Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992
39
Þyrlukaupum má
ekki fresta frekar
Frá Jakobi Ólafssyni:
Nú þegar heyrst hefur að ríkis-
stjórn Islands hyggist hætta við eða
fresta kaupum á björgunarþyrlu
fyrir þjóðina vil ég ákaila ráðherra
núverandi ríkisstjórnar til að endur-
skoða hug sinn og hætta við slík
áform. Það yrði þeim til mikillar
vansæmdar ef þeir ætla að vera
ómerkir orða sinna og gerða. Al-
þingi íslendinga samþykkti sam-
hjóða, núverandi ráðherrar þar á
meðal sem þingmenn og ráðherrar
þáverandi ríkisstjórnar, þingsálýkt-
unartillögu um að keypt skyldi
björgunarþyrla og úthlutaði 100
milljónum í lánsfjárlögum til að
ganga frá samningum um kaup á
þyrlunni. Kölluð var til hver nefnd-
in á fætur annarri til að velja þá
þyrlutegund sem best hentaði, og
með þeirri dagskipun að vinna hratt
og vel því málið væri brýnt. En
hvað gerist þegar allar nefndirnar
hafa lokið störfum og niðurstöðurn-
ar liggja fyrir. Hvar eru efndirnar?
Hvar eru 100 milljónirnar?
Ekki er verið að tala um að greiða
þurfi þyrluna á einu ári eða einum
fjárlögum. Nei, heldur 10-15 árum,
miðað við lengri afborgunartímann
þá er verið að tala um rúmlega 40
milljónir á ári. Með útreikningum
væri hægt að sýna fram á að björg-
unarþyrlan gæti fyllilega staðið
undir sér á afborgunartímanum
þjóðhagslega. Líkt og flugfélög sem
reikna sér tekjur af 'seldum sætum
í flugi, má með sama hætti reikna
þyrlunni sem tekjur þegar hægt er
að bjarga manni frá dauða. Sá hinn
sami er þar með orðin áskrifandi
að sínu sæti með greiðslum og
sköttum og skyldum til þjóðfélágs-
ins það sem hann á eftir lifað. Á
sama hátt þegar hægt er að bjarga
manni frá því að hljóta örkuml með
fljótari flutningsmöguleikum spar-
ast kostnaður við langa sjúkrahús-
legu og kostnað við endurhæfingu
slíks sjúklings. Þetta ásamt ýmsu
öðru mætti færa þyrlunni til tekna.
Björgunar- og sjúkraútköll eru nú
vel á annað hundrað á ári.
Nú þegar kreppir að í ríkisfjár-
málum ættu menn að raða útgjalda-
málum í rétta forgangsröð. Dóms-
hús er keypt og innréttað, lista-
skóli er keyptur og þarfnast innrétt-
inga, Þjóðminjasafn þarf hús og
innréttingar. Vissulega er þröngt
um þessar stofnanir en það er líka
þröngt um slasað og limlest fólk
um borð í þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar TF-SIF. Þyrlulæknar kvarta
oft yfir því að geta ekki sinnt sjúkl-
ingum eihs vel og þeir vildu geta
vegna þrengsla um borð í vélinni.
Áhafnir þyrlunnar hafa með mik-
illi þjálfun og aukinni reynslu fyrir
löngu farið fram úr getumörkum
núverandi þyrlu og þurfa æ oftar
að vinna með vélina á hámarksaf-
köstum og leifir þá engu ef óvænt
atvik koma upp á. Oft á hveijum
vetri þurfa áhafnirnar að kljást við
ísingarskilyrði sem hæglega gætu
reynst þessari vél ofviða og hlýtur
það því að vera augljós nauðsyn
að fá þyrlu sem getur flogið við
slík skilyrði. Flugfélögin í landinu
hættu fyrir hátt í tuttugu árum að
nota flugvélar sem ekki eru búnar
afísingarbúnaði, sem dæmi.
