Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 Miklar skemmdir urðu í brunanum. Jón Ólafsöon Kveikt í barnaheimili Talið er fullvíst að brotist hafí verið inn og kveikt í á bamaheim- ili ríkisspítalanna, Bakkakoti, við Vatnsmýrarveg aðfaranótt sunnudags. Eystri helmingur hússins, sem er timburhús skemmdist mikið af eldi sem lagður var í húsið á 2-3 stöðum. Slökkvistarf gekk greiðlega en miklar skemmdir urðu, einkum af reyk, að sögn lögreglu. Engu að síður var tekið á móti börnum á heimilinu í vesturhluta hússins í gær. Rannsóknarlögregla ríkis- ins leitar þeirra sem þama vom að verki. Ólafsvík: Talinn ölvaður á sjó Lögreglumenn fara fram á úttekt á öryggismálum sínum og krefjast meiri fjárveitinga til löggæslu Eftírlaunaaldur lögreglu- manna verði lækkaður Tryggingar sagðar lítið betri en venjulegt er og veikindaréttur vegna slysa ónógur Framkvæmdastjórn Landssambands lögreglumanna á í dag fund með ráðuneytissljóra dómsmálaráðuneytisins og öðrum embættismönn- um og mun að sögn Jónasar Magnússonar formanns landssambandsins fara fram á úttekt á öryggismálum lögregíumanna og koma á fram- færi kröfum um að veitt verði nægu fjármagni til löggæslumála til að lögreglan geti sinnt verkefnum sínum. Að sögn Jónasar telja lögreglu- menn að þeir hafi ekki fengið viðurkennda sérstöðu sína vegna áhættu við störf þrátt fyrir að nær 9 af hveijum 10 ríkisstarfsmönnum sem fengu greiddar örorkubætur vegna vinnuslysa á árunum 1984-1988 hafi verið lögreglumenn. Tryggingar lögreglumanna séu litlu betri en annarra ríkisstarfsmanna, og tryggja þurfi aukinn rétt þeirra til óskertra launa í forföllum vegna vinnuslysa. Auk þess kemur fram í smatali við Jónas Magnússon að hvergi í nálægum Iöndum nema hér þekkist að eftirlaunaaldur lögreglumanna sé hinn sami og annarra ríkisstarfsmanna. Jónas segir að þessi mál séu ofarlega á baugi í samn- ingamálum lögreglumanna, sem ekki gengu til endurnýjaðra þjóðarsátt- arsamninga í febrúar, og eru með lausa samninga. Upp úr viðræðum þeirra við ríkisvaldið slitnaði í maímánuði, meðal annars vegna lífeyris- mála. VARÐSKIP stöðvaði för manns á trillu frá Ólafsvík sem talinn var ölvaður á á laugardagskvöld og flutti hann til hafnar. Maðurinn lét úr höfn síðdegis á laugardag áleiðis til Patreksfjarðar og var „ talinn áberandi ölváður. Lögreglunn í Ólafsvík var tilkynnt um málið og hringdi hún um borð og bað manninn að snúa við til hafnar en hann þvertók fyrir það. Þá var haft samband við Land- helgisgæsluna og hún beðin um aðstoð. Varðskip sem statt var út af Vestfjörðum var sent áleiðis og kom að að trillunni um klukkan 1 aðfaranótt sunnudagsins móts við Rauðasand. Varðskipið sneri við með manninn og kom með hann inn til Ólafsvíkur um klukkan hálffimm að morgni sunnudagsins. í samtali við Morgunblaðið sagði Jónas Magnússon formaður Lands- sambands lögreglumanna að lög- reglumenn nytu þriðjungi hærri trygginga en aðrir ríkisstarfsmenn og skýringin á því væri sérstök trygging sem