Morgunblaðið - 01.09.1992, Side 42

Morgunblaðið - 01.09.1992, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 Suðurlandsmót í hestaíþróttum Á annan tug kepp- enda dæmdir úr leik - er dómarar fóru stíft eftir keppnisreglunum _________Hestar______________ Valdimar Kristinsson ÚRSLIT á Suðurlandsmótinu urðu svo til eftir bókinni, Sigurbjörn Bárðarson sigraði í öllum greinum nema fjór- gangi, þar sem Sigríður Bene- diktsdóttir sigraði svona rétt til að undirstrika að sigur hennar á Islandsmótinu í greininni var ekki tilviljun eða heppni. Guðmar Þór sigraði í öllum greinum í barnaflokki eftir harða keppni við Sigríði Pjetursdóttur. Þátttaka í Suðurlandsmótinu var feikna góð og vekur það undran margra hversu mikil hún var svona í endaðan ágúst. Þetta sýnir vel að áhugi fyrir keppni er mikil, þótt áhugi áhorfenda sé ekki þar í jöfnu hlutfalli. Það fór eins og áður að Sigur- bjöm Bárðarson bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur. Virðist enginn geta skákað hon- um í gæðingaskeiði og fímm- gangi þar sem hann keppir á hinum öragga Höfða frá Húsa- vík, en útfærsla þeirra á greinun- um er hreint frábær. Þá er Odd- ur frá Blönduósi stöðugt að bæta sig í töltinu. Enginn stenst hon- um snúning á hæga töltinu en yfirferðin er veiki punkturinn í dag en taka verður tillit til þess að hesturinn er aðeins 7 vetra gamall. Það er nú svo komið að þegar Sigurbjörn tekur þátt í íþróttamóti verður spennufall í keppninni um fyrsta sætið en baráttan snýst um það hverjir komast næst honum. I tölti barna var keppni æsi- spennandi. Sigríður Pjetursdóttir var efst eftir forkeppnina, örfá- um stigabrotum hærri en Guðm- ar Þór. í úrslitum voru þau jöfn í fyrsta sætinu þannig að bráða- bana þurfti til að skera úr um það hveijum hlotnaðist sigurinn. Þar hafði Guðmar betur þótt hestur hans Limbó væri langt frá sínu besta en þar fleytti pilturinn sér á góðri reiðmennsku í sigur- sætið. í unglingaflokki skiptust sigurverðlaunin bróðurlega milli keppenda Guðbjörg Sigurðar- dóttir sigraði í fjórgangi, Sigríð- ur T. Kristinsdóttir í töltinu, Þóra Brynjarsdóttir í hlýðni- keppninni og Davíð Matthíasson í fimmgangi en hann er reyndar á barnaflokksaldri. Mótið var nú haldið í Torfdal á Flúðum nánar tiltekið við Lím- trés-verksmiðjuna. Þótt ekki sé aðstaðan þar fyrsta flokks má telja hana viðunandi, vellir all þokkalegir en nokkuð þröngt um áhorfendur. Allar líkur eru á að vellirnir í Torfdal verði að víkja áður en langt um líður og era hestamenn á Flúðum og í ná- grenni farnir að líta í kringum sig eftir nýju landi. Þrátt fyrir mikla þátttöku gengu mótsstörf- in þokkalega fyrir sig. Dómarar mótsins vora nokkuð gagnrýndir fyrir hörku í störfum sínum en töluvert margir keppendur voru dæmdir úr leik fyrir að fara ekki nákvæmlega eftir reglum við upphaf og endi sýninga. Helst voru það börn og unglingar sem urðu fyrir þessu. Ekki skal í efa dregið að þarna hafi reglunum verið fylgt í hvívetna en í fram- haldi af því vaknar sama spurn- ingin upp og eftir bikarmót Norð- urlands um það hvort reglurnar séu ekki full nákvæmar og jafn- vel smásmugulegar. Það er vandasamt að vera dómari, þeir diktsdóttir, Fáki, á Árvakri frá Enni, 60.90. 2. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Oddi frá Blönduósi, 56,27. 3. Elsa Magnúsdóttir, Sörla, á Kolbaki frá Húsey, 53,04. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Guðbjörg Helga átti góðan dag og sigraði í fjórgangi unglinga á Neista frá Selfossi. Guðmar Þór reið Limbó af mikilli skynsemi í tölti barna og hafði sigur eftir bráðabana við Sigríði Pjetursdóttir á Skagfjörð. Sigríður og Árvakur sigruðu örugglega í fjórgangi og var hún eini keppandinn sem tókst að hafa guli af Sigurbirni Bárðarsyni. 3. Sigríður T. Kristinsdóttir, Geysi, á Söndra frá Hala, 43,80. 4. Erlendur Ingvarsson, Geysi, á Hofnar frá Skollagróf, 32,6. 5. Þórkatla Sigurðardóttir, Trausta, á Perlu frá Kringlu, 32,80. Hlýðni-A: 1. Þóra Brynjarsdóttir, Mána, á Gosa, 19,7. 2. Guðbjörg H.Sigurðardóttir, Sleipni, á Léttfeta f.Vorsabæ, 14,5. 