Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 211. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hermenn frá ríkj- um íslams í Bosníu Genf, Lundúnum, Sarajevo. Reuter. TALIÐ er að hundruð manna, múslimar frá löndum eins og íran og Saudi-Arabíu, beijist nú með trúbræðrum sínum í Bosníu. Stað- fest var í gær að flugskeyti hefði grandað ítalskri vél í hjálpar- flugi til Sarajevo fyrir hálfum mánuði. Breska fréttastofan BBC sagði frá því í gær að króatískir verðir við bæinn Travnek norðvestur af Sarajevo hefðu á síðustu vikum talið nærri 700 íslamska hermenn frá Iran, Saudi-Arabíu og fleiri löndum, sem komið hefðu til Bosníu í litlum hópum. Þá er sagt að mynd- ir sem teknar hafí verið á laun sýni íslamska hermenn þjálfa trúbræður í Bosníu í meðferð vopna í hæðunum nærri Sarajevo. BBC sagði að Króatar sem búa á þessum slóðum og eru að nafninu til bandamenn múslima hefðu af því áhyggjur að hinir svokölluðu „mujahideen“-skæruliðar ætluðu ekki aðeins að beijast við Serba, heldur koma á íslömsku ríki. Lög- reglustjóri í bænum Zenica sagði Svartur dagur Norman Lamont, fjármálaráðherra Bretlands, tók þann kost að fara bakdyratnegin út úr fjármálaráðuneyt- inu að loknum erfíðum degi. Áður en hann var að kvöldi kominn höfðu vextirnir verið hækkaðir tvisvar, lækkaðir einu sinni og gengi pundsins fellt í raun. --- Gengissamstarf Evrópn- ríkjanna í miklu uppnámi Breska ríkissljórnin neyddist til að draga pundið ót úr gengissamflotinu London, París, Frankfurt. Reuter. HÁLFGERT styrjaldarástand ríkti á evrópskum gjaldeyrismörkuðum í gær og gripu seðlabankar ýmissa landa til örvæntingarfullra ráða til að verja gengi gjaldmiðla sinna. I Bretlandi voru vextir hækkað- ir tvívegis í gær, fyrst í 12 og síðan í 15%, og sænski seðlabankinn hækkaði millibankavexti hvorki meira né minna en í 500%. Þessar aðgerðir urðu þó ekki til að lægja ólguna og í gærkvöldi ákvað breska ríkissljórnin að draga pundið út úr gjaldmiðilssamstarfi Evr- ópubandalagsríkjanna, ERM. Sérstök nefnd, sem fjallar um peninga- og gjaldmiðilsmál, var kvödd saman til fundar í Brussel seint í gærkvöldi og var búist við, að hún myndi fjalla um enduraðlögun eða breytingar á þeim ramma sem ERM setur gjaldmiðlunum. Þótt vextir í Bretlandi væru hækkaðir um fimm prósentustig á einum degi bætti það ekkert úr fyrir pundinu og í gærkvöldi ákvað ríkisstjórnin að draga það út úr gengissamfloti EB-ríkjanna og lækkaði jafnframt vextina niður í 12%. Mun gengi pundsins því ráð- ast á markaðnum en það er talið jafngilda gengisfellingu í raun. Er þessi niðurstaða mikið pólitískt áfall fyrir John Major forsætisráðherra, sem réð því, að sterlingspundið var tengt ERM fyrir tveimur árum til að auðvelda baráttuna gegn verð- bólgunni. Breska þingið hefur verið kallað saman á fímmtudag eftir viku en vangaveltum um, að Major eða Norman Lamont fjármálaráð- herra muni segja af sér er vísað á bug. Hækkun millibankavaxta í Sví- þjóð upp í 500% er sögð vera úrslita- tilraunin til að koma í veg fýrir gengisfellingu sænsku krónunnar enda sagði Bengt Dennis, seðla- bankastjóri, að um væri að ræða aðgerð, sem aðeins gæti staðið í fáa daga. Hún olli því, að vextir á skammtímalánum bankanna fóru í 35% en Dennis hvatti landa sína til að forðast allar fjárskuldbindingar þar til storminum slotaði. í Hollandi og Belgíu voru vextir lækkaðir um fjórðung úr prósenti án þess, að það hefði nokkur áhrif á markaðinn og öll spjót standa á ítölsku lírunni þótt gengi hennar hafí verið fellt um sjö prósent á mánudag. Nefnd háttsettra emb- ættismanna, sem fjallar um pen- ingamál í EB, kom saman Brussel í gærkvöldi og var haft eftir heim- ildum, að