keypt hefði verið hjá tryggingafélagi og lögreglumenn sjálfir greiddu helming iðgjalda af. Vísitölutryggðar slysabætur á verð- lagi 1989, miðað við 100% örorku, nema í hinni almennu tryggingu rík- isstarfsmanna um 7,5 milljónum króna, miðað við 25% örorku fjár- hæðin 838 þúsund, 2,5 milljónir við 50% örorku og 5 milljón króna við 75% örorkustig. Hin sérstaka trygg- ing lögreglumanna eykur þessar bætur til þeirra um þriðjung. Jónas sagði að könnun embættis ríkislög- manns á tímabilinu 1984 til 1988 leiddi í Ijós að örorkubætur vegna vinnuslysa ríkisstarfsmanna hafi í 87,5% tilvika verið greiddar lögreglu- mönnum. Jónas Magnússon sagði að lög- reglumenn mundu nú krefjast þess að tryggingamál þeirra yrðu tekin til endurskoðunar og einnig veikinda- réttur þeirra við vinnuslys. Eins og málum er nú háttað nýtur ríkisstarfs- maður sem veikist eða slasast starfi fullra launa í 3 mánuði og hálfra launa í þijá mánuði uns 10 ára starfs- aldri er náð. Frá 10. til 15. starfsárs haldast full laun í 4 mánuði og hálf í fjóra, frá 15. til 20. starfsárs greið- ast full laun í 6 mánuði og hálf laun í sex mánuði en ríkisstarfsmaður sem á meira en 20 ára starfsaldur að baki á rétt á fullum launum í eitt ár og hálfum launum í hálft ár vegna veikinda eða slysa í starfi. „Þannig að sá hópur sem býr við mesta áhættu stendur verst,“ sagði Jónas Magnússon. Jónas sagði að lögreglumenn hefðu í mörg ár barist fyrir úrbótum í lífeyrismálum og nefnd á þeirra vegum hefði skilað niðurstöðum til dómsmálaráðherra. Undanfarin tvö ár hefði ítrekað verið gengið á eftir málinu en án árangurs. Landssam- band lögrelgumanna er eitt þeirra stéttarfélaga sem ríkið á ólokið samningum við en þeir gengu ekki tilendurnýjunar á þjóðarsáttarsamn- ingum í febrúar. Upp úr viðræðum slitnaði í febrúar, meðal annars vegna eftirlaunamaála, að sögn Jón- asar Magnússonar. Framkvæmdastjórn landsam- bandsins kom saman til skyndifundar um helgina eftir að henni bárust fréttir um að þá um nóttina hefðu lögreglumaður og vegfarandi slasast eftir átök við mann vopnaðan hnifi og í ályktun sem framkvæmdastjóm- in sendi frá sér eftir fundinn er lýst miklum áhyggjum af þeirri auknu hörku sem vart verði í samskiptum fólks og beinist einnig gegn lögreglu- mönnum við skyldustörf. Samtök lögreglumanna hafi ítrekað varað opinberlega við þeirri hættu sem fylgi þessari þróun enda sé hliðstæður að finna í nágrannalöndunum þó þróun- in hér hafí orðið hægari. Ljóst megi vera að lögreglan eigi undir högg að sækja þar sem mjög hafi dregið úr fjárveitingum til hennar á undan- förnum árum. Sé lögreglu gert ókleift að sinna ve*'kefnum sínum sé það upphaf óaldar í þjoðfélaginu sem ekki sjái fyrir endann á. Helgi Ólafsson skák- meistari Islands 1992 ____________Skák Bragi Kristjánsson KEPPNI í landsiiðsflokki á skákþingi íslands lauk á föstu- dag með sigri Helga Ólafsson- ar, er hlaut 9Vi vinning í 11 skákum. Hann vann verðskuld- aðan sigur, tefldi af öryggi og hafði forystuna