Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
16 500
ÞRIÐJUDAGS-
TILBOÐ
MIÐAVERÐ KR. 350 Á ÓÐ TIL
HAFSINS OG NÁTTFARA.
*
*
IrN
*
l-K
SPENNA HRAÐI HROLLUR SI’ENNA HRAÐI HROLLUR
fyrst var það tortimandinn, nu er það
OFURSVEITIN
JiAM-CUUDE VAN DAHMI DOLPH UINBGREN
BÖRN NÁTTÚRUNNAR {
Almost human
JEAN-CLAUDE VAN DAMME DOLPH LUNDGREN
PEIR VORU NÆSTUM PVÍ MANNLEGIR, NÆSTUM PVÍ
FULLKOMNIR, NÆSTUM ÞVÍ VIÐRÁÐANLEGIR
STÓRKOSTLEG SPENNUMYND, ÓTRÚLEGAR BRELLUR
FRÁBÆR ÁHÆTTUATRIÐI.
Leikstjóri: Roland Emmerich.
Framleiöandi: Mario Kassar |Rambo, Total Recall, Terminator
2, Basic Instinct).
Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5 í B-sal.
ENGLISH SUBTITLE.
Miðaverð kr. 500.
ÓÐURTILHAFSINS
Sýnd kl. 7.
Bönnuð i. 14ára.
NÁTTFARAR
■K
*
¥
¥
¥
¥
¥
'¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
Sýnd kl. 9.15 og 11.
Bönnuði. 16ára.
ísafjörður
Þriðju tónleikar í fimmtu-
dagssyrpu Tónlistarfélagsins
ÞRIÐJIJ tónleikarnir í fimmtudagssyrpu Tónlistarfélags
ísafjarðar á þessu hausti verða nk. fimmtudag, 3. sept-
ember. Guðrún Jónsdóttir sópransöngkona og Ólafur
Vignir Albertsson píanóleikari halda tónleika í Frímúra-
rasalnum og hefjast þeir kl. 20.30. Þau munu síðan end-
urtaka tónleikana í Hafnarborg í Hafnarfirði mánudags-
kvöldið 14. september.
Guðrún Jónsdóttir er fædd
og uppalin á ísafirði og
stundaði fíðlunám um
margra ára skeið við Tónlist-
arskóla ísaflarðar. Að loknu
stúdentsprófí kenjidi hún við
Tónlistarskólann í einn vetur
en síðan lá leiðin til Reykja-
víkur í frekara fíðlunám við
Tónlistarskólann í Reykjavík
en hún lét einnig innritast í
Söngskólann. Brátt sneri
hún sér alfarið að söngnum
og útskrifaðist sem söng-
kennari vorið 1989. Jafn-
framt námi sínu í kennara-
deildinni stundaði Guðrún
söngnám í London um
þriggja mánaða skeið. Aðal-
kennarar hennar við Söng-
skólann voru þær Þuríður
Pálsdóttir og Jórunn Viðar.
Síðastliðin tvö ár hefur
Guðrún dvalið á Ítalíu og
sótt þar einkatíma í söng.
A efnisskrá tónleikanna
eru sönglög eftir Schumann,
Brahms, Mahler og Richard
Strauss en einnig óperuaríur
eftir Mozart, Boito, Puccini
og Donizetti.
ÚR DAGBÓK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍI
28. - 30 ágúst 1992
Tilkynnt var um 16
árekstra til lögreglunnar á
ofangreindu tímabili og 3
umferðarslys. Tvær bif-
reiðar rákust saman á gat-
namótum Kalkofnsvegar
og Sæbrautar um kl. 14.30
á laugardag. Bam úr ann-
arri bifreiðinni var flutt á
slysadeild. Laust fyrir kl.
19.00 rákust tvær bifreiðar
•saman á gatnamótum Suð-
urhóla og Vesturbergs.
Ökumenn beggja bifreið-
anna og farþegi annarrar
voru fluttir á slysadeild.
