Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ 16 500 ÞRIÐJUDAGS- TILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 350 Á ÓÐ TIL HAFSINS OG NÁTTFARA. * * IrN * l-K SPENNA HRAÐI HROLLUR SI’ENNA HRAÐI HROLLUR fyrst var það tortimandinn, nu er það OFURSVEITIN JiAM-CUUDE VAN DAHMI DOLPH UINBGREN BÖRN NÁTTÚRUNNAR { Almost human JEAN-CLAUDE VAN DAMME DOLPH LUNDGREN PEIR VORU NÆSTUM PVÍ MANNLEGIR, NÆSTUM PVÍ FULLKOMNIR, NÆSTUM ÞVÍ VIÐRÁÐANLEGIR STÓRKOSTLEG SPENNUMYND, ÓTRÚLEGAR BRELLUR FRÁBÆR ÁHÆTTUATRIÐI. Leikstjóri: Roland Emmerich. Framleiöandi: Mario Kassar |Rambo, Total Recall, Terminator 2, Basic Instinct). Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5 í B-sal. ENGLISH SUBTITLE. Miðaverð kr. 500. ÓÐURTILHAFSINS Sýnd kl. 7. Bönnuð i. 14ára. NÁTTFARAR ■K * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ '¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ Sýnd kl. 9.15 og 11. Bönnuði. 16ára. ísafjörður Þriðju tónleikar í fimmtu- dagssyrpu Tónlistarfélagsins ÞRIÐJIJ tónleikarnir í fimmtudagssyrpu Tónlistarfélags ísafjarðar á þessu hausti verða nk. fimmtudag, 3. sept- ember. Guðrún Jónsdóttir sópransöngkona og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari halda tónleika í Frímúra- rasalnum og hefjast þeir kl. 20.30. Þau munu síðan end- urtaka tónleikana í Hafnarborg í Hafnarfirði mánudags- kvöldið 14. september. Guðrún Jónsdóttir er fædd og uppalin á ísafirði og stundaði fíðlunám um margra ára skeið við Tónlist- arskóla ísaflarðar. Að loknu stúdentsprófí kenjidi hún við Tónlistarskólann í einn vetur en síðan lá leiðin til Reykja- víkur í frekara fíðlunám við Tónlistarskólann í Reykjavík en hún lét einnig innritast í Söngskólann. Brátt sneri hún sér alfarið að söngnum og útskrifaðist sem söng- kennari vorið 1989. Jafn- framt námi sínu í kennara- deildinni stundaði Guðrún söngnám í London um þriggja mánaða skeið. Aðal- kennarar hennar við Söng- skólann voru þær Þuríður Pálsdóttir og Jórunn Viðar. Síðastliðin tvö ár hefur Guðrún dvalið á Ítalíu og sótt þar einkatíma í söng. A efnisskrá tónleikanna eru sönglög eftir Schumann, Brahms, Mahler og Richard Strauss en einnig óperuaríur eftir Mozart, Boito, Puccini og Donizetti. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍI 28. - 30 ágúst 1992 Tilkynnt var um 16 árekstra til lögreglunnar á ofangreindu tímabili og 3 umferðarslys. Tvær bif- reiðar rákust saman á gat- namótum Kalkofnsvegar og Sæbrautar um kl. 14.30 á laugardag. Bam úr ann- arri bifreiðinni var flutt á slysadeild. Laust fyrir kl. 19.00 rákust tvær bifreiðar •saman á gatnamótum Suð- urhóla og Vesturbergs. Ökumenn beggja bifreið- anna og farþegi annarrar voru fluttir á slysadeild. Um kl. 3.00 ók lögreglu- bifreið yfír fót stúlku sem var ofurölvi í Austurstræti og hrasaði fyrir bifreiðina. Nefnd lögreglubifreið var á leið á vettvang í Austur- stræti þar sem maður stakk annan með hnífí í bakið og stakk síðan lög- reglumann með hnífnum í öxl og skar hann í andliti. Lögreglumanninum tókst að yfírbuga árásarmann- inn, eftir að hafa orðið fyr- ir hnífstungunum. Lög- reglumaðurinn og sá sem stunginn var í bakið voru fluttir á slysadeild í sjúkra- *bifreið. Lögreglumaðurinn reyndist ekki alvarlega slasaður og fékk að fara heim er aðhlynningu var lokið, en hinn fór strax í aðgerð og var talinn mjög alvarlega slasaður. Árásar- maðurinn var færður í fangageymslu til geymslu þar fyrir Rannsóknarlög- reglu ríkisins. 15 ökumenn voru stöðv- aðir af lögreglu um helgina vegna gruns um ölvun við akstur. Tæplega 100 aðrir ökumenn voru kærðir fyrir ýmis umferðarlagabrot. 5 bifreiðar voru fjarlægðar með krana vegna hættu- legrar stöðu þeirra. Lögregla þurfti 61 sinni að hafa afskipti af ölvuðu fólki um helgina, 10 voru vistaðir í fangageymslu aðfaranótt laugardags, en 23 aðfaranótt sunnudags. Þar af fengu 9 heimilislaus- ir aðilar gistingu af fúsum og frjálsum vilja. Lögregla var 5 sinnum kölluð í heimahús vegna ófriðar, 1 líkamsmeiðing var tilkynnt, fyrir utan hnífstungumálið fyrr- nefnda, 12 sinnum var fólki veitt aðstoð til að komast inn í læstar bifreiðar og 19 innbrot eða þjófnaðir voru tilkynntir. Þá var lög- reglu tilkynnt um 7 skemmdarverk og 3 rúðu- brot. Um kl. 3.00 aðfaranótt sunnudags var lögregla beðin um aðstoð við áð koma dauðadrukknum manni út úr leigubifreið við hús í Seljahverfí. Húsráð- endur er töldu manninn vera son sinn, greiddu fyrir hann ökugjaldið. Lögregla veitti aðstoð sína við að koma syninum inn í húsið og að hjálpa honum í rúm- ið. Móðirin hafði orð á því að sonurinn væri í jakka sem hún kannaðist ekki við. Um 10 mínútum eftir að lögreglan yfírgaf heimil- ið höfðu foreldrarnir síma- samband við lögreglu og sögðust hafa uppgötvað það að umræddur maður hafi ekki verið sonur þeirra heldur ókunnur maður. Lögregla fór þá aftur á vettvang" og sótti „köttinn í ból bjarnar“ hjá „foreldr- unum“ og ók honum á rétt heimili. STÆRSTA BIOIÐ ÞAR SEM WWH - ■ ALLIR SALIR ERU f » ~i FYRSTA FLOKKS HÁSKOLABÍÓ SÍMI22140 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR.350,-Á ALLAR MYNDIRNEMASVOÁJÖRÐU SEM Á HiMNI. FALINN FJARSJOÐUR STEIKTIR GRÆNIR TOMATAR ÁSTRÍÐUGLÆPIR ★ *AI. Mbl. ★ ★ ★ ★Bíólínan Sýnd kl. 5 og 9. Ath. Breyttur sýn.tími GRIN, SPENNA, SVIK OG PRETTIR. Sýnd kl. 7.15 og 11.15. Sýnd.kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. Bönnuð innan 16 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.