allt mótið. Þetta er annað árið í röð, sem Helgi verður íslandsmeistari, en hann hefur fjórum sinnum hampað titlinum, árin 1978, 1981, 1991 og svo í ár. Margeir Pétursson fylgdi Helga eins og skugginn allt mótið. Þeir voru jafnir þijár fyrstu umferðimar og Margeir komst upp að hlið Helga eftir 6. umferð, en frá og með þeirri sjöundu munaði hálfum vinningi, Helga í vil. Margeir tefldi vel, en vantaði herslumuninn til að fylgja Helga eftir. Hannes Hlífar Stefánsson varð þriðji með 8 v. Hann bætti við sig stigum, þannig að hann færist nær stórmeistaratitlin- um, þótt enn vanti 5-10 Elo-stig til að ná markinu. Hannes átti erfitt uppdráttar framan af mótinu, og hefur hugsunin um stórmeistaratitilinn ef til vill verið að angra hann. 11. umferð: RóbertHarðarson-HelgiÓlafsson 0-1 MargeirPétursson-SævarBjamason 1-0 JónA.Jónsson-JónG. Viðarsson 1-0 Hannes H. Stefánsson - Haukur Angantýsson . . , ÞrösturÞórhallsson-AmiA.Amason 1-0 Bjöm F. Bjömsson - ÞrösturÁrnason 0-1 Róbert missti snemma tökin á flókinni byijun gegn Helga, en við það voru úrslit mótsins ráðin. Margeir vann öruggan sigur á Sævari, og sama má ,segja um skák Hannesar Hlífars og Hauks. Aðrar skákir voru harðar baráttu- skákir. Um frammistöðu þriggja efstu keppenda er Iítillega fjallað fremst í greininnl. Þröstur Þórhallsson hafði aðeins IV2 vinning eftir 6. umferð, en tók þá endasprett, sem lengi verður í minnum hafður, vann fimm síðustu skákirnar! Haukur Angantýsson hefur lítið teflt í sterkum skákmótum undan- farin ár, og má hann vel við ár- angurinn una. Jón Garðar tefldi vel og skorti lítið annað en smá meðbyr upp á betri árangur. Rób- ert og Sævar tefldu misvel og niðurstaðan er í samræmi við það. Þröstur Árnason tefldi af mikilli hörku allt mótið, en líklega hefur æfíngaleysið komið í veg fyrir betra sæti. Björn Freyr og Árni Ármann tefldu vel á köflum, en urðu þess á milli fyrir skakkaföll- um. Jón Árni tefldi mun betur en vinningatalan gefur til kynna. Hann tekur nú í fyrsta skipti þátt í landsliðskeppni, en það er mjög erfítt að halda ró sinni í slíku móti, þegar fyrstu skákirnar tap- ast. Um einstök úrslit vísast til meðfylgjandi töflu. Íslandsmeistaramóti kvenna lauk á laugardag með sigri Guð- fríðar Lilju Grétarsdóttur, sem vann allar skákirnar sínar, fimm að tölu. Lilja hefur borið höfuð og herðar yfir aðrar íslenskar skákkonur undanfarin ár og er þetta sjöundi íslandsmeistaratit- illinn á átta árum! í öðru sæti varð Áslaug Kristinsdóttir með 4 vinninga. Hún varð tvisvar meist- ari á árum áður, en er nú að hefja þátttöku í skákmótum eftir nokk- urt hlé. Lokastaðan: 1. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, 5 v. 2. Áslaug Kristinsdóttir, 4 v. 3. Guðný Hrund Karlsdóttir, 3 v. 4. -7. Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2V2 v. 4.-7. Sigrún Þorvarðardóttir, 2V2 v. 4.-7. Berglind Aradóttir, 2V2 v. 4.-7. Anna Björg Þorgrímsdóttir, 2V2 v. 8.-10. Eyrún Edda Hjörleifsdótt- ir, 2 v. 8.-10. Svava Bjarney Sigberts- dóttir, 2 v. 8.