rætt yrði um nýjan ERM- ramma en með honum eru settar skorður við gengishreyfingum með tilliti til evrópsku mynteiningarinn- ar, ECU. Á það er einnig bent, að segi Frakkar nei við Maastricht á sunnudag séu áætlanir um nánara samstarf EB-ríkja í efnahags- og peningamálum hvort eð er úr sög- unni í bili og þá blasi fátt annað en gengisfelling við breska pundinu, ítölsku lírunni, spænska pesetanum og portúgalska escudonum. Margir efnahagssérfræðingar segja, að óróinn nú komi ekki á óvart, hann sýni aðeins það sem vitað var fyrir, að tiltölulega fá EB-ríkjanna séu búin undir gjald- miðilssameiningu. Þau, sem búi við litla verðbólgu og lítinn fjárlaga- halla. Það séu sjúklingarnir, sem valdi írafárinu þessa dagana. Sjá „Hefur vart...“ á bls. 20. Reuter Heiðursborgari í Berlín Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum forseti Sovétríkjanna, var gerður að heið- ursborgara Berlínar í gær en honum er þakkað, að múrinn var rifínn og þýsku ríkin sameinuð. Var hann gestur á þingi Alþjóðasambands jafnaðarmanna og það sýndi sig, að lítið hefur fallið á vinsældir hans meðal Þjóðveija. Safnaðist fólk um hann hvar sem hann fór og fagnaði innilega. Sem heiðursborgari í Berlín getur Gorbatsjov nýtt sér alla opinbera þjónustu i borginni ókeypis og tekinn verður frá legstaður fyrir hann í kirkjugarðinum þar sem honum gefst kost- ur á í fýllingu tímans og ef hann vill að hvíla innan um önnur stór- menni borgarinnar. fólk prðið afar hrætt við þessa þró- un. Á hinn bóginn saka múslimar Króata í Travnik um að hrekja þá úr bænum upp í hæðirnar þótt enn beijist fylkirnar saman gegn Serb- um. Rannsókn á flaki ítölsku ■ G-222 flugvélarinnar sem hrapaði skammt frá Sarajevo um mánaðamótin sýn- ir að hún var skotin niður með að minnsta kosti einu flugskeyti. Talið er að það hafi verið með innrauðum miðunarbúnaði og komið frá vörpu sem auðvelt hafi verið að flytja um fjallendið. Skeytið er því talið hafa verið af gerðinni SA9, SA16 eða Stinger-flaug í endurbættri útgáfu. Danska blaðið Berlingske tidende leiðir getum að því að múslimar hafi skotið Stinger-flaug að serb- neskri þotu, sem flaug í skugga ítölsku vélarinnar eins og vitað er að tíðkast, en misst marks vegna ónægrar þekkingar á vopninu. --------» » »-------- Bush hafn- ar einvígi Washington, New York. Reuter. TALSMAÐUR bandarískrar nefndar sem annast undirbúning sjónvarpseinvígja milli forseta- frambjóðendanna tveggja, George Bush og Bills Clintons, aflýsti í gær fyrsta einvíginu sem fyrirhugað var 22. september. Fulltrúar Bush samþykktu ekki að taka þátt í þvi. Deilur hafa verið milli frambjóð- endanna um fyrirkomulag einvígj- anna. Bush vill að forsetaefnin mætist tvisvar og spyrlar verði frá ýmsum fjölmiðlum eins og tíðkast hefur áratugum saman. Nefndin vill að einvígin verði þijú auk þess sem varaforsetaefnin, þeir Albert Gore fyrir demókrata og Dan Quale fyrir repúblikana, reyni með sér einu sinni. Aðeins einn aðili á að annast spurningarnar í hólm- göngunum. Clinton mun þegar hafa fallist á þessa tilhögun. Fischer sigr- aðií 21 leik Sveti Stefan. Reuter. BOBBY Fischer sigraði Borís Spasskí í skákeinvígi þeirra í Sveti Stefan í Svartfjallalandi í gær og að þessu sinni í aðeins 21 leik. Hefur Fischer nú fjóra vinninga gegn tveimur Spasskis. „Eg fékk strax betri stöðu en Spasskí varð á ljótur fíngurbijót- ur,“ sagði Fischer að skákinni lok- inni en upp kom spænskur leikur og fljótlega var skipt á drottning- um. Spasskí urðu á mistökin í 17. leik en hann gengur ekki alveg heill til skógar og þykir það koma niður á frammistöðu hans. Sjá skákskýringu á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.