Ennfremur hljóta menn að sjá
að fylgja þarf þeirri þróun sem felst
í sívaxandi fleiri frystitogurum við
landið. Áhafnarmeðlimum fjölgar
frá 10-15 upp í 20-25 og skipin
sækja enn lengra á haf út. Þessi
skip líkt og „Titanic“ geta sokkið.
Eins ber að huga að sívaxandi
straumi ferðalanga um hálendi
landsins að vetri til.
Þörfin á þjónustu björgunar-
þyrlna er sívaxandi hér á landi, og
það sama á sér stað í flestum öðrum
löndum.
Við höfum notið góðrar aðstoðar
þyrludeildar hersins á Keflavíkur-
flugvelli en athuga ber að sú deild
er hér fýrst og síðast til að þjóna
löndum sínum við störf hér á landi
og hafa þeir því allan forgang að
þeirri þjónustu.
íslensk stjórnvöld ættu að varast
að falla í þá freistni að ætlast til
að önnur þjóð sjái um björgunar-
og sjúkraflug hér á landi. Ef menn
líta til Bandaríkjanna og kanna
hvernig að þessu málum er staðið,
þá gætu menn haldið að herinn sæi
um allt björgunar- og sjúkraflug
þar í landi, þar sem bandaríski her-
inn hefur í dag á að skipa stærsta
þyrluflota í heimi. En því er ekki
til að dreifa. Bandaríska landhelgis-
gæslan ásamt sívaxandi fjölda
þyrlna sem reknar eru af sjúkrahús-
um og líknarstofunum sjá um þessa
þjónustu þar í landi. Aðeins við
náttúruhamfarir og stórslys er
varalið hersins kallað til.
Bandarísk stjórnvöld vita að með
litlum fýrirvara geta þeir þurft að
kalla til hervélarnar vegna hernað-
arátaka víða um heim. Nei, íslensk
stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í
því að byggja upp öfluga íslenska
björgunarþjónstu með ekki minni
reisn eða hlutfallstölum af fjárlög-
um og aðrar þjóðir og jafnvel að
viðbættu því hlutfalli sem aðrar
þjóðir eyða til hermála.
Nú þegar ráðherrar hafa tafíð
kaup á nýrri og öflugri björgunar-
þyrlu sem nemur smíðatíma slíkrar
vélar frá verksmiðju vil ég skora á
fólk og samtök hagsmunaaðila í
sjávarútvegi, björgunarsveita,
sjúkra- og lögreglumanna, sveitar-
félaga og ferðamála að láta frá sér
heyra og mótmæla kaupum á þess-
um fyrirætlunum að hætta við eða
fresta enn frekar kaupum á nýrri
og öflugri björgunarþyrlu. Enn-
fremur skora ég á þingmenn Al-
þingis íslendinga að þeir sjái til
þess að kaupum þessum verði þegar
í stað skilað í örugga höfn eins og
þessi þyrla mun skila sínum skjól-
stæðingum í örugga höfn.
JAKOB ÓLAFSSON
Kársnesbraut 89, Kópavogi.
Pennavinir
Átján ára tékknesk stúlka með
áhuga á tungumálum, tónlist, kvik-
mynrlum og íþróttum:
Michaela Kytkova,
Navratilova 1544,
274 01 Slany,
Czechoslovakia.
Franskur 22 ára karlmaður með
áhuga á ferðalögum, sögu, íslenskri
náttúru o.fl.:
Christophe Gauge,
2 rue de la Gendarmerie,
06200 Niee,
France.
Fjórtán ára japönsk stúlka með
áhuga á matargerð, tónlist og
íþróttum:
Rie Kawakami,
650-17 Matsudani Akasaki-
cho,
Touhaku-gun,
Totsutori-ken,
689-25 Japan.