-10. Ragnheiður Kristjánsdótt- ir, 2 v. 11. Halla Gunnarsdóttir, IV2 v. 12. Sólveig Snorradóttir, V2 v. Að lokum skulum við sjá skák Róberts og Helga úr síðustu um- ferð í landsliðsflokki. Hvítt: Róbert Harðarson Svart: Helgi Ólafsson Sikileyjarvörn. 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - a6, 6. Bg5 - e6, 7. f4 - Rc6!? (Vinningur í skákinni tryggir Helga Islandsmeistaratitil, og þess vegna velur hann mjög tví- eggjað afbrigði. Aðrar leiðir eru 7. - Dc7, 7. - Be7 eða 7. - b5I?) 8. e5!? - (Eftir 8. Rxc6 - bxc6, 9. e5 - h6, 10. Bh4 - g5, 11. fxgö - Rd5, 12. Re4 - Db6, 13. Bd3 - hxg5, 12. Bf2! - Dxb2, 13. 0-0 - De5, 14. Bg3! - Dd4+, 15. Khl - Re3, 16. Df3 - Rxfl, 17. Hxfl - f5, 18. c3! hefur hvítur sterka sókn (Vítólínsj - Drílínsj,. Sovét- ríkjunum, 1990).) 8. - h6, 9. Bh4 - g5!? (Hvítur náði betra tafli í skák- inni Ljubojevic — Ivantsjúk, Til- burg 1989, eftir 9. - dxe5, 10. Rxc6 - Dxdl+, 11. Hxdl - bxc6, 12. fxe5 - Rd5, 13. Re4 o.s.frv.) 10. fxg5 - Rd5, 11. Rxd5 - exd5, 12. exd6 - Dxd6, 13. De2+ - Be7, 14. Rxc6 - bxc6, 15. Bg3 - (Ekki gengur 15. 0-0-0?? - Df4+ ásamt 16. - Dxh4 o.s.frv.) 15. - Dg6 (Róbert misstígur sig í flækjun- um. Best er líklega 16. De5 - Hg8, 17. Bd3 - (17. gxh6 - Dxc2! er flókið) Dxg5 með nokkuð jöfnu tafli. 18. Bh4?! (18. Bf4 óljóst; 18. Dxh8+? - Kd7, 19. Dc3 - Bb4!, 20. Dxb4 - He8+) 18. - f6, 19. Bxf6 - Hh7, 20. De3? - (20. Bb5! - axb5, 21. 0-0 - De4, 22. Dc3 óljóst) 20. - Kd7, 21. Bd3 - Dxg2, 22. Hgl - Bb4+, 23. Dc3 - Dxb2!, 24. Bxb4 - Dxb4+, 25. Kf2 - Hf7+, 26. Kg2 - Dxb2+ 0-1 (M. Brodskíj — Sjabalov, skákþing Rússlands 1991).) 16. - 0-0!, 17. Bf4 - (Hvítur á ekki betri leik, t.d. 17. gxh6? - Bg4!, 18. Df2 - Bb4+, 19. c3 - Hfe8 og svartur hefur vinnandi sókn.) 17. - Bxg5, 18. Bxg5 - Dxg5, 19. Kf2 - Hb8, 20. De3 - (Ekki 20. b3 - Df6+ ásamt 21. - Dxal og eftir 20. Hbl - Hb4 verður fátt um varnir hjá hvíti. Eftir leikinn í skákinni vinnur svartur peð, án þess að hvítur fái nokkuð mótspil.) 20. - Hxb2, 21. Dxg5+ - hxg5, 22. Bd3 - Be6, 23. Hhcl - c5, 24. Bxa6 - Bf5,25. Kgl - Bxc2, 26. Bb7? - Be4 og hvítur gafst upp, hann ræð- ur ekki við neitt eftir 26. Bc6 - Hxg2+, 27. Kfl - Ilxh2 o.s.frv. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. Vinn. 1. Helgi Ólafsson X 'k 'h 1 1 1 1 'h 1. 1 1 1 9h .2. Margeir Pétursson '/2 X 'h 1 1 'h 1 1 1 'h 1 1 . 9 3. Hannes H. Stefánss. 'h '/2 X 'h 1 'h yi 'h 1 1 1 1 8 4. Þröstur Þórhallss. 0 0 'h X ’/l 1 0 1 1 'h 1 1 6’/i 5. HaukurAngantýsson 0 0 0 'h X 'h 1 1 'h 1 ’/l 1 6 6. Jón G. Viðarsson 0 /2 'h 0 /2 X 'h 'h 1 1 1 0 5 'h 7. Róbert Harðarson 0 0 'h 1 0 /2 X 1 0 'h ’/l 1 5 8. Sævar Bjarnason 'h 0 'h 0 0 'h 0 X 1 1 ’/l 1 5 9. ÞrösturÁrnason 0 0 0 0 'h 0 1 0 X 1 1 1 4’/i 10. Björn F. Björnsson 0 'h 0 'h 0 0 'h 0 0 X 'h 1 3 11. ÁrniÁ.Árnason 0 0 0 0 'h 0 'h 'h 0 'h X 1 3 12. Jón Á. Jónsson 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 X 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.