Um kl. 3.00 ók lögreglu-
bifreið yfír fót stúlku sem
var ofurölvi í Austurstræti
og hrasaði fyrir bifreiðina.
Nefnd lögreglubifreið var á
leið á vettvang í Austur-
stræti þar sem maður
stakk annan með hnífí í
bakið og stakk síðan lög-
reglumann með hnífnum í
öxl og skar hann í andliti.
Lögreglumanninum tókst
að yfírbuga árásarmann-
inn, eftir að hafa orðið fyr-
ir hnífstungunum. Lög-
reglumaðurinn og sá sem
stunginn var í bakið voru
fluttir á slysadeild í sjúkra-
*bifreið. Lögreglumaðurinn
reyndist ekki alvarlega
slasaður og fékk að fara
heim er aðhlynningu var
lokið, en hinn fór strax í
aðgerð og var talinn mjög
alvarlega slasaður. Árásar-
maðurinn var færður í
fangageymslu til geymslu
þar fyrir Rannsóknarlög-
reglu ríkisins.
15 ökumenn voru stöðv-
aðir af lögreglu um helgina
vegna gruns um ölvun við
akstur. Tæplega 100 aðrir
ökumenn voru kærðir fyrir
ýmis umferðarlagabrot. 5
bifreiðar voru fjarlægðar
með krana vegna hættu-
legrar stöðu þeirra.
Lögregla þurfti 61 sinni
að hafa afskipti af ölvuðu
fólki um helgina, 10 voru
vistaðir í fangageymslu
aðfaranótt laugardags, en
23 aðfaranótt sunnudags.
Þar af fengu 9 heimilislaus-
ir aðilar gistingu af fúsum
og frjálsum vilja.
Lögregla var 5 sinnum
kölluð í heimahús vegna
ófriðar, 1 líkamsmeiðing
var tilkynnt, fyrir utan
hnífstungumálið fyrr-
nefnda, 12 sinnum var fólki
veitt aðstoð til að komast
inn í læstar bifreiðar og
19 innbrot eða þjófnaðir
voru tilkynntir. Þá var lög-
reglu tilkynnt um 7
skemmdarverk og 3 rúðu-
brot.
Um kl. 3.00 aðfaranótt
sunnudags var lögregla
beðin um aðstoð við áð
koma dauðadrukknum
manni út úr leigubifreið við
hús í Seljahverfí. Húsráð-
endur er töldu manninn
vera son sinn, greiddu fyrir
hann ökugjaldið. Lögregla
veitti aðstoð sína við að
koma syninum inn í húsið
og að hjálpa honum í rúm-
ið. Móðirin hafði orð á því
að sonurinn væri í jakka
sem hún kannaðist ekki
við. Um 10 mínútum eftir
að lögreglan yfírgaf heimil-
ið höfðu foreldrarnir síma-
samband við lögreglu og
sögðust hafa uppgötvað
það að umræddur maður
hafi ekki verið sonur þeirra
heldur ókunnur maður.
Lögregla fór þá aftur á
vettvang" og sótti „köttinn
í ból bjarnar“ hjá „foreldr-
unum“ og ók honum á rétt
heimili.
STÆRSTA BIOIÐ ÞAR SEM WWH - ■
ALLIR SALIR ERU f » ~i
FYRSTA FLOKKS HÁSKOLABÍÓ SÍMI22140
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
MIÐAVERÐ KR.350,-Á ALLAR MYNDIRNEMASVOÁJÖRÐU SEM Á HiMNI.
FALINN FJARSJOÐUR STEIKTIR GRÆNIR TOMATAR ÁSTRÍÐUGLÆPIR
★ *AI. Mbl.
★ ★ ★ ★Bíólínan
Sýnd kl. 5 og 9.
Ath. Breyttur sýn.tími
GRIN, SPENNA, SVIK OG
PRETTIR.
Sýnd kl. 7.15 og 11.15.
Sýnd.kl. 5.05, 7.05, 9.05 og
11.05.
Bönnuð innan 16 ára.