VELVAKANDI
TÝND KISA
Kisan mín er búin að vera týnd
í einn og hálfan mánuð. Þegar
hún hvarf frá Hjallaseli í Breið-
holti var hún trúlega kettlinga-
full og gæti verið búin að eiga
kettlinga núna. Hún er hvít á
bringu með svarta, gula og
brúna flekki á baki og höfði.
Hún var ómerkt. Hún er sérstak-
lega ljúf og mannelsk,
Þeir sem gætu gefið upplýs-
ingar um hana eru vinsamlega
beðnir að hafa samband í síma
74476 eða 78948 því hennar er
sárt saknað.
ÚR
Úr fannst á golfvellinum í
Garðabæ í sumar. Upplýsingar
í síma 657373 eftir kl. 17.
RÉTTLEYSI
HEIMAVINN-
ANDIKVENNA
Helga Jónsdóttir:
Mig langar til að vekja athygli
á því réttleysi sem heimavinn-
andi konur þurfa að búa við.
Þær fá ekki einu sinni lágmarks-
atvinnuleysisbætur ef þær kom-
ast ekki út á vinnumarkaðinn.
Það er mjög erfitt fyrir konur
að komast út á vinnumarkað
eftir að hafa verið heimavinn-
andi í langan tíma. Kvennalist-
inn hefur algerlega hunsað
þennan stóra hóp kvenna og
fyrst og fremst sinnt réttinda-
baráttu yngri kvenna. Á þessum
málum verður að taka sem fyrst
því þetta er óþolandi óréttlæti.
ÚLPA
í sumar týndist úlpa áf 12 ára
gömlum dreng. Hún gæti hafa
týnst í Þrastarskógi í nágrenni
Þrastarlundar eða einhvers stað-
ar í Seljahverfinu í Breiðholti.
Úlpan er fjólublá að lit með
hettu sem á er loðkantur. Fóðr-
ið er mynstrað. Þetta er ný flík
og hennar er sárt saknað. Hún
er merkt með nafni og símanúm-
eri. Finnandi vinsamlega hringi
í síma 73959 og er fundarlaun-
um heitið.
JAKKI
Dökkblár gallajakki, fóðraður,
tapaðist á Coka Cola rokktón-
leikunum á laugardag. Finnandi
vinsamlegast hringi í Sigríði í
síma 678230 eða 654047 eftir
kl. 17.
GLERAUGU
Brúnleit gleraugu fundust við
gamla Kennaraskólann. Upplýs-
ingar í síma 14669.
KETTLINGUR
Óskað er eftir fresskettlingi.
Vinsamlegast hringið í síma
42384.
GLERAUGU
Gleraugu í svörtu hulstri töpuð-
ust á fimmtudag annaðhvort í
Grýtubakka eða Blönduhlíð.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 18665.
Hugheilar þakkir sendi ég frœndfólki, vinum
og öllum þeim, er á einn eða annan hátt gerðu
mér 90 ára afmœlið ógleymanlegt.
Guð blessi ykkur.
Ingigerður Jóhannsdóttir.
Nú qpu að hefjast námskeið þar sem foreldrum
gefst kostur á að kynnast og tileinka sér ákveðnar
hugmyndir og aðferðir í samskiptum foreldra og
bama. Þar verður m.a. fjallað um hvað foreldrar
geta gert til að:
• Aðstoða börn sín við þeirra vandamál.
• Leysa úr ágreiningi án þess að beita valdi.
• Byggja uppjákvæð samskipti innan
fjölskyldunnar.
Upplýsingar og skráning í síma 621132 og
626632
Hugo Þórisson
sálfrœðingur
Wilhelm Norðfjörð
sálfrœðingur
saMskipti
KÍOLFOT
u n d i r 3 0*
Nýkomin vönduð
kjólföt á mjög hagstæðu verði
’ Létt oggott efni
’ Vandaðurfrágangur
• Gott úrval afstœrðum
og millistœrðum
’ Verð, með svörtu vesti,
29.500.-kr. *
<
HERR4ML4VKSUJN
LAUGAVEGI 61 - 63 - SlMI 14519