney. Á sex vikna fresti fær alþjóðlega starfsliðið að gera sér dagamun í Nairobi í fimm eða sex daga, en tækifæri til tómstunda- iðkana eru fá í Mogadishu, eins og nærri má geta. Kristín segist einu sinni hafa farið niður á strönd, sem er steinsnar frá sjúkrahúsinu og þá fékk hún fylgd ljögurra llfvarða. Oryggis er vel gætt á Keysaney og það er athyglisvert að í borg þar sem miklu meira er af byssum en brauði skuli engin vopn sjást innan veggja spítalans. Kristín segir að bannað sé að bera byssur á sjúkrahúsinu og Ali Mahdi, stríðsherrann í norður-Mogadishu og forseti Sómalíu að nafninu til sjái persónulega um að matur kom- ist þangað. Kristín bendir líka á lítinn árabát sem liggur við festar skammt undan landi og segir að ætlast sé til að starfsfólkið flýi á fleytunni ef harðnar á dalnum. Hvert fólkið á að fara á árabát í monsúnrokinu á miðri hákarlaárs- tíðinni þegar hundruð kílómetra eru að ströndum annarra landa er ekki alveg ljóst, en það er greini- legt að Kristínu er skemmt yfir þessari „öryggisráðstöfun“. En hvers vegna skyldi fólk leggja í slíka þrekraun að vinna á sjúkrahúsi á ófriðarsvæði? Kristín gefur ekki mikið fyrir slíkar vanga- veltur, en segir að það sé gott tækifæri fyrir hjúkrunarfræðing að vinna hér, því fyrir utan skurð- aðgerðir sé gífurleg þörf fyrir al- menna hjúkrun. Það er ljóst eftir stutta heimsókn að hér eru unnin kraftaverk við gífurlega erfiðar aðstæður, en slíkt er ekkert nýtt fyrir Kristínu. Hún hefur eytt um tveimur árum af lífi sínu í starf á vegum Hjálparstofnunar kirkjunn- ar í Eþíópíu og hjá Rauða krossin- um við landamæri Kambódíu og í Afganistan. Kristín var svo á veraldarvakt Rauða krossins þegar hún var beð- in um að koma til Sómalíu, en skyldi hana ekkert hafa óað fyrir að fara til lands þar sem ástandið var „hið versta í heiminum í dag“ að sögn hjálparstofnana og algjört stjórnleysi og hungursneyð bætt- ust ofan á ófriðinn? „Það var hringt í mig 1. apríl og 14. apríl var ég komin til Moga- dishu.“ Kristín hefur sótt um til Alþjóðanefndar Rauða krossins um að fá dvölina framlengda um þijá mánuði til viðbótar og hún vonast til að fá jákvætt svar innan skamms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.