3. Ásta Briem, Fáki, á Skáta, 13.0. íslensk tvíkeppni: ' Guðbjörg Hulda Sigurðardóttir, Sleipni, á Neista frá Sel- fossi,115,67. Stigahæsti keppandinn: Þóra Brynjarsdóttir, Mána, 181,50. BÖRN: Tölt: 1. Guðmar Þór Pétursson, Herði, á Limbó frá Holti, 86,13. 2. Sigríður Pjetursdóttir, Sörla, á Skagfjörð f. Þverá, 86,93. 3. Davíð Matthíasson, Fáki, á Stíg f. Flugumýri, 74,13. 4. Marta Jónsdóttir, Mána, á Sóta f. Vallanesi, 70,93. 5. Erlendur Ingvarsson, Geysi, á Fána f. Hala, 68,80. Fjórgangur: 1. Guðmar Þór Pétursson, Herði, á Kvisti frá Skeggsstöðum, 53,89. 2. Marta Jónsdóttir, Mána, á Sóta f. Vallanesi, 53,72. 3. Sigríður Pjetursdóttir, Sörla, á Skagfjörð frá Þverá, 49,47. 4. Sigfús Brynjar Sigfússon, Smára, á Skenk frá Skarði, 53,21. 5. Davíð Matthíasson, Fáki, á Stíg frá Flugumýri, 49,98. Hlýðni-A: 1. Guðmar Þór Pétursson, Herði, á Kvist frá Skeggstöðum, 23,5. 2. Sigfús Brynjar Sigfússon, Smára, á Polka, 19,25. 3. Sigríður Pjetursdóttir, Sörla, á Skagfjörð frá Þverá, 14,5. íslensk tvíkeppni: Sigríður Pjetursdóttir, Sörla, á Skagfjörð frá Þverá, 136,4. Stigahæsti keppandinn: Guðmar Þór Pétursson, Herði, 163,52. [ fjórgangi barna hlutu verðlaun Davíð og Stígur, Sigfús og Skenkur, Sigríður og Skagfjörð, Marta og Sóti og sigurvegarinn Guðmar og Kvistur. eru skammaðir fyrir að horfa í gegnum fingur sér með ýmis smærri atriði og sömuleiðis þeg- ar þeir ákveða að fara stíft eftir reglunum eins og nú var gert. Ekki má heldur gleyma því að keppendur eiga að þekkja regl- urnar því ekki er hægt að ætlast til þess að dómarar eða móts- stjórnir standi fyrir kennslu rétt áður en keppni hefst. Suðurlandsmótið var næstsíð- asta hestamótið sem haldið er á þessu keppnistímabili en um næstu helgi halda Harðarfélagar opið mót sem þeir kalla Loka- sprett ’92 en þar verður keppt í 150 og 250 metra skeiði, tölti og gæðingaskeiði. Skráð verður á fimmtudaginn í félagsheimilinu Harðarbóli en síminn þar er 668282 einnig í síma 666753. Úrslit urðu sem hér segir: FULLORÐNIR: Tölt: 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Oddi frá Blönduósi, 101,87. 2. Sigríður Benediktsdóttir, Fáki, á Árvakri frá Enni, 95,20. 3. Einar Öder Magnússon, Sleipni, á Funa frá Skálá, 89,20. 4. Þórður Þorgeirsson, Geysi, á Siggu frá Nýja-Bæ, 83,20. 5. Guðni Jónsson, Fáki, á Svarti frá Sólheimatungu, 81,87. Fjórgangur: 1. Sigríður Bene- 4. Gísli Geir Gylfason, Fáki, á Ófeigi frá Grófargili. 5. Guðni Jónsson, Fáki, á Svarti frá Sólheimatungu, 52,36. Fimmgangur: 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Höfða frá Húsavík, 63,80. 2. Guðni Jónsson, Fáki, á Skolla frá Búðarhóli, 58,60. 3. Hinrik Bragason, Fáki, á Fylk- ingu frá Efri-Gegnishólum, 57,0. 4. Erling Sigurðsson, Fáki, á Þokka, 54,60. 5. Benedikt Þorbjörnsson, Faxa, á Funa frá Hala, 56,20. Hlýðni-B: 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Höfða frá Húsavík, 39,5. 2. Benedikt Þorbjörnsson, Faxa, á Funa frá Hala, 35,25. 3. Gísli Geir Gylfasón, Fáki, á Kol frá Stóra-Hofi, 23,75. Gæðingaskeið: 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Höfða frá Húsavík, 109.0. 2. Einar Öder Magnússon, .Sleipni, á Óttari frá Búðarhóli, 94.5. 3. Svanhvít Kristjánsdóttir, Sleipni, á Víkivaka frá Selfossi, 85.5. íslensk tvíkeppni: Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Odi frá Blönduósi, 158,14. Skeiðtvíkeppni: Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Höfða frá Húsavík, 172,8. Stigahæsti keppandinn: Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, 370.44. UNGLINGAR: Tölt: 1. Sigríður T. Kristinsdóttir, Geysi, á Söndru frá Hala, 72,53. 2. Guðbjörg H. Sigurðardóttir, Sleipni, á Neista frá Selfossi, 67,73. 3. Þóra Brynjarsdóttir, Mána, á Gosa, 65,60. 4. Ásta Briem, Fáki, á Skáta, 67,47. Fjórgangur: 1. Guðbjörg Hulda Sigurðadóttir, Sleipni, á Neista frá Selfossi, 47,94. 2. Ásta Briem, Fáki, á Skáta, 43,69. 3. Þóra Brynjarsdóttir, Mána, á Gosa, 40,80. 4. Áslaug Guðmundsdóttir, Ljúfí, á Brúnka frá Villingavatni, 39.44. 5. Sigríður T. Kristinsdóttir, Geysi, á Bylgju frá Skarði, 36,72. Fimmgangur: 1. Þóra Brynjarsdóttir, Mána, á Fiðringi, 55,40. 2. Davíð Matthíasson, Fáki, á Dreyra frá Sigmundarstöðum, 45.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.