Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992 15 Sjóðasukk, atvinnu- bót eða skipulag? Um íbúðakaup borgarinnar í Kvosinni eftir Kristínu A. Ólafsdóttur Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarráði samþykkti í sumar að nota ríflega 100 milljón krónur af skattfé okkar Reykvíkinga til þess að kaupa 12 íbúðir sem á að fara að byggja ofaná húsið Aðalstræti 9, betur þekkt sem Miðbæjarmark- aðurinn. Eins og lesendur Stak- steina urðu varir við fjallaði m.a. krati úr Kópavoginum um málið og fagnaði ákvörðun Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík en hafði þung- ar áhyggjur af afstöðu okkar sem skipum minnihluta borgarstjórnar. Við höfum sett okkur á móti þess- ari ráðstöfun meirihlutans. Kópa- vogsbúanum þótti hart að félags- hyggjufólk gæti ekki skilið að íbúðakaupin væru ekki síst virðing- arvert átak sjálfstæðismanna til þess að bægja frá atvinnuleysisvof- unni sem nú vokir yfir Reykvíking- um sem og öðrum landsmönnum. Viðbrögð við atvinnuleysi Staðreyndin er sú að fulltrúar í minnihluta borgarstjómar Reykja- víkur hafa ítrekað flutt tillögur um viðbrögð borgaryfirvalda við at- vinnuleysinu. Nýr vettvangur lagði til fyrir hálfu ári að framkvæmdir á vegum borgarinnar yrðu auknar frá því sem samþykkt var í fjár- hagsáætlun, þótt taka þyrfti til þeirra lán. Við bentum í þvi sam- bandi á verkefni sem brýn þörf er fyrir, t.d. hraðari uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir gamalt fólk og leikskóla fyrir börn, sem auk þess að vera sjálfsagður uppeldis- kostur æskunnar er fjárhagslega arðbær. Við vildum hraða skólaupp- byggingum í nýju hverfunum, auka fé til framkvæmda í þágu aukins umferðaröryggis og umhverfísbóta og til viðhalds fasteigna borgarinn- ar. Aðeins síðastnefndu atriðin hlutu náð fyrir augum meirihlut- ans, þ.e.a.s. viðbótarfé til viðhalds og umhverfísbóta, af þeim verkefn- um sem við bentum sérstaklega á. Það má vera að í Kópavogi hafi bæjaryfírvöld staðið svo vel að verki að ekki sé neitt þarfara fyrir fram- kvæmdafé skattgreiðenda að gera en að setja það í nýjar, rándýrar íbúðir og það á tímum þegar mark- aðurinn er yfirfullur af illseljanlegu íbúðarhúsnæði. Það á hins vegar ekki við um Reykjavíkurborg. Vegna stjómarhátta Sjálfstæðis- flokksins um allt of langt árabil, hafa verkefni í þágu íbúanna verið vanrækt, verkefni sem án nokkurs vafa eiga að vera í höndum sveitar- félagsins og fjánnagnast af al- mannafé. Þess vegna skortir svo mikið á að Reykvíkingar njóti al- mennilegrar þjónustu sveitarfélags síns, þjónustu sem er í takt við þarfir nútímafólks. Skattfé eða prívatpeningar í þessu ljósi eru 100 milljónir í kaup á væntanlegum lúxusíbúðum niðri í miðbæ fáránleg ráðstöfun. Hvötin til þessara kaupa er ekki uppbygging á félagslegu húsnæði, enda mætti fá það mun ódýrara og á heppilegri stöðum. Á sjálfstæðis- mönnum er að skilja að stefnt sé að því að selja ibúðirnar síðar á almennum markaði. Það á bara eft- ir að koma í ljós hvort þær gangi út og þá á hvaða verði! Rök sjálfstæðismeirihlutans fyrir íbúðakaupunum eru þáu að verið sé að vinna að því markmiði Kvosar- skipulagsins frá 1986 að íbúum fjölgi í miðborginni. Dýr myndi Hafliði allur, því hér leggja Reyk- víkingar fram 100 milljónir í 12 íbúðir, flestar mjög litlar sem tæp- ast munu hýsa stórar fjölskyldur, en í Kvosarskipulagi er stefnt að því að íbúðum fyölgi um a.m.k. 60-80. Menn litu ekki á það sem hlutverk sveitarfélagsins að kosta almenn íbúðakaup til þess að lífga upp á miðbæ Reykjavíkur þegar þeir settu fram sín skipulags- markmið. Sú hlið málsins er dæmi- gert verkefni einkaaðila. Borgin þarf hins vegar að veija miklu fjár- magni í endurnýjun gatna, göngu- leiða og torga fyrir almenning og til þeirrar áhugaverðu uppbygging- ar sem bíður okkar í Áðalstræti vestanverðu í þágu menningar og sögu. 30 milljónir fyrir byggingarréttinn Hina raunverulegu ástæðu fyrir ákvörðun meirihlutans er að fínna í þrýstingi þeirra sem áttu réttinn Barnadagur í Kolaportinu KOLAPORTIÐ efnir til sérstaks barnadags sunnudaginn 27. sept- ember og mun markaðstorgið þann dag snúast um ýmislegt sem börnum viðkemur. Félagasamtök kynna starfsemi sína sem viðkem- ur uppeldi, heilbrigði og þroska barna, en fyrirtækjum með hvers konar barnavörur verður einnig gefinn kostur á að kynna starf- semi sína á sölubásum. Mikil vinna hefur þegar verið lögð í undirbúning barnadagsins og fjöl- margir aðilar lagt þar hönd á plóg- inn. Gott samstarf hefur tekist með fjölmörgum félagasamtökum sem ætla að taka virkan þátt í barnadeg- inum með ýmsum hætti og nú þegar hafa á þriðja tug félagasamtaka og stofnana ákveðið þátttöku og má þar t.d. nefna Barpaheill, Neytendasam- tökin, Slysadeild Borgarspítalans, heilbrigðisráðuneytið, Foreldrasam- tökin, lögregluna, Umferðarráð, Dagvistun barna og Félag foreldra misþroska barna. til yfirbyggingar á húseignina Aðal- stræti 9. I samningi milli þeirra og byggingarverktakans Álftáróss er sá réttur metinn til tæpra 30 millj- óna króna sem eigendumir eiga að fá greiddar á sömu gjalddögum og verktakinn fær greiðslur fyrir íbúð- irnar frá Reykjavíkurborg. Samn- ingurinn á milli eigenda byggingar- réttarins og verktakans er gerður með þeim fyrirvara að Reykjavíkur- borg kaupi 12 íbúðir af þeim 19 sem byggja skal. Og nú hafa sjálfstæðis- menn gert slíkan kaupsamning milli borgarinnar og byggingarverktak- ans Álftáróss. Auðvitað vildu eigendurnir búa til sem öruggastan pening úr bygg- ingarrétti sínum, og því ekki ónýtt að fá almannafé til þess að tryggja kaup á væntanlegum íbúðum í stað þess að þurfa að framkvæma upp á von og óvon um sölu á almennum markaði. Stjórnvöld sem láta undan þrýstingi sem þessum fá gjarnan einkunnir eins og sjóðasukkarar og spilltir stjórnmálamenn sem ekki er treystandi fyrir almannafé. For- sætisráðherrann núverandi hefur oft látið í ljós áhyggjur af þvílíkum stjórnendum. Þrýstingurinn um kaup borgarinnar á Aðalstrætis- íbúðunum var löngu hafinn í tíð Kristín Á. Ólafsdóttir „Stjórnvöld sem láta undan þrýstingi sem þessum fá gjarnan ein- kunnir eins og sjóða- sukkarar og spilltir stjórnmálamenn sem ekki er treystandi fyrir almannafé.“ hans sem borgarstjóra og tel ég reyndar að ákvörðun meirihlutans sé arfleifð sem hann skildi eftir þegar hann færði sig úr borgar- stjórastólnum. Ekkert útboð Það er svo enn eitt gagnrýniefn- ið við þessa gjörð meirihlutans að ekki skuli hafa farið fram almennt útboð á byggingu íbúðanna svo byggingaraðilar hefðu getað keppt um verkefni fyrir 100 milljón krón- ur af almannafé. Hér var ósköp einfaldlega gerður samningur við þann verktaka sem eigendur ofaná- byggingarréttarins réttu borgimli. Það er reyndar ekki í fyrsta sinn sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gefa slagorðum sínum um frjálsa samkeppni langt nef með verkum sínum. Ný atvinnutillaga Þeir sem kættust yfir þessari meðhöndlun almannafjár af um- hyggju við atvinnulíf hafa glaðst fyrir lítið. En ég vil nota tækifærið og vekja athygli á tillögu sem Nýr vettvangur leggur nú fram í ítrek- aðri tilraun okkar til að fá meirihlut- ann í borgarstjórninni til að bregð- ast af alvöru við atvinnuleysisvof- unni. Við viljum samtímis fjölga störfum og vinna þau verkefni sem Reykvíkingar eru í mestri þörf fyr- ir. Því erum við tilbúin að taka lán allt að 500 milljónum króna til framkvæmda við hjúkrunarheimili, skóla, leikskóla og í þágu aukins umferðaröryggis. Vonandi verður skilningur sjálfstæðismanna jafn góður þegar kemur að afgreiðslu þessarar tillögu og hann reyndist eigendum að ofanábyggingarrétti Miðbæjarmarkaðarins. Höfundur er borgarfulltrúi Nýs vettvangs. IÐNSKÓLINN í HAFNARFIRÐI REYKJAVÍKURVEGI 74 OG FLATAHRAUNI SÍMAR 51490 OG 53190 Námskeii í tölvuteiknun - fluto Cad Nú á haustönn verða haldin nokkur námskeið í notk- un AUTO CAD forrits í tölvuteikningu. Þeir, er ætla að taka þátt í námskeiðunum, þurfa að tilkynna þátt- töku fyrir 22. september. Iðnskólinn í Hafnarfirði, Reykjavíkurvegi 74. Símar 51490 og 53190.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.